Tíminn - 10.11.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1948, Blaðsíða 4
iTTæpi TÍMINN, miðvikudaginn 10. nóv. 1948. 249. blað FRÁ ALÞINGI: Ploklciir ný þi ma MenntaskóIal•. Hannibal Valdimarsson og Páll Zóphóníasson flytja frumvarp um menntaskóla. Segir þar, að menntaskólar skuli vera í Reykjavík, á Ak- ureyri' á ísafirði, á Eiðum og að I.augarvatni. Skólar þess- ir rísi á stofn eftir því, sem íé er veitt til þeirra. í greinargerð færa flutn- íngsmenn rök að því, að betra sé að koma upp mennta skólum á ísafirði og Eiðum, en að byggja nýjan mennta- skóla í Reykjavík, eins og þegar er farið að vinna að, auk þess, sem verzlunarskól- inn hefir hlotið mennta- skólaréttindi. „Með frum- varpinu er aðeins farið fram á menningarlegt jafnrétti Austfirðinga og Vestfirðinga á'-við íbúa annarra lands- hiuta og hlut þeirra þó síð- ur én svo haldið fram af ó- biígirni“. Eyðfng svartbaks. Þorsteinn Þorsteinsson og Hermann Jónasson flytja frv. um að lögin um eyðingu svartbaks skuli gilda til árs- loka 1951. Endurskoðun laga um vezði og friðun. Páll Þorsteinsson og Jón Gíslason flytja þál. á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela -rikisstjórninni að láta end- urskoða lagafyrirmæli, er fel asfc í tilskipun um veiði á ís- landi frá 20. júní 1849, og lög' nr. 59 1913, um friðun fugla og eggja, og leggja síð- an fyrir Alþingi frumvarp um þetta efni. Enn fremur að láta undirbúa löggjöf um vernd staða, sem eru séi’stak- lega merkir af sögu sinni eða náttúru". í greinargerð segir: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ágengni er míkil um veiði fugla og ann- arra dýra, jafnvel svo, að ó- boðnir gestir vaða inn á lönd jarðeigenda í slíkum erind- um. Lagaákvæði um þetta efni er að finna í tilskipun frá 1849. Lætur að líkum, að þau ákvæði, sem eru nálega aidar gömul, þurfi endur- skoðunar við. Einnig er á- stæða til að endurskoöa lög um friðun fugla og eggja. Lög um verndun forn- minja fjalla um fornleifar, fornminjar og forngripi, þar sem menn hafa einhvern tima lagt hönd að verki, en ná ekki til þess, sem til er orð ið af náttúrunnar völdum, þótt merkilegt sé á einn eða annan hátt. Engin almenn . lagafyrirmæli eru heldur til um náttúrufriðun. Vissir staðir, sem merkir eru vegna sögulegra atburða eða hafa til að bera náttúrufræðileg .sérkenni, njóta ekki þeirrar verndar, sem vera ber. Hér er því lagt til að rikisstjórn- inni sé falið að láta undir- búa löggjöf um þetta efni. Að sjálfsögðu hafa náttúrufræð jngar bezta þekkingu á þessu sviði, svo að vel færi á því, að undirbúningur sá að nýrri löggjöf og endurskoðun eldri laga, sem gert er ráð fyrir í tillögunni, verði gerður með aðstoð rannsóknaráðs ríkisins og forstöðumanns náttúru- gripasafnsins“. Réttindi íslendinga á Grænlandi. Péfcur Ottesen flytur þál, um „aö skora á fikisstjórn- ina að gera nú þegar gang- skör að þvíf að- viðurkenndur verði réttur íslendinga til at- vinnurekstrar og yfirráða á Grænlandi og við strendur þess“. í greinargerð er einkum | rætt um fiskigengd við Græn- land cg hvers virði það væri ; g.jaldþrqta útgerð íslendinga ' að geta látið veiðiskip sín fiska.þar að einhverju leyti. Gæzla og stækkun landheigínnar. Jóhann Hafstein, Sigurður Bjarnason og Gunnar Thor- oddsen flytja þál. um það mál. Vilja þeir „skora á rík- isstjórnina að undirbúa og leggja hið fyrsta fyrir þing- ið frv. um landhelgisgæzlu, þar sem fram komi í einni heildarlöggjöf öll ákvæði um fyrirkomulag, verksvið, starfs hætti og stjórn landhelgis- gæzlunnar". Síðan taka flutningsmenn fram, að hverju skuli eink- um stefnt í frv. og er þar fyrst talið, að landhelgis- gæzlunni stjórni sérstök deild í dómsmálaráðuneyt- inu. Önnur nýmæli eru þar ekki, því að annað, sem er til tínt, er í gildandi lög- um! Aftan í tillöguna er svo hnýtt áskorun um að fylgja fast fram löggjöf síð- asta Alþingis, er heimilar stjórninni að ákveða vernd- arsvæði hvar sem er við strendur landsins innan tak- marka landgrunnsins. Einn- ig athugi stjórnin að leita við urkenningar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna á rétti íslendinga til rýmkunar landhelginni í að minnsta kosti 4 sjómílur, enda verði þá til landhelginnar taldir allir firðir og flóar. Segir í greinargerð, að þessir síðari liðir séu þó all- ir til athugunar hjá ríkis- stjórninni og verið að vinna að framkvæmdum. Annars er í greinargerð all hörð ádeila ,á stjórnarvöld landsins undanfarið, fyrir það, að landhelgisgæzlan hafi verið sett hjá og vanti skip, flugvélar og önnur ný tæki. Hyggja tillögumenn, að þetta myndi allt breytast, ef landhelgisgæzlan fengi sjálf- stæða stjórn, sem stæði und- ir dómsmálaráðherra. — Þá myndi t. d. tillaga Eysteins Jónssonar um að leggja land helgisgæzlunnj til helikopter flugvél væntanlega ekki hafa verið drepin! - Óbundin verðlagsuppbót. Hermann Guðmundsson og Sigurður Guðnason flytja frv. um, að þær greinar dýrtíðar- laganna, sem binda verðlags- uppbót launa við 300 stig, séu felldar niður. Efni í vinnuföt, vinnu- vetlinga og hlífðarföt. Sömu þm. flytja þál. um að fela ríkisstjórninni að hlutast til um, að flutt verði inn nægilegt efni til fram- leiðslu þessara vörutegunda handa þjóðinni. Skipaafgreiðsla í Vestmannaeyjum. Brynjólfur Bjarnason flyt- ur frv. um einkaleyfi fyrir bæjarfélagið í Vestmanna- eyjum til afgreiðslu skipa þar. Þetta er flutt samkvæmt ósk og samþykkt meirihluta bæjarstjórnar í Vestmanna- eyjum. Jeppi fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum. Sigurður Kristjánsson flyt- ur frv. um að heimila Þing- vallanefnd að flytja inn eina jeppabifreið til notkun- ar við gæzlu þjóðgarðsins á Þingvöllum. í greinargerð er rætt um hið mikía starf gæzlumanns- ins, að halda uppi aga og reglu á stóru svæði og gæta 20 km. langrar girðingar. Auk þess er getið um það, að á þremur fyrstu fjóröungum þessa árs hefðu verið fluttar inn 272 bifreiðar á liðlega 4 milljónir króna. Persónufrádráttur við skattaframtal. Einar Olgeirsson og Her- mann Guðmundsson leggja til, að skattfrjáls persónu- frádráttur verði 1200 krónur í stað þess sem hann er nú 900 kr. fyrir einstakling, 1800 kr. á hjón og 700 kr. á hvern fjölskyldumeðlim þar fram yfir í Reykjavík, en 600 kr. annars staðar. Consal-radióviti. Steingrímur Aðalsteinsson flytur þál. um að skora á rík- isstjórnina að láta athuga, hvort bygging Consal-radíó- vita á íslandi mundi ekki á- gætlega til þess fallin að auð velda siglingar við landiö og hvort bygging slíks vita gæti ekki með skjótustum hætti fyllt í eyður þær, sem enn eru í vitakerfi landsins". f greinargerð frumvarpsins segir, að það sé byggt á grein eftir Henry Hálfdanar- son í sjómannablaðinu Vik- ing. Vitar þessir senda hljóö- merki, sem hægt er að ná „með venjulegum útvarps- móttakara“ í 1500 mílna fjar lægð á sjó og ákvarða stað sinn eftir því. Kostnaður við að reisa slíka stöð myndi vera 400—500 þúsund krónur, „og er þá reiknað með alger- lega tvöföldum tækjum í stöðina til tryggingar því, að útsendingar stöðvist ekki, þó að bilun verði á tækjunum." Sjúkrahús utan kaupstaða. Jón Pálmason, Steingrím- ur Steinþórsson, Jón Sigurðs- son og Skúli Guðmundsson flytja frv. þess efnis, að lækn ishéruð, utan bæja með yfir 2000 íbúa, sem reisa sjúkra- hús ■ og læknisbústað, skuli njóta styrks úr ríkissjóðj til bygginganna, allt að 2/3 kostnaðar. Ætlazt er til, að heilbrigð- isstjórnin hafi það á valdi sínu að ákveða, hve ört sjúkrahúsin eru byggð, svo sem verið hefir hingað til. Staðarval og fyrirkomulag bygginganna verður og að (FramhalcL 6 7. síðu) Veitingamaðurinn á Hreðavatni talar um það á fréttasíðu blaðsins, að „einhver skuggasveinninn" hafi nýlega verið að „narta í veitinga- rekstur" sinn hér í pistlunum. Mér finnst þetta óþarfi og þó einkum dylgjurnar, sem á eftir koma, þar sem talað er um „auðsæan tilgang kögursveinsins". Mér finnst ástæðu laust, að vera með slíkt tal um mitt fólk utan baðstofuveggjanna, en ekki myndi ég hafa varnað veitingamanninum máls hér inni. Vænti ég að bréfritarinn taki þessi ónot ekki hátíðlegar en hæfilegt er, og í trausti þess sleppi ég því. að ræða nánar um þetta fyrirbæri. Oft er talað um að afskekktar sveitir og einangraöir bæir séu að leggjast í auön og hljóti að fara í eyði, enda sé það rétt. Um það skal ekki fjölyrt í dag, en ég ætla að segja ykkur frá því, sem mér var bent á nýlega. Á miðju Suður- landsundirlendinu er lítill sveita- hreppur, sem liggur með þjóðveg- inum austur, beggja megin hans. Þar er því ekki afskekktur útkjálki, skorinn frá samgöngukerfi lands- ins. Við myndum segja, að þetta væri ein sú sveit, sem mestar og glæsilegastalr framtíðarhorfurnar hefir. Það eru 32 skattþegnar, sem hafa flutt burt úr þessari sveit á tveim- ur síöustu árum, 1946 og 1947. Skuldlaus eign þeirra nam sam- tals um 350 þúsund krónum að matsverði. Vitanlega eru þar í hús- eignir, sem þó eru ekki metnar nema á lítinn hluta þess verðs, sem þær eru seldar fyrir. Það er því í raun og veru meira fé en þetta, sem þetta fólk hefir flutt með sér út úr sveitinni. Yfirleitt er þetta fólk farið til Reykjavíkur. Og í þessari sveit í miðju gróður- lendi Suðurlandsundirlendisins fara jarðirnar í eyði, hver af annarri. Þetta mun sums staðar talið til tiðinda. Þarna er ræktunarsam- bandið þó búið að fá skurðgröfu og fleiri ágæt jarðyrkjutæki. Ekki vantar daglega mjólkurflutninga. Og von er á blessuðu rafmagninu þarna innan skamms tíma. En þetta dugar ekki til. Skýringin á þessu fyrirbæri er einföld. Það er miklu léttara að stunda aöra atvinnu. Það er ein- faldlega skýring málsins að öðrurn þræði. Hins vegar er svo það, að fólkið er að verða trúlaust á fram- tíð iandbúnaðarins. Sýndar vel- gengni og mikil fjárráð kaupstaða- búa undanfarin ár hefir ruglað fólk og glapið. Þrotlausir hópar skemmti ferðafólks. sem ekki gerir annað en leika sér og eyða peningum vikum saman að sumrinu, þegar bezt er og blíðast, heíir lika sín áhrif. Þá finnst mörgum, að þar fari það fólk, sem mest sé haft við, en sveitafólkið sé olnbogabörn, sem höfð séu út undan. Þessu verður ekki breytt, nema með því, að upp verði tekin örugg barátta fyrir framfaramálum sveitanna. En fyrst og fremst þarf sveitafólkið sjálft að vita það og finna-til þess, að án þess að rækta landið vel og nytja það, getur íslenzka þjóðin hvorki haldið sjálfstæði sínu né menningu. Það verðum við öll að vita, og í ljósi þeirrar fullvissu skulum við svo meta hlutina og kjósa okkur stað. Hér koma svo að lokum nýmæli eftir K. Ei má slökkva elda nú, eins og gerðist fyrr á dögum. Á að heit.a athöfn sú öll, að ráða niðurlögum. Aftur á móti er oss kennt, öllu verði til að kosta þess, sem verður bitið, brennt og bezt má slökkva sult og þorsta. Að svala þorsta og seðja hungur, svo hét þetta, er ég var ungur, Þetta þarf engra skýringa við. En mér er ljúft að taka hér öðru hvoru við bendingum til skiln- ingsauka og hugsunar um eðli máls og þýðingu orða. Starkaður gamli Kveðjuathöfn um Eyvind Eiríksson Útey fer fram í dómkirkjunni fimmtudaginn 11. nóv. kl. 10,30 f. h. Húskveðja verður að heimili hans Útey Laugardal, laugardaginn 13. nóv. kl. 11 f. h. Jarðsett verður að Miðdal sama dag. F. h. aðstandenda. Katrín Bjarnadóttir. Jarðarför móður okkar Sisurlijargar Þorsteinsdóttur, fer fram fz'mmtudaginn 11. þ. m. kl. 2 síðdegis frá Kap- ellunni í Fossvogi. F. h. okkar systkinanna. Sigríður Erlendsdóttir. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Péturs Ciuðmundssonar á Súluvöllum á Vatnsnesi. Aðstandendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.