Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.05.1962, Blaðsíða 3
DE GAULLE ÁTTI EKKI AÐ SLEPPA NTB—París, 22. maí. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, handtók franska lögregl- an þrjá OAS-menn í París, sem sakaðir voru um tilraun til að ráða de Gaulle forseta af dögum. Alls hafa nú verið hand- teknir 16 OAS-menn, sem áttu að framkvæma ódæðið, þeirra á meðal foringinn, Jean Louis Blanchy. Hefur þá lögreglunni tekizt að hafa hendur í hári allra tilræðismannanna, að ein um undanskildum. Lögreglan hefur skýrt frá því, að OAS-sveit þessi hafi verið búin Ihinum fjölbreyttustu drápstækjum, svo sem vélbyssum, handsprengj- um, fullkomnum rifflum og meira að segja fannst í fórum glæpa- mannanna óblandað arsenik. Réttarhöld standa nú yfir í máli þessu. Þar hefur komið fram, að ætlun OAS-mannanna var að ráða forsetann af dögum á meðan á ferð hans um Frakkland stæði. Lögreglan greindi frá því i dag, að 'hún hefði komizt yfir mjög þýð- ingarmikið kort af Frakklandi, þar sem á væru merktir þeir staðir, þar sem helzt væri hægt að hafa samband við meðlimi OAS-hreyf- ingarinnar i Frakklandi, og telur lögre-jlan að kort þetta mu«i auð- velda, henni mjög herferðina gegn OAS í Frakklandi sjálfu. NTB—Madrid, 22. maí. — Spænski kommúnistaflokkur- inn, sem raunar er bannaður, sendi í dag frá sér áskorun til allra frelsisunnara á Spáni um að þeir taki nú höndum sam- an um alls herjar mótmæla- aðgerðir gegn Franco, einræð- isherra, og stjórn hans. Áskor un þessari er einkum beint til stritandi verkamanna á Spáni, þar sem þeir eru hvattir til þess að sýna stjórninni hug sinn með því að stofna til verk falla og kröfugangna. í áskorun kommúnista- flokksins er einkum bent á mikilvægi þess, að allir and- stæðingar einræðisstjórnarinn ar standi nú saman, sem einn maður, og myndi sterka hreyf ingu í landinu. Þá hafa leiðtogar sex leynisam- taka, sem andsnúin eru Franco og stjórn hans hvatt alla Spánverja til að berjast gegn óstjórninni, eins og komizt er að orði, og hefja sam- úðarverkfall með járniðnaðarmönn um, sem nú eru í verkfalli. Verkföll breiðast út Skýrt var frá því í dag, að 94 menn, flestir stúdentar, hafi verið handleknir í Barcelona síðustu dag ana og fengnir heryfirvöldunum í hendur. Meðal þeirra, sem handteknir hafa verið, eru þrír ungir íögfræð- ingar, svo og varaforseti þeirrar háskóladeildar, sem hefur með að gera samvinnu evrópskra ríkja. í gærkvöldi héldu handtökur á- fram víðs vegar um landið, og voru um það bil 30 menn teknir hönd- um, þar af margir meðlimir komm únistaflokksins. Fréttir frá Barcelona herma, að nú sé tala þeirra, sem lagt hafi nið ur vinnu þar í borg, komin upp í 20 þúsund, en var 16 þúsund á mánudagskvöld. í Asturias-héraði eru auk þess um iþað bil 35 þúsund verkamenn í verkfalli. Vertíð lokið Vetrarvertíð er lokið á Hellis- sandi, en þaðan réru fimm bát- ar í vetur og öfluðu samtals 2933,5 lesta í 354 róðrum. Bátar frá Hellissandi urðu ckki fyrir tilfinnanlegu tjóni á veiðafærum í vetur, en mikið tjón varð að sjálfsögðu við Skarðs víkurtapann. í ráði er að kaupa nú bát annað hvort frá Noregi eða Vestur-ÞýZkalandi, en ebki hefur neitt verið ákveðið í þeim efnum enn. NTB—Haag, 22. maí. Hol- lendingar hafa nú beðið S.Þ. um aðstoð vegna ástandsins í Nýju-Guineu. Fara þeir fram á, að nefnd frá samtökunum verði send til Indónesíu til þess að reyna að miðla mál- um. Hafinn er flutningur á kon- um og börnum frá vesturhluta Nýju-Guineu, þar sem ástand- ið er alvarlegast. Hollendingar eiga í höggi við sveitir indónesískra fallhlífaher- manna, sem hafa hreiðrað um sig á Nýju-Guineu, síðustu dagana. Bardagar Hollenzk yfirvöld lýstu því yfir í dag, að Indónesar hafi náð á sitt vald bænum Teminabuan á suð- vesturhluta Nýju-Guineu, en skömmu áður höfðu íbúarnir yfir- gefið bæinn, þegar fréttist, að indónesiskt falhlífarherlið hefði verið flutt á nokkra staði í ná- grenni bæjarins. Samkvæmt fréttum indónesiskra yfirvalda, tókst fallhlífahermönn- unum, 120 að tölu, að ná bænum á sitt vald, eftir harðan bardaga við hollenzkt setulið þar. Hins vegar lýsa hollenzk yfir- völd því yfir, að ennisé barizt um bæinn og verði þeirri baráttu hald ið áfram af hálfu Hollendinga. Rússar neita Þær fréttir hafa borizt frá aðal- bækistöðvum S.Þ., að líklega muni samtökin ekki sinna beiðni Hol- lendinga, um að send verði rann- sóknarnefnd til Indónesíu, og bygg ist þessi afstaða samtakanna á mótstöðu Indónesa við slíka rann- sókn. Öngþveiti / Hongkong NTB—Hongkong og Lund- únum, 22. maí. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum frá kínverska alþýðulýSveldinu til brezka yfirráðasvæSisins í Hongkong, þrátt fyrir það, að brezk yfirvöld stanzi alla þá flóttamenn, sem þau ná til, og sendi til baka aftur. Maudling, nýlendumálaráðherra Breta, sagði í neðri deild brezka þingsins í dag, að það væri ætl- un Breta að reyna að stöðva flótta mannastrauminn til Hongkong, því að þar ríkti nú algert öngþveiti, vegna hins mikla fjölda flóttafólks, sem þangað hefði flykkzt á síðustu vikum. Skýrði ráðherrann frá því, að nú væru alls um ein milljón flóttamanna í Hongkong, sem þang að hefðu flúið á síðustu 12 árum, en árlega leituðu þar hælis um það bil 60 þúsund flóttamenn. Formósa býður aðstoð Stjórnin á Formósu hefur nú formlega lýst yfir því, að hún sé fús til að taka við öllum, þeim flóttamönnum, sem hér eftir leit- uðu hælis í Hongkong. Ríkir mikil gleði meðal ráða- manna í Hongkong, vegna tilboðs þessa, en Formósustjórn hefur hins vegar ekki enn ákveðið, hve- nær slíkir flóttamannaflutningar geti hafizt, né með hverjum hætti þeir skuli fara fram. Engar efndir hafa orðið á lof- orði Peking-stjórnarinnar um að reyna að hafa hemil á flóttamönn- um og með því að firra frekari vandræðum í Hongkong, og þykir brezkum yfirvöldum í Hongkong Peking-stjórnin sýna lítinn skiln- ing á vandamáli því, sem hér hef- ur skapazt. Um það bil 4 þúsund kínversk- ir flóttamenn hafa komið á degi' hverjum til Hongkong að jafnaði upp á síðkastið. Mörgum þessara flóttamanna hafa brezk yfirvöld vísað til baka, en þær aðgerðir mælast mjög ílla fyrir meðal íbúa í Hongkong. Bretar æskja aðstoðar Frá Lundúnum berast þær frétt- ir, að brezka ríkisstjórnin h.fi haft samband við ríkisstj unir margra landa, og auk þess leitað til fjölmargra hjálparstofnana um aðstoð við flóttafólkið í Hongkong. Talsmaður brezka utanríkisráðu- neytisins segir, að brezka stjórnin sjálf hafi ekki fengið neitt tilboð frá Formósu um aðstoð við flótta- fólkið í Hongkong, og muni hún ekki af fyrrabragði fara fram á slíka aðstoð, þar sem Bretar hafi ekki stjórnmálasamband við kín- verska þjóðernissinna á Formösu. Þá hafa Sovétríkin lýst því yfir, að þau muni beita neitunarvaldi gegn sérhverri slíkri tillögu, sem miði að því að veita nýlendustjórn um liðsinni. Orustuþotur ti! Thaiiands NTB—Kanberra og Bangkok, 22. maí. Ástralíustjórn hefur á- kveðið að senda til Thailands 12 orrustuþotur af gerðinni Sabre. 1 flugherdeild þessari eru 350 menn, sem hingað til hafa dvalizt í her- bækistöð skammt frá bænum Pen- ang. Útvarpið í Bangkok skýrði frá því, að fleiri SEATO-lönd myndu senda herstyrk til Thailands, en enn þá væri á huldu, hvaða ríki það yrðu. Það var þó fullyrt á æðri stöðum í Kanberra í dag, að Nýja Sjáland, Stóra-Bretland og ef til vill Filippseyjar, myndu senda herlið til Thailands. 26 farasf ms® flugvét NTB-Munchen, 22. mai. Fjögurra hreyfla baindarísk herflugvél fórst í morgun í gren'nd við’ Munchen í Vest ur-Þýzkálandi, skammt frá smábænum Markt Schwab- en, og méð lienni 26 liðs- foringjar og óbfeyttir her- meain. Flugvélin var að konm frá Spáni og var hun í æfingarflugi. Ekki er með. vissu vitag um tildrög slyss ins, en sjónarvottar skýra svo frá, að sprenging hafi orðið i hcnn’i á flugi, og síð an hafi hún steypzt brenn- aindi til jarðar. Enn hafa ekki fundizt nema tuttugu lík á siysstaðnum. Geimfer@ á fimmtudag Ef ekkert sérstakt kem- ur fyrir, ey nú talið öruggt, að bandaríski geimfarinn, Scott Carpenter, verði send ur á Ioft mel3 geimskipi sínu frá geimrannsóknar- stöðinni á Kanaveralhöfð’a í Flórída, á fimmtudaginn kemur. . Vindátt er nú hagstæð þar um s’Ióðir og veðui'út- lit gott. Vísindamenn óttuð- ust í gær, að stormsveipur kynni ag fara yfir Flörída um m’íðja þessa viku, en nú rcikna þeir hins vegar með, að ha,nn muni f.ara þar fram hjá. Eftir ná- kvæma rannsókn hefur ekk ert fundizt athugavert við geimsk'ipið sjálft, og geim- faranum er ekkert að van- búnaöi, svo að þ,ag er nú einungis undir veðri komið, hvort þetta geimskot verð'i framkvæmanlegt samkvæmt áætlun. FSykkjast til Frakklands NTB — Alsír, 22. maí: í dag flýffu alls 7 þúsund evrópskir íbúar í Alsír til Frakklands. Er nú svo kom- ið, aff flugvélar hafa ekki undan aff flytja allt það fólk til Frakklands, sem þangaff vill komast. Eru langar biðraðir á flug- vellinum í Algeirsborg á hverjum degi 0g í dag varff hún einn og hálfur kíló- metri aff lengd. OAS-menn vörpuðu sprengjum að biðröðinni í dag, en engan, sem í henni var sakaði. Dómur yfir Salan í næsfu viku NTB — París, 22. maí: Reynt er nú, svo sem unnt er, að hraffa réttarhöldunum yfir Salan, fyrrverandi hers- höfðingja og vopnabróffur de Gaulle forseta, en eins og kunnugt er situr Salan nú í fangelsi í París, sakaður um landráð. Búizt er viff því, að dómur verði kveðinn upp yf- ir Salan á miðvikudag og þykir einsýnt, að annað en Öauðadómur komi ekki til greina. Á Salan þaSI síðan undir de Gaulle forseta, hvort dauffadóminum verður breytt í ævilangt fangelsi. í gær voru ný vitni leidd fram við réttarhöldin, meðal þeirra Andre Ploix, fyrrver- andi yfirmaður sjóliðsins í Alsír. Sagði Ploix, að Salan reyndi nú að ganga sömu götu og de Gaulle forseti, er hann í júnímánuði árið 1940 hvatti alla Frakka til að halda striðinu áfram Réttarhöldunum var síðan frestaff til miðvikudags. TÍMINN, miffvikudaginn 23. maí 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.