Tíminn - 18.01.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.01.1962, Blaðsíða 6
100 ára minning Olafs Guómunds- sonar fyrrv. héraðslæknis Rang. Þess ber aS geta, sem gert er. — Fyi'ir okkur, sem erum orðin rosk in að árum og lifðum hér með Ólafi lækni alla hans tíð, er hann gisti þetta hérað, og þekktum hann bæði í sjón og reynd, er vaila hægt annað en staldra aðeins við og rifja upp með örfáum minningarorðum við þessi aldahvörf. Ég man, þegar ég sá fyrst þennan unga og glæsi- lega lækni, hann var bjartur á brún og bi'á, fallega vaxinn, frem- ur þrekinn, breiður um herðar og þéttur undir hönd. Hann bar með sér leiftrandi gáfur og létta lund, enda var hann prýðilega skáld- mæltur, eins og hann átti kyn til — í báðar ættir. Ólafur læknir var fæddur 4. des- ember 1861, að Breiðabólstað á Skógarströnd. Foreldrar hans voru sr. Guðmundur Einarsson og kona hans, Katr’ín Ólafsdóttir, prests Nielsens, Flatey, kona Ólafs lækn- is var Margrét Björg Magnúsdóttir Olsens á Þingeyrum. Þau eignuð- ust eitt barn, sem þau misstu á unga aldri, en svo ólu þau upp vandalaus börn, sem þau gengu í foreldrastað með prýði. Ólafur læknir dó 16. marz 1906. Það er eins og Rangárhérað hafi verið heillandi land fyrir lækna- stéttina frá því fyrsta að löggiltur læknir tók hér bólfestu, sem var Skúli Vigfússon Thorarensen á Mó eiðarhvoli, árið 1834, en síðan Ól- afur Guðmundsson fluttist í hérað- ið 1890, hefur læknissetrið verið að Stórólfshvoli í rúm 70 ár, enda hver'gi betur sett. Mér hefur fundizt alla tíð síðan ég man eftir, að Stórólfshvoll væri hjartastaður Rangárþings, bæði sakir legu sinnar og fegurðar og hins vegar fyrir það, að þangað hefur hugurinn leitað, þegar vanda hefur borið að höndum, vítt og breitt um allt héraðið, til allra þeirra lækna, er þennan stað hafa gist, en það var erfitt að sinna öll- um læknisstörfum hér, meðan öll stórvötn voru óbrúuð, og má þar til nefna Markarfljót, Ála, Affall, Þverá og báðar Rangárnar, og það stundum í vondum veðrum og um koldimmar vetrarnætur, þegar leysingar voru að vetrarlagi, og beljuðu fram straumþungir álarnir aðeins milli höfuðísa. Var þá erf- itt að koma hestunum út í álinn og þó erfiðara að koma þeim upp á næstu skör. í slíkum tilfellum lenti maður bæði við að sækja lækni og ljósmæður í þá tíð. Þá reyndi á þrek og dugnað þessa fólks, bæði ljósmæðra og lækna og þrek góðhestanna, sem valdir voru í þessar ferðir. Það var mikið geng ið, þegar góður og dugmikill lækn- ir var fenginn til að leysa vand- ann, hvort sem það voru slys, sem að höndum bar, eða kona í barns- nauð. Ólafur var þá farsæll og úrráða- góður, því að hann var bæði fljót- ur og gagnráður, þegar mikið lá við. Og það er ótalið, hversu mörg hafa verið mannslífin, sem hann hefur bjargað hér í sýslu, meðan lians naut við. Hann var þar oft með tvö og stundum þrjú manns- lífin í höndum í senn og skilaði öllu heilu í höfn, þótt erfitt væri. Og þegar þessu var lokið á einum bænum, bjó hann sig í skyndi, ef til vill til að. bjarga næsta tilfelli. Þetta var ekkert smáræði að sinna öllu, sem að höndum bar, um þvera og endilanga Rangárvalla- sýslu, utan frá Þjórsá og alla leið að Jökulsá á Sólheimasandi Þetta veit ég, að hann sleit sér út fyrir aldur fram, því að hann var vilja- sterkur og viðkvæmur, til að bjarga því, sem bjargað varð, alla þá tíð, sem hans naut við. Sama var að segja, þegar maður þurfti að dvelja undir læknishendi, þá var ekki hægt að vísa á sjúkra- hús. Það var aðeins ein leið, að komast að Stórólfshvoli og dvelja þar undir læknishjálp, meðan að- gerða þurfti við, stundum daglega og svo vikum skipti, sjálfur lenti ég í slíku í tíð Ólafs, en ég var ekki sá eini, sem fyrir því varð. Og voru þar allar viðgerðir inni- lega góðar, fyrst og fremst frá Ól- afi lækni og svo konu hans, frú Margréti, sem var góð kona á all- an hátt. Og eftir því var allt heim- ilisfólkið samvalið að láta manni líða vel. Af þessu framangreindu gleymi ég aldrei dvöl minni á Stórólfs- hvoli í gamla daga, ef til vill er þetta rótin að því, hversu mér er Hvollinn kær, en það skal tekið fram, að þótt þessar fáu minninga línum snúist um Ólaf heitinn lækni Guðmundsson, finnst mér, er ég lít yfir farinn veg, að við Rangæingar höfum verið vel heppnir með alla okkar héraðs- lækna á umliðnum árum og erum enn þann dag í dag. í fáurn orðum má segja, að það hafi verið valinn maður í hverju rúmi,. hvað lækna- stéttinni viðvíkur í Rangárvalla- sýslu alla tíð. Hafi þeir allir alúð- arþökk fyrir sitt ævistarf. Að síðustu ætla ég að rifja hér upp stutta^ en merka sögu i sam- bandi við Ólaf heitinn lækni, sem sýnir, að hann hugsaði Iengra og dýpra en um líðandi stund. Þórð- alþingismaður var vin- ur Ólafs læknis. Einhverju sinni voru þeir að tala um eilífðarmál- in og hétu þá hvor öðrum, að sá þeirra, sem fyrr færi, léti hinn vita, hvað við tæki handan við dauðans tjald. Svo deyr Ólafur: læknir fyrr og kemur fljótlega til1 Þórðar i draumi, en Ólafur var hagyrðingur, eins og fyrr er á minnzt. Ólafur segir þetta: Hver sá hér í drottni, ef deyr í dýrð hjá guði skartar, heitt að þeim, já, heitt að þeim hlúð er þar af hjarta. Þórður lærði erindið og mundi, þegar hann vaknaði. Festi það á blað og því komst það á gang og er ógleymt enn, og er hér komiðí með línum þessum. Mér finnst þessi lokaorð Ólafs læknis vera: þess verð. að geymast, en ekki gleymast. Að síðustu kveð ég þig, kæri, forni vinur minn, með alúðarþökk fyrir alla ógleymanlega tryggð og vináttu, og margþætta hjálp, naér og mínum til handa. meðan leiðir lágu saman. Eg hygg, að margir Rangæingar. bæði karlar og kon- ur, vilji minnast Ólafs læknis með hlýhug og þökk um þessi tímamót. Þessar fáu og smáu línur mínar eiga að vera sem lítið minning- anna gróandi blað að legstað þín- um við þessi aldahvörf. Og að síðustu til þín þessar ljóð- línur skáldsins: Vér sjáum. hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf. Og lyftir í eilífðar aldingarð því öllu, sem drottinn gaf — . Guðni Gíslason, Krossi. var of mikið fyrir einn mann, enda j ur heitinn EINOKUN Orðið EINOKUN er haria ó- unar í einhverjum héruðum, vinsælt í íslenzku máli Þess eða að í þeirra höndum sé mik veigna er það gjarna notað af ill hluti af útflutningi einhverr þeim, sem vilja koma óvinsæld ar framleiðslu, er það vegna um orðsins yfir á einstaklinga þess, að þeir sem hlut eiga að eða fyrirtæki, sem þeim er í máli hafa kosið sér þeirra for- nöp við. sjá fremur en annarra, eða þá Andstæðingar samvinnufélag fyrir það, að aðrir hafa ekki anna hafa mikla löngun til að séð sér fært og haft áhuga fyr láta einfalda lesendur halda, að ir að stunda þar verzlun og samvinnufélögrji eigi eitthvað útflutning. í engu lýðræðis- skylt við þann verzlunarmáta, landi hefur samvinnufélögun- sem var á íslandi frá 1602 til um verið fengin einokun í verzl 1854. Þetta er fjarstæðukennd un og viðskiptum. vitleysa og þeir, sem svo Nú síðast hefur verið talað skrifa og tala, vita miklu betur. um einokun í sambandi við út Um allan heim hafa sam- flutring oig sölu á afu:*um vinnufélögin barizt gegn ein- hraðfrystihúsanna. Það er al- okun. Þau byggjast á þeim röng tú'kun. Einokun á útflutn grundvelli, að fólkið hafi frelsi ingi sjávarafurða hafa sam- til að mynda sín eigin félög og vinnufélögin ekki haft, frem- velja og hafna um verzlun og ur en á öðrum sviðum verzlun viðskipti. Fjöldi fólks trúir ar og viðskipta. Hitt hafa fram ekki á skipulag samvinnufélag- leiðendur vitað, að það var gott anna í þesum efnum og felur og hagkvæmt að fela þeim for- þeim ekki forsjá um sölu fram sjá þessara mála svo sem leiðslu sinnar eða útvegun lífs margra annarra. nauðsynja. Að-ir hafa komið Það er fyrirfram dæmt til auga á yfirburði þeirra á mörg þess að mistakast, að gera sam um sviðum og hafa þá reynslu vinnufélögin óvinsæl með þvi af að vera í samvinnuféiögum, að bendla þau við hið óvin- að þeir kjósa ekki að skipta. f sæla orð .eihokun. Slíkt verkar þeim tilfellum að • samvinnufé- ekki á vitiborið fólk. lögin hafi mikinn hluta verzl- P.H.J. Iðnskólinn í Reykjavík Meistaraskóli fyrir h mmmiii og múrara mun taka til starfa viS Iðnskólann í Reykjavík hinn 20. janúar n. k. ef nægiieg þátttaka fæst. Kenn verður mestmegnis að degi til um 40 stund- ir á viku, að þesu sinni í 12 vikur og n. k. haust væntanlega í 10 vikur. Innritun fer fram í skrifstofu skólans tU 19. þ. m. á venjulegum skrifstofutíma. Skólagjald fyrir allt skólatímabilið er kr. 1000.00. Skólastjóri. Enska Patons ullargarnið fræga fyrirliggj- andi í 5 grófleikum og fjölda lita. Stakar drengjabuxur. Stakir drengjajakkar. Drengjaföt með verði sem var áður en viðreisn hófst. Æðardúnssængur Æðardúnn — Hálfdúnn Enskt dúnhelt léreft. Vesturgötu 12. Sími 13570. Tilkynning frá Bygginaasamvinnufélagi Kópavogs. Til sölu er á vegum félags- ms hús við Álfhólsveg í Kónavogi. beir félagsmenn. er vilja ootfæra sér forkaupsrétt iinn. snúi sér til Grétars Eiríkssonar. Álfhðlsvee 6A. Sími 19912, fyrir 19. jan. 1962. P. h. B S. K. Grétar Eiríksson. T i M I N N, fimmtudaginn 18. janúar 1962. 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.