Tíminn - 10.11.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1948, Blaðsíða 3
249. blaff TÍMINN, miðvikudaginn 10. nóv. 1948. 3 1 NÝJAR BÆKUR. :: *♦ Marta Leijon: Ingibjörg í Holíz. Kristmundur Bjarna son íslenzkaði. Stærð: 253 bls. 18X12 sm. Verð: kr. 18.00 6b., 26.00 innb. Bóka- útgáfan Norðri. Enn hefir Norðri látið frá sér fara sænska sveitasögu. í Ingibjörg í Holti og Benedikt | maður hennar eru fátæk! hjón. Benedikt leitar metn-1 aði sínum fullnægingar í, mannvirðingum og verður oddviti. Ekki sést, að það sé til að ráða málum og fylgja stefnu sinni frsm, heldur ek- ur hann seglum eftir vindi og leitar færis. Hann er hug- sjónamaður um jarðrækt, en nennir ekki að fylgja bví eft- ir í verki og hlítir ekki hinu fornhelga bcðorði, að neyta brauðsins í sveita síns and- litis. Börnin þeirra 10 vaxa upp og dreifa.st. Allt er þetta mik- ið söguefni og nástætt ís- lenzkum lesendum. Það er lífsbarátta fátækra hjóna, á- hyggjur þeirra af börnunum og afkomunni. Þrátt fyrir erfiðleika og ýmiskonar andstreymi fer sagan vel. Gömlu hjónin verða því samrýndarí, sem þau eldast meir, og í ellinni trúa þau á tilgang og þýð- . ingu lífs síns. Yngri synirnir eru líka myndarmenn, sem eru á góðri ieið að gera Holt að fyrirmyndarbýli. Og þeir veljast til féiagslegrar for- j ustu vegna hæfileika sinna til að vinna fyrir þá stefnu, sem unga fólkið í sveitinni aðhyllst. Því miður hafa orðið nokk- 1 ur mistök á búningj þessarar sögu á íslenzkuna. Ekki veit ég, hvort það eru yfirsjónir þýðandans, eða handrit hans hefir brjálast við prentun og prófarkalestur ekki gert við, en í einn stað kemur les- anda. Ef fært er saman nokk uð af því, sem ég kann illa við, kemur fram svona frá- sögn: ■ Hqnum þótti fátt um, hverhig vatnið leitaði á hall- | anh unz það hvarf fyrir beygjuna. Hann lét sér einu j skipta þó að væri svarað með fólslegu hundsgá. Börnin nugguðu á honum þrátt um það: Dæmi um stafsetningu: Honum var „dyllað“. „Köku- hnufl“. „Snöktum“ meira og „snökkti um“ lengur. Að þessu leytj er frágang- ur bókarinnar allt annað en góður. En annars er sagan sönn mynd úr lífsbaráttu al- þýðunnar og bregður upp ýmsum myndum frá þeirri þróun og andlegu hreyfing- um, sem borizt hafa um öll nálæg lönd á undanförnum :: :: M Minningarspjöld Kvenfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Mýrarhúsaskóla. Verzl. Eyþórs Halldórs- sonar, Víðimel. Pöntunarfé- laginu, Fálkagötu. Reynivöll- um 1 Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs G. Gunnlaugssonar, Austurstræti. áratugum. Og einmitt vegna þess, að sagan er sænsk, megum við vel hlusta eftir þeim boðskap, sem hún flyt- ur, og mæla íslenzk mál eft- ir því. Við sjáum þá líka bet- ur, hvað skamrnt er á milli islands og Svíþjóðar. H. Kr. Stefán Júlíusson: Auður og Ásgeh. Lesbók handa litlum börnum. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Stærð: 176 bls. 18X12 sm. Verð: kr. 20.00. Bókaútgáf- an Björk. Höfundur fylgir bólc sinni úr hlaöi með þessum orðum: i „Þessu kveri er ætlað að bæta ofurlítið úr brýnni þörf á léttu lesefni handa börnurn, sem eru að byrja að spila á eigin spýtur í lestrlnum. Kverið er ekki svo úr garði gert, sem ég hefði helzt kosið. Sérstaklega hefði ég viljað hafa mikið af alls konar verk efnum, spurningum, úrlausn- um og orðaæfingum aftan við sjálft lesefnið. Orðasafn hafði ég líka í huga. — En að at- huguðu máli þótti mér ekki fært að lengja kverijð svo mjög, þar sem það á að selj- ast á frjálsum markaði, en slíkt hefði að sjálfsögðu gert það óhæfilega dýrt. Hef ég því sleppt verkefnum að þessu sinni, en á þau í fórum mínum, ef kverið fær svo góð- ar viðtökur, aö síðar megi úr því bæta“. Þó að kverið sé ekki að þessu sinni svo íulikomið sem höfundur hefði kosið, mun það þó víða þykja góður feng ur. Sögurnar eru vel við hæfi ungra barna, léttar og auð- veldar til skilnings og búa þó ýmsar yfir miklu efni og góðum boðskap. Mál og frá- gangur er létt og ljóst. Efnið er ekki allt eftir Stef- án sjálfan, því að þarna eru ýmsar gamlar vísur og smá- ljóð eftir kunna höfunda. Einnig eru þar nokkrar frá- sagnir eftir aðra. Meginefni bókarinnar hefir Stefán þó samið eða endursagt. Það er áreiðanlega óhætt að mæla með þessu kveri. Jens Sigsgaard: Palli var ei-nn í heiminum. Teikn- ingar eftir Arne Unger- mann. Vilbergur Júlíusson þýddi. Stærð 46 bls. 22X14 sm. Verð: kr. 15.00. Bóka- útgáfan Björk. i þessu ævintýri er jafnan önnur síðan litmynd og eru þær óvenjulega litfagrar eft- ir því, sem gerist hér á landi. Þær eru margar með fjórum litum. Sjálf er sagan lærdómsrík fyrir unga borgara, sem stund um eiga erfitt með að sætta sig við hinar flóknu reglur og öll boö og bönn, sem stafa af því, að taka verður tillit til annarra, og er það raunar ærin þraut fyrir ýmsa þá, sem fullorðnir eru að árum. Menn gleyma svo oft hver blessun það er, að lifa í mann legu samfélagi, af því ófrelsi, sem sambýlinu fylgir, og hend ir það eldri menn en Palla litla. Þetta kver mun eflaust vinna sér vinsældir yngstu lesendanna. Ólánið elltir ný- sköpun bæjarins Á það var drepið hér í blað inu í fyrravetur í sambandi við nýsköpun bæjaryfirvald- anna inn við Hringbraut, að þau létu sprengja burtu holt og hæðir til að búa til bíla- stæði eða grasflatir. Nú hef- ir þessi nýsköpun haldið á- fram. f fyrsta lagi var skap- aður nýr vegur. Hringbraut | var með stórri auglýsingu lögð á líkbörurnar í Austur- | bænum. En Snorrabraut1 sköpuð. í öðru lagi var ,,Botnlangagötu“ gefið nýtt nafn og heitir nú Þorfinns- gata. í þriðja lagi var skörp- ustu nýsköpunarbeygjunni á Eiríksgötu skellt í burtu. Og má þó betur seinna, og verð- ur væntanlega gert, ef alvar- legt slys verður þarna á beygj unni og brekkunni, sem oft er glerhál. í fjórða lagi er verið að gera grasflöt og brekkur á auða svæðinu milli Snorrabrautar, Eiríksgötu, Þorfinnsgötu og Egilsgötu. Hafa verið flutt þangað mörg hundruð bílhlöss af mold og getur þetta orðið fallegt með tímanum. Er ekkert sérstakt að státa af, þótt hægt sé að gera snotr- an blett, þar sem ausið er í tugum og hundruðum þús- unda af almannafé. En hvað um það. Mörgum finnst, að þarna 'verði skemmtilegur staður fyrir augað að horfa á, og e. t. v. geti fólk hvílt sig þar, er stundir líða. En það er rétt eins og ó- lánið elti þá, sem að fram- kvæmdunum standa, og að þeim sé áskapað að gera ein- hver mistök, sem flestir sjá aðrir en þeir. Þarna eru snotrir kantar, en mjög bratt ir, eða nær lóðréttir. Kant- ana löguðu þeir vísu menn úr 'z'ramhald á 6. síðu). Söngmót kirkjukóranna Veslur-Skaftafells- Fyrra sunnudag, 31. okt., efndi kirkjukórasam- band Vestur-Skaftafellsprófastsdæmis til söngmóts í kirkj- unni í Vík í Mýrdal. Aff söngmótinu stóðu þessir kirkju- kórar úr sambandinu: Kirkjukór Prestsbakkasóknar, Kirkjukór Víkurkirkju, Kirkjukór Reynissóknar og Kirkju- kór Skeiðflatarsóknar. Söngmótið hófst með því, að formaður kirkjukórasam- bandsins, sr. Jón" Þorvarðs- son, prófastur. í Vík, flutti á- varpsorð. Eftir það hófst samsöngur með því, að kirkjukór Prestbakkasóknar söng 4 lög undir stjórn' Esra Péturssonar, héraðslæknis að Breiðabólstað. Undirleík ann aðist Sigurjón Einarsson, Mörk, sem er organleikari í Prestéakkakirkju. Þar næst sungu sameinaðir kirkíukór- ar Reynis- og Skeiðflatar- sókna 4 lög undir stjórn Sveins Einarssonar, bónda að Reyni, sem er öfgáhléikari Rey nissóknar,...en imdirleik annaðist frú Ástríður Stef- ánsdóttir, Litla-Hvammi, org anleikari Skeiðflatarsóknar. Þá söng Víkurkirkjukór 4 lög. Stjórnandi þess kórs var sr. Jón Þorvarðssop.; prófast- ur í Vík. Undirleik annaðist organleikari ‘ -• Víkúrkifkjú- kórs, Óskar Jónsson; bókari í Vík. Að lokum sungu allif kór- arnir sameinaðir þessi 3 lög: Þú Guð, sem stýrir..stj.arna- her. lag eftir W. A,- Mozart, undir stjórn söngstjóra- Prest bakkasóknar, Vor Guð er borg á bjargi traust, lag M. Lúthers, stjórnaði því song- stjóri Reynis- og Skeiðflat- Söngur Mr. Cosmans Á Norðurlandi var fyrir | nokkrum árum dansk-pólsk- \ ur verzlunarstjóri, og var það segin saga, að danskari þessi j auglýsti og „reklameraði“ • hvað mest þær vörur verzlun J arinnar, sem skemmdar voru, ( og urðu því margir til þess j að glæpast á því að kaupa j þessar skemmdu vörur þessa dansk-pólska kaupmanns. Eitthvað líkt þessu var aug lýsingastarfsemi útvarps og blaðanna um einn enskan söngmann, sem efndi til söngskemmtunar s.l. sunnu- dag — því ef svo ólíklega hefði viljað til, að þessi enski maður, sem heitir Jul- es Cosman, hefð verið list- rænn söngvari, og þannig staðizt hinn feikna útvarps og blaða „reklame“, sem um hann var útbreiddur áffur en hann lét í sér heyra, hefði verið öðru máli að gegna. — Þá hefði einnig utanríkisráð- ið, sem veitt hefir þessum enska mannj leyfi til þess að „upptroða“ hér, staðið með pálmann í höndunum, því það er vitað mál, að ekki einn einasti útlendur söngmaður — þótt hann væri að drepast úr magapínu — má gefa eitt einasta hljóð frá sér í heima- landi Mr. Cosmans — Eng- landi. Því miður framreiddi Mr. Cosman aðeins skemmda vöru handa þeim ensku og íslenzku áheyrendum, sem mættir voru í Gamla bíó s.l. sunnudag — svo skemmda vöru, að vælulegri „falsetto“- söngur — samfara óþolandi kokhljóðum — hefir víst ekki heyrzt hér fyrr í Reykjavík. Það er því ómögulegt að taka ,,söng“ Mr. Cosmans alvar- lega, og þessvegna ekki hægt að taka sérstakt lag eða aríu, sem söngskráin tilkynnti að Mr. Cosman ætlaði að syngja, og gera að umtalsefni. Því allt, sem Mr. Cosman söng, var undir núlli, þótt út yfir tæki söngur og meðferð hinna þriggja Schuberts- laga. Hinn ágæti' og 'hákvæmi píanisti, hr. Wéisschappel aðstoðaði Mr. Cosman, og varð herra Weis$chappel að gera mörg heljarstökk á píanóið, til þess að ná í hið „músikalska“i skott á Mr. Cosman, sem dinglaði fyrir öllum vindum, án takts, stíls og tempós. Well! Milljónaþjóðirnar aka einn ig Wheel barrows! Sig. Skagfield. arsókna. Loks var þjóðsöng- urinn, Ó, Guð vors lands, sung inn undir stjórn söngstjóra Víkurkirkjukórs. Að söngn- um loknum kvaddi sér hljóðs sýslumaður héraðsins, Jón Kjartansson. Þakkaði hann sönginn fyrir hönd allra við- staddra og mælti, að kórarn- ir hefðu með þessu söngmóti innt af hendi merkilegt mehn ingarafrek í héraðinu með sínu mikla og fórnfúsa starfi, sem með vaxandi þroska mundi setja nýjan og betri svip á allt kirkjulíf og annað samkomuhald héraðsbúa. Að endingu sungu kórarnir og allir viðstaddir Ó, Guð vors lands. Kirkjan var þéttskipuð á- heyrendum hvaðanæfa að. Var það mál allra, er hlýddu á sönginn, að hann hafi.tek- izt með ágætum, jafnvel framar beztu vonurn, - þegar tekið er tillit til hins skamma undirbúnings og erfiðu að- stæðna söngfólksins, ei* margt þarf að fara óraleiðir til söngæfinga. Er óhætt að segja, að með söngmóti þessu hafi kirkjukórasamband V.- Skaftafellsprófassdæmis unn ið glæsilegt menningarafrek. Undirbúning að söngmót- inu annaðist stjórn kirkju- kórasambandsins í samvinnu og samráði viðsöngmálastjóra þjóðkirkjunnar, hr. Sigurð Birkis, sem um nokkurn tíma hafði starfað með hin- um einstöku kórum. Verður honum seint þökkuð hans ó- metanlega aðstoð og tilsögn. Þá lagði prófasturinn, sr. Jón Þorvarðarson í Vík, mikla vinnu í undirbúning mótsins, enda má hiklaust þakka hon- um framar öðrum þann glæsilega árangur, sem á söngmótinu náðist. Móttökur söngfólksins, ut- an Víkur, annaðist Víkur- kirkjukór. Að söngmótinu loknu efndi hann til samsæt- is og veitti af rausn öUum þátttakendum mótsins, um 80 manns. Fór það hóf fram með miklum myndar- og menningarbrag. Fjöldamarg- ar snjallar ræður voru flutt- ar og hvatt til aukins söngs og menningarlífs í héraðinu. Milli ræðuhalda var almenn- ur og góður söngur, er stjórn að var af Óskari Jónssyni, bókara í Vík. Samsætið fór fram að gisti húsinu í Vík. Ber að þakka eiganda þess, hr. Brandi Stefánssyni og frú hans Guð- rúnu Jóhannesdóttur, fyrir lipra og góða framreiðslu á allan hátt. Það var vissulega góð ráð- stöfun gerð, er stofnað var, eftir ósk og beiðni þjóðkirkj- unnar, embætti söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar. Og ekki sízt vegna þess, hversu (Framhali á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.