Tíminn - 25.01.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.01.1962, Blaðsíða 3
 ...............:.... : : . : í - - - • •: ífímíiíM x-xxx.xxv; j, • 'í P' W-i lf' ■ j ■* *"* ' C* | | ■ r. . WennertGren vísindamiðstöðln var opnuð hátíðlega 18. janúar í Stokk VlSinaamiOStOO I StOKKnOlmÍ hólmi. Gústav Adolf Svíakonungur opna^i^rtljð^töðlna og minntist gef- andans, dr. Axel Wenner-Gren, sem er nýlátinn. Wenner-Gren var stórauðugur iðjuhöldur, sem hefur látið geysilegar upphæðir af hendi rakna til vísindastarfsemí,en þessi vísindamiðstöð er stærsta gjöf hans. — Á mynd- inní sézt ekkja Wenner-Grens, Marguerite Wenner-Gren, heflsa konungi og drottningu Svía á opnunarhátíðinni. (Ljósm. Politiken). EKKI SAMMÁLA UM AÐ CERÐIR GEGN CASTRO NTB — Lagos, 24. janúar. Ekki hefur enn náðst sam- komulag meðal Afríkuríkj- anna um, hvort útlagastjórn Serkja í Alsír eigi að fá að sitja ráðstefnu Afríkuríkjanna sem hefst á morgun í Lagos, en likur benda til þess, að þeir fái ekki sæti þar. Utanríkisráðherrar Afríkuríkj- anna, sem að ráðstefnunni standa, hafa undanfarna daga verið að semja dagskrárliði ráðstefnunnar. Þeir hafa deilt ákaft um, hvort út- lagastjórn Serkja eigi að sitja fund inn. Á endanum samþykktu þeir að mæla með meðalvegstillögu frá iit anrikisráðherra Senegal, þar sem gert er ráð fyrir, að fulltiúar út- lagastjórnarinnar verði ekki á þess ari ráðstefnu, en í staðinn fái út- lagastjórnin og þau Afríkuríki sem ekki hafa viljað sækja þessa ráð- stefnu, að semja dagskrá fyrir næstu Afríkuráðstefnu, sem verð- ur haldin í Túnis í vor. Verður þessi meðalvegstillaga lögð fyrir forsætisráðherra þeirra Afríku- ríkja, sem ráðstefnuna sækja. Lífil þátttaka Alls var 28 Afríkuríkjum boðið að taka þátt í ráðstefnunni í Lag- os, en allar horfur eru nú á því, Nýr Sþ- fulltrúi í Kongó NTB — New York, 24. janúar: U Thant, framkvæmda stjóri Sameinuðu þjóð- anna, ætlar að skipa Ghana-búann Robert Gardiner sem aðalfull- trúa samtakanna í Kongó í stað Svíans Sture Linn- er, sem hefur beðið um lausn frá störfurri, að því er talið er. Sem yfirmaður aðgerða Sþ í Kongó verður Robert Gard iner sjálfkrafa einn af að- stoðarframkvæmdastjórum samtakanna. NTB — Punta del Este, 24. janúar. Utanríkisráðherrafundur Ameríkuríkjanna hófst í morg un í Punta del Esta, með ræðu, sem Caicedo, utanríkisráð- herra Kólómbíu flutti, þar sem hann skoraði á öll Ameríku- ríki, að slíta stjórnmálasam- jbandi við Kúbu. Mál fundarins er Kúba og hætt am, sem kann að stafa frá henni. | Skiptast þjóðirnar mjög um, hvort eigi að beita Kúbu refsiaðgerð- um vegna hinnar kommúnistísku stjórnar Fidel Castro eða ekki. (Framhald á 15. sfðui Samt hægt NTB — Strassbourg, 24. janúar. Forseti þingmannaráðs Efna- hagsbandalags Evrópu, Hans Furle, sagði í dag, að það ætti að vera unnt fyrir Svíþjóð, Sviss og Austurríki að gerast óbeinir með- limir í bandalaginu. Hann sagði, að það yrðu gerðir sérstakir samning- ar við þau Evrópuríki, sem eru ut- an bandalagsins, ef þau æsktu ekki beinnar upptöku. að í mesta lagi 19 þeirra taki boð- inu. Egyptaland mun ekki taka þátt, ef útlagastjórn Serkja í Alsír fær ekki aðgöngu, og sama er að segja um Súdan. Marokko mun hins vegar ekki taka þátt í ráð- stefnunni undir neinum kringum- stæðum. Allir forsætisráðherrar ríkjanna, sem taka þátt í ráðstefnunni, verða viðstaddir hana. 17 mál eru á dag- skrá, en fyrst verða forsætisráð- herrarnir að taka afstöðu til tillög- unnar um útlagastjórnina. I Sfalins nafnið máð úf NTB — Moskva, 24. janúar. Fjöldi manns var í biðröð á Rauða torginu í Moskvu í morgun á venjulegum \ opn- unartíma grafhýsis Lenins og beið eftir að opnað yrði. Fólkinu var vísað frá án nán ari skýringa. Búið var að reisa mikla trégirðingu um- íiverfis grafhýsið og hina nýju gröf Stalíns við hliðina. Svo virtist sem flokkur rerkamanna væri í þann veg- inn að hefja miklar viðgerð- ir á grafhýsinu. Almennt er það talið standa í sambandi við, að enn hefúr nafn Stal- íns ekki verið fjarlægt af grafhýsinu, þar sem hann lá við hlið Lenins áður en hon- um var úthýst. Þegar Stalin var fluttur út, var látið nægja að klístra yfir nafn hans, en það var farið að sjást í gegn, svo að nú á sennilega að taka það alveg í burtu. ,Birtið ekki neitt frá OASá NTB — París, 24. janúar. Franska stjórnin stórjók í dag ráðstafanir sínar til þess að hafa hemil á aðgerðum leynihreyfingarinnar OAS í Al sír og Parísarborg.í dag var öll um útgefendum bannað að birta neinar tilkynnnigar eða annað frá OAS. Jafnframt voru framkvæmdar víðtækar varúðarráðstafanir í Algeirs- borg. Landgöngusveitir franska hersins settu þar upp götuvigi í miðbænum og voru við öllu búnar. Viðbúnaður frönsku stjórnar- innar var sérstaklega mikill í dag vegna þess að nú er ársafmæli hinnar misheppnuðu götuvígjaupp reisnar hægri sinna í Alsír, og var OAS búið að biðja Frakka í Alsír að minnast dagsins með verk föllum og mótmælagöngum. Landgöngusveitir í miðbænum Frönsku landgönguliðssveitirn- ar bjuggu um sig á stóru svæði í miðhluta Algeirsborgar og settu upp gaddavírsgirðingar u.m allt lil þess að hindra mótmælagöng- ur OAS-manna Ekki kom til neinna átnka 'urr. dáginn. Franska stjórniu lýsti því yfir í dag, að hvert það dagblað, sem birti tilkynningar, stefnuyfirlýs- ingar eða greinargerðir frá OAS, yrði umsvifalaust gert upptækt og ritstjórarnir ákærðir fyrir hjálp við moldvörpustarfsemi. Stjórnmálaskrifstofa OAS tekin Franski herinn fann í dag aðal stjórnmálabækistöðvar OAS í ná- grenni Algeirsborgar og þar á meðal stórt skjalasafn hréyfingar mnar. Bækistöðvarnar fundust í sveitasetri í útborginni Elv Biar. Það er fyrrverandi ofurstinn Georgs Gardes, sem stjórnaði þess ari skrifstofu, en hann fer huldu höfði vegna dóms, sem hann fékk eftir uppreisnartilraunina í fyrra. Enginn maður var handtekinn, þegar skrifstofan fannst, en birgð ir af vopnum og skotfærum fund ust. Lögreglustjóri Parísarborgar sagði blaðamönnum í dag, að lög- regla borgarinnar mundi stórauka baráttuna gegn OAS-hreyfingunni. Hann sagðist bera fyllsta traust til yfirmanna lögregluliðsins i þeim efnum. f dag sprengdu OAS-menn marg ar plastsprengjur í Parísarborg, þar á meðal við heimili þriggja ritstjóra, sem hafa verið andvigir hreyfingunni. TÍMINN, fimmtudaginn 25. janúar 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.