Alþýðublaðið - 28.05.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.05.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendur oð Alþýðublaðinu. Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hringið í síma É900 eða 4906. IBörn og ungiingar* Komið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ Allir vilja kaupa 'f ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 28. maí 1949. Umferðarkennsla í barnaskóla. IINGIE JAFNAÐAR- MENN í REYKJAVÍK! Á . mbrgun er fyrsti fjáipfhm- ar- og hátíðisdagur Banda- lags æslíulýðsfélaga í Eeykjavík fyrir æskulýðs- höllinni. Stjórn Félags ungra jafnaðannanna skor- ar því á ykkur ao fjölmenna á þessi hátíðahöld og setja þann svip á þau, er samtök- unum sæmir. Mætum öll til barátíu til framgangs hinni holdugu hugsjón ÆSKU- LÝÐSHÖLLINNI, og ger- um þár meS fyrstu skyldu okkar. Stjórn F. U. J. í Reykjavík. Sogslínan bilaði í gær BILUN varð á Sogslínunni síðdegis í gær, og borgin raf- magnslaus um tíma, en um áttaleytið í gærkvöldi höfðu allir bæjarhlutar fengið faf- magn frá varastöðinni og Ell- iðaárstöðinni og klukkustund síSar var hægt að sjá Hafnar- firði og Reykjaneslínunni einnig fyrir straum þaðan. Stórhríð og vonzku veður geysaði á Hellisheiði í gær, en viðgerðarflokkar voru samt þegar sendir bæði úr Reykja- vík og frá Ljósafossi, og munu þeir hafa komizt leiðar sinnar. Um tólfleytið í nótt var flug- vél fenginn þeim til aðstoðar við leit að bilunarstaðnum. Hafi ekki tekizt að gera við biluninna í dag mun rafmagn verða skammtað í bænum ein- hvern hluta dagsins. MIKIL SNJOKOMA OG NORÐANATT var í gær og fyrri- nótt um allt Norðurland og Vestfirði, stórhríð var bæði á Siglu- firði og ísafirði og miklir skaflar af nýjum snjó, en á báðum þessum stöðum var orðið að heita mátti snjólaust. Þá var blað- inu skýrt frá bví í viðtali við Skútustaði í Mývatnssveit, að Mývatn væri enn allt ísi lagt og hefði nýlega verið farið yfir það á jenpabifreið, og er það algert eins dæmi á þessum tíma Ari Íslandsmeístari í m, SÍÐASTA keppnisgrein í Sundmeistaramóti íslands fór f ram í sundhöllinni í gær- kvöldi. Var það 1500 m. skrið- sund karla. Keppendur voru þrír. Úrslit urðu þessi: 1. Ari Guðmundsson, Æ, 22 mín, 18,8 sek. 2. Ólafur Diðriksson, Á, 24 mín, 43,6 sek. 3. Halldór Bachmann, Æ, 28 mín, 02,6 sek. íslandsmetið á þessari veg- arlengd á Jónas Halldórsson, Æ, og er það 21 mín. 30,2 sek. venfélag Alþýðu- llokksifls vífír árás- fna á alþingishúsið KVENFÉLAG ALÞÝÐU- FLOKKSINS í Reykjavík hélt félags- og skemmtifund á mánudaginn var. Ríkti mikil áhugi á fundinum á störfum fólagsins. Svohljóðandi álykt- un var samþykkt: „Fundur haldinn í Kvenfé- lagi Allþýðuflokksins í Reykjavík 23. maí leyfir sér að víta atburðina, sem gerðust 30. marz síðastliðinn, þegar æstur múgur réðist á alþingishúsið með grjótkasti og vlidi með því Eisler láfinn laus Framhald af 1. síðu. framseldur Bandaríkjamönn- um. Eisler fór þess á leit strax og liann hafði verið látinn laus, að hann fengi landvistarleyfi í Bretlandi þangað til hann ‘kæmist til Þýzkalands. För Eislers er heitið til Leipzig, en honum hefur verið boðin prófessorsstaða við há- skólann þar í borginni. Eisler kvaðst aldrei hafa verið í nein- um vafa um, að hann yrði lát- inn laus af Bretum, og sagðist hann ekkert hafa út á aðbúð- ina í fangelsinu að setja. Dómsmálaráðuneytið í Washington hefur látið í ljós undrun yfir því, að Eisler skyldi látinn laus af Bretum. Segir í tilkynningu .þess, að Bandaríkjamenn muni leggja allt kapp á að hafa hendur í hári Eislers og láta hann af- plána fangelsisdóm sinn í Bandaríkjunum. * Þótt liðið sé nú alllangt á sauðburð, mun fénaður allur vera víða á gjöf norðanlands enn þá og heyjaforði bænda á þrotum, svo að til mikilla vandræða horfir, ef ekki skipt- ir um tíðarfar mjög bráðlega. Samkvæmt viðtali við frétta- ritara blaðsins á ísafirði í gær hefur þar verið hið versta veð- ur undanfarin dægur, snjó- koma og hvassviðri. Nokkur skip hafa leitað þar hafnar undan óveðrinu, þar á meðal þýzkir, enskir og færeyskir togarar; tveir þeirra, annar þýzkur og hinn enskur, komu með slasaða menn. Talsverðir skaflar voru komnir á ísafirði í gær. Sömu sögu hafði fréttarit- ari Alþýðublaðsins á Siglufirði að segja, er blaðið átti símtal við hann í gær. Þar var versta veður einkum í gærmorgun og hafði svo verið undanfarna daga, en fets þykkur snjór kominn á göturnar. hindra lögleg störf þingsins, og telur fundurinn mikla nauðsyn að gjalda hvarvetna varhug við þeirri ofbeldishneigð, sem þarna stóð á bak við.“ Brunarnir Fhr. af 1. síðu. varð slökkt þar og engar skemmdir urðu, en bæði ferðin þangað og að horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis tafði slökkviliðið við störf þess við netagerðina. ELDUR í FANSKA SPÍTALANUM Fjórða kallið barst slökkvi- liðinu kl. 6.31. Hafði þá kvikn- að í franska spítalalnum, þar sem Gagnfræðaskóli Austur- bæjar er til húsa. Þegar slökkviliðið kom þangað, stóðu logar út úr gluggum í norð- vesturhorni kjallarans, og breiddist eldurinn óðfluga út á efri hæð hússins. Tókst þar að hefta útbreiðslu eldsins, en tjón varð mjög tilfinnanlegt. Nauðsynlegt reyndist að rífa veggi til þess að komast fyrir eldinn, en það var harla erfitt verk. Eftir þriggja stunda lát- lausa baráttu varð eldurimr loks slökktur. Slysavarnafélagið og lögreglan hafa undanfarna viku efnt til umferðarkennslu í barnaskólunum í Reykjavík, jafnframt því sem Alþýðublaðið heíur vakið athygli allra lesenda sinna á þessu vandamáli með umferðarviku sinni. — Hér sjást börnm og kennarar beirra í porti Miðbæjarbarnaskólans. Sjörgunarflugvél frá Keflavík finn- ur danskf skip í nauðum staft Fíugvélar og sksp frá Breíiarsdf og Fær- eyjom höfðo ieitaö aö því án árangurss Bailey reynir aS sefja heimsmet á KR-móÞ inu á sunnudaginn 'I BJÖRGUNARFLUGVÉL frá Keflavíkurflugvelli fann á uppstigningardag danskt skip, sem var nauðstatt út af Færeyj- um, eftir að mörg skip og flugvélar frá Færeyjum og Bret- landseyjum höfðu gefizt upp við leitina. Var þetta danska skipið „Erie Boye“ og var með farm af sementi og kalki á léið til íslands. ' i Skömmu eftir klukkan tvö á* ' ■ miðvikudag sendi skip þetta frá sér neyðarskeyti og heyrð- ist það í Færeyjum. Nokkru síðar hætti að heyrast til þess og urðu menn alvarlega hrædd- ir um afdrif þess. Tvær flugvélar frá Helms- well leituðu að skipinu og Constellation flugvél á leið frá Þýzkalandi til íslands leitaði að skipinu án árangurs. Fær- eyska skipið Tjaldur (gamli Gullfoss) leitaði, Dronning Alexandrine tók þátt í leitinni og togarinn Varðberg. Loks var hraðbátur sendur frá Shet- landseyjum, en allt var þetta án árangurs. Björgunarflugvélin frá Keflavík var 10 tíma á flugi, og fann hún skipið, en það hafði snúið aftur til Færeyja og virtist sjálfbjarga. Fylgdi flugvélin skipinu nokkuð á leið. Slysavarnafélagið segir í fréttatilkynningu um þetta mál, að hér sé um einstakt björgunarafrek að ræða. McDONALD BAILEY ætlaij að enda íslandsdvöl sína að þessu sinni með því að geraj tilraun til þess að setja heims- met í 60 metra hlaupi, og verðai valdir þrír beztu spretthlaup-< arar okkar á móti honum, Hann hljóp nýlega þessa vega- lengd á jöfnum tíma heims* metinu og gerir sér nú vonirj um að hlaupa enn hraðar, e£ aðstæður verða góðar. Baileý fer innan skamms til Englands, og verður gaman að vita, hvað hann getur í heitara veðri era hér hefur verið. Heimsmetstilraunin verðuri á íþróttamóti KR, sem hefst S, vellinum í dag, ef veður leyfir, og heldur áfram á sunnudag. Það stóðst á endum, að kall- Keppa yfir 80 íþróttamenn og að var á slökkviliðið að konur frá sjö félögum og tveira franska spítalanum er lokið hafði verið við að yfirfará tvö af slökkvitækjum slökkviliðs- ins, eftir að séð varð fyrir að eldurinn í netagerðinni mundi ekki breiðast út meir en orðið var, og þau höfðu verið send niður á slökkvistöð. Það liaml- aði mjög slökkvistarfi við netagerðina, að vatn var þar af skornum skammti. öðrum löndum. í dag verðua fyrst — ef veður leyfir — 1.00 m. blaup með 19 keppendum I þrem flokkum. Síðan verðuú hástökk, kúluvarp (Huseby a móti Mölster), 100 m. hlauþ kvenna, 400 metra hlaup, lang- stökk, kringlukast kvenna, 1500 m. (Höiland gegn ÓskarS o. fl.), spjótkast og 4X100 m4 boðhlaup með sex sveitum. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.