Tíminn - 25.02.1951, Page 6

Tíminn - 25.02.1951, Page 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 25. febrúar 1951. 47. b!að. *wm Giftur allrl • f jölskyldnitni Afarfyndin þýzk gaman- mynd. Aðalhlutverk: Heinz Ruhmann, sem lék aðalhlutverkið i Grænu lyftunni. Sænskar skýringar. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ITRIPOLI - BÍÓ OFITRHITGAR (Brave Men) ( Gullfalleg ný, rússnesk lit-1 kvikmynd, sem stendur ekki j að baki „Óð Síberíu". Fékk j 1. Verðlaun fyrir árið 1950.; Enskur texti. Gurzo Tshernova Sýnd kl. 5, 7 og 9. ! Frttmskága- stúlkan (Jungle Girl) — I. hluti — Sala hefst kl. 11 f. h. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. •TJARNARBÍÓ jSíóasta GræHÍands ! för Alfreds Vieg- etters í Ákaflega áhrifamikil og lær- ] dómsrík mynd, er sýnir hinn I örlagaríka Grænlandsleiðang ] ur 1930—1931 og hina hetju- jlegu baráttu Þjóðverja, ís- j lendinga og Grænlendinga [ við miskunnarlaus náttúru- ! ofi. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ RORERTO. (Préiude á la Glorie) .Músíkmyndin, sem allir er séð hafa, dázt að. Sýnd kl. 7 og 9. ______Síðasta sinn. Síi fyrsta »g bezta Litmyndln fallega og skemmtilega með: .... Betty Grable, . . ....Dick Haymes. . . Sýnd kl. 3 og 5 ! BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI GIMSTEINA- BÆRIM (Diamond City) Ákaflega spennandi og við- burðarík ný kvikmynd er! gerizt í Suður-Afríku. Aðalhlutverk: David Fárrar, Diana Dors, Honor Blackman. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Máfurinn Myndin verður aðeins sýnd í örfá skipti. Hin fræga sjóræningjamynd í eðlilegum litum, eftir sam- nefndri sögu DapVne du Maurier. j Sýnd kl. 3. GAMLA BÍÓ j Glæpur, sent aldref var drýgður (The Interrupted Journey) j Afburða vel gerð og spenn- j andi ensk kvikmynd. Valerie Hobson, Richard Todd, Christine Norden. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan Í4 ára. Bergur Jónsson MáUflutningsskrifstofa | Laugaveg 65. Slml 5833. ( Helma: Vltastlg 14. Askrifíarsírof t r i m i n iv 2S2I Gerlzt áskrlfendur. jHAFNARBÍÓ * Toirar fl;úisins (Ilammarforsens Brus) ! Spennandi og efnisrík ný Isænsk kvikmynd, sem hlotið j hefir góða dóma á Norður- jlöndum og í Ameríku. Peter Lindgren, Inga Landgre, Arnold Sjöstrand. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. j ELDURINN ! ferlr ekki boð á undan sér ÍÞelr, sem eru hyggnJr, tryggja strax hjá Sanivinmitryerglingrum Raflagnlr — VlðgerBlr Raftækjaverzlnnia LJÓS & HÍTf h. f. Laugaveg 79. — Ptmi 5134 VIÐSKIPTI HÚS • ÍBÚDIR LÓÐIR • JARÐIR SKIP* BIFREIDAR EINNIG Verðbréf Vitryggingar Auglýsingasra rfscm CTKIGNA ÖLU STÖÐIN Lækjargöiii 10 B SÍMI (>530 Baðstofulijal (Framhald af 4. siðu.) urinn, flokkur Jóns Þorláksson- ar, er orðinn frægur að end- emum. Hann er nú ekki lengur sá flokkur, sem Jón Þorláksson byggði upp, með svip og stolti hins frjálsborna og sjálfstæða manns, heldur er hann orðinn allra gagn, næturgagn allra flokka. Hér þarf úrbóta við. Flokkurinn þarf að taka upp sitt forna merki og hefja það hátt, ef hann á ekki að troð- ast undir á leikvelli stjórnmál- anna. Þetta er hægra sagt en gert. Flokkinn vantar ekki mannmergð, en hann vantar nægilega dáðrakka og víðsýna menn, sem geti kynnt eld á öllum fjöllum svo lýsi yfir land ið. En flokksmenn hans vantar þennan guðdómseld, og hætt er við að þeir nái aldrei tökum á honum. Því miður er ég hrædd ur um að hér eftir lifi hann (Sjálfstæðisflokkurinn) í skjóli annarra flokka, dragi dám af þeim, missi ættarmerki sitt og einkenni og sofni síðast svefni þeirra, sem vildu gera vel, en reyndust ekki megnugir til að halda stefnu sinni í horfi." Ég vil strax geta þess, að mér þykir það mjög fráleit tillaga, að hætta strætisvagnaferðum kl. 7. Ýmsir vinna á kvöldin eða sækja nám og margs konar fé- lagsstarf er þá unnið. Meira að segja væri ástæða til að láta vagnana fara eina ferð eftir kl. 1, því að bænum ber að stuðla að ódýru og hófsamlegu skemmtanalífi, og ekki er það gott, að spara bæjarsjóði hundr að krónur í rekstri strætisvagn anna til þess eins að leggja þúsund krónur á bæjarbúa í rekstri leigubíla. Hitt væri miklu fremur athugandi, að hafa dýrara far með síðustu ferðunum. — Að öðru leyti eftir læt ég öðrum að ræða þennan Péturs pistil. Starkaður gamli. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.> landi er ekki stórvægilegur. Gæti verið til þess að vera tij- búinn ef .... En undirbúningur inn á landamærum Júgóslavíu er miklu meiri og líklegri til þess að vera gerður í fullri al- vöru. Þetta ástand þarfnast nán ari skýringa og mun nánar að því vikið í næstu grein. (Úr Degi.) Fermingarföt úr dökkum enskum efnum Ennfremur jakkaföt á drengi 8—15 ára úr mislitum efnum. Sent gegn póstkröfu. Vesturg.tu 12 — Sími 3570 í iti ÞJÓDLEIKHÚSID Sunnudag kl. 14. Snædrottningin Sunnudag kl. 20. Flckkaöar hcntlur Bannað börnum yngri en 14 ára. Þriðjudag kl. 20.00. IVvársnóttin Síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13.15—20.00 daginn fyrir sýning ardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum Sími 80000. Cjina ^J\aitó: SKIPS- LÆKNIRINN 42 Krieglacher hrósaöi Tómasi fyrir þekkingu hans og áhuga, og það var ekki laust við, að Tómas færi hjá sér við slíkt. En Krieglacher brosti. — í mínum augum eru skurðlækningar uppgjöf af Iiálfu vísindanna, sagði hann. Skeri ég burt mein, felst í rauninni í því, að ég veit ekkert um það. Ég þekki ekki orsakirnar, get ekki komið í veg fyrir, að meinið myndist, né læknað það á annan hátt en nema það brott. Taki ég af manni fót, sem drep er hlaupið í, geri ég það af því, að ég get ekki læknað drepið. Það er kannske betra en láta þaö tortíma lífi mannsins, en orsök þess, að ég tek fótinn af mannin- um er samt vanmætti mitt. í þessum svifum kom Wladimir og flutti Tómasi þau skilaboð, að Lovísa bæði hann að fylgja sér aftur í fyrsta fai'rými. Tómas leit á klukkuna. Hann sá, að þeir höfðu þegar ræðzt við í tvo klukkutíma. í tvo klukkutíma hafði hann alls ekki munað eftir því, að Sibyl væri til. — Ef yður er það ekki á móti skapi, vildi ég gjarnan fá að tala meira við yður síðar, sagði hann við Krleglacher. um leið og hann kvaddi. Tómas fann, að nú hafði hann kynnzt einum manni, sem hann gat flúið til gleymt sjálfum sér, er áhyggjurnar ætl- uðu að verða honum ofviða. Honum létti mikið við þetta. Og meðan ha.nn borgaði þjóninum við borð Lovísu, var hann með allan hugann við það, að skynsamlegasí, myndi að víkja frá sér þessum hjónabandsáhyggjum og helga líf sitt nýju starfi á vettvangi læknavísindanna. Draga strik yfir þaö, sem liðið væri af ævinni — og byrja á nýjan leik. Þau gengu upp stigann, og Wladimir ætlaði að kveðja. — Veiztu það, að hann býr í þriðja farrými, sagði Lovísa af mikilli meðaumkun. Wladimir hló. Af einskærri nízku, sagöi hann: Það er ástæðulaust að vorkenna mér. Það eru farþegar í ölluin klefum í fyrsta farrými eða búa í sérstökum klefa í þriðja farrými. Ég skal játa, að ég hefði kosið fyrsta farrými, ef mig hefði grunað, hvern ég myndi hitta þar. í þessari andrá sló nýrri hugmynd niður í heila Tómasar. Hér gat hann leyst vandann, sem stafaði af Bóris. Wladimir tjáði sig undir eins fúsan til þess að leyfa sjúklingnum að vera í klefa sínum. Lovísa brosti — svona hjálpfús og lipur var hann.... Tíú mínútum síðar kynnti Tómas þessa tvo aðalsmenn. Bóris var aftur kominn í vont skap. Hann var eykinn og viðskotaillur. Hann hafði teflt nokkrar skákir við hjúkrun- armanninn, sem hann hugði vera venjulegan ferðalang, en í þriðju skákinni hafði hann byrjað að ausa yfir hann fúkyrðum og ekki einu sinni látið sér það lynda, þótt hjúkr- unarmaðurinn byðist til þess að taka upp hinn umdeilda leik. • — Ég -vil ekki troða neinum um tær, sagði hann, er Tómas sagði honum uppástungu sína. Ég get legið hér á þilfarinu á næturnar. Það vill víst enginn hafa mig í klefa með sér til lengdar. En Wladimir sagði: Mér væri það hin mesta ánægja, ef baróninn gæti látið sér lynda að vera í klefa með mér. Og ég er ekki svefnstyggur. Bóris lét loks tdleiðast, og Tómas gaf honum auka- skammt af morfíni til þess’ aö friða hann. Síðan kvaddi hann hina ættgöfugu menn og gekk leiðar sinnar. En hann var ekki fyrr orðinn einn, en sömu hugsanir og áður tóku að sækja á hann. Samtal þeiri’a Krieglachers var gleymt — það var Sibyl ein, sem hann gat hugsað um. Hvenær skyldi hún koma að tala við hann? Skyldi hún koma þegar í dag. Hann hringdi og spurðist fyrir um það hjá starfsfólkinu, hvort nokkur hefði spurt um hann. En það hafði enginn spurt um hann. Þegar Tómas hafði matazt, festi hann miða á klefahurð sína: Ég er í öðru farrými, sennilega í setusalnum. Gerið svo vel að senda eftir mér, ef viðtals er óskað. Sams konar miða lét hann á borðið í. lækningastofunni. Að svo búnu gekk hann til fundar við Krieglacher. Hann fann Krieglacher ekki strax. En Milla Lensch veif- aði til hans báðum höndum, og Wolzogen bað undir eins um glas til viðbótar handa lækninum. Milla var nú ekki lengur í jafngóðu skapi og áður. Kjóll- inn hennar skar svo af kvöldkjólum hins kvenfólksins. En Wolzogen sagöi:

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.