Tíminn - 14.04.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.04.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 14. apríl 1949. 77. blaff í nótt Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. Ú tvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.00 Fréttir. — 20.20 Útvarpshljóm- sveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar) — 20.45 Erindi: Séra Gunnar í Laufási (Ólafur Ólafs- son kristniboði). — 21.15 Einsöngur (frú Þuríður Pálsdóttir). — 21.35 Upplestur: Sálmar eftir Valdemar Snævarr (höfundur les). — 21.50 Tónieikar (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Tónleikar (plötur). — 22.50 Dagskrárlok Hvar eru skipin? Eimskip Brúarfoss á leið til Grimsby og Amsterdam. Dettifoss er i Antwerp en. Fjallfoss er á leið til Antwerp- en. Goðafoss er á leið til New York. Lagarfoss er í Frederikshavn. Reykjafoss var í gær í Hafnarfrði. Selfoss er í Noregi. Tröllafoss kom til New York 10. apríl frá Reykja- vik. Vatnajökull er í Leith. Katla er i Reykjavik. Hertha er í Hólma- vik. Linda Dan er í Reýkjavík. Laura Dan lestar í Hull og Ant- werpen 18.—23. apríl til Reykja- vikur. Rikisskip. Esja var á ísafirði í gærkvöld á suðurleið. Hekla átti að fara frá Reykjavík kl 24 í gærkvöld vest- ur um land til Akureyrar. Herðu- breið er á Vestfjörðum. Skjaldbreð var væntanleg til Reykjavíkur í gærkvöldi. Þyrill er í Reykjavík. Flugferbir 'tá kafi til keiia tími vegna strætisvagnaferða). Páskadag kl 5 í kapellunni í Foss- vogi. Annan páskadag barnaguðs- þjónusta í Laugarneskirkju kl. 10 árd. sr. Garðar Svavarsson. Nesprestakall. Skírdagur: í kapellu Háskólans kl. 2, Föstudagurinn langi: í kap- ellunni í Fossvogi. Páskadagur: í kapellu Háskólans kl. 2 (biskupinn) Annar páskadagur: í Mýrarhúsa- skóla kl 2.30 sr. Jón Thorarensen. Úr ýtnsum. áttum Gestir í bænum. Þórður Ólafsson, bóndi, á Brekku og frú hans Þórhildur Þorsteins- dóttir. Ingvar Baldvinsson, bóndi og símstjóri á Þórshöfn. Guðni Ingi mundarson, bóndi, Hvoli, N.-Þing. Jóhannes Kristjánsson, Hellu, Eyja firði, Ólafur Gestsson, bóndi, Brúna völlum. Helgidagavarzla. Helgidagslæknir er í dag Bjarni Oddson, Sörlaskjól 38, sími 2658. Á morgun: Úlvur Gunnarsson, Suð- urgötu 14, sími 81622. Á páskadag Þórarinn Sveinsson, Reykjavíkur- veg 24, sími 2714. Á annan páska- dag: Úlvur Gunnarsson. Skemmtun Á annan í páskum gengst Ung- temjlararáðið fyrir skemmtun fyr- ] ir börn og unglinga. Verður hún í j Góðtemplarahúsinu kl. 2 e. h. Þar verður sýndur sjónleikur. Álfkonan í Selhamrinum og ýmis- legt fleira skemmtilegt á dagskrá. Málverksýning Svavars Guðnasonar verður opnuð í dag kl. 1 e. h. í sýningar- sal Ásmundar Sveinssonar við Freyjugötu. Kartöflur. Þó að Di'ottningin yrði að fara til baka um daginn meö kartöfl- urnar, vegna bílstjóraverkfallsins, þá hefir nú ræzt úr í þessum efn- um. Skip frá Eimskipafélaginu hafa komið með kartöflur, sem seinkuðu vegna bilunar annarra skipa, svo að nú fást nógar kart- öflur í verzlunum. ísfiskssala Togararnir eru nú byrjaðir að koma út til Þýzkalands og Eng- lands með isfisk eftir hina löngu legu sína hér í höfn Varð Kefl- víkingur fyrstur að selja afla sinn á Englandi í fyrradag og fékk fyrir hann tæp'.ega þrettán þúsund pund sterlíng. Þær eru margar krónurnar, sem tapazt hafa við togarastöðvunina, meðan fiskurinn var nógur á mið- unum og sala fiskjarins óvenju- lega greið og verðið hærra, heldur en nokkurn tíma áður og sennilega hærra, heldur- en þaö verður nokkurntíma seinna. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR sýnir Draugaskipið Annan dag páska kl. 8. MiSasala annan í páskum frá kl. 2 — Simi 3191 = F. í. A. F. í. A. | ^&cinóleihur I í samkomusal mjólkurstöðvarinnar annandag páska f I kl. 9 °. h. — Miðasala frá kl. 6 e. h. | iiiiiiimiiimimmimimiiimmmimiiiiimimimiiiiiimmmmmmiimimiimimimiimmiiiimimiiiiimmmmiiiiiuiiimiiiiiimiiimmiiii li TILKYNNING ♦♦ ♦♦ ♦♦ * I frá Menntamálaráði Islands: Flugfélag íslands. Gullfaxi kom frá Prestvík og Kaupmannahöfn í gærkvöldi hlað- inn farþegum. í gær var flogið til Akureyrar, Reyðarfjarðar, Norðfjarðar, Fá- skruðfsjarðar, Flateyrar, Patreks- fjarðar, Hólmavíkur, ísafjarðar, Borðeyrar, Vestmannaeyja og Keflavíkur. Loftleiðir. Geysir flaug á 14 klukkutímum í einum áfanga til New York sJ. þriðjudag. Er væntanlegur til baka annað kvöld eða árd. á laugardag. Hékla er í Reykjavík. í gær voru farnar þrjár ferðir til Vestmannaeyja Hátiðamessur Dómkirkjan. Sunnud. kl. 11 árd. Sr. Bjarni Jóníson, föstud. langa kl. 11 árd. Sr. Jón Auðuns kl. 5 síðd. Sr. Bjarni Jónsson páslcadag kl 8 árd. Sr. Bjarni Jónsson kl. 11 Sr. Jón Auð- uns, kl. 2 dönsk messa. Sr. Bjarni Jónsson, annan páskadag kl. 11 árd. Sr. Jón Auðuns, kl. 5 Sr. Bjarni Jónsson, altarisganga. Fríkirkjan. Skírdag kl 2 e. h., altarisganga, föstudagurinn langi kl. 5, páska- dagur kl. 8 árd. og kl. 2 e. h„ annan páskadag, barnaguðsþjónusta kl. 11 árd., sr. Árni Sigurðsson. Hallgrímskirkja. Skírdagur kl. 1 e h. sr. Jakob Jónsson, altarisganga, föstudag kl. 11, Sigurjón Árnason, kl. 2, sr. Jakob, páskadag kl. 8 árd. sr. Jakob ki. 11, sr. Sigurjón, barnaguðsþjón usta kl. 1.30 sr. Jakob. Annar páska dagur kl. 11 árd. sr. Sigurjón, alt- arisganga, kl. 5 sr. Jakob. Laugarnesprestakall. Föstudagurinn langi kl. 2.30 í Laugarneskirkju (breyttur messu- OLIK LÍFSKJÖR Nýlega leit ég inn til tveggja gamallra kunningjakvenna minna hér í bæ. Báðar höfðu þær komið hingað sem fátækar en efnilegar starfsstúlkur úr sveit, gifst hér fremur fátækum, og að áliti svipað efnilegum mönnum. Bráðlega eftir giftingu þeirra hjóna, er ég kalla A fór maðurinn að smábraska hitt og annað og í stríðsbyrjun voru hjónin orðin vel bjargálna. En þá fór bóndinn veru- lega að auka kaup sín og sölur, sem iiann svo liélt áfram á stríðsár- unum. Nú þegar ég heimsótti kunningja konu mína, bjuggu þau hjónin tvö ein í mjög íburðarmikilli hæð, sem var skuldlaus eign þeiria og skipt- ist í ein 8—10 herbergi og auk þess höfðu þau nokkur herbergi á ann- arri hæð, þar sem ein starfsstúlka bjó, en hin herbergin litið notuð. Engin börn höfðu þau eignazt. | Inni í íbúð A var svo ríkmann- legt aö tæplega hefir innbúið þar verið minna en allt að hálfrar miljón króna virði. Ég leit svo inn til hinnar kunn- ingjakonu minnar, sem ég npfni B. Hún bjó ásamt manni sínum og þrem börnum í einni kjallar- astofu með eldunar.plássi“ við hlið ina Inni í stofunni munu húsgögnin ekki hafa verð meira en um 1% , virði á móti því sem var i íbúð frú A. Hvernig liefir þú það? spyr ég { frú B. Sæmilega. Þaö er verst hvað . okkur gengur illa að fá húsnæði vegna barnanna okkar, enginn vill hafa þau, þó að þau séu nú þæg og góð greyin litlu. Talið barst nánar að afkomunni. Jú, maður frú B. vann alltaf al- genga verkamannavinnu og dag- launin hafa rétt hrokkið fyrir brýn ustu nauðsynjum.----------— Einu sinni kusum við bæði með kommún istum í þeirri von að sá flokkur væri málsvari okkar fátæklinganna, segir frú B. En þegar þeir fóru í flatsængina með ólafi Thors og öðru versta auövaldinu yfirgáfum við þá. „Kjarabæturnar“ reyndust aðeins fleiri krónur en um leið ennþá verð- minni, heldur en svaraði fjöldanum, fyrir okkur, sem þurfum að kaupa lifsnauðsynjar fyiir þær. Aftur á móti sáum við að þeir sem græddu á krónufjölguninni voru einkum gróðamennirnir, sem gátu keypt upp þess meira af gömlum eign- um eftir því sem fleiri krónur ultu í meðferð. Margt fleira sagði þessi fátæka barnakona í kjallaraherberginu, sem hefir verið mér umhugsunar- efni síðan. Við að líta inn til þessara tveggja kvenna finnst mér ég sjá spegil- mynd af orsökum þeirrar tog- streytu, ósamlyndi og öfgum, sem ber svo mjög á í sambúðarháttum manna. Og sem aldrei verður lag- að nema menn fái að njóta jafn- aðar, réttlætis og efnalegs sjálfstæð is eftir því sem þeir verðskulda, en ekki eftir „heppni" í einhverju braski eða yfirgangi við aðra menn. En slíkar umbætur fást aldrei af völdum yfirgangssamra sælkera — auðkýfinga né ofstækismanna, sem stjórnað er frá fjarskyldum stór- veldum. Slíkt fæst aldrei nema með sam- stilltum átökum raunhæfra um- bótamanna V. G. í: Umsóknir um styrk til náttúrufræðirannsókna á ár- I; inu 1949, sem Menntamálaráð íslands veitir, verða að H vera komnar til skrifstofu -ráðsins fyrir 5. maí næstk. iiiimiiiimiiimiiimimiiíiiiiiiimiimimmmmimimmiiimiimiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiiiiiiiiimmmmmiiiimmmimiikmimmmiI Atvinna I Gkkur vantar nú strax eða 1. maí 2 stúlkur til verzlunarstarfa. Húsnæði og fæði á staðnum. Ailar nánari upplýsingar lijá kaupfélagsstjór- 1 anum. | í Kaupfélag Siasi»;eiuga. 1 Ilvolsvelli. | IMIIIIIIHIIIIMtMlllllltlllllllllllllllllllllllllHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllfHIIIHHHIHIHIMIIIIIIIIIIIIHIIIHIinillMIHIII >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦» ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦1 ♦♦ I£ | Alit til aö auka ánægjuna: { ♦♦ Nú er komið: tl ♦♦ ÝJ :: Löguð málning- — Litir — Fernisolía — Þurrk- :: efni — Terpentína — Kítti — Krít — Gibs — Sparsl — Sandpappír — Stálvírskústar. — H Penslar og burstavörur. « Flestar tegundir af bæsi — Distemper. Dúkalím — Eirolía — Karbólín. KOMIÐ — SÍMEÐ — SKRIFIÐ Verzl. Ini*|iórs, Selfossi. Sími 27. í Allt til að auka ánægjuna: Eins og að undaníörnu tek ég að mér allskonar máiningarvinnu og veiti þeim leiðbeiningar og aðstoð, sem þess óska, til þess að geta málað sjálfir. Séu rétt efni rétt með farin, getur málningin gert garnalt sem nýtt. lníi|»ór Sigurbjjörnsson, málaram., Selfossi. Sími 27. * r í ii 1 TILKYNNING ♦♦ / írá Menntamálaráði Islands: Unscknir um fræðimannastyrk þann, sem væntan- lega verður veittur á fjárlögum 1949, verða að vera || komi’.ai til skrifstofu Menntanfálaráðs fyrir 9. maí næsrlromand.i. Umsóknum fylgi skýrslur um fræði- störf umsækjtnda síðastliðið ár og hvaða fræðistörf þeir a'tla að stunda á næstunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.