Tíminn - 12.03.1952, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.03.1952, Blaðsíða 5
59. blað. srwa •TIMINN, miðvikudaginn 12. marz 1952. 5, Mi&vihud. 12. murz Það er víða þörf á stefnubreytingu f forustugrein Alþbl. í gær er hreyft mjög athyglis- verðu umhugsunarefni. Þar er m.a. rætt um orsakir þess, hversvegna kommúnistaflokk urinn er miklu sterkari hér á landi en í nágrannalöndun- um. Alþýðublaðið er ekki lengi að finna skýringuna. Fylgi kommúnista hér er af leiðing af stefnu núv. ríkis- stjórnar. Þessi skýring Alþýðublaðs- ins hrynur þó fljótt til grunna, því að núv. stjórn kom ekki til valda fyrr en á Útmánuðum 1950 og þá voru kommúnistar búnir að hafa hér mikil ítök um alllangt skeið. Það, sem síðan hefir gerzt, bendir ekki til þess að fylgi kommúnista sé að vaxa. Kosningar þær, sem farið hafa fram í verkalýðsfélög- unum í vetur, benda fremur tU þess að fylgi þeirra sé í afturför en hið gagnstæða, sbr. kosningarnar í Dagsbrún, Hreyf li og Sj ómannaf élagi Reykjavikur. Ástæðurnar til þess, að kommúnistar hafa náð hér jafnmiklum ítökum og raun ber vitni, eru því allt aðrar en núv. stjórnarstefna. Ef gerður er samanburður á fylgi flokkanna hér og í ná- grannalöndunum, verður sá munur einna augljósastur, að hér er Aiþýðuflokkurinn miklu minni en hliðstæðir flokkar þar, en kommúnist- ar aftur á móti tiltölulega á- lirifameiri. Af þessu er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að hið óeðlilega fylgi kommúnista hér stafi af því, að Alþýðufiokknum hefir gengið miklu verr að afla sér fylgis en bræðarflokkum hans í nágrannalöndunum. Forusta hans og starfshættir hafa ekki unnið sér slíka til- trú og forusta og vinnubrögð útlendu bræðraflokkanna. — Þetta hefir svo meira en nokk uð annað orðið vatn á myllu kommúnista. Hér er áreiðanlega að finna aðalskýringuna á því furðu- iega fyrirbrigði, að kommún- istar eru hér öflugri en í ná- grannalöndunum. Sá flokk- urinn, sem keppir fyrst og fremst um fylgið við þá, Al- þýðuflokkurinn, hefir orðið undir. Fyrir Alþýðublaðið er það vissulega merkilegt og nauðsyniegt rannsóknarefni, hvað valda muni því, að Al- þýðuflokknum hefir gengið svona miklu verr í samkeppn- inni við kommúnista en bræðraflolckum hans í Bret- landi og á Norðurlöndum. Ef allt væri með feldu, ætti Alþýðublaðið ekki að þurfa að óttast, að kommúnistar græddu á núv. stj órnarstefnu, þótt hún reyndist eitthvaö mis'heppnuið/ Alþýðuflokkur- inn er líka í stjórnarand- stöðu. Þeir, sem væru óánægð ir með stjórnarstefnuna, ættu því að leita th hans, ef þeir treystu honum betur en kommúnistum. Þannig hefir þetta orðið í Bretlandi og á Norðurlöndum. Þeir, sem hafa snúið baki við íhaldinu þar, hafa leitað til alþýðu- ERLENT YFIRLIT: Kínverskir sjóræningjar Hafa sjjóræniiig'jariiii* við Bias Bay eignast nýja drottningu? Sú fregn var nýlega birt í heimsblöðunum, að kínverskir sjóræningjar hefðu hertekið far þegaskip, er var í förum milli Hong Kong og Yokohama og haft á burt með sér allmarga far- þega. Völdú þeir einkum úr þá, sem voru vel efnum búnir eða áttu ríka aðstandendur, enda var leikurinn til þess gerður að heimta ríflégt lausnargjald fyrir þá. Þetta gjald hefir nú verið greitt fyrir þá flesta. Meðal þeirra, sem teknir voru til fanga, var einn af starfsmönnum bandarísku utanríkisþj ónustunn ar og hefir Bandaríkjastjórn orðið að kaupa hann úr haldi fyrir allhátt gjald. Atburður þessi rifjar það upp, að sjórænihgjar eru ekki enn úr sögunni, þótt á flestum höf- um heyri þeir orðið fortíðinni til fyrir lörigu. Við Kínastrend- ur hafa þeir þó hafst við til skamms tíma. Áðurnefndur at- burður sýnir, að þeir eru ekki útdauðir enn. Það hefir annars vakið sér- staka athygli á kínversku sjó- ræningjunúm á síðari áratug- in, er nokkuð kvað að, var Li Min. Hún var komin af aðals- ættum, hafði gengið ung í komm únistaflokkinn og tók þátt í baráttu hans gegn Chiang Kai Shek. Hins vegar vildi hún ekki fylgja kommúnistum til Norð- ur-Kína, heldur kaus að setjast að við Bias Bay, ásamt allmörg- um fylgismönnum sínum. Brátt varð hún sjálfkjörin leiðtogi sjó ræningjanna þar. Floti hennar taldi tugi skipa, sumra allstórra, og gerðist hann brátt athafna- samur. Sjóránum fjölgaði stöð- ugt og fengu eftirlitsskip Breta ekki rönd við reist. Að lokum gerðist þó Li Min of fífldjörf. Hún ákvað að her- taka kanadiska stórskipið „Em- press of Canada“, er var 36 þús. smál. Skipið var í förum milli Manila og Shanghai með við- komu í Hong Kong. í Manila réðust margir af liðsmönnum Li Mins á skipið sem hásetar, en aðrir komu með sem farþegar. Ætlunin var, að þeir gerðu upp- reisn um borð á tilsettum tíma og um líkt leyti umkringdi sjó- ræningjaflotinn skipið. Þetta um, að þeím hefir yfirleitt ver- j átti að gerast nokkru eftir að ið stjórnaff af konum. Margar skipið færi frá Hong Kong. Á kínverskar sjóræningjadrottn-! íeiðinni milli Manila og Hong ingar hafa hlotið mikla frægð ■ Kong komst brezka leýnilögregl og fjöllesnar bækur verið skrif- 1 an að því, að ekki myndi allt aðar um súmar þeirra. Það virð- 1 með felldu. Þegar skipið var að ist ekki úr vegi að rifja upp leggja úr höfn, réðst stór flokk- nokkur atriði úr sögu þeirra.' ur brezkra sjóliða til uppgöngu ‘ og tók að rannsaka vegabréf og Ræningjamir í Bias Bay. Sjóræningjar hafa jafnan haldið til við strendur Kina, en þó færðist það mjög í vöxt á árunum milli heimsstyrjald- anna. Aðallega héldu þeir þá til í Bias Bay, sem er flói mikill norður af Hong Kong. Sigling er erfið um þetta svæði vegna skerja og þar eru víða víkur og vogar, sem mynda góða felu- staði. Héruðin, sem liggja að fló anum, eru afskekkt og ógreið umferðar. Yfirvöldin létu því lít ið til sín taka á þessum slóðum og sjóræningjarnir gátu því far- ið sínu fram að mestu leyti. Borgarastyrjöldin milli Chi- ang Kai Sheks og kommúnista jók mjög verulega liðstyrk sjó- ræningjanna. Margir kommún istar, sem áttu lögreglu Chiang Kai Sheks yfir höfði sér, leit- uðu þangað, og einnig liðhlaup- ar úr her hans. Sjóræningjarnir í Bias Bay höfðu umboðsmenn í öllum ná- lægum höfnum og fylgdust því vel með öllum skipaferðum á hafinu út af Bias Bay. Þegar vel þótti bera í veiði, héldu þeir flota sínum, sem oft var mynd- aður af tugum smáskipa, í veg fyrir skipin og rændu þau. Upp- lýsingaþjónusta þeirra lét þá að sjálfsögðu vita, hvort herskip myndu vera á þessum slóðum um líkt leyti. Yfirleitt heppn- uðust þessar ránsferðir því furðu vel. Li Min. Fyrsta sjóræningjadrottning- farangur farþega og skipverja. Um líkt leyti gerðist það, að kínversk kona, er var meðal far þeganna, fleygði sér fyrir borð. Það upplýstist seinna, að þetta hafði verið Li Min, er kaus held- ur að fremja sjálfsmorð en að lenda í höndum Breta. Hún hafði ætlað sér að stjórna her- tökunni. Þetta gerðist árið 1928. Li Min er þannig lýst, að hún hafi verið óvenjulega fríð, gáfuð vel og hin stjórnsamasta. Tang-Tchin-tshiao. Nokkru eftir fráfall Li Mins kom ný sjóræningjadrottning til sögunnar í Bias Bay. Það var Tang-Tchin-tshiao, er var ætt- uð frá Shanghai og hafði feng- ist þar við háskólanám. Hún var aðeins 26 ára, er hún gerðist fyrirliði sjóliðanna. Hún var annáluð fyrir grimmd og kom það ekki ósjaldan fyrir, að hún skar höfuðin af föngum, er ekki gátu greitt lausnargjald. Sumar sögurnar af grimmd hennar eru hinar ótrúlegustu. Hún neytti ópíums í stórum stíl og var hin mesta nautnamanneskja á flest- um sviðum. Eftir því, sem vegur^ hennar óx, fór hún óvarlegar. Árið 1935 klófestu Bretar hana og var hún dæmd tU að hálshöggvasfc. Þótti sá dómur maklegur. Lai Cho-San. Nokkru áður en Tang-Tchin féll frá, var ný sjóræningja- drottning komin til sögunnar við Tang Tchin-tshiao Bias Bay. Það var Lai Cho-San. Hún hefir oftast verið talin mik ilhæfust þessara ævintýra- kvenna. Liðsmönnum hennar var mjög vel stjórnað og hún hafði mjög góða upplýsinga- þjónustu. Á árunum 1933—37 tókst henni að fremja hvert sjö- ránio öðru meira. • Þrjár ríkis stjórnir, þ. e. stjórnir Kína, Japans og Bretlands, hétu þeim stórum fjárhæðum, er gætu tek ið hana tú fanga eða lagt hana að velli. Bæði kínversk, brezk og japönsk herskip leituðu oft að flota hennar, en án árangurs. Loks tókst japanskri flotadeild að hafa uppi á honum á nýárs- dag 1938. Bardaginn varð ójafn, en Lai Cho-San barðist samt til seinustu stundar. Þegar skip hennar var að því komið að sökkva, setti hún byssuhlaupið við ennið og hleypti af. Alls var hún þá búin að hertaka yfir 50 skip, svo að mál var til komið, að hefta starfsemi hennar. (Framhald á 6. síðu.) Raddir nábúanna flokkanna, en ekki til komm únista. Skrif Alþýðublaðsins lýsa þeim ótta, að þetta muni fara á annan veg hér á landi. í sama blaði og umrædd grein birtist, segir Alþýðu- blaðið frá fundi, þar sem Ste- fán Jóhann hafi lýst yfir því, að þörf væri nýrrar stjórnar- stefnu. Hér skal ekki deilt um það atriði við Stefán. En óttaskrif Alþýðublaðsins við kommúnista benda vissulega til þess, að það séu fleiri en ríkisstjórnin, er þurfi að breyta um stefnu. Af þeim má vissulega marka, að Al- þýðuflokkurinn þarf ekki síð- ur að breyta um stefnu og starfshætti, ef hann ætlar ekki að verða undir í sam- keppninni við kommúnista. Leiðin til þess að sigrast á kommúnistum er áreiðanlega sú, að hinar vinnandi stéttir landsins taki höndum saman um framkvæmd raunhæfrar og þróttmikillar umbóta- stefnu. Slíku samstarfi hefir Alþýðuflokkurinn munað eft- ir að hafna. Vinnandi stétt- irnar er því ósamstæðar og sundurlyndar. Á þessu græða bæði íhaldið og kommúnist- ar. Eigi þetta að breytast, þarf Alþýðuflokkurinn vissu- lega að breyta um stefnu og starfshætti frá því, sem verið hefir um skeið. Mbl. ræddi í forustugrein á laugardaginn um togarasamn ingana nýju og sagði m.a.: „Nú hafa nýir samningar ver iö gerðir. Deilan um hvildartím ann er úr sögunni. Nú ætti því að vera tækifæri til að stað- reyna, hver hinn raunverulegi útgerðarkostnaður togaranna sé. Ætla má, að sjómenn kunni að vera tortryggnir gagnvart útreikningum útgerðarmanna á reksturskostnaði skipanna. Trúlega munu þeir ekki held- ur taka fyllilega gilda rekstrar reikninga bæjarútgerðanna. Þess vegna væri æskilegt að t. d. einhver bæjarútgerðin leigði sjómönnum á einhverju skipa sinna, hásetum og yfir- mönnum, eitt eða tvö skip. Sjómennirnir geröu skipið eða skipin síðan út og legðu fram reikninga um rekstur þeirra. Slíkt reikningshald gætu a. m. k. sjómennirnir ekki tortryggt. Það er mjög nauðsynlegt að þessi tilraun verði gerð. Hinar eilífu deilur um útgerðarkostn að togaranna eru í senn hvim leiðar og háskalegar. 1 kjöl- far þeirra sigla stöðugar kaup deilur og verkföll. Þjóðin hefir ekki efni á þessum deilum. Hún verður að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir þær. Skyn- samlegasta og öruggasta leið- in til þess hljóta að vera á- byggilegar upplýsingar um það, hvað rekstur togaranna raunverulega kostar. Ef sjó- mennirnir gera eitt eða fleiri skip út sjálfir, hljóta þeir að geta komizt að niðurstöðu um þetta ágreiningsefni. Og það skiptir mestu máli að einmitt þeir viti allan sannleikann um það“. Það, sem Mbl. minnist hér á, er vissulega spor í rétta átt. Hins vegar er ekki hægt að ætlast til þess, að sjómenn taki að sér reksturinn í til- raunaskyni eingöngu, heldur verði þeim tryggt, að hann geti orðið varanlegur í hönd- um þeirra, ef þeir óska þess. Annars er ekki eðlilegt, að þeir ráðist í slíkt. Sök Alþýðu- flokksins Furðulegur útúrsnúningur er það hjá Alþýðublaðinu, að Tíminn kenni það fyrst og fremst Sjálfstæðisflokknum, að ekki hafi verið fylgt svip- aðri stefnu hér á landi hin síðari ár og einkenndi stjórn- arstörf þeirra Per Albins og Roosevelts. Tíminn hefir haldið og held ur því fram, að þetta sé fyrst og fremst sök Alþýöuflokksins. í fyrsta lagi hafnaði hann samvínnu við Framsóknar- flokkinp um slíka stefnu I stjórn Stefáns Jóhanns og kaus heldur að hafa samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn um gagnstæða stefnu. í öðru lagi hafnaði hann eftir seinustu kosningar að ganga til sam- starfs við Framsóknarflokkinn um slíka stefnuogneyddihann þannig til samstarfs við Sjálf stæðlsflokkinn, því að ekki var um annað en það að velja eða algert stjórnleysi. Hinsvegar dettur Tímanum ekki í hug að ásaka Sjálfstæð isflokkinn fyrir það,þótthann hafi ekki fallist á þessa stefnu, því að svo fjarri er hún stefnu hans. Samvinnan við Sjálfstæðisflokkinn hefir því eðlilega og óhjákvæmi- lega í för með sér meira og minna frávik frá stefnu þeirra Per Albins og Roosevelts. Með því að hafna samstarfi við Framsóknarflokkinn, eins og greint er frá hér að fram- an, bera forustumenn Alþýðu flokksins meginábyrgðina á því, að þessari stefnu hefir ekki verið fylgt. Þeir verða ekki hreinsaðir af því með fölsunum og rangfærslum í A.-B. Með slíkum hætti fá for- ingjar Alþýðuflokksins aldrei bætt fyrir umræddar yfrisjón ir sínar. Eina yfirbótin, sem þeir geta gert, er að breyta um stefnu og hætta að standa í vegi þess, að hér geti skap- ast umbótasamtök, er starfa í anda þeirra Per Albins og Roosevelts. Fyrirspurnir til Mbl. Flerii látast nú fylgjandi stefnu Per Albins og Roose- velts en Alþýðublaðið. Morg- unblaðið er nú einnig komið á stúfana. Það segir, að núv. stjórn fylgi fram stefnu þess- ara látnu heiðursmanna og verður ekki annað séð en að Mbl. þakki það Sjálfstæðis- flokknum! í sambandi við þetta, kast- ar Mbl. svo hnútum að Tím- anum fyrir að hafa viður- kennt, að stefna stjórnarinn- ar sé að ýmsu Ieyti frábrugð- in stefnu þeirra Per Albriis og Roosevelts vegna hiut- deildar Sjálfstæðisflokksins. Tíminn sér ekki ástæðu til þess að svara miklu þessum broslegu skrifum Mbl. En þau gefa hms vegar tilefni til að beina nokkrum fyrirspurnum til Mbl.: Er Sjálfstæðisflokk- urinn genginn af trúnni? Hef ir hann horfið frá stefnu ó- hefts einkaframtaks og sam- keppni og snúið til fylgis við stefnu þeirra Per Albins og Roosevelts, er m.a. einkennd- ist af auknum opinberum af- skiptum og íhlutun? Hvenær gerðist þessi stefnubreyting og er von til þess að hún verði varanleg? Þegar Mbl. hefir svarað þessu, er hægt að ræða þetta mál við það betur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.