Tíminn - 12.03.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.03.1952, Blaðsíða 8
„ERLENT YFIRLIT441DAG: Kíttvevshir sjjórænimiJjav 16. árgangur. Rej-kjavik, 12. marz 1952. 59. blað. Rússar bjóða fjorveldaráð- stefnu þegar um Þýzkaland Yilja nú leyfa Þjóðverjom að Iiafa faer eg efna tll kosninga í landinss öllu Ríkisstjórnir Breta, Frakka og Bandaríkjamanna athug- uðu í gær orðsendingu, sem rússneska stjórnin sendi þeim ölium samtímis í gærmorgun. í orðsendingu þessari bjóða Rússar að taka þátt í fjórveldaráðstefnu um Þýzkalands- málin nú þegar, og verö* þar rædd öll mál, er við koma fram tíð Þýzkalands. 'Orðsenúing þessi mun hafa komið nokkuð á óvart, þar sem ekki hefir orðið neins samkomulagsvilj a vart af hálfu Rússa um þessi mál að undanförnu. Fyrirhugaðar stórfra mkvæmdir við hafnargerð í Þorlákshöfn í ár Hætta á nýjum stór flóðum í Pódalnum Eftir þíðviðri, sem gengið hafa i sunnanverðum Alpa- fjöllum undanfarin dægur er nú talin míkil hætta á stórflóðum í Pódalnum. Mörg héruð eru í mikilli hættu, og í sumum þeirra er nú nýsezt að fólk eftir flóð- in í haust. ítalska stjórnin veitti í gær 3 milljarða líra til tafarlausra ráðstafana, sem koma mættu í veg fyrir tjón af völdum þessara flóða. Það hefir nú verið upplýst, að alls fórust 270 manns í flóðunum í haust og 200 þús. manns varð heimilislaust. Fiskur á Faxaflóa- miðum mjög djúpt Faxaflóabátar sem sótt hafa nógu djúpt, hafa yfir- leitt fengið allgóðan afla, en tregt hjá þeim, er lagt hafa grynnra. Veiðist yfirleitt ekki grynnra en á 100 föðm- um, en sumir hafa jafnvel lagt á 170 faðma dýpi, og er þá mjög erfitt að draga lín- una. Ein stjórn, eití ríki. Samkvæmt orðsendingunni segjast Rússar vilja vinna að því, að landið allt komizt und ir eina stjórn og verði eitt ríki. Frjálsar kosningar fari fram í landmu öllu samtímis, Þjóðverjar fái að stofna land her, flugher og flota sér til varnar, en friðarsamningar séu undirritaðar strax við landið og allur erlendur her verði farinn þaðan innan árs frá þeim degi. Landamæri samkvæmt Potsdamsamþykktinni. Þá segjast Rússar vilja láta banna alla flokka og félög sem vinni á ólýðræðislegum grundvelli í landinu. Landa- mæri Þýzkalands verði ákveð in samkvæmt ákvæðum Potsdamsamþykktarinnar. Ríkisstjórnir vesturveld- anna hafa ekki látið neitt uppi um þessa orðsendingu en talsmenn þeirra hafa bent á, að margt óvænt komi fram í þessari orðsendmgu og sé það í algerri mótsetningu við fyrri yfirlýsingar Rússa. Enginn póstur meö 3 beinum ferðum í rðð Frá fréttaritara Tímans á Flateyri Fólk hér í Önundarfirði er gersamlega undrandi á því sleifarlag, sem nú er á póstsendingum hingað. Hafa hér ekki sézt blöð yngri en síðan 17. febrúar, enda þótt bæði skipa- og flugvélaferðir hafi verið frá Reykjavík í rnarz. Síðast kom póstur hingað til Flateyrar 22. febrúar, og voru nýjustu blöðin í honum frá 17. febrúar. Síðan hefir enginn póstur komið og eng- in dagblöð sést. Tvær flugferðir og skipsferð. Samt sem áður hefir tví- vegis verið flogið hingað frá Reykjavík, bæði 5. og 6. marz, en enginn póstur kom með þeim ferðum. Enn kom Skjald breið að sunnan með farþega 8. marz, og varð þess ekki vart, að neinn póstur væri með henni. Menn héldu í fyrstu, að pósturinn hmgað hefði af einhverjum ástæðum verið sendur allur í einu lagi til ísafjarðar og kæmi síðan þaðan. En þegar Hekla kom suður um frá ísafirði rétt á eftir, var enginn sunnanpóst- ur með henni heldur. ÞoÞnmæði fólks á þrotum. Nú er svo komið, að þolin- mæði fólks er á þrotum, og það vill ekki láta bjóða sér meira af svo góðu. Hér hafa á þessum tíma fallið þrjár ferðir, sem ailar hefði mátt nota til þess að koma vest- ur pósti, en það hefir verið látið farast hjá í öll skiptin, hvernig sem því getur vikið við. Það er krafa Vestfirðinga og sjálfsagt allra annarra, að hver ferð, sem gefst, sé notuð til þess að koma pósti sem fyrst til viðtakenda. Aðalfundnr mið- stjórnarinnar heldnr áfram í dag og' hefst fnndnr kl. 4 i/2 í Eddu húsinu. Hnefaleikamótið á f östudagsk völdið Hnefaleikamót Ármanns fer fram í íþróttahúsinu við Hálogaland á föstudagskvöld j ið og hefst klukkan hálf-níu. Keppendur á mótinu verða alls 20, og verða a. m. k. 4 keppendur í þungavigt, þar á meðal ísfirðingarnir Arnar Jónsson lögregluþjónn og Guð mundur Sigurðsson járnsmið ur og Ármenningarnir Alfons Guðmundsson og Halldór Christiansen. Hinir ísfirðing- j arnir, sem taka þátt í mótinu, ' eru Karl Aspelund, Hörður : Bergmann og Sigurður Jóns- Json. Þessir ísfirzku keppend- ur eru allir frá Knattspyrnu félaginu Vestra og verður far arstjóri þeirra formaður fé- lagsins, Friðrik Bjarnason. Það er nú orðið langt síðan að svo fjölmennt hnefaleika- mót sem þetta hefir verið háð. Aðgöngumiða má panta í bókaverzlunum Lárusar Blöndal og ísafoldar og enn- fremur í sportvöruverzluninni Hellas i Hafnarstræti. Ræktun nautgripa af Gallowaykyni Á búnaðarþingi í gær var samþykkt eftirfarandi tillaga frá búfjárræktarnefnd: „í framhaldi af samþykkt síðasta Búnaðarþings og til- raun þeirri, sem nú er hafin um að safna saman á eitt til- raunabú, nautgripum, þeim sem til eru í landmu af Gallo waykyni, beinir Búnaðarþing þeirri áskorun til ríkisstjórn arinnar, að hún veiti þann fjárhagslega stuðning, sem með þarf, til þess að tilraun þessi megi framkvæmast og sýna árangur". í umræðum um tillöguna í gær kom skýrt í ljós, að sjálf- sagt þyki að stuðla sem hezt i að ræktun þeirra stofna af er lendu nautgripakyni, sem til bóta geta talizt, þar sem mjög er nú óálitlegt um inn- flutning kynþótagripa vegna búfjársjúkdóma, er geisa í ná grannalöndunum, og ekki tal ið heppilegt að búnaðarþing hvetti til hans að svo komnu máli. Skektu hvolfir í lendingu í gær, er skipverjar 'á ís- leifí höfðu lagt bátnum við legufæri á skipalegunni í Þor lákshöfn og voru að fara í land á skektu, hvolfi henni um leið og hún tók niðri í sandinum, en ekkert tjón varð að. Austuráhlaðandi var, er þetta gerðist, og mun þetta ekki einsdæmi, er veðurlag er svipað og í gær. Á að lengja hryggjuna umi sexííii metra, svo að skapist viðunandi vöruliöfn fyrir Suðurland, ef nægjanlegt fé fæst til þess Frásögn ölaSsins af mokfiski því, sem verið hefir síðustu daga í Þorlákshöfn, hefir beint mjög athygli manna utan , héraðsins að þessum stað, og bárust blaðinu í gær fyrir- j spurnir um það, hvað fyrirhugað væri um framhald hafnar- i gerðar þar eystra. Átti blaðið því í gær tal við þá Pál Hall- ; grímsson sýslumann, formann Þorlákshafnarnefndar, og Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra á Selfossi. I Þorlákshöfn er nú kom- inn hafnargarður, ■: sem er rúmlega 100 metra langur, og fyrirhugað að lengja bryggj- una í sumar um sextíu metra, ef fé fæst til þess. í fyrrasum ar voru steypt tvö ker í þessu skyni, og í sumar á að steypa tvö ker til viðbótar og koma þessum kerjum öllum fyrir. Þetta verk er áætlað, að kosti þrjár og hálfa miljón króna. Sala skuldabréfa. Fjárveiting sú, sem ætluð er til hafnargerðar í Þorláks- höfn i ár, er þó ekki stór, og verður því að afla lánsfjár tU framkvæmda. Á að bjóða til sölu skuldabréf í þessu efni, og veltur allt á því, hvernig sala skuldabréfa gengur, hvort unnt verður að fram- fylgja áætlun hafnarnefndar innar. Flutningaskipin. Þegar bryggjan hefir verið lengd um þessa sextíu metra, geta hin íslenzku flutninga- skip, sem eru í eigu Sambands ins og Eimskipafélagsins, að geta lagzt þar að. Fá þá þær tíu þúsundir manna, sem á Suðurlandi búa, loks flutn- ingahöfn, sem venjuleg flutn ingaskip geta notað. Er það eitt merkur áfangi, þar sem með því er sem fjötur höggv- inn af Suðurlandi. En jafn- framt stækkar skipalegan, svo að fleiri bátar ;geta legið innan við hafna'rgarðinn og stundað sjó frá Þorlákshöfn á vertíð. Það hefir því geysilega þýð ingu fyrir allt Suðurland, að nægjanlega mikið fé fáist til þess að Ijúka þeim áfanga, sem nii er fyrirhugaöur. Hafnarnefndin. í hafnarnefndinni, sem vinnur að þessum málum, eiga sæti, auk Páls og Egils, Ásgeir Eiríksson, kaupmaður á Stokkseyri, Björn Björns- soon, sýslumaður á Hvolsvelli. Guðjón Sigurðsson í Gufu- dal, Hafliði Guðmundsson í Búð, Sigurður Ó. Ólafsson, al þingismaður á Selfossi, og Sig urður Tómasson á Barkastöð um. Kaf f ikvöldið Eins og getið var í blaðinu í gær, hefir verið ákveðið að Framsóknarvistin, sem átti að vera annað kvöld, sé frest að um eJna viku, en í henn- ar stað verður kaffikvöld,, þar eru allir Framsóknarmenn velkomnir. Meðal annars sem til skemmtunar verður, sýnir Vigfús Sigurgeirsson íslenzk- ar litkvikmyndir. Þá sýnir hann einnig kvikmyndir sem teknar hafa verið á samkom- um Framsóknarmanna þ. á. m. af síðasta flokksþingi. Þetta kaffikvöld hefst kl. 8,30 annað kvöld í Breiðfirðinga- búð. Kerald hrýtur af krána á mann við skurðgröft Um tvöleytið í gær munaði minnstu, að alvarlegt slys yrði í smáíbúðahverfinu við Breiðagerði, sem er gata er Fggur austur af Grensásvegi. Féll kerald af krana niður í skurð, þar sem verkamenh voru að vinna og lenti utan í einum þeirra, Guðveigi Þorlákssyni, Laugarneskampi 16, og meidd ist hann nokkuð í fæti og handlegg, en þó ekki alvarlega. Þarna er verið að grafa skurði vegna vatns- og skólp leiðslu, og krani nötaður til þess að hefja upp á bíla grjót og möl í stóru keraldi. Er verið var að hefja upp ker- aldið í þetta skipti, kom hnykk ur á það, er það var komið um tvo metra upp yfir skurð brúnina, og mun vír hafa mis vafizt á vindu og runnið tU. Hrökk keraldið við þetta af króknum. Heyrði of seint viðvörunarköliin. Keraldið skall fyrst á skurð bakkann, en féll síðan niður í skurðinn, sem var um þrír metrar að dýpt. Menn voru að vinna niðri í skurðinum, og var Guðveigur með bor- vél að fleyga upp úr botni skurðsins, og stefndi keraldið á hann. Félagar hans kölluöu til hans, en hann mun ekki hafa heyrt strax, hvað var að vera, sökum hávaðans í born um, og slengdist keraldið ut- an í hann. En meiðsli þau, sem hann hlaut reyndust þó ekki meiri en svo, að hann fór heim, er læknisskoðun og myndataka hafði farið fram í sjúkrahúsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.