Tíminn - 25.02.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.02.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, IndTiði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur i Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305 Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusimi 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f — Áskriftargjald kr 55 á mán, innan lands. í lausasölu kr. 3 eint Varanleg gatnagerð Meðal þeirra tillagna til þingsályktunar, sem stjórnar- liðið lét daga uppi á þingi í fyrra, var tillaga þeirra Daní- els Ágústínussonar, Jóns Skaptasonar og Ingvars Gísla- sonar um varanlega gatnagerð í kaupstöðum og kauptún- um. Aðalefni þessarar tillögu var að fela Alþingi eftir- greind verkefni: 1. Að láta fara fram rannsókn sérfróðra manna á því, úr hvaða efni sé heppilegast að gera varanlegar götur í kaupstöðum og kauptúnum. 2. Að undirbúa löggjöf — að þeirri rannsókn lokinni — um fjárhagslegan stuðning ríkissjóðs við varanlega gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum landsins. í greinargerð tillögunnar sagði m. a. á þessa leið: „Það er alltof dýrt, að einstök bæjarfélög séu stöðugt að gera tilraunir í þessum málum. Álitsgerð hinna fær- ustu kunnáttumanna ætti hér að geta leitt sannleikann í ljós, svo að ekki þurfi að styðjast við ágizkanir. Verulegt átak í varanlegri gatnagerð kaupstaða og kauptúna kostar mikið fé. Það er því nauðsynlegt, að stuðningur ríkissjóðs komi hér til. Útvegun lánsfjár leysir þennan vanda ekki. Vextir eru háir og greiðslugetu bæj- arfélaganna takmörk sett, enda þarfirnar margvíslegar. Útvegun lána með háum vöxtum — svo að ekki sé rætt um gengisáhættu — gæti orðið bæjarfélögunum bjarnar- greiði, þar sem hér er um óarðbærar framkvæmdir að ræða í venjulegri merkingu þess orðs. Stórlán til varan- legrar gatnagerðar fást tæplega nema með ríkisábyrgð Kinar ábyrgari sveitarstjórnir mundu fara varlega í fram- kvæmdir, ef greiða þyrfti háa vexti af öllum stofnkostn- aðinum. Þær óábyrgari mundu hugsa sér að velta byrðun- um á ríkissjóð, ef svo bæri undir, og sjá þá væntanlega flestir, í hvert óefni er komið. Lánaleiðin hefur því aug- ljósa ágalla. Hér þarf að gera skynsamlega fjárhagsáætlun um varanlega gatnagerð, sem miði m. a. að þessu: Notuð sé sú aðferð, sem ódýrust er, en þó fulikomlega örugg, svo að sem lengstar götur fáist byggðar upp fyrir sem minnst fé. Ríkissjóður veiti hæfilegt framlag. Bæjarfélögin leggi strax fram ákveðinn hundraðshluta, og einhver hluti feng- ist í innlendu láni með hóflegum vöxtum. Með þessari eða svipaðri tilhögun væri varanleg gatnagerð bæjar- og sveitarfélaga byggð á traustum fjárhagsgrundvelli, sem flestum þeirra ætti ekki að vera um megn, ef tæknileg þjónusta og sameiginleg forusta kæmi frá einhverjum aðila. Þar sem hér er um að ræða merkilegt framfaramál kaupstaða og kauptúna í landinu er nauðsynlegt að lagður verði sá fjárhgsgrundvöllur, sem tryggi örugga fram- kvæmd, en málið sé ekki byggt á blekkingum, er komi sveitarfélögunum í óviðráðanlegt skuldafen. Gatnagerðin er sameiginlegt vandamál allra kaupstaða og kauptúna í landinu. Óvíða hafa gerið gerðar götur úr varanlegu efni, sem nokkru nemur, og setur það svipmót sitt á marga kaupstaði og kauptún. Víðast hvar verður að notast við hinar frumstæðu malargötur. með misjafnlega slæmum ofaníburði. Þetta veldur þvi. að farartækin slitna fvrr en ella og viðhald þeirra verður óeðlilega dýrt Jafn- framt er varanleg gatnagerð mjög mikilvægt hreinlætis- og menningarmál fyrir bæina og hvetur íbúana til snyrti- legrar umgengni á lóðum og húsum.“ Með tillögu þeirra Daníels, Jóns og Ingvars var vissu lega hreyft miklu framfaramáli. Það er i góðu samræmi við stjórnarstefnuna að meiri hluti Alþingi daufheyrðist við því. Waltér Lippmann ritár um alþjóðamál:1 Tekst að leysa fjárhagsvand- ræði Sameinuðu þjóðanna? ÞINGIÐ er að velta fyTir sér beiðni farsetans um heimild til að kaupa helminginn af þeim 200 milljónum dollara skulda- bréfum, sem Sameinuðu þjóð- imar ætla að gefa út. Það væri því ekki úr vegi að velta fyrir sér, hvað sé eiginlega um að ræða. Ekki er um að ræða lífsmögu leika Sameinuðu þjóðanna. Það væru villandi ýkjur að segja slfkt. Spurningin er aðeins sú, hvort Sameinuðu þjóðimar eigi að halda áfram að gæta friðar- ins með valdi, eins og þær hafa gert síðan 1956 á landamærum fsraels og Egyptalands og síð an 1960 í Kongó. Skuldin, sem greiða á með skuldabréfunum, á ekkert skylt við hina venjulegu starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Hún staf ar eingöngu af mjög svo um- deildri friðargæzlu á þessum tveimur stöðum. INNHEIMTA reglulegra fram- laga samkvæmt fjárhagsáætlun inni er svo að segja alveg eins og hún á að vera. Árin 1956 til 1959 að báðum meðtöldum. var innheimtan alveg alger. Árið 1960 gekk mesti fjöldi nýrra þjóða í samtökin og þó var búið að innheimta 94.6% af framlögum þess í árslok 1961. Þjóðir, sem skulda, missa ekki atkvæðisrétt sinn fyrr en skuldin nemur jafnmiklu og samanlögð tillög fyrjr síðustu tvö ár Þegar er búið að tnn- heimta 86% af árgjöldunum 1961. Kína skuldar nákvæm- lega helming þess, sem á vant ar, en hitt mestallt skulda hin minni Suður-Ameríkuríki. Allt virðist þetta sanna, að hin venjuleg'a starfsemi Sam- einuðu þjóðanna stendur á fjárhagslega traustum grunni og nýtur fulls stuðnings allra meðlimaríkjanna, bæði vest- rænna, austrænna og óháðra. Hin margnefnda skuld Sam_ einuðu þjóðanna stafar ein- vörðungu frá tveimur sérstök- um framkvæmdum. Við aðra framkvæmdina starfa 5000 her menn undir stjórn Sameinuðu þjððanna. Hermennirnir eru frá sjö löndum og er ekkert þeirra stórveldi. Þessar her- sveitir gæta friðarins á um 220 kflómetra löngum landa- mærum fsraelsríkis, Þessi gæzla kostar um 20 milljóniT dollara á ári. Hin framkvæmdiri, sem U THANT valdið hefur söfnuji skuld- anna, er aðgerðir Sameinuðu þjóðanna í Kongó. Þær hafa kostað að meðaltali um 10 milljónir dollara á mánuði síð an í júlí 1860. í sl. janúar höfðu 21 þjóð lagt fram mann afla til aðgerðanna, alls um 16 þúsundir manna. Enginn þess ara hermanna kom frá svo- nefndum stórveldum. Sovét- ríkin, Bandaríkin, Brezka sam veldið eða Frakkland, eiga enga hermenn starfandi í Kongó. SKULDIN stafar ekki af þeirri staðreynd, að þessar tvær að- gerðir séu ákaflega dýrar. Vegna aðgerðanna er lagt sér- stakt gjald á meðlimaþjóðir samtakanna, og margar þjóðir hafa neitað að greiða gjald sitt. Ástæðan er ýmist sú, að þær eru á móti aðgerðunum í heild, eða þá, hvernig þær eru fram- kvæmdar. Kostnaðurinn við friðargæzluna er ekki með i fjárhagsáætlun samtakanna og þær þjóðir, sem ekki greiða til- skilið gjald sitt, eiga því ekki á hættu að missa atkvæðisrétt sinn i samtökunum. Sovétríkin og fylgiríki þeirra og flest Arabaríkin hafa neitað að greiða framlög vegna þess- ara aðgeTða bæði í Palestínu og Kongó. Auk þessa eru svo fáein fleiri ríki, sem ekki hafa greitt, og verður að ætla, að það stafi af fjárhagsörðugleik- um. Meginhluti skuldarinnar stafar af því, að mjög margar þjóðir eru óánægðar með þess- ar aðgerðir Sameinuðu þjóð- anna og vilja láta hætta þeim og telja sig hafa til þess sínar eigin ástæður. , Vér höfum ávallt verið fylgj- andi aðgerðum Sameinuðu þjóð anna, bæði í hinum nálægari Austurlöndum og í Kongó. Og vér höfum greitt um 40—50% af kostnaðinum. Þetta getur ekki haldið svona áfram og á ekki að gera það. Það er ekki fyrir þá sök, að vér höfum ekki efni á að sjá á bak þessum smá munum, heldur Iíins vegna, að Sameinuðu þjóðirnar eiga ekki að verða skuldbundnar neinu einu stórveldi. Meginkosturinn við skuldabréfaútgáfuna er ein mitt sá, að hún opnar leið út úr þessuim vanda. Eitt mikilvægasta atriðið við skuldabréfafyrirkomulagið er einmitt það, að gert er ráð fyr- ir, að vextir og afborganir verði greitt samkvæmt hinni venju- legu fjárhagsáætlun samtak- anna, svo fremi að Alþjóðadóm- stóllinn fallist á fyrirætlunina, en við því mun almennt búizt. Hlutur vor aí friðarverndar- kostnaðinum lækkar þá til sam- ræmis við hmn venjulega hlut vorn samkvæmt fjárhagsáætlun Sameinuðu þjóðanna, eða nið- ur í 32%. Refsingin fyrir að neita að greiða vexti og afborg- anir yrði þá missir atkvæðis- réttar á allsherjarþinginu. EKKI SKAL fullyrt, að hvert smáatriði skuldabréfakaupaá- ætlunarinnar, eins og hún ligg- ur fyrir þinginu, sé í fyllsta máta eins* og það ætti að vera. Ljóst er þó, að þessi skulda- bréfaáætlun, sem frá oss er runnin, er Sameinuðu þjðun- um mjög hentug, og hún er einnig hentug fyrir Bandaríkin. Hún forðar Sameinuðu þjóðun- um frá því, að þurfa að hætta við hinar sérstöku aðgerðir sín- ar, en þær eiga óneitanlega mjög mikinn þátt í að halda uppi friði, bæði í hinum nálæg- ari Austurlöndum og í Afríku. Þá bindur skuldabréfaáætlun in enda á það, að Sameinuðu þjóðimar séu stórlega háðar Bandaríkjunum. Hún bindur einnig enda á það vandræðafyr- irkomulag, að meðlimaþjóð geti haldið fullum félagsrétt- indum í samtökunum þó að hún neiti að greiða sinn hluta af kostnaði við framkvæmdir, er ákveðnar eru og samþykktar af réttum yfirvöldum Sameinuðu þjóðanna. Ný heiisufræði eftir Pálma Jósefsson í vetur kom út á vegum Ríkisút- gáfu námsbóka Heilsufræði eftir Pálma Jósefsson. Bókin er ætluð til notkunar 1 12 ára deildum barnaskóla. Hún skiptist í 14 að- alkafla, sem heita: Líkami þinn, Frumur. Húð og fatnaður. Melting og fæða Öndun og loft Flutnings kerfi líkamans, Líffæri. sem hreinsa blóðið. Innkirtlar. Bein og vöðvar. Skynfæri og skyn, Tauga- kerfi. Nautnalyf, Nýtt líf myndast og Heilsuvernd. — Á eftir hverj- um kafla eru spumingar og verk- efni. í Heilsufræðinni eru 6 lit- myndir af einstökum líffærum og líkamshlutum. Enn fremur eru í bókinni um 140 aðrar myndir til skýringar efninu og eru margar þeirra í tveimur litum. Bjami Jónsson teiknaði myndirnar í sam ráði við höfund bókarinnar að und anskilinni einni mynd, er fengin var að láni frá Svenska bokförlag- et í Stokkhólmi Bókin er 94 bls. í Skírnisbroti. — Setningu annað- ist Alþýðuprentsmiðjan h.f.. en Offsetprentsmiðjan Litbrá h.f. prentaði. Pálmi Jósefsson TÍMINN, sunnudaginn 25. febrúar 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.