Tíminn - 18.01.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1962, Blaðsíða 4
GUMMIKALL I 22 AR Á stóru myndinni hér fyrir ne3- an er Stgurjón Gfslason, efnn elz'ti gúmmikarl á landinu, aS taka dekk af felgju — eSa setja þaS á — í hinni nýju og góSu vél. Til hliSar efst á síðunni er mað- ur að skoða dekkiS sitt að innan, en þar fyrir neðan sést Þorsteinn Kristjánsson kappa dekk. Ljósm.: TÍMINN, G.E. ★ 15. þ.m. átti Hjólbarðinn h.f. 15 ára starfsafmæli, og í tilefni af því fór blaðamaS- ur og Ijósmyndari Tímans þangaS inn eftir, en Hjól- barSinn hefur aSsetur á Laugavegi 178, og er elzta gúmmíverkstæSiS af þeim, sem nú starfa. Þar hittum við formann verk stæðisins, Sigurjón Gíslason, og tókum hann tali. — Er þetta ekki fyrsta gúmmíverkstæði á landinu? — Nei, ekki er það, en elzt af þeim, sem nú starfa og ég er senniiega einn elzti gúmmí- karlinn, byrjaði 1940. — Hvar? — Heildverzlun Ásgeirs Sig- urðssonar átti þá gúmmíverk- stæði í Sænska frystihúsinu, og var það rekið í sambandi við bifreiðaeinkasöluna, sem þá var hér. — Var það eina gúmmíverk- stæðið? — Nei, það voru eitt eða tvö önhur. Fyrst á Hverfisgötunni — Hvenær opnaðirðu svo Hjólbarðann h. 1? — Hann var stofnaður 15. janúar 1948, og yar fyrst til húsa á Hverfisgötu 89. Svo fluttum við hingað rétt fyrir jólin fyi'ir tveimur árum. — Og svo komu fleiri í kjöl- farið? ' — Já, svo komu ein þrjú um svipað leyti. — Alltaf verið nóg að gera? — Já, og meira en það. — Þú ert þá orðinn flugrík- ur? — Ja, hum, ekki segi ég það nú, en ég kemst vel af. — Hvað vinna margir hjá þér? — Við erum oftast 4—5. Ekki opið á kvöldin — Hafið þið opið á kvöldin? — Nei, við opnum klukkan 20 mínútur yfir sjö á morgn- ana og hættum um sex. Þá eru flestir búnir að fá nóg því að vinnan er erfið TÍMÍNN, fimmtudagúm 18. janúar 196,?.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.