Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þoisteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsia, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. - Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Mikill atburður Síðastliðinn fimmtudag gerðist atburður í Hvíta hús- inu í Washington, sem sennilega á eftir að teljast einn mesti viðburður ársins 1962. Kennedy forseti undirrit- aði þá tolla- og verzlunarlögin, sem höfðu verið afgreidd frá Bandaríkjaþingi nokkrum dögum áður. Þegar Kennedy lagði fyrir þingið á síðastl. vetri frum- varp til umræddra laga, töldu margir vafasamt, að hann 'rnyndi fá það samþykkt. Með þvi var raunverulega lagt til að brjóta blað í verzlunarsögu Bandaríkjanna. í Banda- rikjunum hefur verndartollastefnan jafnan átt mikið fylgi. í frumvarpi Kennedys var farið fram á, að forset- inn fengi vald til þess næstu árin að semja um víðtæk- sr gagnkvæmar tollalækkanir við önnur ríki, einkum þó við Efnahagsbandalag Evrópu. Kennedy fór ekki dult með að tilgangur hans með frumvarpinu væri að brjóta niður tolla- og verzlunar- hömlurnar milli landa hins svonefnda frjálsa heims og gera hann helzt að einu fríverziunarsvæði. Það er talinn mesti sigur, sem Kennedy hefur unn- iö, að hann fékk þingið til að fallast á þessar tillögur sín- ar. Þó fengu þingmenn úr landbúnaðarríkjunum gerða á því eina mikilvæga breytingu. í reynd á þessi breyting að þýða það, að Bandaríkin svari í sömu mynt, ef EBE beitir bandarískar landbúnaðarvörur ósanngjörnum tolla- hömlum. í framhaldi af þessari lagasetningu í Bandaríkjunum, munu bráðlega hefjast viðræður milli Bandaríkjanna og Efnahagsbandalags Evrópu um gagnkvæmar tollalækk- anir. Þegar hafa þessir aðilar samið um nokkrar tolla- lækkanir, en Bandaríkjastjórn hafði ekki heimild til að semja um víðtækari tollalækkanir fyrr en umrædd lög höfðu verið samþykkt. Yfirleitt er því spáð, að nást muni samningar milli Bandaríkjanna og EBE um mjög víðtækar gagnkvæmar tollalækkanir og að öðrum vest- rænum eða óháðum ríkjum verði gefmn kostur á þvi að gerast aðilar að slíku samkomulagi. Ef sú verður reyndin, getur vei svo farið, að hinn svonefndi ytri tollur Efnahagsbandalagsins. er mörgum þjóðum stendur stuggur af — þar á meðal íslendingum — hverfi að mestu leyti úr sögunni. Af þeim ástæðum er mjög sennilegt, að flest ríki, sem hál'a ætlað að leita samninga við EBE bíði átekta, unz séð verður fvrir um niðurstöður samninganna milli Bandaríkjanna og EBE. Undantekning eru þó þau ríki, er stefna að því að innlimast pólitískt í EBE. eins og Bret- land, Danmörk. Noregur og írland Þau ríki. sem ekki ætla að tengjast EBE pólitískt, munu semja við það á svipaðan nátt og Bandaríkin. Stjérnin og spariféð Fátt sýnir betur, hve ruglaðir ritstjórar Mbl. eru orðnir við það að verja ,,viðreisnina“. að Mbl. er farið að halda því fram að ríkisstjórnm beri umhyggju fyrir sparifjáreigendum! Broslegri öfugmæli verða vissulega ekki sögð um rík- isstjórn. sem á stuttum valdaferli hefur rýrt verðgildi krónunnar um helming og stofnað hefur til meiri verð- bólgu en hér hefur nokkru sinni áðut þekkzt. Engin stjórn á íslandi hefur verið verri sparifjáreig- endum en sú, sem nú fer hér með völd. $eym@ur Topp;ngs Rússar móta utanríkisstefnu sína án tillits til Kínverja Á laugardaginn var birtist hér í blaðinu grein um sambúð Rússa og Kínverja, þýcltj. úr The New York Times frá 7. þ. m. Þar var öll'u fremur fjall- að um málin frá sjónarhóli Kínverja. Grein sú, sem hér hirtist, er Þýdd úr sama blaði og birtist þar sama dag og hin. Hún er skrifuð í Moskvu, enda er vi'5- horfum þar einkum lýst eins og þau blasa við frá bæjardyr- um Rússa. ÞEGAR erlendur ferðamaður kemur til Moskvu og leggur leið sína um Ulitsa Druzby, Vin- áttugötu, rekur hann augun í óhemju stórt og skrautlegt hús, þar sem kínverska sendiráðið hefur aðsetur sitt. Það er mikl um mun stærra en aðsetur ann- arra sendiráða, en yfir eigninnj hvílir undarleg þögn og fá.ir Kínverjar sjást á ferli. Þe'tta er táknrænt um sambúð Sovétríkj- anna og Kína. Hin sameiginlega . yfirlýsing um órofa einingu, sem birt er við og við, bæði í Moskvu og Peking, er engu síður til að sýn ast en ytri fegurð og glæsileiki byggingarinnar númer 6 við Ul- tisa Druzby. Fulltrúar Sovétríkj anna neituðu því hér áður fýrr, að um hugsjónalegan ágreini’ng væri að ræða milli þessara tveggja jötna í heimi kommún- istanna. Nú iáta menn nægja að -ypptaiöxlum. HIÐ VIRÐULEGA ylra úllit er ekki til orðið vegna vilja valdhafanna hér í Moskvu. En menn sætta sig við það, af því að Krustjoff forsætisráðherra er ákveðinn í að fylgja fram sinni eigin utanríksstefnu, þar sem mjkilvægir hagsmunir Sovétríkjanna eru í húfi, hvaða óánægja, sem látin kann að vera í Ijós austur í Peking. Vin- áttuyfirbragðinu er haldið vegna þarfarinnar á yfirborðs- einingu gagnvart Veslurveldun um og vegna áróðursgildis ein- ingarinnar innan kommúnista hreyfingarinnar. Krustjoff hefur þó sýnilega ákveðið, að fjárhagsleg pólitísk eining kommúnistaríkjanna í Evrópu skuli ganga yfir, þráll fyrir gagnrýni Pekingstjórnar- innar í fræðilegri forystu hans. Stuðningsins við Tító er einnig þörf vegna úrslitaátakanna um Berlín, sem virðast nálgast. Hugsjónalegur ágreiningur við Pekingstjórnina er Krus- tjoff nokkurt áhyggjuefni vegna afleiðinga hans á óhrif Rússa meðal vanþróuðu þjóð anna í Asíu. Afríku og Suður Ameríku f því efnj eru vald hafarnir í Moskvu viðkvæmar> en. gagnvart Evrópu PEKINGSTJÓRNIN heldur þvi fram. að halda verði al þjóðlegu kommúnistahreyfing unni hugsjónalega hreinni. svo að hægt sé að herða hana ti’ hernaðarlegra átaka. heims kommúnismanum til framdrát ar í verki Að þeirra áliti kljúf- þeir Tito og aðrir ónefndi' =amherjar hana og ..nútíni; endursknðunarsinnar“ komm únistahreyfinguna oe draga ú’ íti-jfamætti hennar Stefna K->i=tjoffs 'riðsan in-i HI vn -• omhlið:; öðrum' „Bíddu hægur — ég ætlaSi einmitt aS ná þessari flugu" (Úr Washington Post). byggir á fjölbreyttum vopnum í baráttunni fyrir sama marki. Stjórnkænsku á að beita í sam skiptum við Vesturveldin. Sam búð Sovétríkjanna og Júgó- slavíu verður að bæta. Vanþró uðu þjóðirnar ber að laða að sér með efnahagsaðstoð, jafn- vel þótt veita þurfi hana þjóð um, sem ekki lúta stjórn komm únista, eins og t.d. Indverjum og Indónesum. Að áliti Krustjoffs þarf að gera allt þetta til þess að breyta samúðar. og styrkleika hlutföllunum í heiminum kommúnistaríkjunum i hag. Þetta á að flýta fyrir svo- nefndri óumflýjanlegri aðlög- un allra þjóðfélaga að komm- únismanum, án þess að leggja þurfi út í áhættu kjarnorku- stríða. KRUSTJOFF og hugsjóna- legum andstæðingum hans i Peking kemur þó saman um eitt. Þegar uppreisn vínstrj afla er sigursæl, þá er það skylda kommúnistaríkjanna að efla hana og vernda fyrir af- skiptum Vesturveldanna. Það var þessi kenning, sem Krust- joff varð að hafa í heiðri gagn vart Kúbu, þrátt fyrir þá á hættu, sem það hafði í för með sér fyrir áhugamál hans, „frið- samlega tilveru samhliða öðr um.“ Valdhafarnir í Moskvu lentu í klemmu, þegar Castro stjórnin á Kúbu rauk út i kommúnismann og ienti í bein um átökum við Bandaríkin Ef Krustjoff hefði ekki lýst Kúbu verndarríkj Sovétríkj anna, — þrátt fyrir hættuna á árekstrum við Bandaríkin — hefði það verið staðfesting a þvi, sem kínverskir kommúmst ar hafa haldið fram ó flokka ’áðstefnum, þ.e. að stefna Krústjoffs um „friðsamlega til veru samhliða öffrum“ væri flótti frá byltingarátökum og heindist einkum að þvi, að auka ’ylli sina mpffal annarra þjóðn •’ skapa neyziuvöru mettaí' þjóðfélag neima fyrir. HÉR í MOSKVU er því litið svo á, að hugsjónaleg ádeila Kínverja hafi átt sinn drjúga þátt í því, að valdhafarnir hér ákváðu að vara Bandaríkin við, að árás Kúbu hlyti að leiða lil ófriðar. En hin einbeitta afstaða Krustjofís gagnvart tökunum þarna lengst í vestri hefur ekki orðið til þess að draga úr spenn unni milli Moskvu og Peking, hvernig sem á því stendur. Hugsanleg er sú skýring, að ó- vildin stafi fremur af keppni um forustuna í heimi kommún- istanna en hugsjónalegum á- greiningi. Hér í Moskvu verður maður ekki var við bjartsýni á bætta sambúð. Oft virðist litið hér á Kínverja sem viðvaninga, er aðeins þjáist af byltingarlegum vaxtarverkjum, samanborið við það, sem Sovétríkin hafi orðið að þola á árunum milli 1930 og 1940. VALDHAFARNIR j Peking kynnu að eiga eitt vopn á hend inni, sem neytt gæti bæði Sovét ríkin og Vesturveldin til að taka tillit til þeirra. Það væri framleiðsia kjarnorkuvopna. Þó að það sé vafasamt, að Kín- verjar geti á fáum árum fram- leitt allt það, sem þarf til kjarnorkuhernaðar, þá em ýmsar blikur á lofti, sem benda til þess, að þeir kunni á næst- unni að geta sprengt tilrauna sprengju. Þetta eitt væri nægilegt til að valda miklu róti. Þá neydd- ust þær þjóðir, sem andstæðar eru kommúnisma, tii að hugsa í alvöru um varnir gegn kjarn orkuárás af hálfu þjóða. sem ekki meta mannslífið meira en svo, að þær viðurkenna stríð sem lið í stjórnmálabaj-áttu Og óttinn um það legðisi þá eins og mara á Sovétríkin að þau kynnu þá og þegar að lenda kjarnorkustriði vegna ein hverra athafna viffvaninganna jj í Kína T j M I N N briff-iiiflaiíiiirÍTm líl nll íQfío 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.