Alþýðublaðið - 16.10.1946, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.10.1946, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. okt. 1046. ■ ■ - ■ . — ... 86 TJARNARBÍÓ Tvö þusund konur (Tvvo Thousand Women) Spennandi mynd frá fangabúðum kvenna í Frakklandi. Phyllis Calvert Flora Robson Patricia Roc Bönnuð innan 14 ára sýnd kl. 5—7—9 æ BÆJARBSO a Hafnarfirðlí Ásfaræði Frásaga um sterkar kenndir, um ást tveggja manna á sömu konunni sem er eiginkona ann- ars en ástmey hins. Aðalhlutverk: Jean Gabin Gaby Morlay Jean-Pierre Aumont Mona Goya Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Myndin hefur ekki verið sýnd í Beykjavík. Sunnudag nokkurn sumar- ið 1941 fór fram barnaskírn í kirkju í Norður-Þrænda- lögum í Noregi. Fyrsta barnið, sem var sveinbarn, vaf heitið Vidkunl Vidkun Adolf. Þegar presturinn spurði konuna, sem hélt næsta barni undir skírn, hvað sveinninn ætti að heita, svaraði hún: -—Hann á að heita Hákon; en fyrst verður að skipta um vatnl „Þú ert heppin að eiga Tom og Harriet fyrir foreldra,“ sagði Henry. „Þau munu annast um þig og drenginn sem þú sjálfsagt veizt. Og eins og ég sagði þér áðan, þá erfir þessi drengur allt, þegar ég dey.“ Hann horfði rannsakandi á litla, alvarlega drenginn í dökkgrænu flauelsfötunum. „Tómt hús, aragrúa af efa- semdum og draumum — örlítinn lífeyri,“ sagði hann. John-Henry hallaði sér upp að móður sinni og togaði í hönd hennar til merkis um að hann vildi fara. Honum leizt ekki, á þennan ókunnuga mann, sem horfði vorkun- araugum á hann, og hann vildi fara heim á prestsetrið til afa, þar sem hann þekkti allt og skildi allt. „Hann er búinn að fá nóg af mér,“ sagði Henry og brosti við. „Gott og vel, ungi maður, ég skal ekki tefja þig lengur. Ég er líka að fara.“ Hann gekk með þeim fra mí anddyrið. Það var búið að hlaða farangrinum upp í vagninn og þjónninn stóð fyrir framan dyrnar í ferðafötum. „Það er misskilningur,“ sagði Henry, „að reyna að lifa sig inn í fortíðina Líttu ævinlega fram á við, ef þú get- ur “ Hann horfði á húsið, gluggana á nýju álmunni með hlerum fyrir og li.tlu svalirnar fyrir ofan dyrnar. Svo tók hann í höndina á Jinný og klappaði léttilega á kollinn á drengnum. Hann steig upp í vagninn, þjónninn skellti hurðinni og settist fram í við hliðina á ökumanninum. „Viltu skila lcveðju til Tom og móður þinnar frá mér,“ sagði Henry. „Ég hitti þau aldrei framar. Spurðu Tom, hvort hann muni effeir því, þegar hann sagði við mi.g fyrir meira en þrjátíu árum: „Ég vildi heldur vera góður eins og Eyre- fjölskyldan en duglegur eins og Brodrickarnix.“ Gallinn er sá, að hið góða deyr og er grafið í jörð niður. Dugnaðurinn lific, hjarir og úrskynjast.“ Hann lei.t í hinzta sinn á steinveggi kastalans og niður aflíðandi grasflötina á víkina og Dooneyju og gráa og svip- mikla Hungurhlíð. Svo brosti hann enn einu sinni til Jinný. „Þú þekktir aldrei móður mína?“ sagð hann. „Hún dó fyrir mörgum árum í Ni.ce. Síðustu orðin sem hún sagði við mig voru: „Vertu ekki alvarlegur, Henry minn. Enginn hef- ur gott af að hugsa of mikið.“ Ég veit ekki hvort hún hefur haft á réttu eða röngu að standa, en of mikil íhugun hefur aldrei reynzt mér vel. Þú getur sagt syni þínum þessa sögu, þegar hann kemur til vits og ára.“ Hann talaði eitthvað við ökumanninn, lyfti hattinum og vagninn skrölti niður eftir akbrautinni og hvarf síðan milli trjánna. Um leið og hann ók inn í skóginn, flögruðu hegrarnr upp úr hreiðrum sínum í trjágreinunum og svifu kveiiiandi yfir víkina í áttina til Dooneyju. ARFLEIFÐIN, 1920. Um leið og John-Henry beygði inn í DrottningargötUj kom vörður út úr einu húsinu. „Það er tæplega óhætt að fara lengra,“ sagði hann. „Það er skothríð í hinum enda götunnar og þú gætir fengið kúlu í bakið frá einhverjum hermanninum.“ Um leið og hann sagði þetta, heyrðu þeir í vélbyssu og æ nyja bió æ æ gamla bió æ Helja í heljarklóm („Captain Eddie“) Atburðarík stórmynd um ævi flughetjunnar og kappaksturskappans Ed- ward Rickenbacker. Aðalhlutverk: Fred MacMurry, Lynn Bari, Thomas Mitchell, Lloyd Nolan. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Walerloobrúin (Waterloo Bridge) Vivien Leigh Robert Taylor Sýnd kl. 9. UPPÞOT í ÚTVARPS- SAL (Rado Stars on Parade) Amerísk gamanmynd. Skopleikarnir Wally Brown og Alan Carney Söngmærin Frances Langfard Sýnd kl. 5 < það ýskraði í hemlum á bifreið. Vörðurinn glotti. „Einhver hætt staddur,“ sagði hann. í hinum enda götunnar stóð bifreið uppi við gangstétt- ina og gegnum rúðuna sást í byssu, sem miðað var út á torg- ið. Þrír menn á gangstéttinni fleygðu sér til jarðar. Einhver kom hlaupandi, út úr húsi og stökk upp í bílinn. Hann var með byssu í hendinni. Lítill hermannaflokkur kom í ljós hjá torginu, bíllinn jók ferðina og beygði til hliðar upp þver- götu. Hermennirnir skutu á bílinn og svo hlupu þeir yfir torgið í áttina til stóra pósthússins á horninu. Mennirnir, sem höfðu fleygt sér á grúfu á gangstéttina, stóðu nú á fætur aftur og hristu af sér rykið eins og ekkert hefði í skorizt. Kvenmaður kallaði skrækri röddu úr Ioftglugga eins húss- ins, Kirkjuklukkan sló fimm. John-Henry kveikti sér í sígar ettu og brosti til hermannsins. „Manni dettur ósjálfrátt í hug“, sagði hann, „að menn væru orðnir þreyttir á að skjóta hver annan eftir meira en fjögurra ára stríð.“ Hermaðurinn tók fram stubb, sem hann hafði geymt bak við eyrað á sér og fékk léða eldspýtu. „Ekki í þessu landi,“ sagði hann. Ekki einn einasti þeirra mundi hika vi.ð að reka hníf í bezta vin sinn ef hon- um dytti í hug, og fara svo með blóm á leiði hans.“ John-Henry hló og fleygði frá sér eldspýtunni. „Þetta er ekki. rétt,“ sagði hann. „Ég er einn þeirra og mig hefur aldrei langað til að reka neinn í gegn.“ Hann gekk niður strætið, í áttina ao torginu, þar sem skothríðin hafði verið. Margir gluggar voru brotnir, ekki eftir þessa nýafstöðnu atburði, heldur eftir margra vikna óeirðir. Á torginu voru nú engir hermenn, nema hervörður stóð við lögreglustöðina. Ungur maður var að tala við konu á götubrúninni. Andlit hans var tekið og þungbúið. Hann var með hendur í vösum. „Þeir náðu í Micky Farran,“ sagði hann vi.ð konuna, og um leið og John-Henry gekk frám hjá, þagnaði hann og leit niður fyrir sig. Þau gengu bæði. af stað, og John-Henry fannst göturnar tómar og undarlega þögular. Hinum megin við torgið voru leifar af dálitlu götuvirki. Gaddavír lá í flækjum hér og þar. Skyndileg regnskúr skall yfir en stytti upp strax aftur. í f jar lægð heyrðust skellir í gufuskipi, dimmir og þungir, og í. sömu andránni heyrðist hvellt ýskur í dráttarskipi. John- Henry var að hugsa um orð varðmannsins: „Ekki einn ein- am - Myndasaga Alþýðublaðslns: ðrn elding - GOOp/ IVE CAN íSET OUT OF HEITE NOW-.IT'S STAPTIN& 7 TO SNOW/ AlN'T HE CUTE?. — T'M CALLING- HIM “SNOYVSALL THE POOK UTTLE GuVS s. SCAfSEP STIFF/ 5------ YEAtf, TH£f?E HE 15.. POWN EELOW, LOOKS LIKE HE'S HAVIN5 v TeoUBLE ---- T HE'5 GOT SOMETHING ... IT'ð the CUB/ \VHEI?E PID 5LIM \THIS 15 WHESE GET TO?-_HEWAS \ THEV BOTH HOT ON THE TKAIL / BOLLEP .POWN OF THAT SEAK A THE HILL------ i cub/ T&i—ii................ m/UDOK WE HAVE MASCQTf -sjuiOn Reg,:Ö. S. Pot. Ofí. AP Ncwsfcatures ÖRN: Flvert fór Slim? Hann var að elta húninn. BLINKIE: Hérna ultu þeir niður brekkuna. ÖRN: Það er allt í lagi, bara að við komumst héðan, nú byrjar að snjóa. SLIM: Sjáið þið bara, hér er ÖRN: Já, þarna er hann, ég held hann sé í vandræðum. CELIA: Sjáðu, hann er búinn að ná í eitthvað, það er húnninn. minjagripur. — Finnst ykkur hann ekki fallegur? Sá er nú hræddur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.