Tíminn - 25.02.1951, Síða 3

Tíminn - 25.02.1951, Síða 3
47. blað. TÍMINN, sunnudaginn 25. febrúar 1951. 3 j^dttur hirh yunnar Hvað á að koma í staðinn? Eftir séra Gnmiar Árnasen Eyðitúnin blasa nú víða v ð augum. í>au grænka á hverju vori og bera þögult vitni um ræktun horfinna kynslóða. Öldum sa'man bera þau ann- an lit en umhverfið, þótt þau séu óvarin og verði fyrir hlífð arlausum ágangi. En þau geta lika farið undir skriðu á e nni nóttu. Andlegri rækt, sem orð'ð hefir rótfest í sálarlífi heilla þjóða er líkt farið. Margar kynslóðir kunna að bera henni vitni, þótt henni sé lítt viðhaldið, og jafnvel all- mikið að því gert að uppræta : hana. En sé hún vanrækt hlýt ur hún að deyja út að lokum. Og jafnvel henni má útrýma á undraskömmum tíma, ef nægilega sterk eyðingaröfl eru að verki. Margir í þessu landi virð- ast vera þeirrar skoðUnar, að krist'ndómurinn hald!st eins og af sjálfu sér, hvernig sem að honum er búið. Ýms- ir líta svo á, að þótt þeir kæri sig sjálfir ekki um að vera kristnir, nema svona i mesta höfi, þá sé æskdegt að aðrir séu það,— þó vilja þeir ekki kosta miklu til þess. Hafa ,'sem fæsta-presta, sem allra minnsta kflstindómsfræðslu, ' — helzt enga i skólunum, — og lítinn eða engan áróður fyrir kristindóminn í blöðum eða útvarpi. Þeir gera ráð fyrir að h!nn kristni akur beri ávöxt af sjálfu sér, a. m. k. langt fram í tímann. Undanfarna áratugi hefir ríkt svo mikið hlutleysi við- víkjandi kristindóminum hér í landi, að mönnum er nokk- ur vorkunn, þótt þeir hafi hugsað á þá lund, sem nú hefir verið lýst. Við lifum enn á kristnum merg og ber allt þjóðlífið þess nokkurt vitni. En á öllum öldum hafa ver- ið uppi menn, sem talið hafa kristindóm'nn heimsku og beinlínis til skaðsemdar. Og þeir hafa að sjálfsögðu reynt að eyða honum. Spámenn slíkrar stefnu eru nú að verða fjölmennir í iand.nu og ýms- ir áhrifamenn. Það er hugs- unarleysi að halda, að af þeim stafi eng.'n hætta. Þeim getur sannarlega tekist fyrr en varir, að skipta um hinn andlega gróður í landinu, ef þeim leyfist það. Nærtæk: dærni t. d. frá Þýzkalandi sýna, að það er furðulega fljctlegt með áróð urstækni nútímans, að breyta mannirium í s'ðlausa skepnu. Og einmitt af því, að við höfum af því sannar sagnir hvað gerzt hefir sums staðar þar, sem kristindóminum hef ir verið vikið úr öndvegi, undr ar mig hversu almenningur hérlendis er tömlátur um að spyrja hina nýju spámenn hvað þeir bjóði i staðinn, og betur en kristindómurinn. Mér finnst þeir eins og hafa stein uppi í sér, þegar þeir eiga að gera greih fyrir eíhum lífssannindum og sinni siða- kenningu, þó. ekki vanti þá máliö til að ófrægja krist n- dóminn. Við megum þó eiga það, veslngs prestarnir, að við siglum ekki undir fölsku flaggi, né förum í launkofa með siöakröíur okkar. Allir cem vlja, geta líka sjálfir gengið úr skugga um hvað okkur er skylt að boða í þess um efnum, með því að lesa ritninguna. En hver er ritn'ng hinna nýju spámanna, sem lít'ls- virða og rógbera kristindóm- inn? Hvar er hægt að lesa, — eða heyra, — hvað þeir telja satt um .upphaf og endi, um Guð og mann? Og sérstaklega langar mig til að vita, hvar hægt er að forvitnast um hvað þeir telja gott og fagurt, svo unnt sé að bera það saman við kenn ingar kristindómsins um þau efni. Það þykir aldrei skynsam- legt, að neinn kasti öllu frá sér, án þess að hann hafi nokkra hugmynd um hvað hann hreppir í staðinn. Einkennilegt, að það er eins og ýmsir haldi, að þeim og raunar þjóðinni allri væri skaðlaust að sleppa kristin- dóminum, sem henni hefir verið líf og ljós í þúsund ár, án þess að þeir hafi hugmynd um hvaða lífsskoðun kemur í staðinn. En mér finnst kominn timi til, að þeir, sem þykjast þess umkomnir.að tala af stráks- legu stærilæt’ um villu og vesæld kristninnar, láti ljós sitt skína á veg okkar hinna fáfróðu og villuráfandi. Hvað á að koma í staðinn? Forsjálni án ótta Það vantar ekki, að menr. óttist dauðann, og þó er dauð inn náttúrulögmál, sem eng- inn kemst undan. En þrátt fyrir þessa hræðslu fer því fjarri, að menn m;ði lifnaðar hætti sína alltaf við það, að þeir kalli ekki á dauðann ó- eðlilega fljótt. En í þessum efnum öllum er algengt ó- heppilegt mat, vegna þess að hin kirkjulega og kristna lifs skoðun er of veik. Kirkjan kennir, að þetta líf sé e'ns konar kennslu- stund eða námsskeið. Hér séu manninum gefin dýrmæt við- fangsefni, sem orðið geti hon um t:l þroska. Og það skipti mestu máli, hvernig þau séu notuð. Það er fásinna, sem kirkjan varar við, að lifa svo fávís- lega, að mönnum verði minna úr starfskröftum sínum, en eðlilegt má kalla. Slíkt er að grafa talentu sína í jörðu. En þó að æviskeiðlð og hæfi- leikarnir séu tæki, sem menn eiga að þroskast við að gera sem mest úr til góðs, er það þó ekkert takmark, að lifa lengi. Þegar þörf krefur er það líklegra til þroska að leggja sig og sitt í hættu, en Utan úr heimi Olían og Kóreustyrjöld'n. Alf M. Landon, sem var for- setaefni republikana í kosn- ingunum 1936, hefir nú lýst yfir fylgi sínu við Truman forseta í Kóreumálinu. Hann lét nýlega svo ummælt í ræðv, að Rússar hefðu tapað meiru á Kóreu en Bandaríkjamenn. Einkum taldi hann Kóreustyrj öldina valda Rússum miklum erfiðleikum vegna þess, að þeir ættu örðugt með olíu- flutninga til Austur-Asíu og hefðu orðið að ganga á oliu- birgðir sínar þar. Landon hef- ir einkum fengizt við olíuverzl un síðan hann hætti afskipt- um af stjórnmálum. ★ Eftirsóttur myndhöggvari. Niilo Kalewo Kallio er nú sá myndhöggvari, sem mest er sótzt eftir í Bandaríkj- unum til að gera brjóst- líkön af merkum mönnum. Honum er talið heppnast öðr- um myndhöggvurum betur í þeim efnum. Nýlega hffir hann gert brjóstlíkön af James Forrestal fyrrv. hermálaráð- herra, Hoover fyrrv. forseta, Barkley varaforseta og John Lewis námumannaforingja. Kallio er 41 árs gamall, son ur Kallios Finnlandsforseta. Hann flutti frá Finnlandi fyr- ir skömmu síðan og settist að i Bandaríkjunum. Eitt sein- asta verk hans í Finnlandi var að ljúka miklum minnisvarða um föður sinn. ★ Hollywood og kommúnistar, C. Bromley Oxnam, biskup í New York, lýsti því nýlega yfir á fundi í París, að kvik- myndafélögin í Hollywood væru hinir beztu bandamenn kommúnista. Kvikmyndir þeirra lýstu Bandaríkjamönn um eins og stigamönnum, kyn ferðissjúkum og munaðar- gjörnum. Kvikmyndafélögin í Hollywood yrðu að gera sér ljóst, að með þessu breiddu þau út rangar .hugmyndir um Bandaríkjamenn og legðu kommúnistum vopn í hendur. ★ Umferðarslys í Banda- ríkjunum. Á fyrra helmingi 20. aldar- innar hafa 964 þús. manna farizt af völdum umferðar- slysa í Bandaríkjunum. 1 fyrra fórust þar 35 þús. manna af völdum umferðarslysa. Því er almennt spáð, að í ár muni nr. 1.000.000 farast af völdum umferðarslysa, sem orð ið hafa í Bandaríkjunum á þessari öld. ★ Verndarvætturinn. 1 Vestur-Þýzkalandi var ný- lega handsamaður Þjóðverji, sem gekk milli húsa og seldi myndir af Stalín. Salan gekk furðu vel, því að hann hélt því fram við kaupendur, að það yrði þeim vernd gegn öllu mótlæti, ef Rússar réðust inn i Vestur-Þýzkaland, að hengja upp mynd af Stalín á áber- andi stað. Jónas Baldursson á Lundarbrekku Þú ert horfinn, hrausti vinur. Hver fær dulinn tilgang séð? — Harmi lostin húsfrú stynur hljótt við kaldan dánarbeð. — Brast þitt hjarta? Hrökk þess strengur hratt í hvössum feigðarbyl? Hryggur spyr ég, horfni drengur. Himnavald ég ekki skil. Var ei nóg að vinna og stríða? Var ei frama leið þín greið? Blasti ei við þér brekkan fríða? Brosti ei sól á þinni leið? Ljóst var markið, leyndist eigi, letrað þar í bjarma stóð: Áfram djarft á auðnuvegi, allt skal helgað landi og þjóð! Engu skilar iðjusnauður, ekki er vandfyllt sæti hans. Þúsundanna þjóðarauður þrífst af starfi göfugs manns. Því er sárt, er fræknir falla fyrir dauðans bitra geir, meðan ört til anna kalla árdagssól og mildur þeyr. Ei skal gráta, ei skal kvarta, ei munu rofin tryggðabönd. Bak við „heljar húmið svarta“ hugurinn nemur sólskinslönd. — Þökk fyrir kynning glaða, góða, gafst ei slík á minni leið. Blessi þig faðir lífs og Ijóða, lyfti þér hæst á þroskaskeið. Kári Tryggvason. Aðstoð til frumbýlinga Tillaga Jörundar Brynjjólfssonar að standa hlutlaus hjá og láta níðast á því, sem bjargar þarf við- Það fer aldrei illa þó að menn hætti sér og sínu þeg- ar svo stendur á, því að það sem missist er fórn, þeim t’l blessunar, sem á í hlut. Þetta er lífsskoðun kirkj- unnar, að óttast ekki dauð- ann, því að hann er náttúru- lögmál, — einn þáttur í lífs- ins rás, — en hins vegar beri að sneiða hjá óeðlilegum dauða. Sú lífsskoðun gerir menn forsjála án ótta, og kennir þeim að lifa sáttir við lífið. Víst getur mönnum skjátlast fyrir því, en þeir hafa þó þann mælikvarða á líf sitt og störf, að þau megi stuðla að sannri hamingju. Jörundur Brynjólfsson hef- ir nýlega lagt fram í sam- einuðu þingi svo hljóðandi tillögu til þingsályktunar um aðstoð til frumbýlinga: „Alþingi ályktar að fela rík isstjórninni að láta athuga, með hverjum hætti unnt sé að láta þeim í té, er búskap hefja í sveit, fjárhagsaðstoð til nauðsynlegra kaupa á bú- stofni og verkfærum, og leggja síðan tillögur i þessu efni fyrir næsta þing.“ í greinargerð fyrir tillög- unni segir svo: „Sakir hins háa verðlags, sem nú er á öllu í landinu, er þeim mönnum flestum, er búskap vilja hefja, um megn að afla sér af eigin rammleik nauðsynlegasta bústofns og allra nauðsynlegustu verk- færa. Fullvíst er, að nú mundu miklu fleiri menn fara að búa í sveit, ef þeir sæju ein- | hver ráð til þess að afla sér ’ þeirra nauðsynlegustu fjár-1 muna, er til þess þarf. Lítill bústofn og nauðsynlegustu verkfæri, svo sem heyvinnu- verkfæri og jarðyrkjuáhöld, kosta nú svo tugum þúsunda skiptir, auk alls annars, sem kaupa þarf og hverjum bónda er nauðsynlegt. Slík fjárráð héfir allur þorri manna ekki, og sízt ungir menn. Það er til lítils að vera að tala um fólksfjölgun í sveit- um, ef ekki eru gerðar þær ráðstafanir, sem gera þarf, til þess að fólkið geti stofnað heimili í sveit. Á engu ríður meira en að greiða svo fjár- hagslega fyrir þessu fólki, að ef það hefir áhuga á og vilja til að hefja búskap, þá sé því gert það mögulegt. Þá virðist það og ljóst, að í mörgum kauptúnum og sumum kaup- stöðum landsins skortir fólk- ið verkefni og afkomumögu- leika. Við eigum nóg land- rými til þess að unnt sé að stofna heimili í sveit og lifa á moldinni með aukinni tækni og ræktun. í sveitum landsins getur lifað góðu lífi mörgum sinnum fleira fólk en nú býr þar. En tU þess að greiða götu þeirra kauptúnabúa, er kynnu að hafa hug á að flytja sig í sveit og fara að búa, þarf vafalaust að veita þeim mörgum hverjum fjárhags- legan stuðning. Fáum fjár- munum mundi betur varið en þeim, er gengju til þessarar fyrirgreiðslu. Vil ég vænta þess, að Al- þingi og ríkisstjórn bregðist vel við þessu máli. Mun fátt þýðingarmeira eða fremur að kallandi." íslenzk frímerki Kaupum öll almenn notuð íslenzk frímerki. Sendum innkaupalista eftir beiðni. — Sendiö merkin í bréfi og greiðsla verður send um hæl. Frímerkjasalan, Lækjargötu Frímerkjasalan, Lækjargötu 6 A, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.