Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 8
Skjaldbreiður Kjarvals séður úr Grafnlngi. Herranótt M.R. á Akureyri Nokkrir nemendur mennta- skólans í Reykjavík hafa verið á Akureyri og sýnt þar leik- rit sitt, Beltisránið. Fyrsta sýning á leiknum fór fram í samkomuhúsinu síðasta laug- ardagskvöid. Leik og leikend- um var frábærlega vel tekið, og var leikurinn endurtekinn tvisvar á sunnudaginn. Af þessu tilefni átti TÍMINN s'.utt símtal við Þórarinn Björns- son, skólameistar'a á Akurteyri, en leiksýning þessi er liður í árleg- v.m nemendaskiptum M.R. og M.A. Sagði hann, að í þetta skipti hefði menntaskólinn í Reykjavík haft þann hátt á að senda leik- flokkinn, ásamt umsjónarmanni sKólans, serr fulltrúa í nemenda- skiptunum, en svo stór hópur hef- ur ekki komið'áður í þessa heim- sókn. Venjan hefur verið sú und- aufarin ár, að nokkrir helztu em- laettismenn skólanna hafa farið í þessar ferðir, venjulega ritstjóri skólablaðs, umsjónarmaður skóla, formaður málfundafélags og tveir ;i. þiír nemendur að auki. í leik- íiokknum eru 17 nemendur sem túa allir í heimavistum M.A ! Nemendurnir hafa að venju sótt kennslustundir í M.A. og hlýtt á kennara og kynnzt frammistöðu skólafélaganna nyrðra. Eins og áður segir var fyi'sta sýning á Beltisráninu s.l. laugar- dag og hlaut leikurinn mjög góð- ar viðtökur leikhúsgesta. Hópur- ir.n hélt svo heim aftur á mánu- dag. Leikfélag M.A. hefur nýlokið sýningum á skólaleik sínum, Væng siýfðir englar, en ekki taldi skóla- meistai'i geta orðið af því, að farið yj'ði með leikinn suður, heldur verður heimsóknin endurgoldin á venjulegan hátt seinna í vetur. Fór leikfélag M.A. fyrir skömmu t1 Siglufjarðar og srýndi þar nokkium smnum. Lauk þar með siarfsári leikfélagsins, en formaður þcss er Skúii Johnsen Sagði skóla ir.eistari, að félagslíf hefði verið gott í skólanum í vetur. Skólameistari sagði að unnifi væri af kappi að hinni nýju kaffi stofu menntaskólanema, sem verð- ur í nýju' heimavistinni, og væri hún góður fengur fyrir nemendur og mundi styrkja starfsemi þeirra í félagsmájum. Allar teikningar lægju nú f.vrir, en þær hefur Steinn Kjarval gert. Vonaðist skólameistari til, að stofan yrði fullbúin í vor. Hugleiðing á Kjarvalssýningu: STADNÆMZT VID MYNDIR Engum hefði þótt undarlegt, þótt yfirlitssýning Kjarvals, sem menntamálaráð efndi til, þegar F.jarval stóð á sjötugu, yrði eins og ljóðalok í þeim mikla lofsöng, sem hann hefur kveðið landi og >þjóð með sínu ævistarfi. Sjálfum hefur honum búið meira f hug. Það sannarsýninginhans.sem mú stendur í Listamannaskálanum. Er vafamál, að Kjaival öðru sinni á einkasýningum sínum hafi boðið upp á- meiri fjölbreytni — meiri fcreidd í listbrögðum og hug- ikvæmni en einmitt nú! Þarna eru teiknaðar og málaðar mannamyndir með hinum fjöl- breytilegustu listbrögðum, enda visast orðið til á mismunandi tím- um hinnar löngu ævllistamannsins. Þá er þarna yndisleg mynd af fiskistúlku, auðsjáanlega ein af uppkastsmyndum Kjarvals frá því ( er hann var „sjómaðurinn í Landsbankanum". Er þetta þá eins cg upprifjun á því, þegar maður sjálfur, lítill drengur, vann á fisk- reitum innan um svona stúlkur fyrir 10 aura um tímann! En myndin þessi fær mann þá til að kannast við það fyrir sjálfum sér, að maður hefði verið til með að vinna með fyrirmyndinni fyrir Ihreint ekki neitt, svo töfrandi eru þau þarna, unga konan og saltfisk- unnn! Sérhver mynd á sína sögu. Þarna ; er á einum veggnum ungur banka-1 maður, einn af þeim, sem í loka-| 1 sennu frelsisbaráttunnar hreif okk-1 j ur ungu mennina hvað mest með ; harðskeyttum röksemdum á mánn- fandum, og grunar mig, að myndir, I hafi komizt á blað fyrir þeirra kluta sakir. Þá er þarna blómakarfa æði- f-æg. Vinir og bræður Kjarvals á B.S.R., sem lengstum hafa verið jKjarvals meðreiðarsveinar, sögðu| það með blómunvvið Kjarval sjö- tugan, sem þeim bjó í brjósti, en Kjarval vildi þá varðyeita vina- hótið og eyddi í það fyrstu nótt- inni af áttræðisaldrinum að „skjal- festa“ þessa afmæliskveðju' sína, með því að mála þessa mynd. Þótt ég hafi einhverju sinni hlotið gælunafnið „aðdáandi Kjarvals nr. 1“, lét ég þess getið við Kjarval í vor, að ég hefði að- erns einu sinni, úti í náttúrunni, séð heila mynd komast á línið fyrir hans milligöngu. Þetta leiddi til að ég í sumar var þar nærstaddur, sem myndin „Heimahagar við Grafgilið“ varð til. Sú mynd var í biaðinu í fyrradag. Er myndin í írásögur færandi fyrir það, hversu Kjarval varð að berjast um mótiv- X, berjast um fjallið við þokuna! Og alveg varð ég yfir mig genginn, þegar Kjarval að eykt liðinnf, til- kynnti að nú mættum við sjá það, sem komið væri á léreftið. Myndin var fullgerð. Þetta minnti mann á, þegar Matthías Jochumsson orti tvö ef ekki þrjú stórkvæði sama daginn fyrir þúsundára hátíðina sjötíu og fjögur! En Kjarval kunni þá þetta fjall. Hann ólst upp undir því! Þá hlýt ég að segja ykkur þessa sögu: Það var fljótlega eftir að Kjarval kom heim að loknu námi, að hann færði vini sínum Tryggva Þórhallssyni mynd. Hún var af fjalli í heimabyggð Kjarvals, eða öllu heldur fjallstindi. Hamramir svartir, en skriðurnar á milli hamr- anna og . undir þeim, ryðbrúnar. Þessi mynd þótti ærið mikil dirfska og var ekki laust við að Tryggva Þórhallssyni þætti þarna djarft teflt með Drottins handa- verk. ^ En viti menn, þegar ég í sumar gisti Kjarval og ferðaðist með hon- um til Borgarfjarðar, hvað sé ég ek.ki! Mynd Tryggva, „Laufásmyndin", er bókstaflega heilagur sannleikur! Éitbrigðin eru sönn, þótt þau þættu ótrúleg! Ein er sú mynd á sýningunni, sem ég vildi mega gefa gælunafnið „Skjaldbreiður Kjarvals". Hún er ein þeii'ra mynda á þessari sýn- ingu, sem reiknast til hinna hæstu hnda í li'st Kjarvals. Minnir mynd- ir. á setningu Jónasar: „Mjög þarf eú að mörgu að hyggja, mikið er Konan í fitkvhmunnl. um dýrðir hér.“ Aftur er fullvíst, að þessi mynd hefur ekki verið ort á einni nóttu eins og hið fræga kvæði Jónasar. Eru vinnuhættir Kjárvals, eins og annarra mikilla andagiftar- og kunnáttumanna, að einatt yrkir hann sín góðkvæði undir háþrýst- ir.gi á sárskömmum tíma, en í önn- ur eyðir hann óhemju vinnu á löngum tíma, og mun umrædd stórmynd hafa verið unnin með siðari aðferðinni. Önnur mynd er á þessari sýn- ingu, sem þá einnig veiður talin í brjóstfylkingu, þegar rætt er um myndir Kjarvals, almennt. Er það vetrarmyndin „Mosfellsheiðin”. Sú rr.ynd kveður við enn einn nýjan tón, og vildi ég mega telja mér trú um, að í henni speglist vetrar- veðurblíðan, sem við höfum hin siðarl ar.átt við að búa, en stingur svo í stúf við það, sem fólk á Kjar- vals aldri átti vlð að búa fram á miðja ævi. Þá kveður Kjarval á þessari* sýn- ingu enn við raust góðkvæðm ski um hraunin og mosann og bert er aí því, hvar þeim er valinn staður á sýningunni, að Kjarval sést ekki heldúr hér yfir „smávini fagra, Í0ldárskart“ og er furðulegt, hvað einnig með nenslinum unnt er að nálgast Jónas í þessum undurfögru ljóðlínum. Af öllum hinum fjölbreytilegu Iistbrögðum í andlitsteikníngum á þessari sýningu, sem þá eru eins konar viðliót við „Möppumyndim- ar“, sem út hafa verið gefnar, fmnst manni mest um teikninguna af Jóni á Götum. Guðbrandur Magnússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.