Alþýðublaðið - 11.01.1950, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.01.1950, Blaðsíða 5
Miðvikutlagur 11. janúar 1950. ÁL^YmJRf Af>f» KOSNINGARNAR í Noregi komu pólitískum spámönnum alveg eins mikið á óvart og forsetakjörið 1 Bandaríkjun- tim fyrir rúmu ári. Sænsk og dönsk blöð gerðu fastlega ráð íyrir því, að borgaralegt ráðu- peyti mundi leysa ríkisstjórn Einars Gerhardsen af hólmi, en jþvert á móti jókst meirihluti Alþýðuflokksins í stórþinginu úr 76 fulltrúum í 85 og at- kvæðamagn flokksins úr 609 285 við kosningarnar 1945 upp í 897.692 í haust, enda var jþessi kosningasigur hinn glæsi legasti, sem flokkurinn hefur nokkurn tíma unnið. Andstæðingar jafnaðar- toanna, einkum íhaldsmenn, hafa reynt að gera lítið úr þessum sigri flokksins. Fjórum dögum eftir kosningar létu blöð þeirra svo um mælt, að Alþýðuflokkurinn hefði að vísu 45,8 af hverju hundraði kjós- enda, en andstæðingar hans þó 49,4. En þeim sást yfir harla mikils vert atriði: Al- þýðuflókkurinn er traust póli- tísk heild og veit hvað hann Vill, en andstæðingar hans á íhinn bóginn tvístraðir í marga flokka. í Noregi er engin flokkasamsteypa á borð við flokk Ohlins, sem er höfuðvígi andstöðunnar gegn jafnaðar- stefnunni í Svíþjóð og við því búinn að hafa á hendi forustu hlutverk í hverri breiðfylkingu gegn jafnaðarmönnum í fram- iíðinni. Norski íhaldsflokkurinn við- urkennir, að ríkisafskipti séu snn nauðsynleg á sumum syið- (um, en berst þó yfirleitt fyrir afnámi hafta og minnkandi eft Irliti. Kristilegi þjóðflokkurinn bauð fram í miklu fleiri kjör- dæmum en áður og, átti því þátt í því að tvístra kjósenda- fylgi borgaraflokkanna meira en orðið var. í þeim flokki eru rnestmegnis guðrækilega hugs- andi menn og ýmsir sértrúar- flokkar, — einkum í Vestur- Noregi — hafa svipuðu hlut- verki að gegna gagnvart hon- um og verkalýðssamtökin gagnvart Alþýðuflokknum. Á- hrif þeirra skyldu ekki virt að vettugi. Vort land, sem er greinilega kristilegt blað, hef- ur mikla útbreiðslu, þótt það flytji hvorki kvikmyndafrétt- ir né auglýsingar, þar eð slíkt efni sé of ómerkilegt. En þeg- ar það nýlega stóð fyrir ai- tnennum mótmælum gegn því, að tekið væri að framleiða getnaðarverjur handa norska hernámsliðinu í Þýzkaiandi, pituðu 500.000 nöfn sín undir .mótmælin, þótt íbúar Noregs séu ekki fleiri en 3 milljónir. Vinstri flokkurinn eða frjáls lyndi flokkurinn telur sér mjög til gildis, hversu gamall hann er og rótgróinn með þjóðinni, rótgrónari en jafnvel íhaldið. Hann er eins kristilegur og kristilegi flokkurinn, en hlynnt ari félagslegum framförum. Hann hefur átt frumkvæðið að ýmsum þjóðíélagslegum nýj- ungum, enda geta norskir stjórnmálafiokkar ekki þrifizt án þess að hafa félagslega um- þótastefnu, og hann stóð að flestum ríkisstjórnum þjóðar- innar, unz jafnaðarmenn tóku við. Stuðningsmenn frjáislynda iblaðsins „Dagbladet“ fylgja hagfræðikenningum Tha- gaards, höfundar hinna svo nefndu Thagaardslaga, sem hefur ýmislegt Verðlagseftirlit á hendi, og er, að því er sumir regja, ærið einráður. Ýmsir Crjálslyndir menn utan vé- banda flokksins berjast með enn meiri ofsa gegn Thagaard en gegh Erik Brofoss, sem ctjórnar allri efnahagslegri nkipulagningu fyrir jafnaðar- mannastjórnina. Bændaflokkurinn, síðastur l'orgaraflokkanna, er til orð- tnn vegna sarneiginlegra hags- muna flokksmanna sinna, en forustumenn hans eru sumir nfturhaldsamir en aðrir fram- farasinnaðir. Margir telja sigur jafnaðar- manna í kosningunum í haust vera fyrst og fremst persónu- legan sigur tveggja manna •— Einars Geiiiardsen forsætis- ráðherra og Halvards Lange utanríkismálaráðherra. En báðir hafa þeir borið á móti þessu í viðtali við mig. Utanríkismálaráðherrann beitti sér fyrir því, að Noreg- ur tæki þátt í Marshalláætl- uninni og Atlantshafsbanda- laginu, en þá stefnu hans gerðu kommúnistar að slíku ágrein- ingsmáli, að hún var lögð und- ir úrskurð þjóðarinnar, og yf- irgnæfandi meiri.hluti þjóðar- innar galt henni jákvæði sitt við kjörborðið I haust. Það. var skoðun Lange, að Norðurlönd gætu miðlað mál- um milli vesturveldanna og Sovét-Rússlands, en eftir valdarán kommúnista í Tékkó- slóvakíu, gaf hann upp alla von um það, og síðan hefur Noregur hallazt meira og meira á sveif með vesturveld- unum. Samvinna Norðmanna við Bretland og Bandaríkin er traust og náin, en þó méiri við Bretland sökum þess, að þeim stendur stuggur af vérðbólg- unni í Bandaríkjunum, þótt þeir kunni að meta Marshall- hjálpina. Hefðbundið hlutleysi norsku þjóðarinnar átti nógu miklu fylgi að fagna meðal jafnaðaf- manna, til að andstöðu gegn þátttöku Noregs í Atlantshafs- bandalaginu varð vart innan þingflokksins, en ekki var hún samt meiri en svo, að aðeins 2 greiddu atkvæði gegn þátt- töku. Norðmenn eru friðsöm ! þjóð, en muna þó gerla inn- I rás Þjóðverja 9. apríl 1940, og j taka landvarnarskyldur sínar I með alvöru. • Heimavarnar- 1 liðið, sem skipulagt er eftir 1 svissneskri fyrirmynd, er að öllu leyti miðað við það, að vei.ta innrásarher viðnám. Jens Hauge, hinn ungi land- varnarmálaráðherra, sem kunn ur varð fyrir störf sín í and- Gtöðuhreyfingunni á stríðsár- j unum, hefur gengið ríkt eftir því á fundum Atlantshafs- bandalagsins, að fá nægileg t hergögn til þess að land hans geti aukið og bætt her sinn. Sáralítils ágreinings gætir innan Alþýðuflokksins. Aðeins fáeinum harðsnúnurfi sósíal- istum þykir þjóðnýtingar- stefna stjórnarinnar vera of hægfara, en eru þó stórum færri að tiltölu, en þeir, sem brezka stjórnin á í höggi við innan síns flokks. Það er fyrst og fremst Einar Gerhardsen að þakka, hversu Alþýðuflokkurinn norski er nú heilsteyptur, svo klofinn, sem hann var hér fyrr á árum, sama manni og stjórnaði neð- anjarðarstarfinu á stríosárun- um, unz hpnum var varpað í fangabúðir. Hann er alger- lega sjálfmenntaður maður, en heíur aflað sér geysivíðtækrar EFTIRFARANDI GREIN um stjórn jafnaSarmanna í Noregi eftir stríðiS er eftir Alfred Joachim Fischer, frétta- ritara ameríska jafnaðarmannablaSsins ,.The New Leader“ í New York, og birtist hún fyrir nokkru í því blaSi. Hús norska stórþingsins í Oslo. þekkingar og á. fjölbreytt á- hugamál. Aldrei gleymir hann því, að hann var einu sinni vegagerðarmaður; og það var Konum líkt að flytja úr ráð- herrabústaðnum og setjast að í þægilegri einkaíbúð í verka- mannabústöðum borgarinnar. Gerhardsen nýtur nærri því sömu virðingar og trausts meðal pólitískra andstæðinga sinna og eigin flokksmanna, vegna þess að hann er heiðar- iegur andstæðingur og alltaf reiðubúinn. til að athuga gaurn- gæfilega og ræða með vakandi athygli hverja gagnlega til- lögu andstæðinga sinna. Stundum er í háði talað um „konunglega norska Alþýðu- flokkinn11, vegna mikillar vin- áttu Gerhardsen og Hákonar konungs. En það er ekki nema eðlilegt, að stríðandi konung- ur og þjóðhollur foringi and- stöðuhreyfingar . þurfi margt að ræðast við og séu vel til vina. Marxistískra hugsjóna gæt- ir ekki eins mikið í umræð- um innan flokksins og á árun- um fyrir 1930; vegna barátt- unnar við nazismann og at- vinnuleysisins fengu umræður innan flökksins raunhæfari blæ, og Gerhardsen hefur sjálf ur sannað, að brauð og næg atvinna er mikilvægari en deilur um marxismann. Þar fyrir skyldi enginn halda, að andi byltingarinnar cé með öllu h'örfinn. Hitt er sönnu nær, að hann ríki nú frernur á öðru sviði: Brofoss hefur komið samfelldu skipu- lagi á efnahagsmál þjóðfirinnar og með verðlagseftirliti, skatta lagfæringum til að jafna tekj- ur og öðrum svipuðum ráðstöf- unum hefur verið komið á hljóðri byltingu, og stéttamis- munurinn næstum því þurrk- aður út, þótt hann væri satt j að segja, ekki mjög mikill fyr- I ^r' | Þetta hefur aftur orsakað at- hyglisverðar breytingar á þjóð félaginu. Smábændur og fiski- menn, sem notið hafa ríkis- framlaga, bættra framleiðslu- aðferða og samvinnuskipulágs- j ins, hafa komið smátt og'smátt í Alþýðuflokkinn. Þörf Vestur- Evrópu fyrir framieiðsluvör- u.r og, Viðleitni stjórhafihnar til að bæta verðlagið flýtti mjög fyrir þessari þróun; og svo er nú komið, að Alþýðu- flokkurinn er orðinn flokkur smábænda og fiskimanna, án þess að hafa misst iðnverká- fólkið. Félagsmannatala verka iýðsfélaganna hækkaði frá ár- inu 1939 úr 300.Ó00 upp í 460 000, og talið er, að helmingur- inn muni vera flokksbundinn í Alþýðuflokknum, en áætluð tala kjósenda úr verkamanna- stétt er 350.000. Áhrif komm- únista fara sífellt minnkandi. Borgarbúar eiga við ýmsa erfiðleika að etja. Stöðugur 1 ctraumur fólks til borganna ' eykur á húsnæðisvandræðin. Stundum vantar í Osló kjöt, r.em er nákvæmlega skammtað, rinnig nýjan fisk, grænmeti og ávexti. Neyzla hefur verið minnkuð eins og kostur er á, ef um er að ræða innflutning eða útflutning, sem miklu varðar fvrir almennings hag. Vefnað- arvöruskammturinn er ein föt og ein skyrta á ári fyrir hvern karlmann, og næstum því öll matvæli eru skömmtuð. Opin- I berar skýrslur herma, að neyzla á nokkrum fæðutegund J um hafi á tímabilinu frá 1938 | til 1948 minnkað eins og hér ' segir: Flesk niður í 61%, sykur 66%, kjöt 68%, kaffi 70%. Neyzla á kartöflum, mjólk og smjöri.hefur vaxið dálítið. Þessar skýrslur hafa verið notaðar til þess að óírægja norska Alþýðuflokkinn, bæði í Svíþjóð og Ðanmörku. En sann leikurinn er sá, að lífskjör norskra verkamanna, .srná- bænda og fiskimanna hafa aldrei verið betri en þau eru nú. Almuganum stendur á sama um skömmtunina vegna þess að hann hefur ráð á því að borða eins mikið og áður. Atvinnuleysi er ekki íil, heldur skortur á vinnuafli, og vandinn er ekki að útvega mönnum vinnu, heldur ao aúka afköstin. Norræn samvinna er mikil, bæði í menningarmálum- og iðnaðarmálum, og hefur engan hnekki beðið við það, að Sví- þjóð kaus að vera hluíJaus í hinum alþjóðlegu átökum. En afstaða Noregs til tollabanda- lags er gætin því að lágir toll- ar eru á flesíum þeim vöruteg- . undum, sem Norðmenn flytja til Danmerkur og Svíþjóðar, en háir á vörutegundunum, sem þeir kaupa af þeim. Norðmenn eru mjög fýsandi norrænnar samvinnu í iðnað- armálum. Mundi hún auðveida mjög viðreisn landsins, sem á að vera lokið árið 1952, en þá á að afnema skömmtun á mat- vælum og slaka smátt og smátt á ýmiss konar eftirliti. Mars- hallhjálpin kom í góðar þarfir á hinu erfiða ári 1947 og hefur mikið bætt. Menn þurfa að hafa það hug- fast, ef skoða á afrek Norð- manna í réttu ljósi, að ’strið.ið kostaði þá tvær billjónir doil- ara, eða um það bil fimmta part af þjóðarauði þeirra. Helmingnum af kaupskipafloía þeirra, sem áður aflaði gjald- eyris, er svaraði þriðjungi ai innflutningnum, var sökkt. Finnmörku lögðu Þjóðverjar 'að heita mátti alveg í auðn á undanhaldinu og járniðjuver höfðu flest verið rifin niður. Endurbygging flotans var hið fyrsta,' sem gera s.kykli samkvæmt viðreisnaráætlun- inni, og árið 1948 var hann orð- inn 90% á við það, sem hann var fyrir stríð og nú er hann orðinn jafnstór og þá. En kaupskipaflotinn hefur ekld J ennþá getað jafnað hállann á ' utanríkisviðskiptunum, vegna tiltölulega lítillar hækkunar á farmgjöldum. Meira en hálfur Norður- Noregur hefur verið byggður upp að nýju, og má það ærið | gott heita, þegar gætt er þeirra I örðugleika, sem landslag og ijarlægðir valda. Þegnskapur- j inn, sem almenningur sýnir, er ■ frábær. Þrátt fyrir húsnæðis- J vandræðin dettur engum í hug að kvarta, þótt mikilvæg iðju- ' og raforkuver séu látin ganga fvrir íbúðarhúsabyggingum, og j allsendis öfu'gt við það, sem. er í Þýzkalandi, eru búðir, hótel Álþýðublaðið vantar unglinga til blaðburðar í þessi hverfi; Njálsgötu, Freyjugötu. /ðublaðið. - Sími 49ÖÖ. og annað, sem síður telzt til bráðnauðsynlegra hluta, látið sitja á hakanum. Vegna skorts á efni og vinnuafli er ekki enn sem komið er búið að byggia nema 60—80% þeirra húsa, sem áætlað var, en fátækra- hverfi eru óþekkt í Noregi. Ný- tízku íbúðarhús eru reist fyrir verkamenn og byggingabank- inn lánar sveitarfélögum, sam- vinnufélögum og almennum samtökum fé til byggingaíram- kvæmda ekki síður en einstak- lingum. Framkvæmd húsnæðisáætl- unarinnar hlýtur að ganga íit yfir útflutning á iðnaðarvör- um, þar eð timbur, aluminium Framh. af 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.