Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 5
WBHÍN, IftBgarðaghm 25. ft'biróvr 1961. -fj Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Amason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egili Bjarnason. — Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. „Niðurrifsstarf“ og „tilraunakanínur“ ÞaS má segja, að síðan um áramót hafi verið hér meiri og minni verkföll eða verkbönn, sem aðallega hafa náð til bátaflotans. í mörgum útgerðarstöðvum hafa staðið yfir verkföll sjómanna í sambandi v'ið sjómannakjörin um lengri eða skemmri tíma, t d. á Akranesi, í Hafnarfirði og í Reykjavík. Þá stóð verkfall yfirmanna á bátaflotanum suðvestanlands í meira en viku. Útgerðarmenn í Vest- mannaeyjum stöðvuðu svo bátaflotann þar í nær sex vikur vegna ágreinings við fiskkaupendur um fiskverðið. Fullyrða má að þau verkföll og verkbönn. sem nér hafa verið nefnd, hafa skaðað þjóðina samtals um tugi milljóna og jafnvel hundruð milljónir króna samanlagt. T. d. kom yfirmannaverkfallið, þegar síldveiðin stóð sem hæst. Verkbann útgerðarmanna í Vestmannaeyjum hefur og valdið tugmilljóna króna tjóni. Það var sameiginlegt um öll þessi verkföll, að ekki heyrðist hreyft neinni gagnrýni í sambandi við þau i stjórnarblöðunum. Mbl. deildi t. d eski neitt á yfirmenn- ina fyrir verkfall þeirra eða á útgerðarmenn eða fiskkaup endur í Vestmannaeyjum fyrir sex vikna verkbannið þar. Ekki voru sjómannaverkföllin heldur átalin neitt, enda stóðu liðsmenn stjórnarinnar þar fremstir í flokki eins og Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, og Pétur Sigurðsson alþm Hins vegar bregður svo við, þegar landverkamenn og landverkakonur í Vestmannaeyjum gora verkfall og krefj- ast kauphækkunar til samræmis við sjómennina, að stjórnarblöðin verða fleytifull af vandlætingu og hrópa um „niðurrifsstarf Franuóknarmaima og kommúnista“. Jafnframt fylla þau dálka sína af þeim skrifum dag eftir dag, að nú þoli atv.mnuvegirnir ekki neinar hækk- anir. Ekkert slíkt heyrðist hins vegar meðan verið var að ganga að kröfum yfirmanna og sjómonna. Það er fyrst, þegar þeir, sem eru lægstlaunaðir, bera fram kröfur sínar, sem Mbl. og Alþýðublaðið umsnúast og sjá kommúnisma og niðurrif í hveri'.i horni Við þetta er ekki þeldur látið numið staðar, Eitt stjórnarblaðið hótar með'því, að verkafólkið í Vestmanna- eyjum verði gert að ,,tilraunakanínum“. Með því er ber- sýnilega átt við það, að verkafólkið i Vestmannaeyjum verði beygt til undirgefn, með lörgu verkfalli. Skortur- inn á að kenna því að sætta sig við „viðreisnina“. Afstaðan til verkfalls yfirmann?nna annars vegar og verkfalls verkafólksins 1 Vestmannaeyjum hins vegar, sýnir gleggst stéttaviðhorf núv. stjórnarflokka. Það'var fallizt á kröfur yfirmannanna eftir lúma viku og þá var ekki neitt rætt um kommúnisma og niðurrif. Lægstlaun- aða fólkinu er hins vegav svarað með hrópum um niður- rif og kommúnisma og storkunarorðum um „tilrauna- kanínur“. Slíkt er viðhorf þeirra, sem fara með stjórn landsins í dag. Hvað hefur breytzt? Þeim skrifum linnir nú ekki í Mbl og Alþbl., að át- vinnuvegirnir geti ekki staðið undir kauphækkun verka- fólks. Fyrir tæpum þremur árum síðan, töldu hins vegar bæði þessi blöð, að atvinnuvegirnir gætu risið undir mun hærra kaupi en nú er. Síðan hafa framleiðsluafköstin heldur aukizt. Geta atvinnuveganna ætti því að vera meiri nú en þá. Hvers vegna geta þeir þá ekki risið undir a m.k. svipuðu kaupgjaldi nú og þá? Höfðu stjórnarblöðin rangt fyrir sér 1958 eða hafa þau það nú? Fólk, sem talað er um SIÐASTLIÐINN laugardag var haldinn fjölmennur fundur á Ti’afalgartorgi í London og gengust fyrir honum samtök, sem vilja láta banna tafarlaust hvers konar kjarnorkuvopn. Eftir fundinn var farin kröfu- ganga til byggingar þeirrar, þar sem skrifstofur varnarmálaráðu neytísins eru, og settust göngu- menn síðan á tröppurnar og sátu þar alllangan tíma til aS árétta með því afstöðu sína. Ganga þessi vakti ekki sízt at- hygli vegna þess, að sá, sem gekk fremstur í flokki og sat einna lengst á tröppunum, var Russel lávarður, heimspeking- urinn og rithöfundurinn al- kunni. Hann er nú 88 ára gam all, en ern vel. Meðfylgjandi mynd er tekin af honum, þar sem hann situr á tröppunum. FYRIR NOKKRU síðan hélt sendiherra Filippseyja í Wash- ington, Romulo, mikla veizlu, og bauð þangað margt stór- menna. Romulo var um skeið aðalfulltrúi Filippseyja á þingi S. Þ. og naut þar mikils álits, en auk þess er hann kunnur sem snjall rithöfundur. Á með- fylgjandi mynd, sem birtist í „Washington Post“, sjást tveii' veizluiestanna ræðast við, eða þeir Hodges verzlunarmálaráð- herra Bandarikjanna og Thor Thors, sendiherra íslands í Washington. ENN RÍKIR óvissa í stjóm- málum Laos, en verið er að vinna að sarriningaumleitunum bak við tjöldin. Stjórn Kenn- edys hefur bersýniléga nokkuð annað viðhorf en stjórn Eisen- howers hafði yg ekki virðist útilokað, að'öússar breyti eitt- hvað afstöðu sinni með tilliti til þess. Forsætisi'áðherra stjórnar hægri manna, Boun Oum prins, talar nú orðið sáttfúslegar en áður, og konungurinn, Savang Vathoua, reynir nú meira til þess að koma á sættum en hann hefur áður' gert. hefur áður gert. Helzt er talað um, að samkomulag náist á þeim grundvelli, að Laos lýsi yfir hlutieysi og ákveðin hlut- laus Asíuríki taki að sér að reyna að ábyrgjast það. Russel á tröppunum. Hodges og Thor Thors / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ r* / '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.