Tíminn - 17.02.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.02.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriðjudaginn 17. febrúar 1958 #Z.EN> /F/Rl/T Utgefandl: PniMtkMtfMac* Eitstjórar: Haukur Snorrason, Þórartnm >*r» Skrifstofur £ Edduhúsinu viO Ltedare- Símar: 18300, 18301, 18302, 1880» '*■ (ritstjórn og blaðamemi* Auglýsingasimi 19523. AfgreiOsluatw Prentsmiðjan Edda h.t Aðsetur ríkisstofnana FYRIR nokkru síðan hefur Gísli Guðmundsson, þingmaður Norður-Þingey- inga, lagt fram í sameinuðu Al-þingi, tillögu til þingsálykt uiuar um aðsetur ríkisstofn- ana og embættismanna. —■ Titlagan hljóðar á þessa leið: ^/Alþingi ályktar að skora á rókisstjórnina að láta fara fram endurskoðun á lagaá- krvæðum og stjórnarákvörð- unum um aðsetur ríkisstofn ana og embættismanna og leggja fyrir Alþingi tillögur til breytinga, eftir þvi sem áátæða þykir til, að endur- skoðun lokinni. Gefa skal fulitrúum — tilnefndum af fjórðungsþingum Austfirð- inga, Norðlendinga og Vest- firðinga, einum frá hverju fjórðungsþingi — kost á að taka þátt í endurskoðuninni, svo og einum fulltrúa frá fjörðungsþingi Sunnlend- inga, ef stofnað verður“. TILLAGA þessi var t# umræðu í sameinuðu þingi í síöaistl. viku og fylgdi Gísli henni úr hlaði með athyglis verðri ræðu. Hann syndi fram á, að mörg embætti væru þannig, að aðsetur þeirra, sem þeim gegna, verð ur að vera bundið við ákveð in stað. Þetta g-egnir aftur á móti ekki um ýmis störf og stofnanir. Á síðari áratugum hefur það yfirieitt verið venjan að staðsetja slík em- bætti og stofnanir í Reykja- vík. Þetta var og að ýmsu leyti eðlilegt áður fyrr, því að Reykjavík hafði þá ýmsa sérstöðu, m.a. með tilliti til samgangna, sem ekki er leng ur fyrir hendi. Breyttar að- stæður valda því, að miklu fleiri staðir koma nú oft til greina í bessu sambandi en Revkjavik. Nú er það almennt viður- kennt, saeði Gísli, að vinna beri að jafnvægi 1 byggð landisins, oa er betta ekki sízt viöurkennt a.f Revkvíkingum sjálfum, enda veldur of hröð fóiiksfjölenm bar ýmsum erfið leikum. Mörvum byggðariöe- um er hinsveaar mein aö fólksfæðinni og þióðinni er mein að bví, ef byggðariög gla-ta siáifstæði sínu eða f ara 1 evði. Á marean hátt hefnr líkn wið revnt að snorna gesm bessu. en sá hængur er á, að f/es+ar sh'kar ráðstafan ir kosta mikið fjármagn. Ein er þó sú ráðstöfun, sem gæti reynst þýðingarmikil í þess- um efnum, en kostar ekki verulegt fjármagn. Það er flutningur ýmissa embætta og stofnana, sem nú eru í Reykjayík, til staða, þar sem viöunandi starfsskilyrði eru fyrir hendi. ÝMSAR tillögtir hafa ver ið uppi um þetta efni, ságði Gísli, bæði hér á Alþingi og víðar. í rökstuðningi slíkra tillagna hefur verið til þess vitnað, að margt sé nú breytt frá þvi sem áður var. Sam- göngur um land allt greið- ari, húsakostur meiri og betri, raforku verið veitt víða um land, sérmenntun ekki svo staðbundin sem áð- ur var o.s.frv. Sumir bæir, t.d. á Norður- og Vesturlandi eru eins stórir og stærri en Reykjavík var undir alda- mótin, en starfsskilyrði þar og viðar eins góð eða betri en þau voru fyrrum í höfuð- staðnum. Hins vegar er á það bent með réttu, að starfsemi embætta eða stofnana, sem getur verið um að ræða, muni hafa þá nokkur áhrif í þá átt að hamla gegn fólksflutn ingi úr þessum byggðarlög- um og landshlutum, sem hefðu þær innan sinna vé- banda. í sumum tiifellum myndi hér geta verið um tals vert þýðingarmiklar ráðstaf- anir að ræða. Fyrir Reykja- vík skiptir það hins vegar litlu eða engu, þótt eitthvað fækki embættum eða stofn- unum þar, því að nóg mun þar jafnan verða af sliku, þótt einhverjar breytingar séu gerðar í þá átt sem vikiö er að í tillögunni. AÐ SJÁLFSÖGÐU er ekki hægt, sagði Gísli, að flytja úr Reykjavík, hvaða embætti og stofnanir, sem er. Mörg störf verða ekki unnin ann- ars staðar. Að þessu athug- uðu te-1 ég rétt aö fram fari endurskoðun varðandi að- setursstaði allra embætta og ríkisstofnanna i landinu og er þáð mjeginatriði tillög- unnar. Að loknu máli Gísla var tillögunni vísað til fjárveit- ingamefndar. Hér er vissu- lega hreyft mjög merku máli og ber fastlega að vænta þess, að Alþingi fallizt á þá attihugun og endlurskoðuni, sem tillaga Gísla fjallar um. í Tunis er aðeins einn Bourguiba Vandasamt verk Bandaríkjastjórnar alS micla málum milli Túnis og Frakklands Hjáróma rödd SÍÐAN hópur danskra menntamanna bar fram nýja tillögu um skilun hand ritanna, hafa mörg spjót ver ið bo in á lýðskólamennina dönsku — en þó einkum á Bjarna M. Gíslason rithöf- und. Fara þar fyrstir Starcke ráðberra og prófessor West- ergard-Nielsen. Starcke hef- ur valið aðferð, að endur- taka í sífellu það sama, þó Bjarni sé margsinnis búinn að hrekja fullyrðingai- hans. En Westergard-JSfielsen hef- ur se2rt á stól eins og nokk- urskonar prófdómari yfir lýðskólamönnum, enda ný- bakaður sérfræðingur í is- lenzkum fræðum. En nú hef- ur Bjarni hafið sókn á hend- ur honum, og ekki verður af greinum Bjarna dregin sú ályktun, að prófessorinn sé alls fær í íslenzkri sögu. — Westergard-Nielsen reynir svo að bæta upp það, sem á vantar með stóryrðum, og ef eitthvað hefur verið sagt Framhald á 8. sidu. ÞAÐ virðist nú orðið sam- komulag miili stjórna Frakklands og Túnis, að stjórnir Bretlands og Bandaiikjanna reyni að miðla málum í deilú þeirri, sem risið ■hefir út af hinni óverjandi árás Frakka á Sakiet. Hvorug ríkis stjórnin hefir þó viljað löfa því fyrirfram, að hún sætti sig við málamiðlunartiliögur Bandaríkj- anna. Einkum virðist þó franska stjórnin vera treg til að binda hendur sínar í þessum efnum. Sennilega hefir franski rithöfund- urinn Francois Mauriac skýrt þessa varasemi Frakka réttil'ega, þegar hann komst nýlega svo að orði, að í Frakklandi væru til margir Gaillardar, en í Túnis væri ekki til nema einn Bourguiba — eða m. ö. o. maður myndi koma í manns stað, þótt Gaillard ylti úr sessi, en hins vegar yrði erfitt að finna mann í stað Bourguiba, ef hann missti völdin í Túnis. A.m. k. mun þetta horfa þannig við frá sjónarhóli vesturveldanna. SÍÐASTA áratuginn hafa Ar- abar eignazt tvo Teiðtoga, sem óum- deilaníega bera höfuð og herðár yfir aðra forustumenn þeirra. Þessir menn eru þeir Nasser og Bourguiba. Báðir eiga þeir sér stór stefnumið, Nasser vili sam- eina alia Araba undir merki sitt, en Bourguiba vill sameina alla Ar- aha í Norður-Afríku undir merki sitt, að Egyptum undanskildum. Leiðir þeirra liggja því ekki sam- an. Þar sem sjónarmið þeirra hafa rekizt á, hefir Bourguiba enn haft betur. Það er honum meira að þakka en nokkrum manni öðrum, að Nasser hefir enn ekki náð sjálf stæðishreyfingunni i Alsír undir yfirráð sin. í utanríkismálum hafa þeir Nass- er og Bourguiba líka farið ólíkar slóðir. Nasser hefir sótt sér styrk í austurátt og þegið verulega 'hjálp af Rússum. Bourguiba hefir hinsvegar leitað stuðnings til vest urveldanna. Báðir telja þeir sig 'hins vegar fylgja óháðri utanrikis- stefnu. Það gildir vafalaust um þá Nasser og Bourguiba báða, að þeir eru menn hyggriir ve-1 og kunna að haga seglum sínum eftir vindi. Margt bendir þó til, að Nasser láti oftar stjórnast meira af tiifinn- ingum en Bourguiba. Bourguiba er öðrum fremur maður hinnar köldu skynsemi, sem reiknar flesta l'eiki fyrirfram, og teflir sjaldan af sér. Fra'kkar Jialda því líka mjög á Tofti, að hann beri kápuna á báðum öxlum og því þurfi að gæta allrar varkárni í skiptum við hann. HABIB BOURGUIBA er 54 ára að aldri. Hann fór ungur til Frakk lands og stundaði þar nám í nokk- ur ár. Hann var 23 ára gamall, er hann hélt heimleiðis aftur, og var hann þá nýgiftur franskri konu, Matthilde Lorrain, sem fór með 'honum til Túnis. Eftir heimkom- una gerðist hann málflutningsmað- ur, en hóf jafnframt afskipti af stjórnmálum. Hann varð brátt einn af leiðtogum stærsta þjóðernis- flokksins, Neo Destour. Frakkar töldu áróður hans ganga svo úr hófi fram, að þeir fangelsuðu hann hvað eftir annað, en Bourguiba lét það ekki bíta á sig. Þegar styrjöld- in 'hófst, var hann fangi í Frakk- landi. Á stríðsárunum reyndu nazistar oftar en einu sinni að fá Bourguiba til þess að beita sér fyrir hreyf- ingu í Túnis, sem væri andvíg Bandamcinnum, og lofuðu honum öllu fögru í staðinn. Bourguiba hafnaði öllum slíkum boðum og styrkti það mjög aðstöðu hans eft- ir styrjöldina. Bourguiba fékk í stríðslökin frjálsar hendur til stjórnmálastarf- semi í Túnis og sýndi sig það bezt þá, að hann var ekki síður snjall' skipuleggjari en áróðúrsmaður. FLokkur hans varð brátt hinn eini öflugi stjórnmálaflokkur landsins. Bourgiba — forseti Túnis ög um skeið átti hann sæti í stjórn Túnis. En hann krafðist alltaf meira og meira, og brátt varð Frökkum ljóst, að fyrir honum vakti alfrjálst Túnis. Þá haettu þeir samningum við hann. Árið 1952 var hann handtekinn og flutt- ur til Frakklands.. Þar sat hann í haldi i tvö ár. ÞEGAR Mendes-France varð forsætisráðherra sumarið 1954, breyttist hagur Bourguiba slcyndi- lega. í kjölfar handtöku hans hafði fylgt hálfgerð ógnaröld í Túnis. Frakkar höfðu miklu meiri hags- muna að gæta þar en í Alsír og því óx þeirri stefnu fylgi, að bezt væri að láta Túnis siglasinn sjó. Mendes France hjó því á hnútinn og veitti Túnis fullt sjálfstæði. Bourguiba varð hinn sjálíkjörni formaður ■hinnár nýju stjórnar. í kosningum þeim, sem fóru síðar fram, hlaut flokkur Bourguiba svo að segja öll þingsætin. Því fór þó fjarri, að Bourguiba væri. í fvrstu traustur í sessi. Ann- ar aðalforinginn í ílokki hans, Ben Joussef var mjög langt til vinstri og undir áhrifum frá Nasser. Bourguiba beitti bæði hörku og klókindum til að hrekja liann úr flokknum og dvelur hann nú í Kairo. Næst stafaði Bourguiba hætta frá konungi landsins óg ■ þeim ihaldsöflum, sem t>tóðu á bak við hann. Bourguiba valdi því hentugt tækifæri til að gera Túnis ið 'lýðveMi og lósna þannig við ’'.onunginn. Að sjálfsögðu var Tourguiba kosinn fjTsti forseti landsins, en hann hefir samkvæmt Ajórnarskránni svipað vald og for- 'eti Bandarikjanna. Bourguiba er nú tvimæíalaust •aldamesti maðurinn i Túnis og öyggjast völd hans ekki sízt á beirri miklu lýðhylli, sem hann lýtur. Hann berst þó ekki mikið á, 'n vinnur mikið. Hann er bl'átt ífram í framgöngu, virðist hel'dur •■lédrægur, og er laus við allar •esingar og öfgar í málflutningi. Hann er fremur lítill vexti. MARGIR örðugleikar biðu Bour- guiba, þegar hann tók við stjórn hins nýja ríkis, því að Túnis er fá- tækt land frá hendi náttúrunnar og flestir atvinnuvegir frunistæðir. Bourguiha hefir því- reynt að fá sem mest erlent fjármagn til fram kvæmda og þvi lagt áberzhi á góða sambúð við vesturveldin. Hatnn hef- ir revnt að hafa góða samibúð við Frakka, en þó jafnan tekið fram, að tengslin við AMr væru sterk- ari en tengslin við Frakkland. Við erum vinir Frakka, en bræðúr 'Al- sírbúa, segir hann. Hann hefir haft nána samvinnu við leiðtoga upp- reisnarmanna j Al'sír, en mótmælir þó þeirri ák&ru Frakka, að hann (hafi veilt þeim hernaðardega hjálp. jTil sönnunar því hefir hann boð- izt til að leyfa alþjóðlegu gæzluliði að gæta landamæra Túnis óg Al- sír. Bourguiba hefir hvað ef’tir ann- að boðizt til að miðla málum í öeilum Frakka og Alsídbúa á þ'eim grundvelli, að Túnis, AIsít og Mar- okkó mynduðu eins konar banda- lag, er væri í tengslum við Frakk- land. Ráðandi franskir stjórnmála- menn hafa illu heilli neifað að fallast á þetta. Ef Frakkar tefla svo, að þeir neyða Bourguiba til að leita sam- starfs Rússa og Egypta, hafa þeir unnið málstað vesturveldanna mik- ið .ógagn. Stjórnir Bandaríkjanna (Framh. á 3. síðu) 'BAÐsrorAN Frakkar reyndu.að 6'emja við hann ISkrælþurr nafnaupptalning. NORÐLENDINGUR skrifar okkur dáiitla hugvekju um nafmabirt- ingar blaða og útvarps og segir oftast óviðunandi. „Það á ekki að birta nöfn ungra óþekktra manna eins og allsber", segir hann. „P_er sónusaga og ættfrærsla er ís- lendingum svo ástfólgin og í blóð i borin að stórfurðulegt er, livern ið blöð og útvarp haga sinni fréttamennsku í þessu tilliti. Á forsíðu blaða er sagt frá skipun manns í embætti, án þess að kynna mannhm nokkurn skapað an Mut. Sagt er frá ungu lista fólki, sem menn hefðu gaman af að vita deili á, en einungis nafn- ið er nefnt, ekki hvaðan og hverra manna. Háskólinn til- kynnir um lökapróf manna, og blöðin birta listann allsnakinn! Miklu vinsæltá væri að ættfæra og segja einhverja persónusögu um mennina. Ef blöðin hættu þessari skrælþurru nafnaupptaln ingu og segðu einhverja persónu sögu, jafnvei þótt fátækleg væri, gegndu þau betur hlutverki sínu sem íslenzk fréttablöð, en þau gera nú í dag.“ Þannig skrifar þessi Norðlendingur og er sjónar mið hans athyglisvert og á nokk urn rétt á sér. Erfitt getur verið að grafa upp persónusögu manna á aillöngum nafnal'ista, svo að nokkru nemi, cn þegar um er að ræða emstaka listamenn t. d., má óefað gera þeim betri skil en al mennt er gert í blaðafréttum. Mér í'imvxt Háskólinn ætti að taka ábondiirgu bréfritara til athugun ar, og segja einhver deiii á þeim er prófi ljúfca. T. d. hvar fæddir, og af hvaða foreldri. Þau gögrí hljóta að vera til í skrifstofu stofnunarinnar og málið því auð layst. Þannig mætti með lítilli fyr irhöfn færa þessa fréttamennsku aQá til eitthvað betri vegar. ÓfróSlegar tllkynningar. Þegar rætt er þannig um frétt- ir, sem segja raunar helzt til lít- ið, kemur mér í hug, að cin- hverar allra ófróðlegustu til- kynningar sem maður beyrir eða les eru frá svonefndr. úaup lagsnefnd, sem fjallar um vísi- töluútreikning. í fréttatilkynn- ingum henrrar er nefnd einhver vísitala, en samaaburðartala al'drei nefnd, og í öllu okkar talnaþvargi man ég a. m. k. ekkj, hvernig síðasta tinryTm- ing var. Hversu mangrr fslend ingar skyldu geta svarað undir búningslaust spurningu um hver sé framfærzluvísitala í dag og liver kaupgjaldsvísitala? Sanm- gjarnt væri, að með hverri lil- kynningu um vísitölu kæmi all- greinargóður samanburður, svo maður viti, hvað raunverulega felst í tilkjmningunni. Þetta er ekkert niema abnenn upplýsinga- þjónusta, sem e. t. v. má segja að blöðin gætu séð um, en eðli legast er að fróðledkurinn fyigí hverri tálkynningu frá hinum opinhera aðila. Blöðin og les- endur þeirra geta svo lagt út af textanum. Ljúkum svo pistl- inum í dag. , —Flnnur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.