Tíminn - 18.07.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.07.1963, Blaðsíða 15
Minjasafn á Akureyri ED-Aikureyri, 17. júlí. Minjasafnið á Akureyri var opn- að í dag klukkan 14, að viðstödd- um boðsgestum. Minjasafnið er til húsa í Kiilkjiuihvoli á Akureyri, sem er mjög stórt og vandað íbúðar- hús. Jónas Kristjánsscm, formað- ur saifnsstjómar, flutti erindi og rakti sögu safnsins, allt frá því KLÁFURINN Framhald »i 16. síðu. í vor urðu bændur að ferja allt íé sitt yfir Tungnaá, og eru þeir nú farnir að óttast, að þeir verði aö flytja það á sama hátt suður yíir ána í haust, en slíkt er bæði erfitt og hættulegt. f vor olli kláfaleysið á Tungnaá vandræðum, þegar Sigurjón Rist vatnamælingamaður kom við ann- an mann norðan að ánni. Voru þeir að koma úr leiðangri og voru á beltisvél. Beltisvélina urðu þeir að skilja eftir á norðurbakkanum cg róa yfir, en bátar eru alltaf hafðir sín hvoru megin. Þegar suður yfir kom urðu mennirnir að róa aftur yfir, og nú með norð anbátinn og á sunnanbátnum. — Komu þeir bátnum þar fyrir, því það munu óskráð lög að hafa alltaf bát beggja vegna árinnar. Ekki var hægt að ná í beltavélina fyrr en mörgum vikrum síðar, en Sig- urjón var með stóran trukk sunn- an árinnar, svo þeir komust á honum til byggða. ULLARSTÖÐ Framhald af 1. síðn. áfceið hefur ullarþvottastöðin á Áfcnreyri séð um allan þennan ull- arþvott, en mikil hagræðing er að þurfa nú ekki lengur að senda hana þann langa veg til þvottar. Vtenuafl til stöðvarinnar ætti að fást nóg í Hveragerði, en í henoi munu- líklega starfa 12 manns, og er fólk um þessar slóð- ir ákaflega fegið að þarna skuli myndast nýir atvinnumöguleikar. Hitaveita Hveragerðis lét í júní bora eftir heitu vatni í nágrenni stöðvarinnar. Borholan varð 150 metrar og fæst úr henni nægilega mikil gufa til þess að hita upp vatn til þvottanna og til þess að þurrka ullina. Mun kostnaður við holuna aðeins hafa numið sem svarar 140 lestum af olíu. Ætlun- in er að Sambandið kaupi gufuna af Hitaveitu Hveragerðis tií starf- rækslu stöðvarinnar. Að sögn Guðmundar Jóhanns- sonar verkstjóra hófust fram- kvæmdir í vor með 3 smiðum og tveimur verkamönnum, en nú vinna þarna 5 smiðir og 8—9 verka menn, og hefur verkið allt gengið mjög vel. þetts mál kom opinberlega fram O'g var flutt í ályktunarformi af þeim Þórarni Eldjárn á Tjörn og Eiði Guðmundssyni á Þúfnövöllum á aðalfundi Mjélkursamlags KEA og síðar á aðalfundi KEA árið 1949. Þremur árum siðar réði KEA Snorra Sigfússon til þess að ferð- ast um héraðið og safna munum, einnig söfnuðu þeir Ragnar Ás- geirsson oig Helgi Eiríksson frá Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi munum. Síðan bættust tveir aðilar við, Akureyrarbær og Eyjafjarðarsýsla og þessir þrír aðilar komu safninu upp og keyþtu húsið Kirkjuhvol. Dr. Kristján Eldjám, þjóðminja vörður flutti ávarp. Hann árnaði Minjasafninu allra heilla og opn- aði það formlega. Minjasafnið er á þremur hæðum og er mjög vel frá því gengið. Þar eru alls um 2000 skráðir munir og auk þess margir sem ekki hafa enn verið skráðir og ekki er rúm fyrir í Kirkjuhvoli. Ætlunin er að kaupa í framtíðinni ýmis gömul hús á Akureyri og flytja þau í ná- grenni Kirkjuhvols, sem ávallt verður þó aðalsafnhúsið, og koma þar fyrir þeim munum, sem ekki er rúm fyrir í Kirkjuhvoli. Þess má geta, að sögusýningin sem mikla athygli vakti á 100 ára afmæli Akureyrar í fyrra, hefur nú vertð sett upp á efstu hæð Kirkjuhvols, en þá var safnið einn ig opnað til bráðabirgða. Safnvorður í Minjasafninu er Þórður Friðbjamárson _ og hefur hann, ásamt Ragnari Ásgeirssyni og Jónasi uppsetningu safnsins. Safnið er nú orðið sjálfseignar- stofnun með reglugerð. Að oþnunarathöfnteni lokinni var setzt að kaffidrykkju á Hótel KEA og voru þar margar ræður fluttar. JOHNSON HINGAÐ LYNDON BAINES JOHNSON, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað til linds í haust. Er heim- sókn hans liður í kynningarferð bans um Norðurlönd í ágúst eða september. Johnson mun ræða við stjórnmálamenn í ferðinni, en ekki hefur endanlega verið gengið ná ferðaáætluninni. Hann kemur hingað að lokinni heimsókn sinni til hinna Norðurlandanna og kona hans verður í fylgd með honum. Gjaldskrá fyrir vínnuvélar Ný gjaldskrá fyrir vinnuvélar gengur í gildi frá og me3 15. þ. m. Félag vinnuvélaeigenda. Tímann vantar barn til að bera út í Stóragerði og Heiðargerði Upplýsingsr í afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, sími 12323. Lax- og silungs- farmur upptækur FB-Reykjavík, 17. júlí. Á mánudagskvöld fór Jóhannes Salberg sýslumaður á Sauðárkróki þess á leit við ra.nnsóknarlögregl- una í Reykjavík, að hún tæki í sín- ar vörzlur nokkna kassa, sem send ir höfðu verið til Reykjavkur og grunur lék á, að í væri lax, sem veiddur hafði verið í ósum Héraðs vatna. FuMtrúa veiðimálastjóra var siTun falið að athuiga fiskinn, sem í kössunum var, og af 55 fisk um, sem hann skoðaði, voru 5 lax ar, ein hitt var sjóbirtingur og sjó- bleikja. Á mánudag komu fulltrúar Stangaveiðifélagsins á Sauðárkróki að máli við sýslumann, og kváð- ust hafa grun um, að laxar veidd- ir í ýsunet leyndust í kössum, sem verið var að setja á bíl tíl suður ferðar. Rannsóknarlögreglunni í Reykja vík var gert aðvart og voru kass- amir teknir og innihald þeirra skoðað. Var þarna um 163,7 kg af fiski að ræða í pappakössum, en þeir fimm laxar, sem áður voru nefndir, vógu 16,1 kg. Ekki má veiða nær árósi en 500 metra, hvorki upp við bakka eða úti í sjó, að sögn veiðimálastjóra Kvað hann geta verið nokkuð erf- itt að ákveða, hvort fiskurinn hefði verið veiddur í net eða á stöng, þar eð hann hafði verið frystur, en hreistur hefði víða verið farið af, eins og fiskurinn hefði verið í netí. Fjórðungsmót hestamanna á Egilsstöðum VEIÐIFLUGVEL Framhaij aí 16 síðu. nokkru sinni út úr henni. Hurð irnar eru þrjár og ein þeiira framan á; því er þetta kleift. — En þetta eru nú bara fram tíðáráætlanir. Áður en þetta hefst hjá okkur eigum við eft- ir að þrautreyna flugvélina og þjálfa upp flugmann og kanna allar aðstæður betur. TRL'LOrUNAR ' ' HRINGIf AMTMANNSSTIG 2 HALLOOR KRISTINSSON gullsmiður Simi 16979 VAHMA PL AST ÉINANC-3UN LYKKJUR OG VIÚRHUOUNARNET ES-Egilsstöðum, 17. júlí. Fjiórffungsmót hestamanna verð ur haldið hér á Egilsstöðum um hdgiina, 20. og 21. júlí. Verið er að lnga til sýningiarsvæði framan við Kollinn á túni Péturs Jónsson- ar bónda á Egilsstöðum, sem er formaður hestamannafélaigsíns Freyfaxa á Hériaði og framkvæmda stjóri mótsins. Á laugardaginn 20. júlí byrja dómnefndir að starfa kl. 10,30 f.h. og klukkan 18—19 verða sýningar og kappreiðahross kynnt. Um kvöldið verður dansað. Sunnudagurinn verður aðalsýn- ingardagurinn og hefst dagskráin þann dag klukkan 13 með hópreið á sýningarsvæðinu. Siðan verður mótið sett klukkan 14 með ræðu Péturs Jónssonar o. fl. Þá hefst sýning kynbótahrossa og mun hrossaræktarráðunautur B.Í., Þor- kell Bjarnason, lýsa dómum. Góð- hestar koma næst fram og önnur dómnefnd dæmir þá og lýsir dóm- um. Verðlaun verða afhent jafnóð um, en B. í., Búnaðarsamband Austurlands og Búnaðarsamband A-Skaft. vsita peningaverðlaun, samkvæmt Búfjárræktarlögum. Auk þess munu búnaðarsambönd- P Ocrfi' - • • - - K, Co Suðurlandsbraut 6 Siml 22235 5ÍLDIN Framhald af 16. síðu. að síldin, sem vart varð við á Með- allandsbugt geti verið vorgotssíld, en það er þó nokkuð langsótt. Það er tilgangslaust að geta sér til um jjetta. Við fáum prufui; fljótt, og þá. .vefður úr þessu skorjð. — Það 'íiéfúr"örðið vart 'við síld austur af Kolbeinsey og út af Mel rakkasléttu, en torfurnar eru ann- að hvort mjög smáar eða standa mjög djúpt. Ekki er hægt að tala um neitt síldarleysi, á meðan síld- in er í sjónum, og það er engin ástæða til svartsýni. Skilyrðin eru góð, en hérna hefur verið norð austan kaldi og langt frá því að vera sumarveðrátta. Jón Einarsson skipstjóri á Pétri Thorsteinssyni, sagði í viðtali í kvöld, að menn ættu ekki von á vorgotssíld í Meðallandsbugtinni á þessum tíma. Gullfaxi væri að kom ast á miðin, og myndi að öllum Hkindum kasta í nótt og þá feng- ist úr því skorið, hvaða síld hér væri á ferðinni. Ef hér er hins vegar um sumar- gotssíld að ræða fer hún niður að botninum til þess að hrygna og heldur svo suður með landi í ætis- göngu. Hljóðið í fréttaritara blaðsins á Siglufirði var dauft í kvöld. Þang- að kemur eitt skip í kvöld, Hug- rún með 550 tunnur, og í dag kom Hrafn Sveinbjarnarson með 100 tunnur. í gærkveldi var búið að salta í 57444 tunnur á Siglufirði og á miðnætti 15. júlí var söltun á öllu landinu orðin 135.341 tunna. Til Seyðisfjarðar bárust 2900 tunnur í dag, og þar var saltað á þremur stöðvum in veita beztu kynbótahryssunnl og bezta kynbótahestinum góð aukaverðlaun. Kappreiðar fara fram bæði á skeiði og stökki klukkan 17,30. Báða mótsdagana verða til sölu happdrættismiðar og er vinningur mjög fallegur og viljugur leirljós hestur, sem dregið verður um við mótsslit þetta kvöld um klukkan 20. Síðan verður dansað í Ásbíói. Hornfirðingar taka þátt í mót- inu og verður flogið milli Egils- staða og Hornafjarðar báða móts dagana. Þá verður einnig unnt að komast flugl'eiðis til Reykjavíkur og Akureyrar, strax að móti loknu. Hingað eru þegar komnir ferða- langar á hestum úr Reykjavík í tilefni mótsins. ÁSMUNDUR Framhald af 1. síðn. og kvikmyndastjórinn Low. Er sá fyrrnefndi með fjölskyldu sína, sem leikur það hlutverk í myndinni að koma hingað og kanna „leyndardóma Snæfells- jökuls“, sem heimfrægir eru vegna sögunnar eftir Jules Verne. Annars á' iþetta fyrst og fremst að vera fræðsluikvik- mynd, sem gefi táknræna mynd af landi og þjóff, en ferðalag þessarar fjölskyldu gegnir svip uðu hlutverid og kaupstaðar- ferð systkinanna í hitaveitu- kvikmyndinni hans Þorgeirs Þorgeirseonar. Eftir nokkrar töku hér í bænum fér leiðang- urinn austur í sveitir. norður Kaldadal og austur til Mývatns, en loks kemst hann vestur á Snæfellsnes tíl að leita uppi leyndardóma Snæfellsjöikuls, og lýkur þar kvikmyndinni. — Taka kvikmyndarinnar hér stendur yfir í hálfan mánuð og heldur þá hópurinn aftur til sama lands. VEGABRÉF Framhald af 1. síffu. -kyldi ná. Var þó talið líklegt, að miðað mundi við 21 árs aldur. Þegar blaðið spurðist fyrir um betta mál í dómsmálaráðuneytinu í dag, var enn ekki búið að ákveða neitt um, hvenær úr framkvæmd- um yrði, né hvernig þeim yrði hag að. Var þó búizt við, að einhver hreyfing kæmist á málið á næstu vikum. Ekki var hægt að fá neitt upp um, hvað töfinni hefði valdið. Ibróttir Framhaid af 4 síðu 2 Mqstapic Júgóslavíu, 2:27,04 3. Salakka, Finnlandi, 2:29,19 4. Oksaken Finnlandi, 2:31,31 4x400 m. boðhlaup: i. Norðurlönd 3:13,8 2 Balkanlör)o: 3:14,7 MóSir okkar GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Hverflsgötu 88 B andaðlst að heimili sínu sunnudaginn 14 þ.m. — Jarðarfö in fer fram frá Neskirkju n.k. föstudag kl. 3,00. Þórður Gíslason Þóra Gísladóttir Auður Glsladóttir Ásthlldur Guðrún Gísladóttir. T í M I N N, fimmtudagurinn 18. júlí 1963. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.