Alþýðublaðið - 28.05.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.05.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 28. maí 1849. ÍTtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmunðsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur; Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan hX r Ovænfur áhugi í húsnæiismálunum MORGUNBLAÐIÐ er í meira Iagi seinheppið í mál- efnavali fyrir næstu bæjar- stjórnarkosningar í Reykjavík. Nú, rúmlega missiri fyrir kosningar, reynir það að gefa í skyn, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi öllum öðrum meiri á- huga á lausn húsnæðisvand- ræðanna og hafi afrekað svo mikið í því sambandi, að æv- intýri sé líkast. Blaðið reynir að slá Gunnar Thoroddsen til riddara sem hinn mikla vel- gerðamann hinna húsnæðis- Iausu og ber í því sambandi á Sjálfstæðisflokkinn oflof, sem er í raun og veru argasta háð. Þessi tilraun Morgunblaðs- ins er fyrirfram dæmd til að misheppnast. Afskipti núver- andi bæjárstjórnarmeirihluta af húsnæðismálunum í Reykja- vík eru sannarlega ekki með þeim hætti, að ástæða sé til að miklast af. Verkin sýna mérkin, og þeim verður ekki breytt með orðaskvaldri og fagurgala. ❖ \ Fyrsta afrek Sjálfstæðis- flokksins í húsnæðismálum Reykvíkinga var bygging Pólanna sællar minningar. Sú framkvæmd var sannarlega ekki til að stæra sig af, en eigi að síður hafði hún kostað langa og stranga baráttu. Alþýðu- flokkurinn hafði árum saman krafizt þess, að bæjarfélagið sýndi einhvern vilja á því að láta þessi mál til sín taka, og Pólarnir voru úrlausn bæjar- stjórnaríhaldsins, þegar hún loksins kom. Síðan var bar- áttunni haldið áfram, og Sjálf- stæðisflokkurinn neyddist smám saman til að fallast á þær kröfur, sem Alþýðuflokk- urinn bar fram í umboði fólks- ins, en dró úr hverri hugmynd í framkvæmd eins og hann frekast þorði. Jafnvel það, sem gert hefur verið í húsnæðis- málum Reykvíkinga á stríðs- árunum, er langt frá því að vera nægilegt eins og húsnæð- isbölið sýnir bezt. Byggingar bæjarfélagsins hafa í fyrsta lagi verið allt of fáar og í öðru Iagi allt of dýrar. Ástæðan er að verulegu leyti sú, að bæjar- stjórnarmeirihlutinn gekk að þessu verki nauðugur og með hangandi hendi. En nú segir Morgunblaðið, að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að beita sér fyrir því, að kyggðar verði ódýrar íbúðir í Reykjavík og bætir því við, að stefna flokksins sé sú, að ein- staklingar, bær og ríki byggi í sameiningu. Áður hefur blaðið haldið því fram, að einstak- lingsframtakið væri fullfært um að rækja þetta hlutverk. Væri betur, ef satt reyndist, að Sjálfstæðisflokkurinn væri að vakna til vitundar um, hvað gera þurfi til lausnar á hús- næðisvandræðunum í höfuð- Kaupum fuskut BaWursgötu 30 Sýning fríslundamálara. — Ferðalög Heklu til Skotlands. — Mikil aðsókn. — Kvartað yfir fjóskofa. ÞAÐ ER GAMAN að heim- sækja sýningar frístundamálar- anna að Laugavegi 166. Eist- iðkun þeirra er vottur um það, að ekki eyða allir tómstundum sínum í fánýti. Og það hygg ég að upp ur jarðvegi þeim, sem þessir menn eru að skapa muni vaxa mikill og almennur áhugi fyrir list — og góðir listamenn. VITANLEGA VERÐUR MAÐUR mjög áberandi var við það, að þarna eru viðvaningar að verki, enda er það ekki til- tökumál, en innan um eru verk sem hver listmálari sem væri þyrfti ekki að skammast sín fyrir. Sérstaka athygli mína vöktu myndir Jóns Bogasonar, sjómanns í Flatey. Þær eru mjög vel gerðar, ákaflega sterk- ar og bera ótvírætt merki um mikla hæfileika. ÞAÐ FÓR eins og ég spáði, að fólk myndi fagna því mjög ef Ríkisskip og Ferðaskrifstof- an efndu til sumarleyfisferða til annarra landa. Nú þegar munu í þann veginn að vera pöntuð öll pláss í ferðum Heklu til Skotlands — og munu færri fá en vilja. Fyrsta ferðin mun standa í 10 daga enda svo, og verður staðið við í Glasgow í 4 daga. Aðrar ferðir munu verða styttri eða alls í 8 daga, og verður þá ekki staðið veð í Glasgow nema 2 daga, en dag- arnir verða vel notaðir. ÉG LAGÐI TIL í fyrra, að farið yrði í svona för til Norð- urlanda, en ekki hefur orðið af því, enda enn vonir um að eitt- hvað 'af ferðamönnum frá Eng- landi taki sér far með Heklu, en hlns vegar mun ekki vera hægt sem stendur að skipu- leggja ferðalög frá Norðurlönd- um hingað — og vitanlega verð- ur að byggja þessar ferðir á öruggum fjárhagslegum grund- velli. En síðar munu svona ferð- ir verða skipulagðar til Norður- landa, enda bíða margir eftir því með óþreyju. VERKAMAÐUR SKRIFAR: ,,Vegna þess að Alþýðublaðið hefur nú umferða viku. Þá finnst mér tímabært að skrifa þér nokkrar línur Hannes minn, og mælast til þess við þig að þú skorir á fulltrúa slysavarnafé- lagsins að hann taki sér ferð á hendur á gatnamót Þverholts, stakkholts og Stórholts, og hlut- ist til um að kofaskrifli nokk- urt, sem þar stendur og einu sinni var fjós, en er nú aðeins klakstöð fyrir rotturnar, verði fjarlægt hið fyrsta. Því að þetta fyrrverandi fjós er bráðhættu- legt allri umferð þarna. ÞAÐ MYNDAR hlint horn, þegar ekið er niður Stórholtið og munaði oft mjóy í vetur þegar snjór og hálka skiptust á, að þarna yrðu slys. Auk þess væri ekki úr vegi að einhver úr forustuliði fegrunarfélagsins yrði með í þessari för, því að auk slysahættunnar, sem stafar af kofaræfli þessum, þá er hann meira en ljótur. Ég orðlengi þetta ekki frekar, en vona að þú komir þessu til lei,ar.“ Hannes á horninu. ♦ .......... Sýningin í Höfn Framh. af 3. síðu. „Ég tel það ekki einskisvert, að íslendingum skuli gefast þess kostur að koma fram sem jafningjar erlendra og fjöl-j mennari þjóða á slíkum vett- j vangi sem þessum, en til þess að slíkt megi takast, þarf nokkurn f járstyrk til þátttöku.! Hann höfum við haft, en síð-; asta alþingi mun hafa svipt okkur honum, og tel ég það illa farið.“ borginni. En því í ósköpunum er hann nú fyrst að rumska? Hann heíur átt þess kost að sýna áhuga sinn í húsnæðis- málunum í verki á undanförn- um áratugum. Það hefur hann þó ekki gert. En nú kemur á- huginn allt í einu fram í orð- um missiri fyrir kosningar. Er ekki hætta á, að fortíð Sjálfstæðisflokksins veki þann grun, að hér kunni máski að vera um kosningabrellu að ræða? Þó tekur út yfir, þegar Morgunblaðið eignar Sjálf- stæðisflokknum verkamanna- bústaðina og löggjöfina um opinbera aðstoð við byggingu íbúðarhúsa í bæjum og kaup- stöðum. Hvort tveggja er jafn fjarri sanni eins og alþjóð er kunnugt. Alþýðuflokkurinn hefur borið bæði þessi mál fram og unnið að framkvæmd þeirra. Öllum, sem fylgzt hafa með stjórnmálaþróuninni hér á landi eftir fyrri heimsstyrjöld- ina, er að sjálfsögðu um það kunnugt, að hér væru engir verkamannabústaðir, ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði mátt ráða. Áhugi hans í sambandi við verkamannabústaðina birt- ist í þrálátri mótspyrnu gegn þeim á sínum tíma, þó að hann vilji eigna sér þá nú, þegar enginn vill án þeirra vera eft- ir að þeir hafa sannað ágæti sitt í reynd. Og Morgunbiaðið ætti sem minnst að fjasa um löggjöf Finns Jónssonar um ! opinbera aðstoð við byggingu ibúðarhúsa í bæjum og kaup- stöðum. Afskipti samherja Morgunblaðsins af því mikils- verða máli hafa sem sé mun fremur verið til ills en góðs. Sjálfstæðisflokkurinn þarf því ekki að halda, að húsnæð- ismálin verði honum lyfti- stöng við næstu bæjarstjórn- arkosningar. Þau verða honum þvert á móti til dómsáfellis. Þess vegna er það í meira lagi furðulegt, að Morgunblaðið skuli hefja kosningabaráttuna með því að gera einmitt þau að umræðuefni. Hafi skriffinn- ar þess hugsað sér að þvo Sjálfstæðisflokkinn hreinan, er skiljanlegt, að þeir vilji hafa tímann fyrir sér. En ó- sköp er seinheppilegt að byrja kosningabaráttu á því að minna á sínar stærstu syndir. í Gray benzínvélar, eru nú fyrirliggjandi svo sem: Sylinder blokkir Sveifarásar Head Stimplar Stimpilhringir Stimpilstengur Stimpillegur Stimpilboltar Ventlar Ventilgormar Pakkningasett Head-pakkningar Gear-kassar Blöndungar Benzíndælur Vatnsdælur Startarar Dínamóar Kveikjur Kveikjulok Platínur Condensar Cut out. Gjörið svo vel að senda pantanir. BÍLABÚÐIN Vesturgötu 16 Sími 6765 Stofuskápar Klæðaskápar Rúmfataskápar Kommóður Stofuborð Sófaborð, póleruð Útvarpsborð Blómaborð Dívanar Eldhúsborð Vegghillur Verzlun G. Sigurðsson & Co., Grettisgötu 54 Skólavörðustíg 28 Sími 80414 Ura-viðgerðlr. Fljót og góð afgreiðsla. Guðl. Gíslason, Laugavegi 63. ■Sími 81218. Sími 81218. Pergamentskermar í loft, á borð- og vegglampa fyrirliggjandi í miklu úr- vali. SKERMABÚÐIN Laugavegi 15. ailar stærðir. Silunganet allar stærðir. Murtunet. Fyrirliggjandi. V eiðarf æradeildin. Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzl. Augustu Svendsen. Aðalstræti 12 og í Bókabúð Austurbæjar. Athugið Myndir og málverk eru kærkomin vinargjöf og varanleg heimilisprýði. Hjá okkur er úrvalið mest, Daglega eitthvað nýtt. RAMMAGERÐIN, Hafnarstræti 17. Smurf brauð og sniífur. Til í búðinni allan daginn. Komið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUR. ! Sfarfsstúlka ; óskast ■ í Elliheimili Hafnarfjarðar. í Upplýsingar hjá forstöðu- ' konunni. Sími 9281. ! Hafnfirðingar ■ Takið eftir: — Reykhús : Hafnarfjarðar selur með ■ lægsta verði í bænum ; • eftirtaldar vörur: : Rauðmagi 18 kr. kg. ■ Harðfisk 12 kr. kg. j Lúðu 30 kr. kg. 5 Hvalur 10 kr. kg. i Allt miðað við, að : keypt sé ekki minna en ; 1 kg. 'í einu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.