Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 9
Kaupstaðafeið lá um svarta sanda og straumþung vötn Vio crurn stödd austur í Ör- æíasveit, þar sem höfuðskepn- urnar löngum hafa látið gamm- inn geysa. Nú er þessi sér- kennilega sveit undir fótum Ör- æfajökuls þoku hulin svo lítt sézi' til fjalla og jökla. En þok- an bindur ekki jökulelfurnar, sem æða til haft, með ógnandi straumþunga. Niður þessara miklu fallvatna berst til, okkar gegnum þokuna og minnir á það stnð, sem íbúar Öræfanna í áraþúsund hafa háð við' höfuð- skepnumar. Það er orðið langt stríð, við ójafnar aðstæður. Höfuðskepnurnar með sínar brynvörðu herdeildir, jökla, sanda, straumþung fljót og öskugos, sem lögðu blæju dauð- ans yfir gróður jarðar. Öllu þessu stefndu þær gegn fátæku og hrjáðu mannfólki, sem þrátt fyrir ailt hélt þó velli. Að vísu tókst Öræfajökli einu sinni að eyða sveitina. Það var árið 1362 í því mikE* öskugosi, sem hann þá lét frá sér fara. En hann hrósaði ekki lengi sigri, Öræf- ingar kornu aftur og settust á ný að á sömu stöðvum, og hafa þeir aldrei látið undan síga. Barátta fólksins í Öræfasveit- inni var hörð. í kaupstað og úr þurfti að tefla upp á líf og dauða við mörg og óblíð vatns- föll. Sigurvinningarnir féllu á báða bóga. Glíman við náttúru- öflin mótaði skapgerð íbúanna. Það vann enginn sigur á æð- andi jökulfljóti með því að vaða út í það beint af augum og noca stór orð. Slíkt dugði lítt. Seigla og hyggni var það sem bezt dugði, og máske það sé ekki svo lítið þeim skapgerðar- eiginleikum að þakka, að enn er byggð í Öræfum. Þokubakkinn er orðinn æ dimmari, og það er farið að rigna. Utan frá ströndinni berst draugaiegt veðurhljóð, og fær- ist í aukana. í slíku veðurfari er einmitt ákaflega notalegt að setjast ínn í hlýja og vistlega stofuna ; Hofsnesi Þangað ha’fði líka förinni verið heitið til skrafs við Bjarna bónda Sig- urðsson. ágætan fróðleiksmann. Það skemmir ekki andrúms- loftið að Páll alþingismaður á Hnappavöllum hefur slegist með í förina. Þeir vita margan fróðieik Bjami og Páll, og því ekki lesandi góður, að við' fá- um að taka þátt í spjallinu? HáJfan mánuð í kaupstað — Hvert sóttu Öræfingar verzlun hér fyrr á öldum? — Þeir sóttu hana á Djúpa- vog, svarar Bjarni, og svo á Eyrarbakka. Hins vegar gat hitzt svo á, að þeir heyrðu af betra tllarverði t. d. á Eskifirði, eða í Reykjavík, og þá fóru þeir þangað. En Djúpivogur mun þó hafa verið aðal verzlunarstaður Öræfir.ga til ársins 1861. Vamiin var sá að Öræfingar héldu allir saman í þau ferða- lög. Venian var sú að innbæing- ar fóru fyrstir af stað, og biðu þá hinna á Kvíamýrum milli Hnappavalla og Kvískerja. — Þurftu þá ekki Öræfingar tíðum að hýsa skipsbrotsmenn? — Það var nú algild regla að þeir gerðu það, segir Bjarni. — En var ekki oft vont að koma þeim frá sér? — Já, svarar Páll, frá 1905 til 1912 voru þeir alltaf flutt- ir til Reykjavíkur, en eftir það var farið að flytja þá til Horna- fjarðar i veg fyrir skip. — Bryddi ekki þarna á mörgu þjcðerni? — Nei, svarar Bjarni, þetta voru aðallega Skotar og svo þýzkir og franskir. Langmest frá þessum þjóðum. — Þeir hafa engir setzt að hér í sveitinni? — Ekki fara neinar sagnir af — Þeim hefur þótt betra að hafa samflot? — Já, þeir gerðu það í tvenn- um tilgangi, bæði til að hjálpast að, ef eitthvas bæri upp á, og svo líka til að ná betri verzlun- arkjörum geta sagt við kaup- manrinn: „Ja, annað hvort þetta allt eða ekkert“. — Þetta munu annars hafa verið 6 dagleið'ir, segir Páll, 6 dagleiðir með klyfjahesta hvora leið. En hún var lengri leið'in tii Eyrarbakka, og líka sjaldn- ar farin. — Er. þó kom það oft fyrir að þeir fóru þangað, bætir Bjarni við. — Já, en svo var það rétt eftir 1860, að verzlun kom á Papaós, og þá styttist verzlun- arleiðm um 2 dagleiðir hvora leið, verður Páli að orði. — Og þá hafa Öræfingar ekki þurft að fara lengra. — Ja, lengra og lengra ekki, svaTar Bjarni. Það var nú undir ýmsu komið hversu langt þeir fóru. Mér dettur einmitt í hug ein saga sem ef til vill væri vert að segja í þessu sambandi. — Það var eitt sinn á síðustu öld að Öræfingar voru á leið í kaup stað. Þegar þeir voru komnir austur í Fjarðareyjar kom þeim tii hugar að rétt mundi að senda mann á undan til Papa- óss, og láta hann forvitnast úm prísana Varð það úr að Bjarni bóndi Pálsson á Hnappavöllum réðist til fararinnar. Kaupmaður tók Bjama á Hnappavöllum vel og veitti hon um góðgjörðir. Hins vegar mun Bjarni litt hafa þótt koma til verölagíins. Því var það, að þegar þeir kvöddust, Bjarni og kaupmaður, varð Bjarna að orði — „Þetta voru nú alltof niiklar góðgjörðir, því ekkert veit ég hvar ég lendj með lagð- inn.“ Niðuistað'an varð líka sú, að Öræfingar lentu með lagðinn tii Djúpavogs í þetta skiptið, þar sem þeir höfð'u hlerað að verðiag mundi hagkvæmara. — Svo má geta þess, segir Páll, af rétt fyrir aldamótin kom verzlun á Hornafjörð, og þá styttist leið'in enn. — Þetta hafa þó verið löng og erfið ferðalög, eftir sem áð- ur? — Já, þau voru erfið, svarar Bjarni. Jökulsá á Breiðamerk- ursandi var oft æð'j erfiður þröskuldur. Stundum svo erfið ‘áð fara þurfti á Jökul. — Þdð hefur geymst hér í munnmælum saga, sem líklega styðst þ" við sannsögulega við burði, verður Páli að orði. Þessi saga, hún segir frá því að eitt sinn hafi lestarmenn verið 9 tíma ínn á Jökli. Þeir voru svo lengi að finna færa slóð. Jökullinn var svo sprunginn. — En þetta þótti alveg sér- stakt. Var alls ekki almennt. — Urðu aldrei mannskaðar í þessum ferðum? — Jú, það kom nú fybir, svaiar Bjami. — Sjaldan þó, bætir Páll við. — Það voru til sagnir — munnmæli um að 19 væru farn ir í JÖkulsá. Jafnmargir væru farnir í Ingólfshöfða. Þeir eru þa víst orðnir 20 í hvoru núna, því 1 hefur hrapað' í Höfðanum, og annar farið í Jökulsá, síð- an ég var strákur og talan 19 heyrðist nefnd, verður Bjarna aö orði Byggingarlagig mótaðiist af rekaviðnum — Var ekki erfitt með alla þungafiutninga hingað í sveit- ina, — byggingarvið, og þess háttar, hér áður? — Það bjargaði, að fjörur fylgdu hverri jörð og mikið var um rekavið, verður Páli til svars. Byggingarlagið var líka miðað við að hægt væri að hagnýta hann, enda var nærri ómögulegt að flytja timbur þcssa erfiðu leið. — Svo voru nú skipsströnd, segir Bjarni, og Öræfingar nutu nú góðs af því, að þar sökk ekki allt í sand. — Mannstu eftir mörgum strcndum, Bjami? — Já, ég man eftir allmörg- um ströndum. — Fylgdi þeim mikið mann- tjón? — Nei, mikið var það nú eKki. En nokkram sinnum kom það nú fyrir, því að menn áttu það til að kasta sér í sjóinn of fljótt, áður en skipið kom upp í sandinn — Þetta var þá í vetrarrosa, bætir Páll við, og þýddi ekkert að ætla sér að synda gegnum brimið. Hér alls staðar sand- strör.d, og því engin hætta á að skipin brotni á klettum. Því var bara bezt að bíða, þar til skip- ið Stóð á þurru landi, og fjarað var frá því. — Hefur ekkj sandurinn hérna stundum verið kallaður Kirkjugarður skipanna? — Já, svarar Bjarni, það er ails ekkert ofsagt, þótt sand- ströndin í Skaftafellssýslum sé kölluð því nafni. Þó alls ekki síður hér vestur í Meðallandi. Það er oft fagurt aS Ifta yfir Öræfasveit og ýms sérkennl ber fyrir augu. Hér er eltt þelrra — TRÖLLIÐ. M ■ k - , * '? , . A. -jfn tiVHf i v> ■ • • -V *r ... Það var ekki óvenjulegt hér áður, a? hýsa þyrfti skipbrots- merni því að éskilafénaður hafi orð- iö’ hér eftir, verður Bjarna að svari, nema þegar Indía- farið strandaði árið 1667, þá er talað um að skaftfellsk stúlka hafi eignast barn. Strandmenn viltust á sandinum — Hvað er þér minnisstæð- ast af ströndum, Bjarni? — Mér er það minnisstæðast, þcgar Friedrich Albert fórst 19. feörúar 1903. Á skipinu voru 12 menn. Þeir lögðú út á sanda og voru þar að hrekjast til og frá í 11 daga. Þeim varð reikað vestur með, fram hjá Hvalslíki og aiia leið vestur á Bruna- sand. Og þar var það fyrst, sem þeir rákust á mannabyggðir, þegar þeir urðu á vegi bóndans á Orrustustöðum á Brunasandi þann 31. janúar. Þá var hafin allsberjar leit. Af þessum 12 lifðu 9 hrakningana af, en ein hverjir munu og hafa orðið alveg örkumla. Óþarfa áhyggjur gamla manns- ins Nú, svo er mér nú minnis- stætt annað strand, og ekki eins átakanlegt, en það er Áróru- strandið. Það var einmitt sama árlð og tekið var fyrir innflutn ing áfengra drykkja til lands- ins. Uin þessar mundir var hér í Svínafelli aldraður merkis- bóndi, sem verið hafði nokkuð vínbneygðúr. Undir það síðasta hafðl bann stærstar áhyggjur út af því, að nú gætu menn ekki gert sér glaðan dag, er sér yrfti samfagnað vegna inn- rciðar í sætari og betri heim. Nú, fólk fjölmennti til jarðar- faranunar, og hún fór með öllu skikkar.lega fram. En síðar lieyrðj ég sagt frá því, ag fað- ir minn og fleiri hefðu verið að revna hesta sína á heimleið frá erfisdrykkjunni, og var haldið að þeir hefðu verið svona góðglaðir og hýrir, svo að síðustu áhyggjur gamla mannsins hefðu verið ástæðu- lausar. Framhald é 13. sfSu. T f M I N N, fimmtudaginn 15. ágúst 1963. — I 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.