Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 25

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 25
ALÞÝÐUBLAÐSINS 25 ina. Svera kaðalinn, sem hún hafði um hálsinn, gátu allir séð, en alla hina grönnu og sterku þræði, sem teymdu „Jólarós“ heim, gat enginn fengið hug- mynd um, nema með því að lesa langa nafnalistann. Það var kennarinn, sem kom með hana. Og auk þess stórt umslag með yfir þúsund krón- um í. Þarna stóð „Jólarós11 aftur á gamla básnum sínum — og pabbi með alla peningana í hendinni — og mamma og börnin umhverfis hann. Jafnvel Marta með „svörtu gluggatjöld- in“, þrátt fyrir feimni sína og fáskiptni. Því að kennarinn hafði sagt dálítið merkilegt: að allir í sveitinni væru svo glaðir vegna þess, að þeir hefðu flutt jólagleðina til Bjölluáss. Hve oft hafði Mörtu ekki dreymt prinsessudrauminn sinn, en í hvert sinn, sem hún kom heim til Bjölluáss, var þar jafn- fátæklegt og Gunnar kom hlaupandi 1 sömu bættu tötrun- um. ... Nú var ævintýrið komið al- veg inn í stofuna- til þeirra, raunverulegt og satt — hið gamla en þó sífellt nýja ævin- týri um jól og mannkærleika. JÓL LISTMÁLARANS. Frh. af 6. síðu. hann bjó. Hún náði sér í bíl og ók þangað. En þar var allt harð- læst. Hvað átti nú að taka til bragðs? Ef til vill bjó húsbónd- inn uppi? Hún ætlaði að ganga úr skugga um það. Og sú varð raunin á, að bóksalinn bjó í í- búðinni uppi yfir búðinni. Jú, hann mundi vel eftir dönsku konunum, sem höfðu komið til hans. Og hann vissi, hvar Linde hafði búið, þegar hann fór einu sinni til Rómaborgar. Ef til vill bjó hann þar líka núna. Hann fór að leita að heimilisfanginu, en fann það ekki. Svo fóru þau ofan í búðina og þar leitaði hann, en því miður var hann búinn að týna því. Gerða fór heim á gistihúsið sitt og tók á sig náðir. En hún gat ekki sofnað. Alla nóttina lá hún andvaka og hugsaði um það, hvernig hún ætti að fara að því að finna Jörgen Linde. Stúlkan kom upp með morg- unkaffið. Hún snerti ekki kaff- ið, en lá með lokuð augun. Hún varð þá að fara heim við svo búið. En átti hún þá að koma hingað aftur einhvern tíma í sumar? Nei, það gat hún ekki Skömmu seinna var bankað gert. á dyrnar. Hún lá og mókti með lokuð augun. Stúlkan kom aft- ur. — Hér er heimilisfang til ungfrúarinnar frá bóksalanum, sagði hún á bjagaðri þýzku og rétti Gerðu blað. Gerða spratt á fætur og gekk inn í snyrtiklefann. Aftur var kominn roði í kinnar hennar. Skömmu seinna sat hún í lestinni og var á leið til Róma- borgar. Voru miklar líkur til þess, að hann byggi nú á sama stað og þá? Hún hristi höfuðið. Á járnbrautarstöðinni í Rómaborg náði hún í bíl og nefndi heimilisfangið, sem stóð á blaðinu. — En það liggur á, sagði hún við bílstjórann og borgaði honum ríflega þjórfé. Herra Linde? Jú, hann bjó hérna. En hann var úti að mála og kom víst ekki heim fyrr en með kvöldinu. — En kemur hann þá í kvöld? spurði Gerða. — Já, auðvitað. — Klukkan hvað? — í síðasta lagi klukkan 8. — Þá ætla ég að koma klukk- an sjö. Verður þá opnað fyrir mér? — Já, auðvitað. Dagurinn silaðist áfram. Hún gekk eins og í svefni og vissi ekki á eftir, hvað hún hafði tekið sér fyrir hendur. En kl. 7 hringdi hún aftur. Gat hún fengið að koma inn á herbergi hans og bíða hans þar? — Já, það er sjálfsagt, gerið svo vel. Og maðurinn vísaði henni veginn. Það var lítið herbergi og húsráðandinn kveikti ljós. Þegar hún var orðin einsöm- ul tók hún af sér hattinn og kápuna og settist í hægindastól- inn. Þá sat hún nú í herberginu hans. Hér bjó hann. Hér voru málaraáhöld hans og hálfunnin listaverk. Hún stóð á fætur og gekk að borðinu. Þar var bréf, sem hann var rétt byrjaður að skrifa. „Góða ungfrú Gerða! Þá er ég nú kominn aftur til Rómaborgar. Ég ætla að byrja aftur á myndinni frá Palatín- hæðinni, sem misheppnaðist hjá mér í fyrra. En nú skal það heppnast. Allt, sem ég tek mér fyrir hendur núna, heppnast. Eftir fáeina daga, ef til vill strax á morgun, fer ég aftur til Florens. Ég hlakka til þess, ef það skyldi liggja þar bréf til mín, þegar ég kem heim. — Góði Jörgen, hvíslaði hún. Loksins hefi ég fundið þig. Hún kveikti á litla, róm- verska lampanum, sem stóð á borðinu — og slökkti rafljósið. Svo settist hún í hæginda- stólinn og beið. Allt í einu heyrði hún fóta- tak úti á ganginum. Svo var tekið um hurðarhúninn. Þama stóð hann í dyrunum með málaraáhöldin. Hvorugt þeirra sagði orð. Stundarkorn stóð hann og horfði á hana. — Gerða, hvíslaði hann. — Hvernig stendur á því að þú ert hér? Hún stóð á fætur og kastaði sér í fang hans. — Ég kom, eins og ég lofaði, til að sækja þig.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.