Tíminn - 01.10.1946, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.10.1946, Blaðsíða 4
Skrifstofa Framsöknarflokksins er Edduhúsina við Lindargötu. m l Sími 6066 4 REYKJAVÍK FRAMS’ÖKNARMENN! Komíð í skrifstofu Framsóknarflokksins 1. ©KT. 1946 177. blað Samvinnnmenn eignasl . . (Framhald af 1. slðu) fullnægði kröfum þeim, er gerð- skipasmíðastöðin Ansaldo í Qenúa viðurkennt fyrirtæki, er ar eru á Norðurlöndum og víðar um smíði slíkra skipa. Enda er smíðað hefir mörg kunn skip. Hvassafell hafði líka reynst vel á heimleiðinni, þrátt fyrir vont sjóveður. Verð skipsins er nálægt fjórum miljónum króna. Vilhjálmur Þór gat þess, að eln af ástæðunum fyrir því, að skipinu var valin heimahöfn á Akureyri, væri sú, að Akureyri liggur í samvinnusvæði Norður- lands, en skipið mun einkum flytja vörur beint frá útlöndum til samvinnufélaganna, einkum á Norðurlandi. Akureyri hefir líka um langt skeið haft for- göngu um myndarlega sam- vinnu. Hann gat þess, að þegar sambandið eignaðist fleiri skip, myndu þau ef til vill verða gerð út frá hinum ýmsu höfnum, þar sem samvinnufélögin starfa. Hann lýsti þvi sem von sinni og trú, að þetta skip gæti orðið liður í þeirri viðleitni samvinnu- félaganna að gera nauðsynjar fólks ódýrari og bæta samgöng- urnar við útlönd. Hinn nýi „borgari." Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri minntist á það, hvers virði það væri Akureyrarbæ, að „eignast þennan stóra borgara," eins og hann komst að orði, og benti á þá þýðingu, sem það hefði fyrir atvinnulíf bæjarins, að skipið sé gert út þaðan. Kvað hann skipskomu þessa vera at- burð, sem lengi yrði minnst í sögu Akureyrarbæjar. Þorsteinn kvað það vel við eiga, að skipið héti Hvassafell, þar sem það eyfirzka bæjarnafn.hefir komið mjög við sögu samvinnuhreyf- ingarinnar á íslandi. Ferffalag skipshafnarinnar. Tíðindamaður blaðsins hafði tal af nokkrum af áhöfn skips- ins og spurði þá um ferðalagið. Áhöfnin er alls 22 menn, og eru þeir flestir frá Akureyri. Skips- höfnin lagði af stað frá Reykja- vik 16. júlí og fór með hraðbát- ana, sem skilað var aftur, til Englands um leið. Voru þeir rúmar 40 klst. á leiðinni þangað. Síðan var haldið til Lundúna og dvalið þar I fáeina daga, en farið svo með járnbrautarlest- um þaðan til Parisar. Þar var stanzað einn dag, og síðan farið með jámbraut suður til Qenúa. Þar beið sklpshöfnin i mánað- artima. Dvaliff á Ítalíu. Ástandið á ítaliu er mjög bágt um þessar mundir og afkoma almennings afleit. Dýrtíðin er mjög mlkil — verð á lífsnauð- synjum ekki lægra en hér á landi. Kaup er hins vegar mjög lágt. Það má segja, að allar vörur séu fáanlegar þar 1 landi, þótt sumar fálst ekki nema með okurverði á svörtum markaði. Sykur er t. d. ekki til nema á svörtum markaði, og kostar hann um 40 kr. kílóið. Til dæmis um hin erfiðu lifskjör og eymd þá, sem ríkir í landinu, má nefna það, að al- gengt kaup framreiðslustúlkna á veitingahúsum er 200 lírur á dag, en þolanleg máltið kostar ekki undir 250 lírum. Góðar máltíðir kosta varla minna en 800 lírur. Kaup verkamanna er aðeins 8—10 þúsund lírur á mánuði og geta þeir því ekki keypt sér margar slíkar máltíðir á dag. Gengi lírunnar er nú þrir aurar, miðað við gengi íslenzkrar krónu. Skipiff reyndist vel á heimleiðinni. Er skipið var fullbúið, var því siglt suður til Sikileyjar, þar sem það tók saltfarm til íslands. En áður en lagt var af stað hingað, fór skipið aftur til Genúa, en hafði þar þá skamma viðdvöl. Höfnin í Genúa er ennþá að miklu leyti lokuð vegna sokk- inna skipa, sem liggja í höfninni. Fyrir nokkru er hafin vinna við að ná þessum skipum upp. Er það sama fyrirtækið, er byggði Hvassafell, er annast það verk, en það er rlsafyrirtæki með 15— 30 þús. manns i vinnu. Á leiðinni til íslands kom skipið við I Englandi, og var að- eins þrjá sólarhringa á leið- inni þaðan hingað til lands. Fékk skipið þó vont veður á þeirri leið. Ganghraði Hvassa- fells var 12,6 mílur í reynsluför, en yfirleitt hefir ganghraði skipsins verið um 11 mílur. Er þó ekki farið að láta það ganga eins hratt og hægt er. Gigtarlækningar (Framhald af 1. síðu) dóms, sem með tímanum gerir hrygginn ósveigjanlegan, svo að sjúklingarnir geta ekki setið uppi, þegar hann er kominn á hástig, heldur verða annað hvort að standa eða liggja. Jafnframt hefir honum tek- izt að lækna sjúkdóminn með röntengeislum, ef hann er ekki orðinn of magnaður. Tekst læknunum aff sigrast á gigtinni? Á þessum læknafundi var á- kveðið 'að stofna evrópískt sam- band gigtarlækna með áfram- haldandi samvinnu í baráttunni gegn gigtarsjúkdómunum fyrir augum. Á það að halda annað og fjölmennara þing í Kaup- manahöfn næsta ár og leita samvinnu við gigtarlækna í Am- eríku, sem gangast munu fyrir heimsráðstefnu gigtarlækna í New York árið 1949. Með slíkri samvinnu og þrot- lausri rannsókn á orsökum og háttum gigtarsjúkdómanna, sem þjá miljónir manna og leggja fólk unnvörpum I kör löngu fyrir aldur fram, eru læknar trúaðir á að takast megi að vinna bug á þessum plágum og létta af mannkyn- inu þeim þjáningum, sem þær valda. Norffur-Afríka effa ísland? Með hliðsjón af reynslu Ed- ström yfirlæknis og fleiri um lækningu gigtar í heitu iofts- lagi eru nú uppi ráðagerðir um að reisa lækningastöð handa gigtveiku fólki suður i Norður- Afríku. Danskur læknir, dr. Clemen- sen, hefir þó látið orff falla um þaff, að ef til vill væri skynsam- legast fyrir Norffurlandaþjóff- irnar aff hætta við þennan Afrfkuspítala og reisa sér í þess stað hæli handa gigtarsjúkling- um viff jarðhita á íslandi. Kveðjasöngvar (Framhald af 1. siðu) alúðar, er lögð hefir verið við æfingar, þó að sjálfur söngur- inn gerði þá kröfu til hlustenda, að þeir gleymdu öllu öðru. Og ástæða er til að taka sérstaklega fram, að söngurinn var jafn- betri á seinustu söngskemmtun- inni en hinni fyrstu (um þá í miðíð veit ég ekki). Þá gafst þeim, sem góðu viðtækin eiga — um land allt — kostur á að fagna með öðrum fagnendum. Því má líkja við rúsínulausan „pylsuenda," ef blómvanda og lófaklapps er látið ógetið í frá- sögn af hvers konar tónleikum: Blómvendir bárust margir og fagrir, og lófatakið var svo feiki- legt, að sumum mun hafa fund- izt nóg um, a. m. k. eftir að sungin höfðu verið hin hátíð- legri lögin. Mig hefir lengi furðað mjög á því, sem ég hefi aldrei séð tón- listargagnrýnendur finna að fyrr en dr. Pál ísólfsson nú á dögunum, að ekki skuli fyrir löngu búið að kenna því fólki, sem ekki finnur það á sér (og virðist vera alltof margt), hve- nær á við að klappa og hvenær ekki. Það getur bókstaflega ger- eyðilagt fágæta yndisstund fyr- ir hinum, hverra fögnuður er meiri í brjóstinu en lófunum. Karlakór Reykjavíkur er á förum. Hann héfir lokið sínus ,.burtfararprófi“ með lofi. Þjóðin þeirra söngbræðra bíðuf með eftirvæntingu góðra frétta af ferðum þeirra. Og hún biður þá fyrir kveðju vestur um haf, en einkum þó til þeirra, s«m finna Læknaskipti Þeir samlagsmenn, sem réttinda njóta í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og óska að skipta um lækna frá næstu ára- mótum, snúi sér til skrifstofu samlagsins, Tryggvagötu 28, frá 1. til 31. októbermánaðar, og liggur þar frammi listi yfir lækna þá, sem valið er um. Læknaval getur því aðeins farið fram, að samlags- maður sýni tryggingarskírteini sitt og skírteini beggja, ef um hjón er að ræða, enda verða þau að hafa sömu lækna. Reykjavík, 28. sept. 1946. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. ---------------------—-----------™ Sláturtíð þessa árs er byrjuð. IMeðan hún stendur yfir seljum við: Kjöt í heilum kroppum, slátur, mör, lifur og hjörtu, — og sviff í húsum vorum við Skúlagötu. Reynt verður að senda slátur heim til kaupenda, þó ekki mínna en 5 slátur I senn. Sláturtíðin endar fljótt að þessu sinni og því æskilegt að heiðraðir viðskiptavinir sendi pantanir sinar sem fyrst. , Sláturf élag Suðurlands Simar 1249 (þrjár lfnur) og 2349. til, þá 'er kórinn syngur (eins vel og á laugardaginn var): Þér Iandnemar —. En þegar þeir koma heim aft- ur langar okkur að fá meira að heyra. Góða ferð! L. Har. Dreng lijargað (Framhald a 1 1. síðu) inn þó, því að loft mun hafa verið í fötum hans. Börnin gátu þó ekkert aðhafzt, heldur hrinu og kölluðu. í þessum svifum bar þar að vörubifreið. Stjórnaði henni Ól- afur Betúelsson frá Höfn við Hornbjarg. Var hann með lang- an kaðal á bifreið og tókst að kasta endanum til drengsins og draga hann á land. Það er ástæða til þess að at- huga hvaða ráðstafanir þarf að gera til þess að börn fari sér ekki að voða við þessa gömlu og afræktu bryggju. Um handritamálið Hinn 19. september birtist kjallaragrein um handritamálið í Social-Demokraten í Kaup- mannahöfn, eftir Martin Lar- sen sendikennara. Larsen leggur til, að Danir skili okkur handritunum. Lar- sen bendir á, að Háskóli ’íslands ráði yfir svo vel hæfum fræði- mönnum á þessu sviði, að þar séu öll skílyrði fyrir hendi til rannsókna á þessum bókmennt- um. Þá telur Larsen, að meðan handritin séu í Kaupmanna- höfn, hindri það Dani að vinna verulega að rannsóknum á is- lenzkum fræðum. Þessu til sönnunar bendir sendikennar- inn á það, að prófessorinn í ís- lenzkum fræðum við Hafnar- háskóla er íslendingur, og hann er einnig hinn raunveru- legi stjórnandi Árnasafns. Með þessu er Dönum fyrirmunað að komast í þessa stöðu, þótt þeir ættu menn, sem væru færir um að gegna henni. Larsen getur ekki fallizt á það, að handritin varpi neinum ljóma yfir Danmörku, þar eð þau eru ekki skráð þar. Ef handritin væru á íslandi, myndu fleiri erlendir vísinda- Ifa N.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 5. okt. Flutningur tilkynnist til skrif- isjtofu Sameinaða i Kaup- mannahöfn. Frá Reykjavík fer skipið 12. október. Þeir, sem hafa fengið loforð fyrir fari 25./9. sæki far- seðla þriðjudaginn 1. október fyrir kjl. 5 sígpegis, annars seldir öffrum. Erlendir ríkisborgarar þurfa að hafa í höndum skírteini út- gefið af borgarstjóraskrifstoíu Reykjavíkur, um að þeir hafi lokið opinberum gjöldum sam- kvæmt bráðabirgðalögum 13. sept. þ. á. SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN. (Erlendur Pétursson) SKIPAUTGERD ErcqiLTi ' ^nugiun Vörumóttaka til Þingeyrar árdegis í dag. menn sækja þangað, kynnast íslandi eins og það er nú og um leið eiga auðveldara með að skilja íslenzka fortíð. Að ölly. þessu athuguðu, tel- ur Larsen sjálfsagt að skila handritunum hvað sem öllum lagakrókum líði. Danska þjóðin megi ekki draga sjálfa sig á tálar og svíkja annað norrænt land. (jtvmla Síó SENDIFÖR TIL TOKYO. (First Yank Into Tokyo). Afar spennandi amerisk mynd. Tom Neal, Barbara Hale, Majrc Crammar. Sýnd kl. 5 og 9. BönnuS yngri en 18 ára. TÍMINN kemur á hvert sveltaheimlU og þúsundlr kaupstaSahelmila.enda geflnn út i mjög stóru upplagi. Hann er því GOTT AUGLÝS- INGABLAÐ. Þeir, sem ekki hafa reynt það, œttu að spyrja hlna, er reynt hafa. T í M I N N Lindargötu 9A, siml 2323 Og 23S3 tlijja Síó (vUf SMUmt/Stn) Sönghallarundrin (“Phantom of the Opera") Hin stórfenglega „óperu“-söng- mynd 1 eðlilegum litum — sýnd aftur eftir ósk margra. Nelson Eddy. Susanna Foster Claude Rains Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TjatHarbíó Frá Furðuströndum , (Blithe Spirit) Gamansöm afturgöngumynd í eðlllegum litum. Rez Harrison, Constance Cummings, Kay Hammond. Höfundur og leikstjóri: Noel Coward. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: „7 ondeleyo'' Leikrit I 3 þáttum. sýning á miðvikudag kl. 8 síðde$$is. Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 3 í dag. — Simi 3191. Ath. Aðgöngumiða er hægt að panta í slma (3191) ki. 1— 2 og eftir 4. söludaginn. Pantanir skulu sækjast fyrir kl. 6 sama dag. María Markan Östlund óperusöngkona heldur síðustu sön^skemmtun slna i kvöld kl. 7.15 í Gamla Rió. Við hljóðfærið: Fritz Weissehappel. Aðgöngumiðar seldir I Bókabúð Sigfúsar Eymundsson- ar, Bókabúð Lárusar Blöndals og Hljóðfæraverzlun Sig- ríðar Helgadóttur. Öllum, sem sýnðu okkur samúð og vináttu vlð andlát og jarðarför okkar ástkæra eiginmanns og föður, Magnúsar Tómassonar frá Stapaseli, vottum viff innilegustu hjartans þakkir. Sigríffur Guffmundsdóttir og börn. Tilkynning frá skrifstofu tolistjóra um dráttarvexti í þessari viku, fram á næstkomandi laugardag, |j. þessa mánaðar, eru síðustu forvöð til að greiða gjöld sín 1 ár án dráttarvaxta. Þeir, sem þá eiga gjöld sín ógreidd, verða krafðir um dráttarvexti frá gjalddaga, sem var 31. júlí síðastliðinn. Reykjavík, 1. okt. 1946. Tollst jóraskrif stof an Hafnarstræti 5.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.