Tíminn - 25.02.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.02.1962, Blaðsíða 2
ÞÚSUNDUM GYDINGA Ð FÍFLDIRFSKU OG FREKJU Hvers vegna hvarf Raoul Wallenberg, er hann dauSur — og hvernig dó hann? Þess- ar spurningar eru enn þá óleystar í hinni mestu gátu stríðsins og á árunum eftir stríð. Sagan um Raoul Wall- enberg er frásögn af stór- brotnum manni, sem á svo ó- eigingjarnan hátt tók þátt í baráttunni gegnum hinum óvægnu ofsækjendum Gyð- inga í Ungverjalandi, bjarg- aði mörg hundruð þúsundum mannslífa og svo á síðustu dögum stríðsins, þegar Rúss- arnir höfðu frelsað höfuð- borg Ungverjalands, hvarf \ sporlaust í heimsókn til f hinna rússnesku aðalstöðva. Wallenberg er aðeins einstakl- ingur — örlög hans eru aðeins örlög eins einasta manns í hin- uim isg'óðandi imálmkatli síðari heimsstyrj aldarinnar. Samt sem áður mun hann um alla eilífð vera mörgum tákn rússneskrar rujddamennsku og rúasneskrar fyrirlitningar á öillum einstakl- ingum, hugsunum þeirra og sið- ferðilegum rétti. 17. janúar 1945 Steig Wall- enherg inn í rússneska einka- bifreið á vegum hersinS, og áð- ur en hann kvadidi sænska sendi herrann í Búdapest, sagði' hann: — Þeir hafa haft stöðuga gát á mér síðan 13. janúar, og nú á ég að fara til Debrecen til þess að hitta Malinovsky hers- höfðingja. Eg er ekki alveg viss um, hvort ég ferðast sem gest- ur eða fangi! Þetta er það síðasta sem Sví- ar vita um Wallenberg. Hann kom aldrei til baka, og í 12 ár brutu menn stöðugt heilann um örlög hans. En dag einn árið 1957 tilkynnti utanrikisráðu- neyti Sovétríkjanna sænskum yfirvöldum, að Wallenberg hefði dáið sumarið 1947 í Ljubljanka- fangelsinu í Moskvu. Samkvæmt uþplýsingum' Rússa átti Wallen- berg að hafa dáið úr hjartaslagi, og hafði lík hans verið brennt, án þess að krufning færi fram. Fram á þennan d.ag hafa sænsku yfirvöldin aldrei viljað fullkomlega sætta sig við þessa yfirlýsingu bg hafa stöðugt kraf izt frekari skýringa, en Rússar hafa hliðrað sér hjá því. Svíar hafa t. d. aldrei fengið vitneskju um það, hjvers vegna Rússar námu Wallenberg á brott. Á þeim 12 árum, sem liðu frá hvarfi Wallenbergs og þar til Rússar tiilkynntu dauða hans, barst stöðugur straumux tilkynn inga til Sænskra yfirvalda frá austurrískum og ítölskum stríðs föngum, sem annaðhvort höfðu heyrt eitthvað um hann eða ver ið í beinu samibandi við hann í hinu illræmda NKVD-fangelsi í Moskvu. Samtímis héldu Rússar fast við þá staðhæfingu, að rúss- neska utanrikisráðuneytinu væri algjörlega ókunnugt um Wall- enberg-málið. En jafnvel eftir þéssa yfirlýs- ingu Rússa um örlög Wallen- berg, hafa komið fram ný vitni í málinu, m. a. síðast í fyrra, þegar frásögn barst um það, að hann hefði dáið árið 1950 í fangabúðum í Arkangelsk. Það var sænskur maður, sem full- yrti, að hann hefði hitt Wallen- berg í eigin persónu í þessum fangabúðum og jafnvel verið til staðar, þegar hann dó. Wallen- berg átti að hafa sagt honum, að hann væri dæmdur til tutt- ugu ára þrælkunarvinnu. Með- limur í þýzka sendiráðinu í Moskvu hefur fullyrt, að hann hafi haft samband við Wallen- berg vegna fjármála hans, þeg- ar hann var í Ljublanka-fangels inu árið 1948. En dó Wallenberg árið 1947, eins og Rússar fullyrða, eða dó hann ekki fyrr en árið 1950? Menn vita það ekki — og marg- spyrja enn þann dag í dag: — Er hann yfinleitt nokkuð dauð- ur? Fyrir Wallenberg hófst sá hluti lífs hans, sem leiddi til Þau hafa ástæðu til að vera ánægð á svipinn, mæðginin á myndinni hér að ofan, því að heimilisfaðirinn er væntanlegur heim til Svíþjóðar í iok þersa mánaðar. — Nafn frúarinnar er Ingrld L.awson, og hún er eiglnkona ma|or Dlck Lawson, sem fór aieinn og óvopnaður til Kongolo í Katanga til að flyt|a þaðan nokkra trúboða. hvarfs hans, í lok stríðsins. Hann tilheyrði hinni þekktu, sænsfcu Wallenberg-fjöfskyldu og óx upp öem heimsborgari og „wonderboy“, sem átti auðvelt með allt, sem hann tók sér fyr- ir hendur, og allt lék í höndun- um á honum. Hann átti mjög auðvelt með að læra tungumál og talaði jöfnum höndum rúss- nesku, frönsku, spönsku, þýzku ensku og ítölsku. Á stríðsárunum stofnaði hann mið-evrópskt verzlunarfélag með ungverskum verzlunarmanni og komst þá í margvísleg sambönd við Ungverja. Árið 1944 snéru Sænskir stjórnmálamenn sér til hans og báðu hann að fara til Ungverjalands til aðstoðar við sænska sendiherrann þar. Hann fétok sænskt diplomataskírteini, og hlutverk hans var að hjálpa Gyðingunu|n, sem voru hund- eltir af Þjóðverjum. Fjármagn til þess starfs kom frá amer- ísku flóttamannanefndinni. Þegar Wallenberg kom til Búdapest í júlí 1944, höfðu ver ið sendir 500.000 Gyðingar frá Ungverjalandi til gasklefanna og fangabúðanna í Þýzkalandi. Hinn nýi sænski sendiráðsritari hafði þegar sýnt, að hann var harður og duglegur verzlunar- maður og skipulagningamaður. Nú kom einnig í Ijós, að hann var hetja — allan þann tíma, sem Wallenberg starfaði í Ung verjalandi, kom hann fram eins og hetja, og það var ástæðan til þess, að 180.000 Gyðingar í Búdapest og 70.000 annars stað ar í landinu, voru enn á I'ífi, þeg ar stríðinu lauto. Þegar hann kom til Búdapest hafði sendiráðinu varla tekizt að forða meira en þúsund manns frá dauða. Wallenberg fékk því ráðið, að heilum bæjarhluta í Búdapest var breytt í Gyðinga- hverfi og íbúum þess voru út- hlutuð sænsk skilríki með stimpl um og skjaldanmerkjum, svo að hinir yfirvaldstrúuðu Þjóðverjar depluðu augunum og fengu ekk ert að gert. Hann útvegaði veiku og illa höldnu fólki mat og lyf og dei'löi út bráðabirgðavega- bréfum á báðar hendur. Það munaði etoki mifclu, að þriðji hluti Búdapest væri orðinn „sænskur", þegar starf hans náði hámarki. Nazistarnir höt- uðu bæði og óttuðust þennan áhugasama og hörtouduglega Svía, sem skammaði þá eins og hunda, ef honum sýndist svo. En þeir voru einnig vissir um, að starf Wallenbergs nyti allr- ar blessunar Svía — og árið 1944 vildi Þýzkaland ekki fyrir nokkra muni eiga í útistöðum við Svíþjóð. Wallenberg var meðhöndlaður eins og úldið egg, og hann hafði vit á því að notfæra sér aðstöðu sína. Að- eins einu sinni varð Wallenberg að beygja sig fyrir sínum hættu- legasta mótstöðumanni, sérfræð ingi þýzka sendiráðsins í Gyð- ingavandamálunum, dr. Grell Læknir að nafni Kendes var tekinn höndum og vegabréf hans gert upptækt — það var sænskt, og Wallenberg fullyrti, að það væri ósvitoið, en fölsun- in reyndist svo augljós, að Wall enberg neyddist til að viður- kenna það. Dr Kendes varð að fara í fangabúðir. Eu í staðinn bjargaði Wallenberger tíu þús- undum Gyðinga með hjálp gif- urlegs fjármagns og takmarka- lausri frekju og ósvífni og fífl- dirfsku. Nokkrum sinnum var reynt að myrða hann, en það tókst aldrei, og þegar bifreið hans var gerð upptæk, fékk Wallenberg sér hjól og ók alls ósmeykur á því um allar götur. Þegar hann rakst á Gyðing, lét hann hann þegar í stað hafa bráðabirgðavegabréf með stimpl um sænska sendiráðsins, og Þjóð verjarnir urðn að láta þá í friði. (Framhald á 11. síðu). Borgarnes tsl fyrirmynd ar en fuiifrúar SjáSf- sfæiísfS. ekki? Samkvæmt frásögn Morgun- blaðsins hefur Samband ungra Sjálfstæðismanna ákveðið að halda námskeið um sveitar- stjómarmál fyrir ungt fólk í flokki sínum í Borgamesi um næstu helgi. Það hefur vakið athygli í þessu sambandi, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli velja Borgarnes, sem sýnishorn, þegar flokkurinn vill sýna ungu fólki í flokknum fyrir- mynd um góða sveitarsijórn. Hitt vekur einnig athygli, að enginn fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins I hreppsnefnd Borgar ness skuli vera að dómi stjóm- ar SUS hæfur ti Ileiðbeininga á þessari ráðktefnu. — Sveitar- stjóri í Borgarnesi er Halldór E. Sigurðsson, alþm. Ekki gpeitf útsvar i ferÍM ár Jón Árnason, oddviti Sjálf- stæðismanna á Akranesi og þingmaður Vesturiands, hefur ekki greitt útsvör til bæjar- sjóðs Akraness í 3 ár. Fyrir- tæki Jóns hafa engin útsvör verið látin greiða eftir að Sjálf stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn tóku höndum saman um stjóm bæjárins. Á bæjar- stjórnarfundi aðfaranótt föstu- dags, felldi Akraness-meirihlut- inn tillögu um það, að inn- heimtan á útsvörum skyldi ná jafnt yfir alla gjaldendur í bæn um. — Þegar Hálfdán Sveins- son varð bæjarstjóri, Iét hann aflýsa lögtaksgerð í fyrirtæki Jóns Ámasonar, án þess að nokkur greiðsla væri innt af höndum. — Það er ekki að furða þott menn, sem þannig notfæra sér völdin, telji ekki eftir sér að beita hvaða bola- brögðum sem er til að ýta and- stæðingum til hliðar. Þama helgar tilgangurinn meðalið. Fréffamaf Mbl. hefur orðið illa við á- bendingar Tímans um það, að það er eklti fyrr en nú, eftir nokkurra missera viðreisnarþró un, að það er talið fréttnæmt, að menn standi í skilum með afborganir á skuldum , sínum. Það hefur til þessa ekki þótt stórfréttir í útvarp 0g blöð, t'j þegar greiddir eru víxlar. _____ | Meiri fréttir eru, þegar maður, & sem á svo miklar eignir, að hann í almannarómi gcngur undir „afninu „hinn ríki“ grcið ir ekki skuldir sínar, en Iætur þær falla á ríkissjóð, sem innir greiðsluna af hendi, en gerir ekkert til að ganga eftir greiðsl unni. Það þykir einnig frétt- næmt, þegar Jón Árnason á Akranesi boi'gar ekki útsvör fyrirtækja sinna í þrjú ár sam- fleytt og bæjarstjórnin á Akra- nesi gerir ekkert til þess að ganga á eftir greiðslunni, bæj- arstjórin beinlínis stöðvar lög- taksgerð. — Þegar að því kem- ur. að Jón Árnason greiðir út- svör sín, kann það að íeljast frétt, þar sem svona er í pott- inn búið, en alls ekki hefði hann greítt skuld sína á gjald daga. — Þetta eru svona smá- ábendingar til Mbl. í sambandi við frétíaflutning, því að blað- ið telur það stórfréttir, þegar greitt er af erlendum lánum á gjalddögum og telur það sönn un um hina hagstæðú „viðreisn arþróun" — Annars hlýtui Gunnár Thoroddsen að vera farinn að velta því fyrir sér, að _ (Framhald á 11. siðu) T IM I N N , sunnudaginn 25. febrúar 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.