Tíminn - 06.04.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.04.1957, Blaðsíða 9
T f MIN N, Iaugardaginn 6. aprfl 1957. 114 Mike kinkaði kolli en sagði ekki neitt. — Ég hef engan áhuga á þeim. — Nú, þér hafið engan á- huga á þeim. — Nei. — Ég spyr bara til að koma 1 veg fyrir allan mlsskilning. Óreyndari menn gætu haldið að við hefðum þegar valið frambjóðendur okkar. En það höfum við ekki gert. — Já, einmitt, sagði Joe. En sem sagt, ég kæri mig um hvorugt þeirra. — Og nú er þér hafið sagt mér hvað þér kærið yður ekki um, ætJið þér væntanlega að segja mér hvað þér kœrið yður um? — Já, sagði Joe. Ég vil gjarnan verða vararíkisstjóri. Mike hallaði sér fram og dreypti á ísvatni sínu. — Hverjir vita um þetta? — Edith. Arthur hefur sennilega einhvern grun um það. En engir aðrir. Mike flautaði fyrir rnunni sér lag, sem Joe þekkti ekki; og það var heldur ekki við því að fcúast, lagið var Stabat Mater. Hann krosslagði fæt- urna. — Ég ætla ekki að tefja fyrir okkur með því að spyrja yður spurninga sem þér búist við fyrir fram. Ég geri ráð fyr- ir að ég fengi rétt svör, ágæt svör. En eruð þér viss um að sambönd yöar verði yður til styrktar? — Já og nei. Ég hef ekki talað við neinn um þetta, en ég er viss um að ég mun njóta stuðnings víðs vegar um ríkið jafnvel hverju einasta héraði. Ég hef flutt ræður víða í nafni lögfræðingaráðsins og á ýms- um samkomum. En ég hef aldrei rætt um stjórnmál í þessum ræðum. Ég stefndi ekki að neinu sérstöku nema þá að kynna sjálfan mig og afla mér vinsælda. Mike dreypti aftur á ísvatn inu. — Hingað til hef ég ekki heyrt, minnst á vararíkisstjór ann. Það getur vitaskuld bent til þess að þér hafið enga keppr'ai 'a. En fcar fyrir geta margir haít augastað á em- þættinu meðan þeir bíða eft- ir að siá af hvaða átt vindur inn blæs. Þér vitið sjálfur hvernia svona lagað gengur fyrir sjg. Ef við bjóðum fram rikisstiöra af þessum slóðum eruð þér vonlaus, en ef hann verður úr vesturhéruöunum, er afstaða yðar talsvert betri. Okkar á milli sagt vildi ég gjarnan að þér yrðuð fyrir val inu, og það er ekki aöeins vegna þess að ég tel yöur vin minn. Ég hef lengi fylgzt með yður, Joe, og að mínu viti hef ur yður tekizt ágætlega upp. Það kemur mér heldur engan veginn á óvart. En þér vitið hvernig stjórnmálum er hag- að í raun og veru. Maðurinn sjálfur skiptir oft engu máli; |og ég er raunhæfur stjórn- málamaður, enginn stjórn- vitringur. En ég get líka fisk- að a'kvæði. En ef hinir vilja fá annan mann fylgi ég þeim | að málum. Hafi þeir engan sérstakan í huga skal ég ibenda á yður. I — Þetta var einmitt það ,sem ég vonaði að þér mynd juð segja. í — Og víkium nú að raun- hæfum stiórnmálum. Ætlið þér að leita stuðnings nokk- urs fiárhagslega? Henry Lau- bach? Art.hu r? — Ekki fvrir kosningarnar. Þaö sé év um sjálfur. — Eruð bér alveg viss um það, Joe? Oft og tíðum eða jafru'el alltaf, er bezt að hafa heilan hóp sem ber kostnaö- inn. — Ég vil þiggja alla bá hjálp sem ég get fengiö eftir að ég hef verið valinn fram- bjóðandi, en það sem þarf til þess greiði ég sjálfur. — Það getur vel orðið tals- verð upphæð. — Ég veit það. — Þér getið eytt miklu fé án þess að verða valinn fram bjóðandi. — Það er einmitt þess vegna að ég vil ekki fá vini mína til að leggja fram fé — ekki fyrr en ég veit hvort þeir fá eitthvað til endurgjalds. — Þér verðið að skilja, Joe, að þegar ég segi töluverð upp hæð meina ég það. Þér getið þurft að leggja fram fé, yðar eigið fé. meðan annar maður þarf ekki að leggja fram eyri vegna þess að hann er meiri flokksmaður en þér. Þér eruð alveg nýr maður á þessu sviði, og það getur orðið yður dýr- keypt reynsla. Joe stakk höndinni niður í vasa sinn, dró fram umslag og lagði það fyrir Mike. — Má ég líta betur á þetta? spurði Mike. Joe kinkaði kolli. Mike tæmdi umslagið á borðið. Síð an sagði hann; — Að því er ég fæ bezt séð, eru þetta tutt- ugu þúsund dalir. Joe kinkaði kolli. — Og á ég að stinga þeim í vasann? spurði Mike. Joe kinkaði aftur kolli. Og Mike brosti: — Þér þurfið ekki að vera hræddur um að það sé falinn hljóðnemi einhversstaðar hér. Og ef svo er ,sem ég dreg jreyndar mjög í efa, þá höfum j við þegar sagt meira en nóg. — Ég hef ekkert óheppilegt isagt, sagði Joe. | — Jæja, eins og yður sýn- jist, sagði Mike. j Hann stóð upp og gekk fram á ganginn og gaf Joe merki um að fylgja sér. j — Hér er að minnsta kosti jenginn hljóðnemi það getum j við verið vissir um, sagði Mike. ; Og þér megið ekki vera allíof torti’ygginn, Joe. Peningar fara alltaf á milli manna. Og þessir fara þangað sem mest þörf er fyrir þá. Ég skal einn- ig velja réttan tíma fyrir þá. Ég ætla að biða með þá þang- að til okkar menn fara sjálf- ir að biðja um peninga. Eruð þér ánægður með það? — Já, fyllilega ánægður. —- Gott. Og nú skulum við fara og fá okkur einn kaffi- bolla til og gleyma öllum þess um stjórnmálum. Joe hló og sagði: — Þér eruð ótrúlegur, Mike. — Hmm, sagði Mike; það var ekki laust við að þetta hefði áhrif á hann. — Að minnsta kosti kallið þér mig ekki útsmoginn íra. — Það var aðeins vegna þess að ég gleymdi því. — Mér þykir vænt um að fólk glevmi þvi nafni, sagði Mike. Þér heyrið frá mér eftir mánaðartíma, en ekki fyrr. Ef svarið verður blákalt nei, er ekkert við því að gera. Ef svarið verður ekki nei heldur j kannski, viljið þér þá að ég haldi áfram? — Já, meðan einhver mögu leiki er til, sagði Joe. — Ég held næstum mér sé óhætt að fullyrða að svo sé. Og hvað þetta snertir . . . hann klappaði á vasa sér — þá vitið þér að þér hafið kvatt j þá fyrir fullt og allt. 1 — Það veit ég, sagði Joe. Um það bil mánuði síðar hringdi Mike til Joe. — Ég er dálítið seinn fyrir, sagði hann. En ég vildi hafa fast undir fótum þegar ég tal aði við yður aftur. Ég sagði að ef svarið yrði nei væri mál- inu þar með lokið. Svarið var að vísu ekki nei, en ég hafði rétt fyrir mér: það eru nokkr ir náungar á höttunum eftir þessu sama og þér. — Skiptir það máli? — Jæja, það ætti að vera hægt að kippa því í liðinn. Ég hringi aftur eftir þrjár vik ur eða svo. Edith reyndi að telja Joe á að heimta nákvæmari skýrslur af Mike, en Joe lagð- ist á móti því. — Því minna sem við vitum um aðgerðir Mikes á þessu stigi málsins, þeim mun bet- ur stöndum við að vígi. | Næst hringdi Mike viku síð ar en hann hafði lofaö. i — Þér munið eftir því sem þér létuð mig hafa í Fíladelf- íu? — Auðvitað, sagði Joe. — Hvað viljið þér hækka . það mikið? Tvöfalda það? Eða jfimmfalda? Hvað langt viljið jþér ganga? ! — Ég verð að fá upplýs- ingar um talsvert fleira áður . en ég svara þessari spurningu, (sagði Joe. — Auðvitað. Gætuð þér hitt mig í klúbbnum eftir klukkutíma eða svo? — Ég verð þar, sagði Joe. Mike sat úti í horni í lestrar salnum og las New York Herald Tribune. — Halló, Joe. Ekki sjá lang 9 jnillllllllll!ll|t||||lllllll!llil||||lll!ll!lllllllllllllllllllllllllll!llllllllll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||n Urvals hangikjöt 1 | Símar 4241 og 7080 íuiiienðiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiníu iHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin | Seiidis¥©iriii I I óskast fyrir hádegi. | Prentsmiðjan Edda. .....iiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii........iiiiii.. aiuiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiujiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiimnin JARÐIRNAR | Borgartún og Háfshóll, Djúpárhreppi, Rang. fást til 1 | kaups. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. 1 Sigurjón Sigurðsson, § 1 Drápuhlíð 42. 1 imiiiiininnuiiiiiiiiHuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiniiiiiiiiiiiiuuij 1 Kaffisala | | K.F.U.M. og K. að Kirkjuteigi 33 er í dag. Komið og | | fáið yður kaffisopa og styrkið um leið starfið. | K.F.U.M. og K. í Laugarnesi. 1 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuuii Ég þakka öllum hjartanlega, sem auösýndu hluttekningu og samúö við andlát og jarðarför móður minnar, Þuríður Bjarnadóttur. Fyrir hönd bræðra minna og annarra vandamanna. Margrét ísólfsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.