Alþýðublaðið - 11.01.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.01.1950, Blaðsíða 4
4 ALfc»Ýf)URLAf)IÐ Miðvikudagur 11. janúar 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Fingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4908. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hver vegur að spari- fé landsmanna! VÍSIR sagði í ritstjórnar- grein í gær, að sparisjóðs- innstæður landsmanna, sem nema nærri 600 milljónum. séu í yfirvofandi hættu vegna launahækkana. Segir heildsala blaðið, að sparifjárinnstæðurn- ar séu að langmestu leyti eign iaunastéttanna og bænda. En sVo kemur rúsínan í pylsuend- anum: „Ef launþega eða bónda, sem hefur 25 þúsund króna árstekjur og á 25 þúsund króna innstæðu í sparisjóði, tekst að fá laun sín hækkuð um tíu af hundraði, sannast fyrr en var- ir, að jafnframt slíkum kjara- bótum tapar hann jafnhárri upphæð vegna hækkaðs veros lífsnauðsynja, en þar að auki öðrum 2500 krónum í rýrnuð- um kaupmætti sparisjóðsinn- stæðunnar. Á móti 2500 króna ,.kjarabótum“ kemur þannig 5000 króna tap“! Hitt minnist Vísir ekki á, hvað launþegi eigi til bragðs að taka, ef launákjör hans séu slík, að honum sé ógerlegt að láta tekjur og gjöld venjulegs mánaðar standast á. Ef hann á 25 þúsund króna innstæðu í sparisjóði, getur hann að sjálf- sögðu eytt þeirri f járeign, með- an hún endist, og það er í raun og veru ráð Vísis. En mörgum mun finnast, að nær sé lagi, að hlutaðeigandi maður fái launa- hækkun, svo að hann þurfi ekki að skerða söfnunarsjóðinn, sem auk þess íþyngir áreiðanlega fæstum. Kenning Vísis er hins vegar sú, að verkalýðurinn hvort sem hann býr við sjó eða í sveit, skuli una þeim lífskjörum, sem hann hefur í dag og taka á sig þegjandi og hljóðalaust byrðarnar af sívaxandi dýrtíð, sem hækkar gróðakúf forréttindastéttanna og ekki hvað sízt aðstandenda Vísis. m. í>að liggur í augum uppi, að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags er síður en svo æskilegt. Sú ásökun Vísis í garð Alþýðufíokksins, að hann hafi forustu um þá óheilla- r.tefnu, nær engri átt. Hún er haugalygi. Alþýðuflokkurinn hefur þvert á móti beitt sér gegn því, að slíkt kapphlaup héldi áfram. Hann hafði forustu um það, að fyrrverandi ríkis- stjórn greiddi niður vöruverð til að hindra hækkun dýrtíðar- innar, og honum varð mikið á- gengt í því efni, þó að settu marki yrði ekki náð. Hið rama vakti fyrir Alþýðuflokknum, þegar hann sætti sig við það fyrir sitt leyti, að dýrtíðarupp ■ bót á kaup yrði miðuð við 300 vísitölu stig. En það voru aðrir, sem reyndust þessari stefnu ó- þarfir. Dýrtíðin hélt áfram að aukast, þrátt fyrir þessar ráð- stafanir, og orsakana til þess er fyrst og fremst að leita í ó-' heillastefnu Framsóknarflokks- iris og Sjálfstaéðisflokksins, sem héldu áfram þjónustu sinni við forréttindastéttirnar og hikuðu ekki við að fara kringum gert samkomulag og jafnvel sviku það beinlínis. Alþýðuflokknum dettur ekki í hug, að byrðar síhækkandi dýrtíðar eigi að leggjast á bak hinna mörgu, svo að hinum fáu takist að auka gróða sinn frá því. sem hann áður var. En það er þetta, sem vakir fyrir Vísi, þegar hann er að hvetja launa- .stéttirnar til að varast kaup- hækkun og þykist í því sam- bandi vera vakinn og sofinn i umhyggjunni fmúr sparifjár- eigendunum. Hann er með þessum afkáralega málflutn- ingi sínum að reka erindi for- réttindastéttanna og reyna að villa verkalýðnum. sýn. * En það er önnur hætta, sem vofir yfir sparifjárseigendum. Það er hætta gengislækkunar- innar. Það er sem sé ekki hægt að gera sparifjáreigendum ann an ógreiða verri en lækka geng ið. Og hver er svo stefna Vísis í því máli? Hann er ákafastur ís lenzkra blaða í gengislækkun og ótrauður málsvari minni- hlutastjórnar Sjálfstæðisflokks ins, sem er að undirbúa gengis- lækkun sem „frambúðarlausn"; en af því að hún verður að bíða með að leggja fram tillögurn- ar um hana af ótta við í hönd farandi bæjarstjórnarkosning- ar, vill hún nú strax knýja fram dulbúna gengislækkun, með gífurlegri hækkun sölu- rkattsins, „til bráðabirgða“. Alþýðuflokkurinn berst gegn gengislækkun, meðal annars vegná þess, að hann telur hana óhæfuverk gagnvart sparifjár- eígendum. En Vísir berst fyrir gengislækkun eftir því, sem hánn þorir, meðan flokkur hans heyir harða og tvísýna kosninga baráttu. Og svo er Vísir að saka Alþýðuflokkinn um það, að hann sé sparifjáreigendum fjandsamlegur! ! Þessi sparifjárlanghundur Vísis á að verða Reykvíkingum hvöt þess að endurnýja völd íhaldsins í höfuðstaðnum einu sinni enn! Sú viðleitni er ósköp skiljanleg. En hætt er við því, að Reykvíkingar sjái við þess- ari blekkingartilraun og úrslit „kosningarinnar í dag“ verði því mjög á aðra lund en Vísir vonar. ----------*---------- Ufankjörstaðakosn- ing hafin UM HELGINA hófst utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsla til bæjarst j órnarkosninganiia. I Reykjavík er kjördeild opin í Arnarhvoli daglega frá kl. 10—12 f. h. og kl. 2—6 og kl. 8—10 e. h. Geta þeir, sem ekki verða staddir heima hjá sér á kjör- degi kosið strax, bæði þéir, sem búsettir, eru í Reykjavík en verða fjarverandi, og eins hinir, sem heima eiga úti á landi en eru staddir hér í bæn- um. Þeir, sem fara utan fyrir bæjarstjórnarkosningar, þurfá að kjósa áður en þeir fara, því að erlendis er ekki hægt að kjósa við bæjarstjórnarkosn- ingar. Sendinefnd lil að semja um viðskipA við Þýzkaiand EFTIRTALDIR MENN hafa verið skipaðir í samninga- nefnd til þess að semja um við skipti milli íslands og Þýzka- jands: Kjartan Thors, framkvæmda stjóri, formaður, Davíð Ólafs- eon, fiskimálastjóri, Erlendur Þorsteinsson, framkvæma- stjóri, Halldór Kjartansson, stórkaupmaður, Helgi Þorsteins son, framkvædastjóri og Ólaf- ur Jónsson, framkvæmdar- Stjóri. Samningar hefjast væntan- lega við Vestur-Þýzkaland í Frankfurt næstu daga, en síð- an verður samið í Berlín um viðskipti við Austur-Þýzka- land. ■ ........ ♦ SKÖMMTUN á smiöri og feitmeti var afnumin á Vestur- Þýzkalandi í gær. Sykur einn er nú skammtaður þar. Undarlegt veðurfar um hávetur. — Greiðslur fyr- ir veitingar. — Nýjan sið þarf að taka upp, — Stúdentafélagið.-----Andlegt frelsi, — Vinnu- vettlingar úr gúmmíi. ÞETTA ER allundarlegt veð- urfar, slengjandi slagveður við og við, hlýindi og næstum því gróðrarveður. .Við skulum þó ekki láta þetta blekkja ókkur, náttúran er duttlungafull og fegursta bros hennar getur jafn vel þýtt það, að hún hyggi á Ulindi við okkur jarðarmaðka. Við getum vel búizt við því að eftir nokkra daga verði komið norðankafald og að bylur standi í vikur, en slikt veðurfar urð- um við að þola í fyrravetur um þetta leyti. [ MÉR DATT í HUG í fyrradag , í veitingstofu hér í -bænum, að ' rétt er að taka upp nýjan sið um greiðslur fyrir veitingar. Frammistöðustúlka sneri sér að pilti og sakaði hann um að hafa farið út síðast sem hann kom í veitingastofuna, án þess að greiða fyrir það, sem hann hafði neytt. Pilturinn mótmælti því ekki að þetta gæti verið rétt, en sagðist þá hafa gleymt að borga og baðst ofsökunar, en stúlkan r.varaði því til, að það væri und- arleg gleymska að gleyma að i borga fyrir sig. ÉG VILDI ekki verða fyrir því, að ég yrði þannig ávarpað- ur á náværan hátt í fullu veit- ingahúsi. Ef ég hefði gleymt að borga fyrir mig, hefði ég óskað eftir því, að stúlkan talaði.við inig afsíðis um þessa yfirsjón mína, enda var pilturinn lúðu- lakalegur eftir ádrepna. Hann vissi sem var, að margir gestir heyrðu hana og að sjálfsögðu trúðu flestir stúlkunni, enda er. víst ekki að efa, að hún hafi haft rétt fyrir sér. Hins vegar getur veitingastúlka líka gleymt. Þér ferst^ Flekkur, að gelta! FRESTUR til framboðs við bæjarstjórnarkosningarnar 29. janúar er nú út runninn og öll framboð því komin fram. Er það eins og vant er við bæjarstjórnarkosningar, að víðs vegar um land, og þá einkum á hinum smærri stöð- um, er samvinna milli flokka og sameiginlegir listar við kosningarnar. Þannig hafa Alþýðuflokksmenn á þó nokkrum stöðum samvinnu við Framsóknarmenn og lista sameiginlegan með þeim; og mætti Tíminn, sem alltaf er að brigzla Alþýðuflokknum um samvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn, athuga það áður en hann birtir næstu róggrein sína þess efnis. En á einum stað býður Alþýðuflokkurinn fram með báðum hinum -lýð- ræðisflokkunum, Framsókn- arflokknum og Sjálfstæðis- flokknum, Það er á Norðfirði, þar sem kommúnistar hafa verið í hreinum meirihluta í bæjarstjórn síðast liðið kjör- tímabil. ÚT AF ÞESSU FRAMBOÐI á Norðfirði hefur Þjóðviljinn misst á sér alla stjórn og seg- ir, að þar hafi „afturhalds- flokkarnir“ nú heldur en ekki „kastað grímunni“. Sé það svo sem auðséð, að þeir séu „áð skríða saman til á- rása á lífskjör alþýðunnar", eins og það er orðað í Þjóð- viljanum. Leynir það sér ekki, að komúnistablaðinu stendur mikill beygur af hinu sameiginlega framboði lýðræðisflokkanna á Norð- firði, og að það óttast mjög um núverandi bæjarstjórnar- meirihluta kommúnista þar. Skeytir Þjóðviljinn að vanda fyrst og fremst skapi sínu á Alþýðuflokknum fyrir þetta framboð. EN MEÐ HVAÐA siðferðisleg- um rétti brigzlar Þjóðviljinn Alþýðuflokknum um hið sam- eiginlega framboð á Norð- firði? Skreið ekki Kommún- istaflokkurinn sjálfur, svo að orðalag Þjóðviljans sé við haft, saman við Sjálfstæðis- flokkinn á ísafirði eftir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar til þess að hrifsa völdin í þeim bæ úr höndum Alþýðuflokks- ins? Og hafa þessir tveir flokkar, sjálfstæðismenn og kommúnistar, ekki stjórnað ísafirði síðan í einingu and- ans og bandi friðarins, með öllum þeim endemum, sem landfræg eru orðin? Og , skriðu“ ekki kommúnistar, sjálfstæðismenn og framsókn- armenn saman á Siglufirði í haust til þess að hrekja þaðan vinsælan bæjarstjóra af því, að hann var alþýðuflokks- maður? Og hafa ekki komún- istar verið í þeirri flatsæng síðan og meðal annars átt þátt í því, að gera framsókn- armann að bæjarstjóra í stað alþýðuflokksmannsins? Má- ske Þjóðviljinn vildi gera svo vel, að svara þessum spurn- ingum áður en hann fer fleiri vandlætingarorðum um kosn- ingasamvinnu Alþýðuflokks- ins við hina lýðræðisflokk- ana á Norðfirði. EN ÞESS VEGNA minnist ég á þetta, að ég held að sú regla, nð innheimta ekki fyrir veit- tngar, heldur að láta gesti sjYdfa greiða um leið og.þeir standa upp frá borði, sé bæði röng og óheppileg. Þetta er tvíverk-nað- ur hjá stúlkunum, tvíverknaður hjá gestinum og getur að auki valdið misskilningi og leiðind- um eins og átt hefur sér stað. ÉG HELD að heppilégást sé að taka upp nýjan sið. AUir eiga að greiða fyrir sig um leið og veitingarnar eru kömnar á þorð þeirra. Þetta ætti að vera Cöst regla. Veitingahús, :sem ekki hefur þessa reglu, getur nú látið prenta miða, sem á stend- úr: „Gestir eru beðnir að greiða fyrir veitingar við móUöku.“ Slíkur seðil ætti að Iiggja á hverju borði í nokkra daga og þar með væri siðurinn upp tek- inn. Þetta er áreiðanlega betra en gamla aðferðin og heppi- l;egri fyrir alla aðila. STÚDENTAFÉLAGIÐ gengst fyrir fundi í Tjarnarbíó á fimmtuda^skvöld og er fundar- efnið „Andlegt frelsi“. Máls- hsfjendur eru skáldið Tómas Guðmundsson og rifhöfundur- inn Þórbergur Þórðarson. Ég fagna þessari ákvörðun stúd- entafélagsins. Svona á stúd- entafélagið einmitt að starfa. Sá hængur er aðeins á þessu, að ekki mega aðrir koma á þennan fund en akademiskir borgarar, að undanteknum þó^ öðrum málshefjandanum. Það er alveg víst að almenningur hefur mik- ;inn hug á að geta sótt þennan fund, en því miður á hann ekki kost á því, eftir því sem mér er sagt. FLLLYRT ER við mig, að hægt sé að fá ágæta gúmmí- vinnuvettlinga bæði frá Tékkó- slóvakíu og Þýzkalandi. Þess vegna þurfum við ekki að láta verkamenn okkar vera vett- iingalausa við sóða- eða öllu heldur sviða-vinnu vegna doll- araskorts. Sagt er að vettling- nrnir frá Þýzkalandi séu miklu betri heldur en þeir tékknesku, Vona ég að gjaldeyrisyfirvöldin reyni eftir megni að veita leyfi fyrir þessari vöru, því að e£ nokkur stétt á heimtingu á því nð flutt sé inn sú nauðsynja- vara, sem hún þarf til vinnu sinnar, þá eru það verkamenn- irnir og sjómennirnir, sem vinna að framleiðslu þeirrar út- flutningsvöru, er veitir okkur allan gjaldeyrinn. Hannes á horninu. f. y. j. MÁLFUNDUR í máifunda flokki Félags ungra jafnaS- armanna í kvöld á venjuleg- um stað og tíma. Þátttak- endur eru áminntir imi að mæta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.