Tíminn - 14.04.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.04.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 14. apríl 194g. 77. Mað Ekki er nú vakurt, þótt riðiö sé.. Niðurlag 3. Þegar búnaðarskólakenn- arinn tekur sér fyrir hendur að semja Búkolluævintýri, verður hann að gæta þess, að þrátt fyrir vissan stílblæ verða þau að vera raunhæf, állra helzt, ef efni þeirra er tekið úr viðfangsefnum dags ins, — þá er ekki heillavæn- , legt að hafa að uppistöðu puntstrá og lygi að ívafi. . Ævintýraskáldið talar með lotningu um halann á henni Búkollu sinni, gerir gælur við flórkleprana og segir að lok- .-.w; „Og nú við næstu kosning- ar kemur að fjallinu. — Þá inún koma í góðar þarfir bor, ‘'sem kommúnistar á Höfn ’hafa notað með mikilli elju- ' ‘semi til að bæta úr brýnni méyzluvatnsþörf þorpsbúa". Fyrir ókunnuga mun þessi klausa um borinn vera tor- / skilin. Búkollusagan nær að Ibví leyti svipleiftrum góðra J 'ævintýra, að það verður að "káfa niður í afgrunn athafn- ánna til þess að finna perl- una, sem orðið hefir höfund- inum yrkisefni. Ég ætla mér ekki í fram- tíðinni að eiga í illdeilum við Gunnar Bjarnason. Síður en svo. En ummæli hans um fjallið og borinn urðu tilefni 'Ii,-iþess, að mér þótti það skylda mín að gefa lesendum hans sannar upplýsingar um mál- ið. Það er alltaf bezt að hafa það, sem er sannast og rétt- ast — jafnvel þó að það sé óþægilegt fyrir meistara í kynbótafræðum. Og hér kemur ritskýring- in á því, að umræddur bor slæddist hingað til Horna- fjarðar. Allir þeir, sem fylgzt hafa með þróun kaupstaða og kauptúna á landi hér, vita, að þar sem hafin er byggð au.verður að reisa allt frá .y/grunni. Verkefnin verða io mörg og því erfiðari viðfangs io-þess færri hendur, sem að i þeim vinna. Þessvegna verð- ; ur smáþorpinu oft um megn i að koma af eigin rammleik i\[» framfaramálum sínum í æski . legt horf, þróunin verður • hægfara, því að stakkinn i, uverður að sníða eftir efna- .íailegri getu. Svo eru aðstæður in .til framkvæmda mismunandi ni.eítir staðháttum. Sumsstaðar ibifalla fossandi ár og lækir í grennd við þorpin, sjálfrenn . ;andi vatn fæst kostnaðarlít- imiS í hvert hús, vatnsaflið er jubeizlað til ljósa, suðu og iðn- • ■ aðar. Annarsstaðar eru olíu- knúðar vélar ljósgjafinn, en . neyzluvatni verður að dæla úr. brunnum. Hafnarkauptún er lítið þorp, sem aðallega hefir vax- ið á síðustu árum, enda bíða hér margar og aðkallandi framkvæmdir úrlausnar. Er .. unnið að ýmsum þeirra. — Hér verður að taka allt neyzluvatn úr brunpum. Hef ir oft verið rætt um, að nauð synlegt væri að ná sjálfrenn- andi vatni í þorpið. Hafði verið fyrir stríð gerð lausleg áætlun um 7 km. langa vatns leiðslu ofan frá fjöllum. Árið 1946 varð kauptúnið sérstakt hreppsfélag. Þá um vorið var hér kosin hrepps- nefnd, er var skipuð 2 Sjálf- stæðismönnum, 2 Framsókn- Efíii* SifJsiFjést Jéitsson armönnum og 1 Sósíalista. j Hrépþsnefndin kom saman á j fund 14. maí til að- kjósa sér. oddvita. Mætur Sjálfstæðis- maður varð fyrir valinu, fékk I atkv. nefndarmanna; gegndi hann oddvitastörfum, unz hann fluttist búferlum héð- an á síðastliðnu hausti. Aldrei nokkurntíma kom til ágreinings um afgreiðslu mála milli þessara samstarfs manna, samstaTfið hefir ver- ið ánægjulegt. .i , Hreppsnefnd Hafnarhrepps kom saman á annan fund sinn 17. mai 1946. Fyrsta mál ið, sem tekið var fyrir á fund inum, var: ,‘,Vatnsveita“. Nefndarmenn urðu sammála um, að eins og þá horfði í dýrtíðarmálunum, væri ekki gerlegt að leggja í fram- kvæmdir með vatnsveitu of- an frá fjöllum. Kostnaðurinn yi’ði svo gífurlegur. Fékkst síðar á því atriði samhljóða álit sérfróðra manna. Hins- vegar samþykkti hrepps- nefndin einróma, að reyn- andi væri að gera tilraun til að ná í neyzluvatn með jarð- borun i þorpinu. Hafði þá slík jarðborun verið framkvæmd á ýmsum stöðum með ágæt- um árangri undir umsjón rafmagnseftirlits ríkisins — jaröborunardeild. Þegar beiðni þessi barst rafmagnseftirlitinu, var ver- ið að bora eftir vatni í Vest- mannaeyjum, í kjördæmi nú- verandi fjármálaráðherra, Sjálfstæðismannsins Jóhanns Þ. Jósefssonar. Gekk borun- in erfiðlega þar og loksins endaði vatnsleitin án nokk- urs árangurs. Var þá komið fram yfir áramót 1947; bor- inn síðan með tilheyrandi út- búnaði fluttur til Hornafjai’ð ar. Var hann hér í 4 mánuði — 6 holur boraðar. Árangur- inn varð ekki svo góður, sem æskilegt hefði verið. Þó er vatn fyrir hendi í nokkrum borholum, áætlað nægilegt núverandi neyzluvatnsþörf þorpsbúa. Djúpvatnsdæla hef ir verið keypt, fjárhagsráð hefir veitt fjárfestingarleyfi vegna virkjunarinnar, vonir standa til, að vatnsgeymirinn verði steyptur á komandi sumri, og innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fáist bráðlega fyrir pípum í vatnsæðar um þorpið. Um fjárhagslega hlið málsins er það helzt að segja, að framkvæmdir hljóta mjög að vera háðar þvi, hvernig úr rætist í þeim efnum. Sam- kvæmt lögum nr. 93 5. júní 1947 um aðstoð til vatns- veitna, á að fást úr ríkissjóði allt að helmingur kostnaðar við jarðborun, vatnsgeyma, dælur og dæluhús. Engan styrk úr ríkissjóði hefir Hafn arhreppur ennþá fengið til umræddra framkvæmda. En þess er að vænta, að hann fá- ist svo sem efni standa til, — því verður ekki trúað að ó- reyndu, að Alþingi sitji að störfum til að semja áfei’ðar- falleg pappírslög. Þetta er sagan um borinn, sem Gunnar Bjarnason er að dylgja með í ævintýrinu. Ef eitthvað er misráðið við það, að sú tilraun var gerð að ná í neyzluvatn handa þoi’psbú- um með jarðboruninni, þá verður öll hreppsnefndin að svara til saka. Þá hluti hefði Gunnar Bjarnason átt að kynna sér, áður en hann gerðist sá slefberi að ala á tortryggni og rógi í garð póli- tískra andstæðinga. Sam- herj um hans mun svíða sár- ast rætni hans. Hér skal kryfja heilindi Gunnars Bjai'nasonar betur til mergjar: Ef vatnsborunin hefði borið þann árangur, að komið hefði verið niður á kraftmiklar vatnsæðar, sem spýtt hefðu gosi úr iðrum jarðar, — eða ef algerlega ó- vænt hefði fundizt hér heitt vatn — þá hefði innræti bún aðarskólakennarans komið í dagsljósið á eftirfarandi hátt í dálkum ísafoldar: „Undir forustu Sjálfstæð- ismanna á Höfn voru hafn- ar jarðboranir til að bæta úr brýnni neyzluvatnsþörf þorpsbúa . . . Við Hornfirðingar ættum að fara að kannast við það, (Framhald á 6. síSuJ. Stutt athugasemd Sigtr. nokkur Benediktsson frá Snæringsst. ræðst fram á ritvöllinn í Tímanum 19. þ. m. og hafði áður heyrzt að grein þessi væri á leiðinni, en tafir á orðið. í nefndri grein stendur að Gunnar Bjarnason og undir- ritaður hafi vitað er ójárn- uðu hrossin voru tekin í haust. Þarna fer Sigtr. með vísvit- andi ósannindi, þar sem hann var sjálfur staddur á þessum markaði en hvorki Gunnar Bjarnason eða undirritaður, og þeir er héldu þennan mark að töldu sig algerlega svikna. Meðan Sigtr. hefir þennan málflutning tel ég hann ekki svaraverðan. Næst, þegar hann finnur köllun hjá sér að skrifa um þetta mál, ætti hann að bæta einum kapitula við, og það er um hrossaræktun á síðast- liðnu hausti hjá Hrossasölu- félagi Húnvetninga og Skag- firöinga. Þar er þetta upp- lýst: 1. að hross úr Húnavatnssýslu voru ekki tekin fyrr en kom ið var fram í nóvember og jörð freðin, þó voru þau rekin járnlaus vestan úr Vatnsdal til Akureyrar. 2. kostnaður við móttöku hrossanna og rekstur varð milli 80 og 90 kr. á hross eða fjórum sinnum hærri en árið áður. 3. að Sigtr. Benediktsson var ráðinn rekstrarmaður og rekinn nauðugur frá rekstr inum heim til sín áður en hann kapmist út úr sýsl- unni. Ég mun svo ekki svara . þessari persónu meira enda þótt hann ráð- ist á mig með svívirðingar í annað sinn. 28. marz 1949. Guðjón Hallgrímsson. Nú fara, páskar í höntl og þeim fylgja fimm fríir dagar hjá blaða- mönnum Annars er það nú svo með blaðamennskuna sem margt annað, að það er dálítið erfitt að mæla þjónustutímann í klukku- stundum. Ef til vill dettur blaða- maðurinn eftir langa leit ofan á það, sem mest er um vert í starf- inu. Fiskimaöurinn er ekki lengi að draga fiskinn eftir að hann er kominn á öngulinn og smalinn finn ur sitt fé, þegar hann er kominn þangað, sem það er. Það er stund- urn líkt þessu með aflann okkar við blaðamennskuna. Blaðamennska er fjölþætt starf og frjótt. Lesandinn vill að starfs- menn blaðsins láti engar fréttir fram hjá sér fara og honum fellur það vel að þeir hendi líka á lofti það sem skemmtilegt er og segi vel frá því. Svo vill hann fá áróð- ursgreinar um sín áhugamál og ritgeröir um menn og málefni sam- tíðarinnar. Ég hef til dæmis þreif- að á því, að minningargreinar um látna menn og lifandi eiga talsverð an öruggan lesendahóp, þrátt fyrir það, að oft gæti óþarfrar mæigi og bragðleysis í þeim skrifum. Minningargreinar eru sjálfsagðar, en þær eiga að vera stuttorðar, gagnorðar heimildir og glöggar mannlýsingar. En þeir, sem á annað borð eru ritfærir, geta sýnt þá íþrótt í minningargreinum engu síður en öðru. Og í því sam- bandi vil ég aðeins minna á sumar greinar Sigurðar skólameistara og Jónasar frá Hriflu. En annars eru það engin tíðindi þó að blöðin birti góða minningargrein og þarf ekki að tengja það við nein sér- stök nöfn. Minningargreinar eru vitanlega hafðar svo, að yfirleitt særa þær engan og því verða ekki deilur ut af þeim. Öðru máii gegnir með ritgerðir um bókmenntir og listir. Þó að venjulegar bókagreinar blaða og fleira séu í ýmiskonar auglýs- ingastíl, kemur fyrir að þar eru líka ádeilugreinar um bókmennt- ir og listir og ekki alltaf sem sann- gjarnastar. Og slíkar umræður geta verið mjög gagnlegar og það raun- ar alveg eins, þó að sumum, sem þátt taka í þeim, sé annað betur gefið en stilling og hófsemi. Hitt er raunar fremur vöntun, hvað sjaldan eru raunverulegar og veiga miklar ritdeilur í blöðum um bók- menntir og listir og andleg mál. En skæruhernaður getur líka verið góður. Þessar hugleiðingar voru nú ef til vill óþarfar og utan við, en þó áttu þær að vera skýring á því, að blaðamenn gætu svo sem undir- búið störf sín, þó að þeir ættu frídaga. Það væri hægt að viða að sér efni til fróðleiks og skiin- ings, svo að blöð þeirra nytu góðs af, og það er hægt með mörgu móti. Og vitanlega á alltaf að nota frídaga þannig, að menn komi hressari og betri til starfa sinna aftur að hvíldardögunum loknum. Og það vona ég að þessi hátíð sýni. Blööin hafa skýrt frá því, að allir skíðaskálar hér í grennd verði fullskipaöir um páskana. Fólkið leitar til fjallanna til að hrista af sér borgarrykið. Um það er yfir- leitt gott eitt að segja, þó að skíða- skálaferðirnar geti líka orðið ieið- inleg tízka, ef þær eru einkum farnar til að láta félagana sjá skíðabúninginn sem sameinar það tvennt, að vera einkennisbúningur og tízkuklæði, og svo er legið reykj- andi á viðlegustað án nokkurra af- reka. Ekki segi ég að slíkt sé al- gengt, en leiðinlegt er að sjá ferm- ingarbörn 'reykjandi í skíðaferð upp um fjöll. En hitt verður al- drei metið um of, að fjöldi fóiks sækir sér þrótt og heilbrigði til fjallanna og við óskum þeim til hamingju og vonum að sem flestir borgarbúar læri að njóta þeirrar lífsnautnar, sem skíði og skaflar hafa yfir að ráða. En páskahátíðin er hátíð lífsins og við hana er sérstaklega bundin í hinum kristna heimi trúin á sigur lífsins yfir dauðanum, upp- risuna, eins og það er kallað, og framhaldstilveru einstaklingsins. Ég mun ekki að þessu sinni snúa hugleiðingu minni í neitt trúboð, en ég vona að þessi hátíð vorsins, og það sem henni fylgir, geri okk- ur ekki ónæmari fyrir undrum lífsins, því að þrátt fyrir allt verð- um við að viðurkenna, að lífið sjálft er hið mesta undur, og „trú- menn“ jafnt sem „vantrúaöir" verða að beygja sig fyrir því og játa að þeir skilja það ekki. En með fordómalausri athugun getum við þó lært að skilja og meta brot af lögmálum lífsins og á þeim grundvelli ættum við svo að byggja trú okkar og lífsskoðun, hvernig sem hún verður. — Gleðilega hátíð. Starkaöur gamli. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Hafliði Balclvinssou Hverfisgötu 123 vevður jarðsunginn frá dómkirkjunni miðvikudaginn 20. apríl kl. 1.30 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðið. Jónína H. Friðriksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Framkvæmdastjórastaða Bandalag íslenzkra skáta óskar eftir framkvæmdastjóra. Æskilegt, að umsækjandi sé eöa hafi verið skáti. — Frek- ari upplýsingar gefur skrifstofa Bandalags ís- lenzkra skáta, Skátaheimilinu, Reykjavík. •—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.