Tíminn - 06.04.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.04.1957, Blaðsíða 12
VefriS I dag: ' Suðaustan gola eða kaldi, skýjað og lítilsháttar rigning. Hitinu kl. 18: 1 Reykjavík 6 stig, Akureyri 8 stig, London 17 stig París 17 stig, Stokk hólmur 8 stig, New York 6 stig. Laugardagur G. apríl 1957. Framsóknarvisi næsta fimmtudag Framsóknarfélögin í Reykja- vík gangast fyrir Framsóknar- vist fimmtudaginn 11. apríl í Breiðfirðingabúð. Verður húsið opnað kl. 8 og byrjað að spila kl. 8,30. Að spilunum loknum verð- ur útlilutað verðlaunum til þeirra sem bezlan árangur sýna. Séra Sveinn Víkingur flytur ávarp. — Eins og að venju verða síðan skemmtiatriði og dans til kl. 1. Fólki er vinsamlegast bent á að tryggja sér miða i tíma með því að hringja í síma 5564. SamtmS Finna og Rássa hæli Moskvu, 5. apríl. — Tímaritið Novoje Vremja í Sovétríkjunum hirtir í dag grein um sambúð Sovétríkjanna og Norðurlanda. Er þar farið mjög lofsamlegum orð- um um sambúð Finna og Sovét- ríkjanna. Tilefni greinarinnar er að 9 ár eru liðin frá undirskrift vináttusamnings milli Sovétríkj- anna og Finna. Hins vegar segir í greininni að mikið vanti á að sambúð hinna Norðurlandanna og Sovétríkjanna sé sem skyldi. Eink urn taki þetta til Noregs og Dan- merkur. Stríðsæsingamenn færi nú út áhrif sín í þessum löndum og leytist við með tilstyrk endur- vopnaðs Þýzkalands, að draga þessi ríki æ fastar inn í hervarnar kerfi sitt. Með tilliti til þessa sé vinátta og hlutleysisstefna Finna mjög mikilvæg. Mikil hætta af kjarn- orkuknúnum skipum Tókíó, 5. apríl. — Gunnar Randers yfirmaður kjarnorku- stofnunar Noregs, sagði í Tókió í dag, en þar er hann á ferð, að hann byggist við, að köLIuð yrði saman alþjóðaráðstefna til að fjalla um öryggismál skipa, sem knúin yrðu kjarnorkuvélum. Kvaðst hann sammála ítölskum vísindamönnum sem um þetta hafa rætt, að stórmikil hætta myndi stafa af slíkum skipum, ef þau færust, strönduðu, rækjust á eða skemmdust á einn eða annan hátt. Enginn vísindamaður myndi vilja taka á sig þá ábyrgð, að mæla með eða standa fyrir smíði kjarnorkuknúinna kaupskipa al- mennt, nema fyrst færi fram rækileg atliugun á öryggisráð- stöfunum, sem gera þyrfti, ef slík skip verða almenn, eins og líklegt er talið að verði innan mjög langs tíma. Kjarnorkusprengju- tilraun í Sóvét Lundúnum, 5. apríl. í fréttum frá Lundúnum segir, að kjarn orkusprengja hafi verið sprengd í Sovétríkjunum. Ekki var þess getið, hvar sprengingin var gerð né heíldur um hverskonar sprengju hefði verið að ræða. Nú er ekki gott i efni báðir hreyflar annars vængjar „bilaðir". Svona var það á flugi yfir Þingvölium í gaer, skrúfurnar grafkyrrar. I blindflugi meS Heklu og báða hreyfla annars vængjar óvirka Loftleiðir buðu blaðamönnum í gær í blindflugferð með millilandaflugvélinni Heklu og var flug þetta liður í þjálfun og prófun flugstjóra og flugmanna félagsins. Slík þjálfun fer fram á sex mánaða fresti og miðar að því að viðhalda og auka hæfni og öryggi flugmanna, einkum í því að ráða fram úr vanda, þegar óvænta hættu ber að höndum. Þjálfun þessi fer bæði fram í Bandaríkjunum og hér á landi. Loftleiðir senda flugmenn sína vestur og eru þeir þar á nám skeiði í kennslutækjum í blind- flugi. Tæki þessi eru útbúin sem stjórnklefi í flugvéi, ög eru þeir æfðir þar og prófaðir í lausn ýnússa flugþrauta. Tekur sú próf un samtals 12 stundir. í blindfiugi. Eftir það hefst þjálfun í lofti. Eru flugmennirnir látnir fljúga blindílug og leysa ýmsar þrautir við flug og lendingar. Það var eitt slíkt flug, sem blaðamönnunum var boðið í. Þegar þeir komu út á flugvöll um klukkan ellefu, var þar stadd- ur Magnús Guðmundsson, yfir- flugstjóri, en hann sér um flug- þjálfunina. Var hann að fara í loftið á Heklu með Sigurði Ólafs syni, flugstjóra, sem reyna átti í þolrifin að þessu sinni. Vélamað ur var Ragnar Þorkelsson. Var síðan lagt af stað og flogið austur yfir Þingvöll. Byrjaði þar leikur inn. Breitt var vandlega fyrir gluggana í stjórnklefanum hjá Sigurði Ólafssyni, en við hlið hans sat Magnús og tók að leggja fyrir hann ýmsar þrautir. Skipaði hann honum að lækka eða hækka flugið skyndilega, taka snarpar beygjur og rétta vélina síðan af aftur og finna rétta stefnu eftir tækjum einum. Á tveimur lireyflum á öðrurn væng. Þá stöðvaði Magnús annan hreyf il á hægri væng og síðan hinn á sama væng, og varð Sigurður að fijúga vélinni á tveim hreyflum. Minnkaði þá hraðinn en flughæð hélzt, en þegar slíkt kemur fyrir í farþegaflugi, sem sjaldan ber Nýr samkomusalur í Gefjuni á Akureyri tekinn í noikun í dag Akureyri: í kvöld faeldur starfs fólk verksmiðja Sambandsins á Akureyri árshátíð sína og fer hun nú í fyrsta sinn fram í nýjum samkomusal, sem innréttaður hefir verið á efstu hæð í nokkr- um Iiluta verksmiðjubyggingar Gefjunar. Eru þetta allt ný húsakynni, mjög rúmgóð og vistleg. í tilefni þessa atburðar koma hingað þeir Erlendur Einarsson, við, er flugið lr^kkað í 5 þús. fet. Var nú flogið um stund á tveim hreyflum og gekk vel. Var ekki um það að villast, að Hekla gat vel haldið sér á lofli á tvemi hreyíl- um. Lending og flugtak. Var nú flogið suður yfir Kefla- víkurflugvöll, og renndi Sigurður sér niður á flugbraut tvisvar eða þrisvar, en hóf sig til flugs jafn- skjótt og hjólin höfðu snert braut ina. Loks var flogið til Reykjavík ur, og hafði ferðin tekið um tvær stundir. Fagurt var að fljúga yfir Suð- vesturlandinu í gærmorgun, heiö ríkt og veður stillt. Þingvallavatn er enn hálft undir ís, sem þó er orðinn mjög sprunginn. (forstjóri SÍS og Harry Frederiksen, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar Sambandsins, og mun forstjórinn flytja ávarp á samkomu starfs- mannanna. Þessi samkomusalur er einn hinn stærsti og glæsilegasti hér í bæ, og bætir mjög aðstöðu verksmiðju- fólksins til samkomuhalds, auk þess sem salurinn verður daglegur mat- og kaffisalur að nokkru leyti. Sigurður Ólafsson í stiórnklefanum. Breitf er fyrir gluggana. Þetta er blindflug. Nýir flugstjórar. í sambandi við þessa þjálfun Loftleiða er verið að útskrifa tvo nýja flugstjóra á millilandavélum hjá félaginu. Eru það Magnús Norðdahl og Hallgrímur Jónsson, sem hefja starf í millilandsflug- inu í vor. Einnig tvo aðstoðarflug menn í millilandaflugi, þá Einar Gíslason og Guðlaug Helgason. Flugþjálfun sem þessi er mjög dýr. Kennslustund í kennslutækj unum í Bandaríkjunum kostar 58 dollara og um 6 þús. kr. kostar klukkustundarflug í Skymaster- vél. Kadarsijórnin hefir byrjað nauðung- arflntninga á folki á nýjan leik New York, 5. apríl. — Leppstjórn Kadars hefir á ný tekið upp þá ómannúðlegu aðferð að flytja þá, sem grunaðir eru um andstöðu við stjórnarvöldin nauðuga úr landi eða að minnsta kosti hrekja þá með litlum fyrirvara frá heimilum sínum og skilja þá eftir á algerri vonarvöl. Síðan getur lög- reglan tekið þetta fólk og flutt nauðugt til fangabúða eða úr landi undir því yfirskini að það hafi gert sig sekt um flakk. Þessar upplýsingar koma fram í bréfi, sem einn af ungversku út- lögunum í Bandaríkjunum sendi blaðinu New York Times. Er mað- ur þessi einn af stjórnarmeðlimum útlagastjórnarinnar vestra. Bílstjóri dk brctt (rá fóthrotnusi Stúdentar fyrstir. Maður þessi heldur því fram, að stúdentar hafi fyrst orðið fyrir of- sóknum lögreglunnar, er Kadar- stjórnin hóf baráttu sína gegn uppreisnarmönnum eða þeim, sem grunaðir voru um andstöðu við Kadarstjórnina. Síðan kom röðin að meðlimum í verkamannaráðun- um, sem stofnuð voru víða um land í uppreisninni. Nú segir hann er einnig farin herferð gegn fyrrv. miðstéttarfólki í Ungverjalandi. Hafi verið gefin út tilskipun í marz af innanríkis- ráðherranum, þar sem lögreglunni er heimilað að reka hvern þann, sem grunaður er um að vera stjórnmálalega eða efnahagslega hættulegur, frá heimili sínu. Skulu þeir tilkynna nýja aðsetursstaði innan hálfs mánaðar. Takist þeim það ekki, lenda þeir á vonarvöl og hægt að fara með þá hver sem vera skal undir því yfirskini að þeir séu flakkarar. Indónesía mótmælir vetnissprengju- tilraunum London, 5. apríl. — Ríkisstjórn Indónesíu hefir lagt fram form- leg mótmæli við stjórnina í Lon- don vegna fyrirhugaðra tilrauna með vetnissprengjur í sumar á Jólaeyjum. Segir í orðsendingunni að hætta geti stafað af geislavirku ryki, er breiðist út frá sprengju- svæðinu og auk þess kunni fiski- mið að spillast eða reynast hættu leg. dreng Um klukkan sjö í gærkveldi hljóp lítill drengur á bil á Hverf isgötuuni og hlaut opið fótbrot. Bílstjóriun ók brott án þess að skeyta um þetta, eða hann varð þess ekki var. Rannsóknarlög- reglan auglýsti í útvarpinu eftir bílnum og bað fólk, sem orðið hefði vart við þetta að gefa upp lýsingar. Brá margt fólk fljótt við og Iét í té upplýsingar, og náðist í bíistjórann á tíunda tím anurn í gærkveldi, og stóð ranu sókn slyssins yfir. Kvaðst rann- sóknarlögreglan vera afar þakk- lát fyrir, live fólk hefði brugðið þarna fljótt og vel við. Mikil hrifning á hljómleikum Smetana kvartetts Smetanakvartettinn hélt fyrstu hljómleika sína hér í gærkvöldt í Austurbæjarbíói við mikla hrifningu áheyrenda. Viðfangs- efnin voru eftir Mozart, Janácek og Smetana. Listamennirnir voru ákaft hilltir og margkallaðir fram fram að loknum leik efnisskrár- innar. Þeir léku eitt aukalag eft- ir Schubert. Aðrir hljómleikar Smetanakvartettsins eru í kvöld og eru þeir einnig fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins. Á mánií daginn verða þriðju og síðustu hljómleikar þeirra félaga hér að sinni. Réttarhöldum yfir Adams lækni lýk- ur senn viS Old Baiiey í Lundúnum Verjandi telur sig ekki þurfa a<S Leiíia fleiri vitmi þar e íS sakleysi dr. Adams sé augljóst Lundúnum, 5. apríl. — Málaferlin gegn dr. Adams lækni frá Eastbourne virðast nú nálgast lokin. Verjandinn Geoffrey Lawrance féll skyndilega og flestum til undrunar frá því að kveðja fleiri vitni en þau þrjú, sem hann þegar hefir leitt. Alls voru það 25 vitni, sem hann hafði gert ráð fyrir að leiða fram í réttinum. í lokaræðu sinni í dag sagði verjandinn, að hann teldi ekki ástæðu til að leiða fleiri vitni. Framburður þeirra, er þegar hefðu komið fram, ætti að vera nægjanlegur til þess að kviðdómurinn hefði sannfærzt um sakleysi lækn- isins. Hann kvaðst ekki heldur myndi leggja neinar spurningar fyrir sak- borninginn. Hann væri nú eftir margra mánaða fangelsisvist svo illa farinn á taugum, að hann þyldi illa spurningar og hik af hans hálfu yrði ef til vill túlkað sem vottur um sekt. Tvísýnt hvernig fer. Svo er að sjá sem verjandanum hafi allmjög tekizt að veikja lík- urnar fyrir sekt dr. Adams, hvern- ig sem kviðdómur annars lítur á það mál. Það kom sem sé í ljós, að fleiri læknar en Adams höfðu stundað frú Morell og einn þeirra hafði gefið henni inn deyfandi lyf í jafnvel enn stærri skömmtum en ákærður. Hví geymdi hann sjúkrabækurnar? Saksóknari hélt enn fast við ákæru sína um að dr. Adams hefði myrt frú Morrel. Hann kvaðst ekki beinlínis bera brigður á að sjúkra- bækur þær, sem verjandinn hefði lagt fram í réttinum og færðar voru af hjúkrunarkonum frú Morr- el, væru ófalsaðar, en hitt þætti sér undarlegt að nokkur skyldi hafa geymt þær svo lengi, þar sem venja væri að brenna slíkar bækur strax. Aðeins einn maður hefði getað hagnazt á að geyma þessar bækur og það væri dr. Ad- ams, enda hefði hann varðveitt þær. Rétturinn kemur á ný sam- an n. k. mánudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.