Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 2
„Hvað eru hersveitir páf- ans margar?" spurði Jósef Stalín hæðnislega og skellti vodkaglasinu á borðiS þar sem hann sat fyrir borðsend- anum í giæstum saiarkynn- unum í Kreml. Þeir voru þá að skeggræða um baráttu kaþólskra við kommúnism- ann. Hefði Jósef verið á lífi um þessar mundir, þá hefði hann átt þess kost að skoða „hersveitir" páfans. Nú fremur Jóhannes 23. nokk- urs konar liðskönnun erhann boðar til kirkjuþings í Róm að ráði guðs. Ef til vill eru „hersveitirnar“ þar ekki samankomnar en þó altént fulltrúar þeirra, 2800 kardínálar, erkibiskupar og pre- látar úr öllum hornum heims full trúar 550 milljón kaþólskra manna, 418.000 kaþólskra presta og 946.000 nunna. Ekki einungis kaþólskir Píusi 10. Núverandi páfi er bóndasonur af Langbaröalandi og bræður hans fást enn við vín- rækt og hænsnarækt. Hann er öllu jarðneskari í hugsunarhaittj og lífsháttum, kátur og spaug- samur, fyigist með öllum nýj- ungum og hefur hug á framför- um. Hann er að ýmsn leyti ekki ósvipuð manngerð og forystu- maður heimskommúnismans. Krustjoff Á unga aldri sýndi Jóhannes af sér miklar námsgáfur og dugnað. Hann tók prestsvígslu árið 1925 og hafði áður gegnt herþjónus'tu sem liffsforingi í læknasveit i fyrri heimsstyrjöld. Síðan var hann sendimaður páfa- stóls í Búlgaríu, dvaldist tvö ár í Sofíu og tíu ár í Tyrklandi og Grikklandi sem eru nokkurs- konar „landamærastöðvar" ka- þólsku kirkjunnar, þar sem hún á í höggi við óvinveitt hugsjóna- kerfi og kaþólskar kirkjur sem lúta annarri stjórn. Seinna beið Jóhannesar svipað starf París. Nýstárlegur páfi Árið 1953 var hann útnefndur kardínáli og þrem dógum siðar varð hann patriarki í Feneyjum og þótti þar skemmtilegur og mannlegur kii'kjuhöfðingi í hæsta máta, vinsæll af öllum mönnum. Varla var hann orffinn páfj fyrr en hann tók til við að þver- brjóta ýmis gömul lögmál og siðavenjur sem verið höfðu í heiðri frá órófi alda í Páfagarði, hreinsaði til svo um munaði og opnaði dyrnar í allar áttjr. Ýms- um þótti nóg um. Hann kom i rómversk fangelsi. ræddi viff fangana, stórglæpa- menn og morðingja eins og þeir væru jafningjar hans, hann gekk eftir götum Rómar með sól- skinsbros á breiðu andlitinu og blandaði geðj við alþýðu manna. Kardínáli enn lét svo um mælt að maður þyrfti helzt að vera meþódisti til að' ná fundi páfa. Þversagnir Jóhannes hækkaði laun em- bættismanna og starfsmanna í Páfagarffi, sagðj upp æðstaprest- inum Pizzardo sem honum þótti alltof einstrengjngslegur og íhaldssamur. í staðinn réð hann Ottiviani, sem raunar er engu Jóhannes páfi 23. umbótasinnaðri og þótti það hai'la furðuleg ráðstöfun. Annaff orkaði tvímælis í gerðum páfa og hann virtist ekki einlægt sjálfum sér samkvæmur. Meðan hann itramhjln a i:i .fm Og þarna eru ekki einungis samankomnir „s'tríðsmenn" ka- þólskir að trú á fyrsta kirkju- þing sem boðað er til síðan árið 1870 þegar lýst var yfir óskeikul- leika páfa. Aðrar kirkjudeildir eiga líka sína fulltrúa, áheyrnar- fulltrúa, sem fá að fylgjast með öllu sem fram fer þótt ekki geti þeir lagt neitt til málanna. Þó hefur þýzki kardínálinn Bea verið til þess settur að ræða daglega við þessa fulltrúa og hlýffa á sjónarmið þeirra og mál- flutning. Þarna á danska þjóð- kirkjan fuiltrúa, en ekki er vit- að til þess að íslenzku kirkjunni hafi verið boðin þátttaka, nenia hún hafi fetað í fótspor baptista og hafnað heiðrinum. Bombur í Péturskirkju Jóhannes 23. hefur haft sig allmjög í frammi síðustu vik- umar fyrir kirkjuþingið, meffal annars lagt leið sína út úr Vatí- kaninu og tekið sér far með járn- brautarlest og er hann fyrsti páfinn í hartnær eina öld sem lætur sjá sig fyrir utan múra Páfaríkis. Hann var viðstaddur hátíð sem helguð var Frans frá Assisi og baðst þar fyrir. Ekki eru allir jafn hrifnir af tiltektum páfans og þykja þær skjóta nokkuð skökku við hátt- ernj fyrirrennara hans á stóln- um. Sumir hafa jafnvel ekki get- aff byrgt inni gremju sína, en komið fyrir spi'engjum í Péturs- kirkjunni og má mildi heita að ekki hefur slys hlotizt af. En sprengjurnar fundust áður en þær gerðu nokkurn usla. Varð þó af þessum sökum að loka kirkjunni fyrir ferðamönnum og leitað var á verkamönnum sem unnu að því að undirbúa þar starfsemi þingsins. Hænsni og vín Jóhannes 23. mun hafa heyit rödd af himni, er bauð honum að kveðja saman kirkjuþingið. Það var nánar tiltekið 19. janúar 1959. Síðan hafa 200 manns unn- ið að því ósleitilega að undirbúa þetta geysimikla þing. Jóhannes er um flesta hluti óllkur forvera sínum í páfastól, hinum stranga meinlætamanni Vatikanlð og Péturskirkja í DÝRAVERNDARANUM, sem er nýkominn út, og er hlð þarfasta málgagn málleysing janna sem fyrr, er stutt grein um útflutning hrossa, og af því að efni hennar á erindi til margra, er rétt að blrta hluta groinarinnar, enda segir þar frá athyglisverðum viðburðum í hrossaútflutningnum: „ÞAÐ HEFUR verið háð hörð bar- átta fyrir því á undanförnum árum, að sú löggjöf, sem sett var til trygg ingar sæmilegri meðferð á útflutn ingshrossum, væri ekkl stórum skert, en svo mlkll hefur ásókn þeirra manna, sem hafa haft hrossasölu með höndum, verið á stjórnarvöldln, að aftur og aftur hafa verið látnar I té undanþág- ur frá lögum og reglugerðum, án þess að hlutaðeigandi ráðherra hafi nokkurn lagalegan rétt til þess að veita slik frávik. SÍÐASTLIÐID VOR var sótt fast um undanþágur, en Samband dýra verndunarfélaga fslands var beðlð um, að það mæltl með slíku, og var svar þess auðvitað neitandl. Svo varð þá ekkl af þvi í það sinn, að undanþága, sem er, svo sem áður getur, óheimil að lögum — værl veltt. — En strax og liðinn var 15. júní, var hafizt handa um útflutning á biljum uppi. Formað- ur Dýraverndunarfélags Reykjavík. ur, Martelnn Skaftfells, var þá á verði um það, að sem bezt væri um hrossin búið — og mættl hann skilningi og vclvild af hendi bæði yfir. og undirmanna á skipi því, sem hrossin flutti, og fékk því til leiðar komlð, að ekki væru fleiri höfð í einni og sömu stiu en fjög- ur. — Lengra varð ekkl komizt í fyrstu lotu, en sklpið, sem fór tll Þýzkalands, hrepptl storm á leið- Inni, og lentu sklpverjar aftur og aftur I mlklum erflðlelkum um að verja hrossln llmlestingum og dauða, þvi að þelm sló æ ofan I æ flötum I stíunum ,og þrátt fyrlr alla viðleltni skipverja, hlaut eltt þeirra dauða, tróðst undir, Geta menn borlð saman þessa meðferð og ákvæði laga um dýravernd og séð, að hún er mjög gróft brot á þelrrl löggjöfl — En formaður Dýraverndunarfélags Reykjavíkur var ekkl sofnaður á verðlnum. — Hann hófst handa á ný og átti sér trausta stoð I skipverjum, og varð það nú að ráðl, að hafa framvegis einungis eitt hross í hverri stíu. Þetta reyndist hið mesta þjóðráð, og fór nú saman, að hrossunum leið stórum betur og að erfiðleikar skipverja urðu barnaleikur á við þá, sem þelr höfðu átt við að striða, þegar þeir voru að reyna að verja hrossin beinbroti og harm kvælum, þar sem eitt kastaðist á annað. ÁÐUR HEFUR verið á það bent hér í blaðinu og skírskotað til reynslu sjómanna, að harðvlðri með stórsjóum eru alltíð alla mán uði ársins á hafinu mllli íslands og Evrópu nema helzt á tímabil- Inu frá júnflokum tll höfuðdags. ekkl þarf annað en mlnna á stór- vlðrlð, sem geisaði i hafi, þegar Hekla var á leið til Noregs með Ingólfsllknesklð í júli I fyrrasum- ar, tll að sanna mönnum, að I raun Innl er ótækt að flytja hross á mllli landa á þilfari — og yflrleitt I öðrum skipum en þelm, sem sér. staklega eru til þess ætluð. í júli storminum í fyrra fórust mörg skip, meðal annars hvolfdi i grennd vlð Færeyjar stórum vélbát, sem stundað hafðl veiðar hér við land í vestu veðrum vetraríns, og fjöl mörg skip lágu undir áföllum og sluppu naumlega úr greipum Ægis Oflof verður aS háði Morgunb'laðið grobbar af því í ritsljóniangrein á sunnudag- inn, ,að nú sitji á Alþingi „tveir ágætir bæ.ndur úr Þingeyjar- sýslu“, fyrir Sj'álfstæðisflokk- inn — þeir Bjartmar á Sandi oig Björn Þórarinsson í Kíla- koti. Tím'inn vil'l alls ekki lasta þessa mcnn persónu.lega, þó að hann ráðleggi Morgunblaðinu, að fara varlega í það að hæla þeim fyrir búska,p þeirra og minni á, að oflof getur orðið að háði. Þe'ir eiiga sj'álfsagt aðr- ar dyggðir miklu meiri oig bct- ur fallnar til lofs en búskap sinn. Morgunblaðið gæti t.d. — ef það efast um að ráðleggingin sé á rökum byggð — kynnt sér búnaðarskýrslu Bjartmars, áð- ur en það au.giýsir hann aftur sem „ágætan bónda“. Líklega er ekki til búlausari „bóndi“ á íslandi en hann, blessaður. — Nemia það v.aki fyrir Morg- unblaðinu e'i.ns og Jóni skáld- presti á Bægisá, að Táta Brúnku heita Vakra-Skjóna, hvað sem tautar og raular. Sjónvarpið Forystugrein Alþýðublaðsins á su.nnudaginn hefst á þessa leið: „Sjónvarp flyzt nú á hverj- um degí inn á fleiri íslenzk heimili á suðvestanverðu ís- landi. Móttökutæki eru seld í fjöldia verzlana í Reykjavík og loftnetum fjölgar stöðugt á húsum. Er augljóst, að áhugi á þessum nýja miðl'i er miki'H og vaxandi....“ Og síðan seg- ir: „Hér á íslandi hcfur, miðað við önnur lönd, verig óvenju- lega mikil andstaða gegn sjón- varpi.“ Það er engu líkara en hlakki í Alþýðubliaðinu yfir því, að erlent hermannasjónvarp skuli nú ná til æ fleiri heimila, enda er nú skýrt frá því, að, stækk- un Keflavíkurstöðvarinnar sé að komast í framkvæmd aam- kvæmt hinu fræga leyfi ríkis- stjórnarinnar. Hins vegar er það uppspuni, og að því er virðist vísvitandi verið að reyna að villa um fyrir fólki, þegar Alþýðublað- ið segir, að hér á land'i sé „mik il andstaða gegn sjóinvarpi“ almennt. Andstaðan var og er gegn því að láta erlent her- miannasjónvarip vera hér ein- rátt, en hins vegar mun al- mennur áhugi fyrir því, að hér rísi sem fyrst ísienzk sjónvarps stöð með vönduðu efn'i, og menn mótmæla því, að erlent hermannasjónvarp sé látið skipa rúm slíkrar stöðvar. Það er þetta, sem um er að ræða, og Alþýðublaðinu er holliast að spara sér allar blekkingar í þessu efni hnaklegum málstað sínum í sjónvarpsmálinu til réttlætinigar. Síldveiðídeilan Síldveiðideilan stendur enn, en ríkisstjórnin hamast við að selja þá síld, sem hún virðist ckki kæra sig um að veiffia. „Margfalt síldarmagn seit — en engin síld veidd enn þá“, er stórfyrirsögn í Vísi í gær. Samningar eru í sjálfheldu. Ríkisstjór.nin á að sj'álfsögðu l að beifca sér fyrir því, að bát- | unum sé greidd tækjauppbót Íí bil’i, meðan samningar fara friam, leysa flotann þanniig frá bryiggju. Þetta yrði engin öl- musa til bátanna, því að sjálf Framhald á bls. 13. 9 T í M I N N, þriðjudagurinn 16. okt. 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.