Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 17
ALÞÝÐUBLAÐSINS 17 »g Höllu konu hans. IV. FYRST eftir að Eyvindur og Halla hurfu, vissi enginn hvar þau héldu sig, en brátt urðu menn þess varir, að þau dvöldu á hinum víðlendu heið- um milli Húnavatnssýslu og Borgarfjarðar. Hvergi á íslandi er betra að vera útilegumaður en á þessum slóðum, því á sumrin gengur þar ógrynni f jár og hesta, vötnin eru full af sil- ungi og mikið af fugli. Fór brátt að fara mikið orð af Fjalla-Ey- vindi og fleiri útilegumenn komu til hans. En því fleiri sem irson sagnfræðing þeir voru saman, því meiri var hættan á að farið yrði að leita að þeim vegna hinna slæmu fjárheimtna, er leiddi af því að svo margir þjófar lágu úti á fjöllunum. Um eitt skeið bjó Eyvindur á Hveravöllum. Var þar gott að búa vegna þess að jarðhitinn hitaði kofa hans upp og hægt var að sjóða matinn í hvernum. Annars var skortur- inn á eldsnevti eitthvert hið mesta vandamál fjallabúa. Eitt sinn varð það uppvíst að Ey- vindur dvaldi á Hveravöllum, og var flokkur manna sendur af stað til að handsama hann. Gátu þeir komizt að kofanum án þess að verða séðir og var Halla þá ein heima. Var því ekki ann- að að gera en að flytja hana eina til byggða, því auðvitað var ómögulegt að fá hana til að segja neitt um Eyvind. Halla var um hríð í haldi á Norðurlandi, og var þvínæst send til Reykjavíkur, því þar átti að dæma hana og setja hana í tukthúsið. Sendi sýslumaður Húnvetninga þrjá menn með hana suður til Borgarfjarðar. Héldu þau suður á Gríms- tungnaheiði, en þar eð þau náðu , ekki að komast yfir heiðina á einum degi, urðu þau að tjalda þar og liggja yfir nótt. Sofn- uðu fylgdarmenn Höllu þar all- ir og um morguninn er þeir vöknuðu aftur, var hún horfin og sömuleiðis malsekkur þeirra og bezti hesturinn. Þegar þeir fóru að svipast um kringum tjaldstaðinn, fundu þeir för eftir tvo hesta og lágu þau upp til fjallanna. Eyvindur hafði auðsjáanlega komið og sótt konu sína. V. Ú liðu nokkur ár og Ey- vindur og Halla héldu sig á ýmsum stöðum á fjöllunum. Oft skiptu þau um bústaði, og enginn vissi hvar þau voru þótt margar sögur gengju um þau. Vafalaust hafa þau átt ýmsa vini í byggðinni og alltaf annað slagið Ieituðu ýmsir aðrir úti- legumenn til þeirra og voru með þeim lengri eða skemmri tíma. Sumarið 1762 bjuggu þau í nánd við Arnarfell rétt sunnan við Hofsjökul. Voru tveir úti- legumenn með þeim og auk þess barn þeirra, er farið var að stálpast. Þau höfðu byggt sér þar góðan bústað með því að grafa innan stóran hól. Var þar herbergi, sem var tveir faðmar á lengd og einn á breidd. Úr þessu herbergi lágu göng lengra inn í hólinn inn í eldhús, er var kringlótt í laginu og 20 fet að ummáli. í báðum þessum her- bergjum voru veggir og loft þaktir með gæruskinnum og fjölum. Um sumarið söfnuðu þau miklu rifhrísi til eldneytis og lögðu í köst rétt við bústað- inn, og er hausta tók, slátruðu þau á milli 70 og 80 sauðum og settu skrokkana í viðarköst- inn. Ennfremur höfðu þau náð sér í dálítið af smjöri, sem þó skemmdist og höfðu þar að auki ógrynni af mör úr sauðunum. Voru þau því mjög vel búin undir veturinn, þótt 5 manns væru í heimili hjá þeim. Fjárheimtur Arnesinga voru með versta móti þetta haust. Var það augljóst, að hér var ekki allt með feldu. þar sem svo marga fullorðna sauði vant- aði. Gangnamenn höfðu líka séð fjárbraut mikla fyrir sunn- an Hofsjökul og styrkti það gruninn um að þjófar mundu liggja á fjöllunum. Kærðu nú Ámesingar þessi vandræði fyrir sýslumanni sínum, Brynjólfi Sigurðssyni, og lét hann þegar kveðja upp 33 hina röskustu menn og voru þeim fengnir hinir beztu hestar, sem völ var á. Lögðu þeir af stað frá Kall- bak í Ytrahrepp 1. október og héldu til fjalla. Frá bústað þeirrá Eyvindar var mjög víðsýnt til suðurs, og einn dag sáu þau að fjöldi manna kom ríðandi sunnan heiðarnar og stefndi í áttina þangað. Var því ekki lengur til setunnar boðið, og tóku úti- legumennirnir hina fimm hesta, er þeir höfðu og þá hluti, sem þeir síst máttu án vera, og flýðu í áttina til jökulsins. Leitarmennirnir fundu brátt híbýlin og gátu rakið slóð úti- legumannanna upp á jökulmn og vestur eftir honum, en þar lentu þeir í þoku og dagur var á enda, og snéru þeir þá aftur til híbýla útilegumannanna og létu fyrirberast þar um nóttina. Voru nú engin tiltök að elta útilegumennina lengur og urðu þeir að láta sér nægja að flytja sauðaslátrin með sér til byggða og eyðileggja bústaðinn og brenna allt sem þeir gátu ekki haft með sér. Þótt Eyvindur og föruneyti hans gæti bjargað lífinu, gat það borið til beggja vona, hvort þeim yrði þess auðið að halda því yfir veturinn. Matarforð- inn var glataður og bústaður- inn rifinn til grunna, og jafnvel bækur Eyvin^ar, Gíslapostilla og passíuprédikanir Jóns Ara- sonar höfðu orðið eftir og var það mikill skaði fyrir Eyvind, sem var trúmaður og hafði á- valt mikla huggun af lestri guðsorðabóka. En allt þetta var þó smávægilegt hjá því að hugsa til þess, hver örlög mundu bíða barnsins. VI. ETURINN, sem nú gekk í garð, var þeim Eyvindi og Höllu erfiðari en nokkur annar vetur á útilegðartímabili þeirra. Barnið gat ekki þolað hörmungarnar. Það veslaðist upp og dó, og segir sagan, að foreldrar þess hafi ekki getað horft upp á kvalir þess og feng- ið félaga sinn til að lífláta það, þar eð öll lífsvon var úti. Það hefði að vísu verið mögulegt að flytja það til byggða og láta þjóðfélagið taka við því, en for- eldrarnir, sem vissu vel hve rækilega er séð um að láta syndir feðranna bitna á börnun- um, vildu heldur vita það í gröfinni, en láta það mæta þeirri framtíð, sm því hlaut að vera búin í byggðinni. Nokkru eftir flóttann frá Arnarfelli fóru félagar þeirra Eyvindar og Höllu frá þeim og þau voru nú ein. Settust þau að nálægt Klofajökli og drógu þar fram lífið við hin mestu harmkvæli, því þótt Eyvindur væri hinn mesti meistari, bæði sem þjófur og veiðimaður, þá gekk honum mjög erfiðlega að afla þeim fæðu. Halla var þunguð og nokkru fyrir páska fæddi hún barn. En einmitt á því tímabili höfðu þau nærri því ekkert að eta, og lét nærri að Halla yrði brjáluð af að horfa upp á barnið veslast upp af hungri, og varð Eyvindur að lokum að bera það deyjandi út í snjóinn. Á páskadag voru þau orðin algerlega matarlaus, og var Halla örvingluð bæði af hungrinu og hinum nýafstöðnu raunum. Manndrápsveður var úti og því ekkert annað að gera en sitja inni í kofanum og bíða hungurdauðans. Tók þá Ey- vindur fram guðsorðabækur, er hann hafði fengið um veturinn hjá bróður sínum, er bjó í Skip- holti, og stakk upp á því, að þau læsu húslestur. Halla mótmælti því og kvað það mundi verða þeim til lítils gagns. En Ey- vindur las húslesturinn engu að síður, og þegar hann hafði lokið lestrinum, heyrði hann þrusk utan við kofann. Lagði hann þá bækurnar frá sér og greip sax eitt og gekk út. Sá hann þá stóran gráan hest spikfeitan standa við kofann. Tók hann þegar hestinn og slátraði hon- um. Það lét nærri því, að hestur þessi yrði til þess að koma þeim Höllu og Eyvindi undir manna hendur. Var það ágæt- ur reiðhestur og eigandi hans var ríkur maður á Suðurlandi. Hann hélt mikið upp á hestinn og hafði alið hann í hesthúsi um veturinn. Rétt fyrir páska braust hesturinn eitt sinn út úr húsi sínu og hljóp til fjalla, og áleit eigandinn, að hann héldi sig uppi á fjöllunum og lét leita hans með mikilli á- kefð. í september sumarið eftir kom hann við fimmta mann til kofa Eyvindar og þekkti húð hestsins, er hékk fyrir dyrum kofans. Þau Eyvindur og Halla voru bæði heima og voru tekin til fanga og flutt til Reykja- hlíðar við Mývajn, því að þang- að var skemmri leið frá kofan- um en.til Suðurlandsins. Voru þau sett þar í strangt varðhald og var Eyvindur lokaður inni í kirkjunni, en Halla höfð í bæn- um. Var Eyvindi nú borinn matur í kirkjuna og er hann hafði matast, bað hann um

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.