Tíminn - 25.01.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.01.1962, Blaðsíða 4
Gunnar Leistikov skrifar frá New York ★ ★ Síðustu daga hafa Chrys lerverksmiðjurnax kynnt nýja árgerð bíla, sem fyrir tækið væntir mikils af og vera má að valdi byltingu .1 öllum bílaiðnaði: þrýsti- loftsbílinn. Ef til vill væri réttara ag kalla þennan nýja bíl hverfilsbíl en þrýstiloftsbíl. Gagnstætt því, sem gildir um þotur, er það ekki út- streymi brennsluefnanna frá vélinni, sem knýr þrýstiloftsbílinn áfram,s heldur eru brennsluefnin þar notuð til að snúa hverfli, sem knýr svo aftur öxulinn. Þessi nýja þrýstiloftsbíla vél Chryslerverksmiðjanna CH2A (sjá uppdrátt), hef- ur verið kölluð „fellibylja dósin“, og er það ekki frá- leit nafngift. Loftþjappari sogar loft inn í gegnum brennslurúm, þar sem loft ið blandast og hitnar af brennandi brennsluefni. Eftir brennsluna þrýstast svo brennsluefnin fyrst, í gegnum hverfil, sem knýr þjapparann, og strax á eft ir gegnum annan hverfil, sem knýr öxulinn. Við að fara gegnum hverflana verður þrýstingur saman- þjappaða loftsins hinn sami og andrúmsloftið, en hitastigið, sem náðst hef- ur og er um 930 gráður C (1700 gráður F), helzt. Hit inn er svo notaður til að hita upp loftið, sem þjapp arinn hefur þjanpað sam- an, áður en það fer inn í brennslurúmig með hjálp sérstaks endurnýjunarafls, sem Chryslerverksmiðjurn ar létu smíða og komið er fyrir utan á loftleiðslunni. Þessi upphitun saman- þjappaða loftsins veldur því, að brennsluefniseyðsl an minnkar töluvert jafn framt því, að útblásturs- hitastigið verður allmiklu minna en frá strokkavél- inni. Það er endurnýjunar- rafallinn, sem gerir hverfl ana nothæfa í bilavélar. LOW TEMPERATURE, LOW PRESSURE EXHAUST J~ GASES .1 I L REGENERATOR ★ LOW PRESSURE HOT GASES HIGH PRESSURE AIR AIR fr HIGH PRESSURE HOT AIR BURNER % SPARK PLUG * (FOR STARTING ONLY ) high temperature, HIGH PRESSURE GASES lst STAGE TURBINE ( DRlVES COMPRESSOR) COMPRESSOR 2nd STAGE TURBINE IORIvES CARI SCHEMATIC DIAGRAM OF CHRYSLER CORPORATION GAS TURBINE Þessi mynd sýnir einfalda teikningu af vél þrýstiloftsbílsins — hverfivélinni, sem kemur í stað strokkvélarinnar. Talið er, að gashverfillinn, sem Chrysler hefur framleitt muni valda gerbyltingu í bílaiðnaðinum, ef framleiðslan tekst eins og vonir standa til. Myndin sýnir leið loftsins, sem gasið þjappar saman og hitar, og þótt skýringarorð séu á ensku, er vélin svo einföld, að myndin skýrir sig að mestu sjálf. An hans yrði hverfilsvél allt of dýr í rekstri, því að þá mundi langmestur hluti brennsluefnisins fara til þess að hita upp saman- þjappaða loftið án þess að koma að öðrum notum. Brennsluefnið yrði þá allt of dýrt. Chryslerverksmiðj urnar hafa nú lagt margar millj ónir í CH2A og vænta sér góðs af. Ef það rætist, er það vegna þess, að hverfil vélin hefur ýmsa ómetan- lega kosti fram yfir strokkavélma, einkum þó þessa: í fyrsta lagl er hún miklu einfaldari að allri gerð, og í henni eru 80% færri hreyfanlegir hlutir. Það er miklu auðveldara að halda henni við og hún er töluvert endingarbetri. Hún er loftkæld og þarf því hvorki á hana vatn né kælivökva. Auk þess er enginn blöndungur í vél- inni. Rafmagnsútbúnaður vél arinnar er miklu minni og einfaldari en strokkavélar innar. í hverfilvélina þarf ekki nema eitt kerti (til ag setja í gang) og engar kveikjur. Ekki er endilega nauðsynlegt að nota ben- zín. Eiginlega má segja, að hægt sé að aka bílnum með tilstyrk hvaða brennsluefnis, sem vera skal, hráolíu, steinolíu, já meira að segja ilmvatns eða koníaks, ef einhver vill það heldur. Hverfilvélin er bæði minni og léttari. Hún veg ur um 225 kíló, eða helm- ing þess, sem venjuleg V-8 vél vegur. Meg 140 ha vél er kraftur hennar álíka mikill og 200 ha strokkavél ar. Þrýstiloftsbíllinn Það er auðvelt að setja hverfilvél í gang í frosti án þess að hita hana upp. Það þarf aldrei að smyrja hana. Útblástursloftið inni heldur enga kolsýru né önnur efni, sem eitra eða óhreinka loftið. Auk Chryslerverksmiðj- anna hafa bæði Ford og GM gert tilraunir með þrýstiloftsvélar í bíla, eink um flutningabíla, en hafa ekki náð eins langt og Chrysler og að því er sagt er, stafar það af því, að þeir hafa ekki getað leyst það vandamál, sem Chrys- ler sigraðist á með endur- nýjunarrafalnum. í Wall Street er talið. að með hin um stóru fjár'veitingum i CH2A hafi Chrysler ætlað sér að komast aftur fram úr Fordverksmiðjunum og General Motors og að á við tökum almennings geti olt ið örlög fyrirtækisins. Chryslerverksmiðjurnar hyggjast taka upp fjölda- framleiðslu þrýstiloftsbíla 1963. í fyrstu verða þrýsti loftsbílarnir naumast ódýr ari en hinir gömlu, en fram leiðendurnir vona, að kaup endur taki þá fram yfir eldri bílategundir vegna téðra kosta. TÍMINN, fimmtudaginn 25. janúar 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.