Tíminn - 27.06.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.06.1964, Blaðsíða 9
HUN SYNDIR I GEGNUM LÍFID Ein er sú kona íslenzk, sem oftast allra heyrir nafn sitt í fréttunum. Og við og við birt ast myndir af henni í blöðun. um með fangið fullt af bikur- um og medalíum á barmi. Það er talað um, að sumir syndi í gegnum lífið. Þessi kona ger ir það — bókstaflega. Hrafn- hildur Guðmundsdóttir heitir hún, og flestir þekkja nafnið. Okkur datt í hug, að gaman væri að kynnast persónunni á bak við nafnið. Við hringdum í Hrafnhildi og báðum um spjall við hana um allt annað en sund. Hún hikaði við, hef- ur sennilega vitað sem var, að við munum alls ekki geta spjallað saman lengi, án þess að minnast á sund. Hún hafði heldur ekki mikinn tíma til viðræðna — æfing kl- þetta, mót annað kvöld, vinna . . — Kannski í matartímanum, sagði hún svo. Svo kom hún í matartímanum, há og spengi leg — 183 sentimetrar, sagði hún, og við máttum líta upp. Hárið var rakt undan sund- hettunni og þrátt fyrir góðan ásetning og vilja, varð fyrsta spurningin: — Ertu að koma úr sundi? — Já, matartíminn fer í sundið. Svo tókum við okkur á og reyndum að sneiða hjá sund- inu. — Hvert er áhugamál núm- er tvö? — Hestamennska. Eg á hest uppi í Kjós og fer þangað um helgar, þegar ég get, var þar í sveit þegar ég var yngri, og þar er mitt annað heimili. — M ert nýkomin frá ítal- íu. Hvemig stóð á ferðum þín um þangað? — Ásgeir Bjarnþórsson, list- málari, er heimilisvinur okkar. Hann var með sýningu í Róm og bauð mér þangað til að vera viðstödd opnunina, klædd íslenzkum búningi. Við mátt- um bíða lengi eftir myndunum hans, sýningin átti að standa yf ir í hálfan mánuð, en gat bara verið í 2Vís dag af því að mynd irnar komu svo seint. En við notuðum tímann vel. — Heilsaðirðu kannski upp á páfann eða Soffíu Lóren? — Hvorugt. Eg hafði ekki áhuga á því. — Hvað sástu markverðast? — Eg vona, að ég hafi séð flest það markvert, sem hægt er að sjá í Róm. Hrifnust held ég, að ég hafi verið, þegar ég kom í Sixtínsku kapelluna í Vatíkaninu, sem Michelangelo myndskreytti. Það var dásam- legt. — Svo fór ég á söfn, ótal söfn. Heimsótti kirkjur, Péturs kirkjuna og fleiri. Og svo auð vitað Colosseum. — í tunglsljósi? — Bæði að nóttu og degi. — Fórstu víðar um Ítalíu? — Nei, bara Róm. Á heim- leiðinni dvöldumst við svo um viku í London. London er ekki borg fyrir mig, aldrei sól alla vikuna. Þar fór ég líka á ótal söfn og klifraði m. a. upp í topp á Pálskirkju. En nei, Róm er miklu dásamlegri, þó að betra sé að verzla í London. — Hvað ertu gömul? — Bráðum tuttugu og eins. — Sem sagt rétt komin yf- ir ólátaaldurinn. Hefurðu nokk uð hugsað um vandamál æsk- unnar, sem allir tala um núna? — Nei, jú, ég veit ekki. Eg held bara, að þessa krakka vanti áhugamál. Þau þurfa að hafa eitthvað við að vera. Ef til vill yrði árangursríkast að reyna að vekja áhuga unglinga á einhvérju öðru c/i sjálfum sér, til dæmis íþróttum eða öðru útilífi. — Þú hefur synt yfir óláta aldurinn? — Það má líklega segja það. — Þú hefur ferðast talsvert í sambandi við sundið, er það ekki? — Jú, ég hef komið víða, en fceppnisferðalög eru ekki eig- inleg ferðalög. Seinna vonast ég til að geta ferðast mikið. — Seinna, þegar þú ert hætt að synda? — Þegar ég er hætt að keppa — Hvað heldurðu, að þú getir lengi haldið áfram? — Flestar hætta fyrir eða um tvítugt, gifta sig kannski. — Er sund og hjónaband ekki samræmanlegt? — Ekki hér. Æfin^ar eru alltaf á matartímum, einmitt þegar húsmóðirin hefur mest að gera. — Hugsarðu til Tókíó? — Ja-á, auðvitað geri ég það. Það verður bráðum úrtökumót, og við höfum möguleika fjög- ur. — Hvað viltu segja um getu leysi íslenzkra íþróttamanna, sem oft er rætt? Margir eru þeirrar skoðunar, að íslending ar eigi ekkert erindi á erlend mót, eins og t. d. Ólympíuleik ana. — íslendingar voru samt nógu glaðir, þegar Vilhjálmur Einarsson náði í silfrið. Ástæð an til getuleysis íslenzkra íþróttamanna er fyrst og fremst slæm aðstaða og skort ur á þjálfurum. Við verðum að fara út og læra til þess að fá þá þjálfun, sem þarf. Eg ætlaði til Stokkhólms í fyrra haust, en vinnan kom ekki heim og sam/n við sundið. Þess vegna vinn ég núna á skrifstofu í Húsbúnaði og syndi í matartímunum, oftast tvisvar á dag. Við vorum að kveðjast, og þá minntist einhver á rússneska ballettinn frammi á ganginum. Samstundis flaug í gegnum hugann, að Hrafnhild ur væri vís til að hafa áhuga á ballett. Og viti menn • • . — Eg var í ballett til 13 ára aldurs, þá tók sundið við. Eg sé altaf eftir að hafa hætt. — Ætlarðu kannski að sji þann rússneska? Framhald é 15 «f8u HILDIGUÐMUNDSD. UM ALLT ANNAD EN SUNDlÞRÚTTINA »i T í U I N N, laugardagur, 27. júní 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.