Tíminn - 06.04.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.04.1957, Blaðsíða 8
T í MIN N, laugardaginn 6. apríl 1957. 8 Námskeiö (Framhald af 4. síðu). Kennaranámskeið sem nefnist Att tala verður á Bohusgárden 4. til 10. ágúst. Þar verður fjallað um listina að tala bæði almennt og frá kennslutæknilegu sjónarmiði. Dvölin kostar 125 s.kr. Mót verzlunar-, iðnaðar- og bankamanna verður á sama stað 15. til 22. eptember. Kostnaður verður 150 s.kr. Nánari upplýsingar um mót þessi og námskeið gefur Magnús Gíslason (sími 7032), Norræna fé- lagði, Box 912, Keykjavík. Orðið er frjálst (Framhald af 5. síðu). Sterklegur fugl, og stór er örn, stundum hremmir hún lítil börn. Flýgur með þau í krepptri kló, í klettahreiður í mosató. Mér er ekki kunnugt um það, hvað mestu veldur fækkun arnar- ins. En vegna þess, að mér þykir ótrúlegt að ernir leiti sér matar inn yfir land á veturna, þegar gnægð fugls og fiskjar er við sjáv- arsíðuna, þá trúi ég mönnum, sem betur þekkja til og telja riffilinn mestu valda þar um, að örninn sé ekki vinsæll nágranni og það sé mjög Ijótur leikur að sjá, hvernig hann drepur og tvístrar ungahópn- um við sjóinn á vorin, dag eftir dag, og það geti enginn horft á slíkt án þess að reyna að skakka þann leik ef mögulegt væri, hvað sem öllum lögum líður. ÞÓTT MARGT fleira hafi komið fram í skrifum manna, gegn eitr- inu, sem þarf að mótmæla, verður hér látið staðar numið að sinni. En í sambandi við ummæli í bókinni Á refaslóðum á bls. 156, þar sem höfundurinn hefir eftir Jóni í Ljár skógum, að eitrið sé eitthvert bragðversta lyf sem til sé, þá vakn ar sú spurning, í tilliti til þess, að yfir 60 ár eru liðin síðan fyrst var farið að nota stryknin, hvort lyfja- fræðingar eða læknar hafi ekki yfir að ráða lyfi, sem væri hent- ugra, hvað bragð og annað nota- gildi snerti. Sigurður Jörundsson, frá Vatni. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiuiiiiiuin ! Drengjajakkafót 7—15 ára I Matrósaföt og kjólar j Stakir drengjajakkar I Drengjabuxur og peysur. j Dúnhelt og fiðurhelt léreft. ! Barnaúlpur, sænskar og ísl. j Æðardúnsængur. Sendum í póstkröfu ! Vesturgötu 12 — Sími 3570. ■jiuaiiuiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiF 'Vidgerdir ti HEIMIUSTÆKJUM Vunli yöar ‘prentun. jPRENTSTOFAN LETUR I.M E l;- 65 ~“SÍ M l -182 5- , Dánarminning: Fíladelfíu-söfnuðurinn í Keflavík Jóhann á Ytri-Reistará reisir kirkju og sjómannastofu Frá fréttaritara Tímans í Keflavík í gær. Hér í bæ er starfandi Fíladelfíu-söfnuður, og undanfarin þrjú árin hefir hann unnið að því að reisa sér kirkju og félags- heimili. Nú er húsið fullgert, og fer vígsla kirkjunnar fram næstkomandi sunnudag. ______ Sú kynslóð, sem nú er að ljúka sínu dagsverki á landi hér hefir lifað hin merkustu tímamót í sögu þessarar þjóðar. Sjálfstæði þjóðar innar vanst í hennar tíð, og það féll í hennar hlut að leggja grund völlinn að þeirri uppbyggingu, sem eðlilega fylgdi í kjölfar sjálf- stæðisins. Sjálfstæði þjóðar er undirstaðan að tilveru hennar. Þjóð án sjálfstæðis er hörmulega stödd, líkust olnbogabarni, sem hefst við í öskustó vanmetið af öllum og óhirt, einskis ráðandi um málefni sín og þegna sinna. Sjálfstæðið gefur okkur rétt til þess að ráða málum okkar sjálfir, þessvegna er sjálfstæðið það dýr- mætasta, sem við eigum. Jóhann á Reistará tilheyrði þeirri hamingjusömu kynslóð sem færði okkur sjálfstæðið í lok margra alda baráttu við ein hin erfiðustu skilyrði, sem um getur í sögunni. Hann mun í æsku hafa komizt í snertingu við þær nýju hreyfingar ,sem þá fóru um landið á morgni aldarinnar og miðuðu að bættum hag og aukinni velgengni. Jóhann fór ungur að heiman og hélt á sjóinn. Hann mun hafa ver- ið duglegur sjómaður, kjarkmikill og úrræðagóður og vinsæll í starfi. Sjómennska hans varð þó styttri en hann mun hafa ætlað. Lauk henni á dapurlegan hátt, og mun Jóhann hafa borið þess menjar jafnan síðan. Þegar hann hætti á sjónum tók hann að stunda landbúnað. Hann giftist nálægt þrítugu Ástu Sæ- mundsdóttur frá Kleif í Þorvalds- dal. Sá dalur gengur inn frá Ströndinni vestan megin Eyjafjarð ar og er nú í eyði. Þar hófu þau búskap. Síðan bjuggu þau á ýms- um stöðum við Eyjafjörð, síðast á Ytri-Reistará í Arnarneshreppi. — Þar gerði Jóhann ýmsar endur- bætur á jörð sinni, sem til hags verða komandi kynslóðum. Jóhann var greindur maður og athugull og fylgdist jafnan vel með atburðum samtimans. Hann var bókamaður, las mikið og mun 'hafa fengist lítilsháttar við rit- störf. íslenzkan var honum mikið áhugamál og honum var ekki sama hvernig hún var töluð eða rituð. Nú er Jóhann á Reistará dáinn, og sú bjarta og vonglaða morgun- stund þeirrar aldar sem gaf okkur vandmeðfarið lýðveldi er liðin. Það er dimmt umhverfis og váleg ar blikur á lofti. En samt mun vorsólin enn færast hærra og hærra yfir Vindheimajökulinn með komandi vori og túnin halda áfram að gróa, eins og ekkert hafi gerzt. Þannig er nú iífið og þannig verður það líka þegar maður er sjálfur dauður. Eg kynntist Jóhanni á Reistavá fyrst á efri árum hans. Eg gæti brugðið upp mörgum myndum frá þeim tíma. Myndum frá gróandi vori. Þegar jörðin kom græn und- an júnísnjónum. Myndum úr starfi sumarsins og önn haustsins og myrkrum vetrarins, þegar snjó ar voru og erfitt að vera sveita- maður á íslandi. Myndum bæði úr starfi og leik. En til hvers? Þetta er liðið og kemur ekki aftur, orka manns hefir einhvernveginn sog- ast með þessum þunga straumi, og bráðum er maður gamall. Eg hefi ekki ritað þessi orð til að rekja ævisögu Jóhanns á Reist ará, enda tæpast fær til þess. — Ekki heldur til þess að vekja á honum sérstaka athygli eða veg- Húsið er 150 fermetrar að stærð, tvær hæðir með háu risi. Á neðri hæð er íbúð húsvarðar, þrjú her- bergi, eldhús og bað. Ennfremur er á þeirri hæð salur, sem ráðgert er að verði sjómannastofa. Er þar gott rúm fyrir 30 manns. Á efri hæð er kirkjan, og mun hún rúma um 200 manns í sæti | ef með er talið rúm á svölum og á kórpalli. Kirkjan er mjög smekk leg og vönduð að búnaði. Vígsluat- höfnin fer fram kl. 2 á sunnudag- inn og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Yfirsmiður að tróverki var Ósk- ar Kristjánsson, Njarðvík, múr- verk annaðist Guðjón Hjörleifsson, Keflavík, raflögn annaðist Straum- ur h.f. og málningu Áki Grens. Talið er að húsið hafi kostað um 700 þús. kr. Það, sem er eftir- tektarverðast við bygginguna er, að öll verkamannavinna og mikið af fagmannavinnu er unnið í sjálf- boðavinnu safnaðarmanna, inn- lendra sem erlendra. Sést þar enn hverju góð samvinna og samstarfs- viíji geta áorkað. KJ. sama hann iátinn. Sé finnanlegur með þeim einhver tilgangur, er það helzt að þakka viðkynninguna á liðnum árum, þar sem mér er Ijóst að sú kynning hefir þegar orðið mér til nokkurs gagns. Jón frá Pálmholti. OrgelsjóSur (Framhald af 4. síðu). nafni. Hefir hann og þau á fagran hátt minnst konu sinnar og móð- ur með þessari minningargjöf, for- eldra og tengdaforeldra, afa og ömmu, með því sérstaklega að hún er heiguð þeim stað, Tjm var þeim öllum svo kær, og þar sem þau áttu margar af sínum sælustu stundum í lífinu. Þökk sé ykkur, góðu vinir, fyrir hugsunina, sem liggur að baki hinni myndarlegu gjöf. Áformað er, að Akraneskirkja eignist á nálægum tíma vandað pípuorgel, og hefir sóknarnefnd, stjórn kirkjukórsins, organleikari kirkjunnar, safnaðarfulltrúi og sóknarprestur tekið höndum sam- an til að vinna því máli brautar- gengi. Er ekki að efa, að söfnuður kirkjunnar bregðist vel við, þegar til hans verður leitað í því málL Ég vil benda á fordæmi Árna B. Sigurðssonar og barna hans. Ef til vill eru einhverjir fleiri, sem vilja minnast ástvina sinna á sama hátt og þau hafa nú gert. Orgelsjóður- inn er í höndum gjaldkera kirkj- unnar, Jóns Sigmundssonar, Laug- arbraut 3, Akranesi. Vinsamlegast komið gjöfum ykkar tii hans. Akranesi, 28.3. 1957, Jón M. Guðjónsson. £= Snjóhvít skyrta vekur aðdáun, bæði á mann-er þveginn úr ilmandi bláu Omo. Þetta inum og í þvottinum. Algengt þvottaduftkemur til af því, að Omo hreinsar hverja skilar þvottinum hreinum, en ekkert nemaögn af óhreinindum, hversu grómtekin sem hið bláa Ómo skilar hvítum þvotti, sem erfötin eru. Reynið það í næsta þvotti! Þá reglulega ;skjallhvítur. Sé fatnaðurinn mis-munuð þér sjá muninn. litur, verða litirnir langskærastir, ef hann HIÐ BLÁA OMO SKILAR YDUR HEIMSIHS Hvmsm WOTTfJ =a £ £ £ lllllllllIIIIIIIIIlilI!lllllll!lllIlillllllill!llllllllllllllllllIllllllllIIIJllllllIUlllillUl!IIU!IUUIlUilIiU!UlUiUUIimUUlUlUUnilllll||||||||||||||||||l!llllllll!lllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lll!lllllllllI!llllllllllllllll!IIU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.