Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.02.1961, Blaðsíða 11
INJf, langarðagtan 25. febrúar 1961. sa-4 YZt .SflÍP Góð eldhúsáhöld eru yndi allra húsmæðra Smiður vandar val á hefli, bif- vélavirki lætur sér ekki detta ann að í hug en að eiga alla þá skrúf- lykla, sem nota þarf við viðgerðir, saumakona lætur ekki bjóða sér annað en góða saumavél — allir góðir' iðnaðarmenn velja sér beztu fáanlegu tæki til starfa sinna og sama ættum við húsmæðurnar að gera, segir í upphafi greinaflokks um eldhúsáhöld í sænska samvinnu blaðinu Vi. Þar segir einnig: Frá morgni til kvölds er verið að elda eitthvað, svo ekki er ofsögum sagt af því, að fá ílát séu oftar handfjötluð en þau, sem þarf til eldamennsku. Þær kröfur, sem gera á til þeirra íláta eru: Að þau séu ekki of viðkvæm, séu úr efn- um, sem leiða vel hita og að botn inn sé svo þykkur, að ekki sé hætta á að matur brenni við, að auðvelt sé að hreinsa þau, þ. e. að þau séu ávöl frá botni og lokin slétt, að gott sé að hella úr þeim, skaft eða eyru það neðarlega, að gott tak fá ist og að þar sé vel gengið frá ein angrun. ESkki má verðið vera of hátt, helzt eiga þau að vera svo falleg, að hægt sé að taka þau af eldinum og setja beint á borðið og þau eiga sem lengst að halda útliti sínu. Góðir alúmíníum skaptpottar mega heita nauðsynlegustu og þægi legustu smápottarnir. Alúmíníum breytir að vísu lit með tfmanum, en það má hreinsa með oxalsýru eða sápuborinni stálull öðru hvoru. Dagsdaglega ætti að nota þvottalög og bursta, aldrei sóda, hann eyðir alúmíníum. Til eru skaptpottar með dekkri húð, sem er að vísu glæsileg, en sé hún innan í, þá þola þeir pottar ekki að í þeim sé soðinn rabarbari, sem inniheldur oxalsýru, og þá má ekki hr'einsa með stáíull. Flest heimili geta í byrjun látið sér nægja að kaupa þrjá skaptpotta, sem taka t. d. IV2 líter, 2 lítra og 4 lítra. Þó kynni að vera enn hyggilegra að kaupa' stærsta pottinn úr emaleruðu' steypujár’ni, því þá má jafnframt' nota hann til þess að baka rétti í honum í ofni. Þeir pottar hafa þann ókost, að þeir eru þungir og viðkvæmari en alúmíníum. Því er annað ráð, að kaupa ilát úr eld föstum leir eða gleri til þess að steikja í í ofni og þau ílát má allt- af ber'a beint á borðið. Steikarpönnur úr steypujárni eru traustustu pönnurnar, en þung ar og þess vegna velja margir alúm íníumpönnur. Þá er nauðsynlegt að gæta þess, að botninn sé alls ekki þynnri en sex millimetrar. Sjálf- sagt er að velja sér steikarpönnu með loki og lokið á helzt að vera vel íhvolft, svo að myndarlegur steikarbiti rúmist undir því. Þar sem er rafmagn eða gas til eldunar munu flestar húsmæður hafa fundið hve auðvelt er að steikja allt kjöt í^ofni. Sé um að ræða nautakjöt eða annað kjöt, sem 'þarf langa suðu, þykir betra að setja strax vatn í skúffuna, ann ars er það óþarfi. Skynsamlegra þykri að steikja við minni hita og ætla sér Iengri tíma, þá þarf ekki að ausa yfir steikina né fylgjast jafn nákvæmlega með henni. Steik ai'mælir er þarfaþing, hann segir nákvæmlega til um hvenær kjötið er tilbúið. Gott er að láta steikur á grind í ofnskúffunni. Ekki má gleyma að kaupa góðan steikarspaða til að nota þegar egg, fiskur, buff 0. s. frv. er steikt á pönnu. Spaðarnir eiga að vei'a sveigajnlegir að framan með traustu skapti. Ekki eiga allar húsmæður raf- magnshrærivélar og þá er nauðsyn- legt að kaupa þeytara og sleifar með réttu Iagi. Og skálamar, sem hræra á í, eiga að vera með íbjúg- um botni, ekki skörpum brúnum við botninn. Mæliskeiðar og lítra- mál eru nauðsynleg tæki við bakst- ur og matargerð. Gormaþeytarar eins og myndin sýnir eru mjög þægilegir og trégafflar þykja betri en sleifar, þegar verið er að hræxa út sós'ur og súpur. V.V.V.'.V.V.V.'.V/.V.'.SV.VAV.V.V.'AV.V.V.V.VAi’AV.VAV.'.V.V.V.W.V.’.V.W.V.'.WW.'.V. Ævintýri á gönguför, og mun það leikrit verða sýnt aftur á næstunni. Stjóm Leikfélags Ólafsvíkur skipa Bárður Jensson formaður, Magnús __ Antonsson ritari, Bjarni Ólafsson gjaldkeri og Bjö'rg Finnbogadóttir með- stjórnandi. Ölaísvíkur sýn- ir Biðla og brióstahöld Ragnh. Helgadóttir, sem Kolla og Hinrlk Konráðs- son sem Dofrl. Elinborg Ágústsdóttir sem Germína, Bárður Jensson sem Brandur og Áslaug Aradóttir sem Karólína. Leikfélag Ólafsvíkur er ný- lega stofnað félag en hefur þó starfað af miklu fjöri síðustu missiri. Um þessar mundir sýn- ir félagið leikritið BIÐLAR OG BRJÓSTAHÖLD og er Elín mgvarsdóttir leikstjóri. Hefur félagið bæði sýnt leikinn lieima og farið sýningarferðir til Grundarfjarðar, Stykkishólms, Akraness og Borgarness og hvarvetna fengið ágætar við- tökur. Þá mun og hálft í hvoru 1 ráði að félagið skreppi með ’eikinn tii Kópavogs og í Hlé garð. Félagið er nú að byrja að *fa leikinn Aumingja Hanna og er Steinunn Bjarnadóttit leikstjóri að honum. Fyrsta leikrit, sem félagið sýndi, var LúSvik Þórarinsson sem Kristján og Sigrún Siguröardóttir sem Maja. V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.,V.V.V.V.,.V.V.V.V.V.V.V.V.V.,.V.,.V...V.V...VV.V.V.V...V.V.V.V.V.V.V...V.V.,.V.V.,.V.,.V.V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.