Alþýðublaðið - 28.05.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.05.1949, Blaðsíða 6
s ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 28. maí 1949. Síuttur léikþáttur. Leibsvið: Gangstétt við Hverfisgötuna. Strætis- vagnamerki. Brún gangstétt- arinnar rauð, eins og stein- arnir hafi á tímabili verið rifnir upp og notaðir í götu- bardaga. Einn maður stend- ur slcammt frá strætisvagnal merkinu. Hann stendur með hertdur í vösum og leiðinda- þreytusvip á andlitinu. Hann bíður auðsjáanlega eftir ein- hverju, einhverri eða ein- hverjum. Hefur auðsjáanlega beðið lengi. Býst auðsjáan- lega við að bíða þó nokkra stund enn, — eða bið sín verði árangurslaus. Og nú kemur annar maður fram á sviðið. Hann nemur staðar, gengur síðan nokkur skref áfram, —■ eins og hann hafi í hyggju að bíða ekki, nemur síðan staðar, eins og hann hafi séð sig um hönd. ' Sá nýkomni: Er strætisvagn- inn farinn . . . Biðandinn: Hann hefur ekki farið framhjá síðan ég kom . .. Sá nýkonmi: (Eftir nokkra þögn): Hann hlýtur þá að fara að koma. Biðandinn: Já, hann ætti að fara að koma úr þessu . . . (Alllöng þögn). Sá nýkomni. (kveikir sér í vindlingi). Hafið þér beðið Iengi? | Bíðandinn: Ætli það sé ekki orðið nálægt klukkutíma . . . | Sá nýkomni: Hvað segir þér, •— klukkutíma? Bíðandinn: Já, ég sagði það. Sá nýkomni: Og allan þann tíma hefur enginn strætisvagn numið hér staðar? j Bíðandinn: Nei, enginn ... | Sá nýkomni: Hvernig stend- ur á þessu . . . (Hann er sýni- lega æstur. Ekki laust við að hendur hans titri). Ég kann ekki við þetta! Finnst yður sjálfum þetta ekki vera dálítið dularfullt ... j Bíðandinn: Dularfullt ... I (það dimruir á syið'.nu ’Jm) leið kvkaKr á götnljóíkeri og dauíur bjarmi íe’.Lur á andlit bíöandans. Rómur hans verður myrkur, næst um því áhugnanlega myrk- ur). ■ ó Mér finnst ekkert dularfullt framar. . . Sá nýkomni: Tókuð þér eitir þessu? Bíðandinn: Ég tek eftir öllu. Sá nýkomni: Það er komið myrkur. Bíðandinn: Já, það er komið myrkur. (Lítur á armbandsúr sitt). Helgi Hjörvar er senni- lega að byrja á þingfréttun- um . . . Sá nýkomhi: Þingfréttir . . . Hvað eigið þér við? Hvers- vegna minnist þér á þingfrétt- ir . . . Bíðandinn: Það má niinnast á þær ekki síður en annað. Sá nýkomni: (Óttaslegirm), Sjáið! Sjáið! , . . Tunglið er að koma upp! Bíðandinn: Já, — það er sennilega orðin nokkurnveg- in föst venja hjá því að koma upp á kvöldin. Sá nýkomni: Og bað er fullí! Bíðandinn: í þessari borg vsari víst öllu furðulegra, ef það væri ófullt . . . Sá nýkomni: (Virðir bíðand- ann fyrir sér um hríð. Lágt, næstum því hvíslandi) Hver . . hver . . . eruð þér . . . Bíðandinn: Ég er niaðuriun, sem bíð eftir strætisvagninum. (Leiksviðið verður r.íða- myrkt. Tónar úr 9 symf. Beet- hovens úr fjarska) . d borð Gfi heiSur veizfumafur sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR. Minningarspjöld Jóns Baldvinsonar íorseta Fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Alþýðuflokksins. Skrifstofu Sjómannafélags Reykjavíkur. Skrifstofu V K.F. Framsókn Alþýðu- brauðgerðinni Lau-gav. 61. í Verzlun Valdimars Lon-g, Ffafnarf. og hjá Sveinbírm Oddssyni, Akranesi. ÞÓRARINN JÓNSSON löggiltur skjalþýðandi 1 ensku. Sími: 81655. . Kirkjuhvoii. rei &Iþýðubtaðið! Vicki Baum 55 HOFUDLÁUS ENGILL „Hvað? En Caralinda, vegna þess, að þeta er eini staðurinn, sem við erum örugg á, þó svo að þú kallir mig bleyðu.“ Hami tók af mér kíkinn og leit yfir hlíðarnar. Nú hafði safnazt þar saman hópur manns. Það húkti þarna, var að borða og dreka og starði fram fyrir sig eins og það væri að bíða eftir einhverju. „Ég ætla að segja þér dá- lítið, en láttu það ekki á þig fá,“ hélt Felipe áfram. „Eitt- hvað um sjötíu eða áttatíu Ev-; rópumenn yfirgáfu borgina; síðustu daga. í morgun feng- um við þá óheyrilegu frétt, að allir, nema átta eða niu þeirra hefðu verið teknir af uppreisn- arm.nnunum og drepnir. Spurðu mig ekki, hvers vegna við verðum að dvelja þar, sem við erum. Ég þakka guði á hnjánum, að ég skyldi vera fær um að koma þér hingað í öruggt skjól.“ „En Felipe,“ sagði ég; „ég skil þetta ekki. Hvað býr margt fólk í Guanaxuato? Sextíu þúsundir? Hvað margir Spánverjar eru hér í Granadi- íos? Ekki tvö hundruð. Hefur þér aldrei komið það til hugar, að Mexíkanarnir gætu haft rétt til að stjórna Mexíkó?“ ,Þú kynntist fáeinum sönn- um Mexíkómönnum í gær. Mundir þú kæra þíg um að láta þá stjórna þér?“ „Ég vildi heldur láta föður Hidalgo stjórna mér, heldur en landsstjóra líkan Iturri- garay. Það eru miklu fleiri hæíileikamenn í Mexíkó held- ur en þarf til að stjórna landi. Finnst þér þessi þrjózkufulli mótþrói gegn sjálfstæði Mexí- kó ekki heimskulegur, órétt- látur og vitlaus?“ Felipe beið með svar sitt. Hann leitaði eftir hönd minni á girðingunni og hélt henni fast. „Ef ég væri Mexíkani, þá fyndist mér það líklega. En ég er fæddur Spánverji og verð að deyja sem Spánverji.“ „Lofaðu mér að segja það öðruvísi þá: Finnst þér það vera þess virði að deyja fyrir það?“ Felipe brosti til mín, eins og karlmenn brosa allt af að þess- um barnalegu og skemmtilegu verum: konum. „Við skulum ekki vera að kýta, elskan mín,“ sagði hjnn og tók hönd mína og kyssti á hána með tilgerð, handarbakíð, lófann, úlnliðinn og hvern fíngurgóm. „Það er til nokkuð, sem heitir heiður. Heiður er þáð eina, sem vert er að deyja fyrir, vegna þess að. líf án heiðurs er ekki meira virði en ’Úldnar maískökur -frá í gær. 'Hörfðu á þennan himinn, gerðu það fyrir mig, horfðu á þennan Jjiminn. Hefurðu nokkurn fíma séo himininn eins fagran og í dag? í nótt ætla ég að setja þig á stóran, svartan hest með stóra, svarta vængi og svo þeysum við saman upp til þessa himins.“ Það er ekki hægt að rökræða við hann, hugsaði ég; það er aðeins hægt að elska þennan órökvísa útlending. Síðan fór ég niður í eldhúsið til að hafa eítirlit með hádegismatnum. Ekkert skeoi þar til klukk- an var ellefu, að tveir ríðandi menn í lítið hermannlegum búningum komu að borgar- hliðinu og kröfðust þess að vera leiddir fyrir yfirumsjón- armanninn til þess að færa honum boð frá yfirhershöfð- ingja hers Ameríkumanna, Don Miguel Hidalgo y Costilla. Riano liðsforingi, hinn fjör- ugi og gáfaði sonur umsjónar- mannsins, sem var með mönn- um sínum við yztu víggirðing- una, tók á móti sendiboðunum með kuldalegri kurteisi, lét binda fyrir augun á þeim og Iqiða þá gegnum varnarvirkín. 1 Það sló svo djúpri þögn á alla, að jafnvel konurnar í eldhúsinu hættu masi sínu. Kófsveittur hermaður kom þjótandi inn og krafðist þess, að sett yrði upp borð í skálan- um og matur og vín af beztu tegund yrði sent þangað upp vegna þess, að heiðra átti og fara með þessa tvo sendiboða sem gesti Rianos. Um leið gullu herlúðrarnir við í öllum áttum og það var þrammað fram og aftur á her- mannastígvélum, og það glamr aði í sverðum og hermanna- sporum upp alla stiga, og skip- unarhrópin blönduðust lúður- hljóminum, og liðsforingi, sem hljóp fram hjá eldhússdyrun- um, hrópaði: „Allir upp á þak; allir menn safnist saman. Það á að tilkynna þeim dálítið. Upp á þak! Allir upp á þak! Ég ákvað að taka þet.ta svo sem mér væri einig boðið, og þegar hávaðinn hafði færzt efst upp í stigann, fetaði ég gætilega á eftir mönnunum og faldi mig bak við dúfnakoíann. Nú, þegar allur liðsafli Granditos hafði safnazt saman á litlu þakinu, þá virtust þeir vera talsvert margir. Á aðra hönd höfðú hinar reglulegu hersveitir raðað sér upp, en gegnt þeim var hinn fámenni hópur af sjálfboðaliðum, og yzt í hópnum stóðu nokkrir klerkar í svörtum skikkju- ræflum, nokkrir gamlir borg- arar, kaupmenn og noltkrir af sömu tegund og Don Lorenzo. Tveir lúðurþeytarar gáfu til kynna, að yfirumsjónarmaður- inn nálgaðist, og hann birtist uppi á þakinu í fylgd með syríi sínum og aðstoðarmönnum hans. Hann deplaði þrútnum og svefnvana augunum móti sólinni og ýtti hattinum framar til að skyggja fyrir augun. Hann var í aðskornum spænsk- um einkennisbúningi, svört- um, settum rauðu og gullnu skrauti, og hann gekk með hinu stirðbusalega göngulagi gamals liðsforingja, sem er fyr- ir löngu hættur störfum. Þegar hann leit framan í hinn fámenna hóp af sjálfboða liðum, þá ræskti hann sig, fálmaði eftir pappírsblaði, sem aðstoðarmaður hans rétti hon- um, og byrjaði að tala. „Ég verð að láta yður vita af bréfi, sem ég hef fengið frá prestinum í Dolores, Don Mi- guel Hidalgo y Costilla, sem ég síðan mun lesa fyrir yður,“ sagði hann og hélt bréfinu í skjálfandi h^ndum fyrir fram- an þrútin augun og las það. Ég hevrði ekki nema mola úr því vegna þess, að dúfurn- ar kumruðu í kofanurn. Klukk- an í Belén sló hægt ellefu, og í knæpu var hljómsveit að leika. Fn mér skildist, að Hi- dalgo hefði verið útnefndur yfirhershrf’nngi og hefði feng- ið vald til þess að lýsa Mexikó stjálfstætt ríki. En það hefði verið álitið nauðsynlegt að flytja burt þá Evrópumetm, sem voru þrándur í götu sjálf- stæðisins. Að eigur þeirra skyldu gerðar upptækar og þeim haldið í varðhaldi. Að þeim yrði bó allur sómi sýndur og skyldu njóta allra mögu- legra þæginda, þar til sá tími kæmi, að þeir kysu annað hvort .i3 fara heim ti! Spánar MVNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ELDING ÁÐUR EN ÖRN leggur af stað í ferðalag sitt til strandar, kaupir hann sér föt, sem hann álítur að vekja muni minni athygli en þau, sem hann hefur borið síðustu dagana. Þegar hann gengur út úr fataverzluninni er hann skyndilega lostinn h'öggi í hnakkann----------------

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.