Alþýðublaðið - 12.10.1946, Side 3

Alþýðublaðið - 12.10.1946, Side 3
Laugardagur 12. okt. 1946. ALÞYÐUBLAÐIÐ Amaldur Jónsson: FLESTIR ÍSLENDINGAR munu hafa heyrt getið hins mikla flugvallar, er Banda- ríkjamenn létu gera á Reykja nesskaga, en færri munu hins vegar hafa gert sér grein fyr- ir hvers konar risamannvirki þetta er. í stuttu máli má segja, að fiugleiðir ur öllum áttum mætist á þessum flugvelli. Með öðrum orðum, á flugvell inum eru krossgötur Norður- Atlantshafsins. Þegar minnzt er á flugvöllinn sjá flestir í huga sér steinsteyptar braut- ir, sem notaðar eru til að láta flugvélar lenda á eða hefja sig til flugs, en flugvöllur er í sjálfu sér miklu meira. Um flugvöllinn við Keflavík má segja, að hann sé ein stórkost leg vélasamstæða, þar sem hundruð sérfróðra manna vaka yfir hverjum hlut nótt og dag. Hvergi má vera autt rúm, til þess að hið mikla bákn geti gegnt því hlutverki sínu á hvaða tíma sólar- hrings, sem er, að taka við flugvélum, sem koma svíf- andi utan úr himingeimnum úr öllum áttum eða leggja þaðan til flugs til fjarlægra landa handan við höfin. Við skulum nú litast um á flug- vellinum og í nágrenni hans. Völlurinn og umhverfi hans. Flugvöllurinn liggur á Keflavíkurheiði. Ná sumar brautirnar nálega þvert yfir Reykjanesskagann, milli Keflavíkur og Hafna. Braut- irnar eru 4, og skerast þær allar nær öðrum endanum, nokkru utan við miðju. Vísa brautarendarnir í allar höf- uðáttir, svo að unnt er fyrir flugvélar að lenda og taka sig upp á vellinum í hvaða vind- átt, sem er. Er þetta einn höf- uðkostur flugvallarins, en auk þess er þarna mjög rúm- gott, líti.ð um fjöll í næsta nágrenni og því auðvelt fyrir flugvélar að ná eðlilegri hæð, á þess að tefla í nokkra tví- sýnu. Lengd hverrar brautar er geysi.mikil. Ti'l samanburðar fyrir þá, sem þekkja flugvöll- inn við Reykjavík, munu brautir þessa vallar vera að minnsta kosti helmingi lengri. Utan með því svæði, sem sjálfar rennibrautirnar liggja á, efu flugvélavegir í hálfhring kringum völlinn. Báðum megin við þennan veg eru upphlaðnar tóftir fyrir um 80 flugvélar af stærstu gerð og auk þess allmargar tóftir fyrir minni vélar. Þess- ar tóftir munu aðallega hafa verið gerðar fyrir styrjaldar- þárfir, þégar fjöldi risaflug- véla var geymdur á vellinum vikum saman í margs konar tilgangi, en auk þess er mjög hentugt að hafa þessi. byrgi, hvenær sem þörf er á að KEFLAVÍKURFLUGVÖLLURINN hefur undan- farna daga og vikur verið á hvers manns vörum hér á landi, þó aðeins fáir Islendingar hafi nokkru sinni litið þetta mikla mannvirki augum. Mun marga því fýsa að fá nokkurn fróðleik um þennan flugvöll, sem við eigum nú innan skamms að taka við. Fer hér á eftir stórfróðleg grein um hann, sem birtist í febrúarheíti tímaritsins „Samvinnan“ s. 1. vetur, og er eftir Arnald Jónsson blaðamann. og GARÐASTRÆTI 2, 4. hæð. geyma margar flugvélar á vellinum, t. d. fyrir nætur- sakir. Sjálfar eru rennibraut- irnar steinsteyptar, og ofan á steininn hefur veri.ð sett mjúkt malbikslag. Undir- staða vallarins er traust — hin aldagömlu brunahraun Reykjanesskaga. I „turninum". „Turninn" er eins konar heili þessa mikla mannvirk- is. Þaðan er allri umferð á vellinúm stjórnað. Frá hon- um er haft samband vi.ð veð- ur og loftskeytastöðvar vall- arins. Þaðan er enn fremur haft stöðugt þráðlaust sam- band við flugvélar, sem eru á leiðum sínum einhvers stað ar í loftinu. Sumár eru vest- ur á Atlanthsafi, á miðri lei.ð milli íslands og Ameríku, aðr ar eru suður við Skotland og enn aðrar austur við Noregs- strendur. Flugvélunum eru gefnar leiðbeiningar um veð- ur og önnur flugskilyrði, og jafnframt fá þeir, sem í „turn inum“ vinna, vitneskju um, hvernig flugvélunum gengur, í hvaða hæð þær fljúga og hverni.g veðrið er á þeirra slóðum. Mest af þeim byggingum, sem tilheyra þessum hluta flugvallarins, eru neðanjarð- ar, aðeins ,,turninn“ sjálfur er ofanjarðar. í þessari bygg- ingu eru margbrotnar vélar sem tugir sérfræðinga vinna við allan sólarhringinn. í miðri turnbyggingunni er talsvert stór salur. Á veggj- unum hanga stór landabréf. Sum eru af íslandi, þar sem svæði.ð kringum Reykjavík er sérstaklega merkt, en það er raunverulega það veður- svæði, sem sérstáklega kem- ur flugvellinum við. Einnig eru þar veðurkort af norðan- verðu Atlantshafi, og sýna þau lægðir þær, sem daglega eru að sveima á hafinu hér fyrir vestan og austan land- ið. Að öðru leýti er þessi sal- ur notaður til að gefa flug- mönnum, sem leggja frá vell- inum, leíðbeiningar. Áður en þeir leggja af' stað, safnast' þeir sarnan í þéssum sal. Þeir skoðá veðurkortin óg setja sig inn í veðurskilyrðin. Síð- an eru þeim gefnar fyrirskip- anir um, í hvaða hæð þeir eigi að fljúga. Er þeim gefin mismunandi hæð, sem þeir verða að halda sig í alla leið- ina, til hvaða lands, sem þeir kunna að fara. Er þetta gert til að forðast árekstrarhættu á leiðunum. Að öðru leyti eru þeim gefnar fyrirskipanir og upplýsingar, sem allar mi.ða að sem mestu öryggi flugvéla og farþega á leiðinni. Yeðurstöðin. Ekkert er eins mikilvægt fyrir flugmanninn og ná- kvæmar upplýsingar um veð ur á þeim leiðum, sem hann flýgur. Veðrið er hans aðal glímunautur, hvort sem flog- ið er að nóttu eða degi, yfir haf eða land. Af þessum sök- um hafa allir fullkomnir flug vellir á að skipa færustu mönnum í veðurfræði, sem vinna til skiptis nótt og dag. Meeks-flugvöllurinn hefur mjög fullkomna veðurstöð. Þar eru tugir veðurfræðinga að störfum nætur og daga að reikna út og fylgjast með hinu breytileva o^ duttlunga- sama veðri Norður-Atlants- hafsins o« í ^"^a ná""°nni flu«vs>Hari^'’ ,r'',*'nr"'öð:n er í s+öðuvu sa’ ' v'ð ..turn inn“, sem e’rs og áður er sagt, sendir stöðugar fregnir um veður og veðurhorfur til ótölulega margra flugvéla, og veðurstöðva á ströndum meginlandanna be^vja rre«.in Atlantshafsins. Er b°ssi þátt- ur í rekstri hins mikla flug- vallarmannvirkis einn sá mikilvægasti, enda krefst hann mikils fjölda sérfræð- inga og stöðugrar árvekni. Miðunarstöðvar. Vi.ð flugvöllinn eru tvær mjög fullkomnar miðunar- stöðvar, sem eru báttur í hinu margbrotna leiðsögukerfi flugvallarins. Einnig við þess ar stöðvar vinna eingöngu sérfræöinpar. Verður að vera þar á varðbergi allan sólar- hringinn. Starfræksla þessara tækja er mjög mikilvæg ekki síður en annarra þátta þess marg- brotna vélakerfis, sem ti.l- heyrir flugvelMnum. Mjög er algengt nú orðið að fljúga fyr ir ofan veður og ský. Það hjálpar þó ekki, þegar lenda skal á flugvellinum. Þessar stöðvar eru því ómissandi á flugvellinum til að hjálpa flugmönnunum til að finna völlinn og rennibrautirnar. Stundum er skýjahæðin lítil og skammt niður í gegnum diromviðrið, niður á völlinn. í öðrum tilfellurh er skýja- hæðin mikil og erfitt að kom ast í höfn. Verða þá mennirn- ir, sem stjórna miðunarstöðv- unum, að vera þeim vanda vaxnir að leiða flugvélarnar farsællega gegnum dimmviðr ið .inn á flúghöfnina. Það er í alla staði ábyrgðarmikið starf. Getur þar oft verið um líf eða dauða að tefla. Viðgerðarverkstæðin. Þær byggingar, sem hæst ber á flugvellinum, eru hin risavöxnu verkstæði, þar sem fullkomnustu tæki eru til að gera við flugyélar og allt; sem þeim ti'Iheyrir. Verk stæði þessi eru tvö, og vinna tugir manná í hvoru fyrir sig. Eru þeir allir sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þar á með- al eru vélaviðgerðarmenn, menn, sem gera við móttöku- og loftskeytatæki og sérfræð- ingar í mörgum öðrum grein um. Öryggi loftflutninganna hvílir ekki hvað sízt á starfs- mönnum þessarar deildar vallai'ins. Mikið er undir því komið, að vélar og skeyta- tæki flugvélanna séu í ör- uggu lagi. Á því byggist líf og afkoma flugáhafnar og far þega. Ranða-krossstöðvarnar. Vilji svo illa til, að ein- hvað beri út af hjá flugvél, sem annað hvort er að lenda eða að hefja sig til flugs. er nauðsynlegt að vera við slík- um óhöppum búinn, þótf þau komi nú sialdan fyrir. Fvrir þessu er líka vel séð á flug- vellinum. Á stað, þar sem komast má svo að segja að hvaða rennibraut vallarins sem er, á broti úr mínútu, hef ur hjálparstöð vallarins bæki stöð sína. Þar eru læknar og hjúkrunarkonur til taks all- an sólarhringinn. Ennfremur sjúkrabifreiðar með sérstak- lega æfðum mönnum, sem hafa mikla leikni í því, að komast örskjótt á slysstað- inn. Þetta er mjög nauðsyn- legt af þeim sökum, að slík slys ber venjulega að hönd- um með ofsahraða, og eina lífsvonin getur oft veri.ð sú, að unnt sé að koma þeim, sem í slysinu hafa lent, til hjálp- ar um leið og það á sér stað. Eins og áður er sagt, eru slík- ir atburðir orðnir mjög fátíð- ir nú, en fullkomin flughöfn •Nokkrir duglegir, lag- tækir menn, óskast á verkstæði vort við tré- smíðar, réttingar, bif- vélavirkjun o. fl. Upplýsingar gefur Gunnar Vilhjálmsson. H.f. Egíll hjálmsson, lætur á ekkert skorta til að gera öryggið fyrir loftfarend ur sem mest að öllu leyti. Birgastöðvar. Hin stóru flugvélabákn, sem fljúga yfir heimshöfin, þurfa auðvitað mikið elds- neyti. Það segir sig hins veg- ar sjálft, að því meira elds- neyti sem vélin hefur meðferð is, því minna getur hún flutt af öðrum þunga. Flugvöllur- inn við Keflavík hefur ómet- anlega þýðdngu í þessum efn- um. Vegna þess, að unnt er að koma við á íslandi og taka þar forða á leiðinni yfir heimshöfin, geta flugvélarn- ar flutt fleiri farþega og meirli farangur, og um leið Framhald á 7. síðu. Söngvakvöld Einars Krisfjánssonar EINAR KRISTJÁNSSON, óperusöngvari hefur sýnt það ljóslegar en aðrir söngvarar hinnar yngstu kynslóðar, að hann ber hag íslenzkrar tón lifetar fyrir bi'jósti og flytur örvandi strauma til allra þeirra sem henni eru að smáu eða stóru handgengnir. íslenzk tónskáld eru nú stödd á mjög merkum tíma- mótum þjóðlegrar vakning- ar, og er þess að vænta, að upp úr þeim umbrotum skap ! ist sérstæð grein íslenzkrar tónlistar, sem borið geti nafni landsi.ns fagurt vitni í framtíðinni. Einar er tilval- inn fulltrúi slíkrar brautryðj andastarfsem sökum listrænn ar nærfærni. sinnar við hina nýsköpuðu fyrirmynd. Með glöggrj innsýn tekur hann ’ verkefni.ð föstum og óskeik- ! ulum tökum, án hinnar minnstu löngunar til þess að leggja annað til túlkunar sinnar en það sem þrautslíp- uð rödd og fyrirskrifaður vegur býður. Páll ísólfsson hefur í lagi sínu, Frá li.ðnum dögum, náð að heilla fram sérlega hugstæða endurminn ingu með tilfinningaríku hljómspili og lireinni og vel mótaðri laglínumyndun. Hins vegar er Heimir ekki eins þéttur í sessi og stendur að baki, hinum frísklega seið í Söng völvunnar. Þórarinn Jónsson er enn allt of lítið þekktur fyrir tónsmíðar sín- ar, sem anda innborinni söng kynngi og hljómauðug lag- sæld, svo sem Nótt gefur skýrt til kynna. Karl Runólfs. son fer stundum nýstárlegar leiðir og hallast jafnvel að frönskum impressionisma; Söngur bláu nunnanna með ostinato klukkuspili í diskant og sterkri heiltónahreyfingu, er ágæt tilbreyting frá i.nn- fjálgri mótmælendramúsík Einar Kristjánsson. og bregður yfir sig leyndar- dómskenndri helgiskikkju ka þólsks óttusöngs. Á allt öðru sviði stendur Markús Krist- jánsson með heilsteyptri ljóð- rænni. skapshöfn og átaka- miklum móði biturrar lífs- beizkju í lögum sínum Minn- ing og Bikarinn, sem Ei.nar fiutti með afbrigðum skil- merkilega, með öruggum ,til- þrifum og öflugri stígandi hvarvetna á hámörkum. Leilc arahæfileika sína og léttleika í óperublöndnu parlando sýndi söngvarinn í fjörlegu kímnilagi Árna Thorsteins- sons, Meðalið, og sindrandi raddstyrk í hetjulegri hæð Flamraborgarinnar eftir Sig- valda Kaldalóns. Victor von Urbantschitsch lék undir af næmri smekkvísi. Salargestir tóku söngnum með ríkum fögnuði, klöppuðu óperusöngvaranum óspart geipilof í lófa og tjáðu hug- heilar þakkir sínar með mörg um fögrum blómvöndum. Hallgrímur Helgason. j

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.