Tíminn - 27.06.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.06.1964, Blaðsíða 13
Benedikt Einarsson Dilksnesi Benedikt f Dilksnesi í Horna- fírði lézt 12. þ. m. 89 ára gam- all og fjórum mánuðum betur og ■var einn hinn elzti Austur-Skaft- fellinga. Hann var fæddur í Árna- nesi í Nesjum 8. febrúar 1875 og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um, en þau voru Einar Stefáns- son bóndi pg kona hans Lovísa Benediktsdóttir. Faðir Einars en afi Benedikts var Stefán Eiríks- son bóndi í Árnanesi og alþingis- maður Austur-Skaftfellinga 1859 ■—1873 og 1881—1883 en beggja Skaftafellssýslna 1875—1879. Móðir Stefáns alþingismanns var Þórunn dóttir Jóns Helgason- ar í Hoffelli, er var sýslumaður í Austur-Skaftfellinga frá 1759 fram * að aldamótum. Lovísa móðir Benedikts var einnig frá Árnanesi, dóttir Bene- dikts bónda þar Bergssonar, en hann gegndi einnig sýslumanns- embætti í Austur-Skaftafellssýslu 1804—1812. Kona Benedikts sýslu raanns en móðir. Lovísu var Vil- borg Jónsdóttir frá Hafnarnesi Magnússonar prests í Bjarnanesi Ólafssonar. I Var Benedikt í Dilksnesi, sem nú er nýlátinn, þahnig fjórði maður frá þeim báðum Jóni sýslumanni Helgasyni og Magnúsi presti Ólafssýni. Voru þeir báðir nafnkunnir menn á sinni tíð en áttu ekki alltaf samleið. Afkom- Minning- arsjðöur Hinn 27. 4. s. 1. var stofnaður sjóður til minningar um Luciu Kristjánsdóttur, se«m lézt 27. 1. s. 1. og Geirlaugu Kristgeirsdóttur, sem lézt 28. 11. 1963. Sjóðurinn var stofnaður með fé, sem sjúkling ar í St. Jósefsspítala lögðu fram. Tilgangur sjóðsins er að koma á fót æfingastöð i St. Jósefsspítala fyrir lamaða og fatlaða, er í spítalanum dvelja. Stjórn sjóðsins skipa yfirlækn- ir St. Jósefsspítala, príorinna St. Jósefsspítala og Ástríður Bjarna dóttir, Höfðaþorg 62, Reykjavík, sem hafði forgöngu um s^afnun sjóðsins. Tekið er á móti framlögucn í sjóðinn, herbergi 105, Landakots- spítala á þriðjudögum, föstudög- um og sunnudögum. endur þessara manna eru mjög margir í Austur-Skaftafellssýslu og víðar um land, enda áttu þeir báðir fjölda barna og urðu mjög kynsælir. Árnanes og Hoffell hafa um langan aldur verið méð- al fremstu heimila í Hornafirði og jafnan talin meðal höfuðbóla byggðarinnar. Æskuheimili Benedikts, Árna- nes, var talið mikið myndarheim- ili og orðlagt fyrir rausn og fyrir- mennsku í tíð foreldra hans, Ein- ars og Lovísu. En skömmu eftir aldamót — 1904 — fluttu þau bú- ferlum til Ameríku, þá bæði kom- in á efri ár, ásamt fjórum börn- um sínum, en Benedikt varð eft- ir og hugði ekki til vesturfarar, hvorki þá né síðar, en undi hag sínum á æskustöðvunum áfram við fegurð Hornafjarðar, unz yfir lauk. Einu ári síðar en skyldulið hans, foreldrar og systkini, fluttu vestur um haf, færði hann heimili sitt að Dilksnesi og átti þar heima upp frá því, fast að sex tugum ára. Hann taldist vera þar vinnumað- ur, fyrst ufti áratugi hjá þeim hjónum, Birni Jónssyni oddvita og Lovísu Eymundsdóttur — hún varð 90 ára í marz s. 1. — og síð- ar hjá Jóni syni þeirra, sem enn býr í Dilksnesi. Voru þau Lovísa og Benedikt systkinabörn en Björn og hann þremenningar. Benedikt kvæntist ekki og var alltaf einhleypur maður. f A-Skaftafellssýslu og víðar á landinu tíðkaðist það gjarnan, að vinnumenn svokallaðir voru í raun og veru bændur jafnframt. Þeir áttu jafnan nokkurn búpening, sauðfé og hross á fóðrum hjá hús- bændum sínum og nutu afurðanna en fengu oft ekki annað kaup. Þetta var eins koriar landaura- reikningur, er báðum aðilum var hagkvæmt að búa við. Vinnuhjú- in voru á þann hátt nánar tengd heimilunum og afkomu þeirra, og skoðuðu liag þeirra jafnframt sinn hag. Benedikt í Dilksnesi var einn slíkra manna, sem var þannig bæði bóndi og vinnumað- ur og hagaði störfum sínum í þágu heimilisins alls í samræmi við hugsjónir bændanna, bæði á yngri árum og er aldur færðist yfir og var ætíð hugarhaldið um þarfir þess og hagsmuni. Hann entist vel að heilsu og þreki, var sívinnandi heimilinu af áhuga og ósérplægni. í fyrra- sumar gekk hann að heyvinnu, þá 88 ára að aldri, eins og jafnan fyrr. Samtíðarmenn Benedikts minn- ast hans með þökk í huga vegna starfa hans og góðra kynna. Þeir minnast þess meðal annars, hve mikill hestamaður hann var. Hann lagði á gerva hönd að temja hesta, það var íþrót't hans og list. Hann lét sér mjög annt um með- ferð hesta sinna og alla líðan. Hestarnir voru félagar hans, er hann unni af einlægni. Hann tók það sárt, ef hann varð þess var að „þarfasta þjóninum" var sýnt kæruleysi, kuldi eða honum mis- boðið. Þessi hæfileiki hefur hon- um máske verið meðfæddur, en hann hefur þroskað hann með sér meira en flestum auðnast. Að spjalla um hesta og hestamennsku var honum eiginlegt og kærkomið viðfangsefni og engu síður á efstu árum en áður. Hornafjörður — Nesjasveit og Mýrar — voru mikl- ar hestasveitir lengst af á þeim tíma, er Benedikt var uppi og hefur hornfirzkt hestakyn notið Bændur og húsbyggjendur Látið ALCON 1" dælurnar létta yður störfin við hvers konar byggingarframkvæmdir, eða aimenn bústörf. Þar sem dæla þarf vatni, auðvelda ALCON *.*' dælurnar verkln og spara ótrúlega mlkla vlnnu. Þær eru auðveldar í notkun, hafa lágan brennslu- kostnað og hafa reynzt framúrskarantfl vel. ALCON 1” dælurnar afkasta urn 7000 Itr. á klst. Verð kr. 4664.00 — Sendum í póstkröfu — # útvegum f ALLAR GERÐIR OG % * STÆRÐIR AF DÆLUM “ GiSLI JÓNSSON & GO.HF. SKÚLAGÖTU 26 S'lMI 11740 m !■ KYN Þ ATTAVAN D AM AL Framhsld af 8. síðu. ember, og sumir hafa þ'egar ákveðið að kjósa hann aftur í kosningunum 1968. Meira að segja nokkrir stjórnmálamenn, sem eytt hafa miklu af sinum tíma í að berjast á tnóti John- son, hafa nú vent kvæði sínu í kross og lofa fullum stuðningi við forsetann. Demókratar unnu Texas í forsetakosningunum 1960 irieð mjög litlum meirihluta; Kenn- edy hlaut 1.167.932 atkvæði, en Nixon hlaut 1.121.699 atkvæði. í ár reikna stuðningsmenn Johnsons með því, að hann fái góðan meirihluta atkvæða. Fari svo, að Goldwater verði í fram boði fyrir republikana, breyt ir það engu fyrir Johnson, þrátt fyrir þá staðreynd, að Gold- water er tnjög vinsæll hér. Goldwater hefur sitt fylgi á meðal stóreignamanna, verzlun- armanna og bænda sem búa í suðvesturhluta ríkisins. Stuðn- ingsmenn Johnsons eru í suð- og nýtur mikils álits og gæðingar þaðan lengi verið eftirsóttir. Verð- ur það væntanlega svo áfram, á meðan einhverjir hafa ánægju af að koma á hestbak og láta gæð- ingana spretta úr spori. Benedikt gerði sér glögga grein fyrir viðhorfi um almenn mál, hafði ákveðnar og fastmótaðar skoðanir, og hélt vel á máli sínu við hvern sem var og var bæði rökvís og beinskeyttur ef á reyndi. Með Benedikt er horfinn af sjón arsviðinu einn úr þeim hópi manna, sem orðinn var fulltíða um aldamótin. Er sú sveit nú fá- liðuð orðin, er man síðustu ára- tugi aldarinnar sem leið, en hún hefur innt það hlutverk af hendi, sem orðið hefur undirstaða margra þeirra stórstígu framfara og breyt inga, er gerzt hafa á 20. öldinni. Þeim ber heiður og þökk. Benedikt veiktist fjórum vikum fyrir andlát sitt og var þungt hald inn undir það síðasta. Hann naut allrar þeirrar hjálpar og hjúkrun- ar, sem unnt var að veita af vina- og venzlafólki hans á heimili því, er hann hafði starfað á og notið í sex tugi ára. Hans er minnzt með þökk og vinsemd. Jón ívarsson. ur- og austurhlutanum, sem er fjölmennastur. Ástæðurnar eru margar fyr ir auknu fylgi LBJ hér í Tex as; í fyrsta lagi má nefna póli- tískt fylgi hans; í öðru lagi hafa afköst hans á pólitískum og þjóðfélagslegum sviðum, eft ir að hann kom í Hvíta húsið, styrkt fylgið; í þriðja lagi eru Texasbúar mjög ánægðir með j þá staðreynd. að „einn af þeim“ ér forseti landsins; í fjórða lagj má reijma m'éð riokkrum atkvæðum sem nokkurs konar skaðabótum fyrir morðið á Kennedy í Dallas, o s. frv. Mikill áhugi er hér á for- setakosningunum og menn tala mikið um þær. Áhuginn staf- ar frá þeirri von fólksins, að ' Johnson verði kosinn í haust, en ekki af því að þorri manna hafi neinn sérstakan á- huga á hinni pólitísku baráttu. Eins og þeir segja hér þessa dagana: „Lyndon er okkar mað ur“. YFIR A RAUÐU Framhald at 8 síðu lendingar hafa tileinkað sér amerískt hátterni eins og þeir halda að það sé, og eru því amerískari en Atneríkanar heima fyrir, ef miðað er við herinn. En her er „höfðatala fægð og steypt“, ekki spegil- mynd af þjóð. Þó er ekki að furða, að Norðurlandabúum og gestum frá meginlandinu sýnist margt með amerísku sniði hér á landi. Þetta er víst það, sem kallað er að vera katólskari en páfinn. Það er dálítið undarlegt að koena inn á veitingastaði í New York og hafa á tilfinningunni að maður sé staddur í ein- hverju Mið-Evrópuríki, en af útliti og hátterni fólks að dæma er munurinn furðu lít- ilL Sagt er, að New Yorkbúar séu afskiptalausir hver um annars hag, og taka til dæmis, að menn fái að liggja í blóði sínu, ef þeir slasast í umferð- inni, án þess nokkur skipti sér af þeim nema hringja á sjúkra bíl. Þeir segja, að sá sem fer að stumra yfir slösuðum manni eigi það á hættu að verða að borga sjúkrabflinn, því ekki sé gert ráð fyrir slíkri hugul- sem nema yfirstumrarinn sé vandabundinn þeim slasaða. Það er haft fyrir satt, að menn séu drepnir á götum úti í New York án þess vegfarendur skipti sér af því, enda sannað- ist það nýlega. Samt sem áður komu New Yorkbúar undirrituðum fyrir sjónir sem vingjarnlegt fólk og alúðlegt. Það var gott að spyrja þá til vegar, og þar var fólk sem vildi leggja á sig kuók til að greiða götu cnanns. Þetta er meira en sagt verður um þorra manna í sumum öðrum stórborgum. Og í einu líktust þeir Reykvíkingum mjög: Þeir fara yfir á rauðu. —BÓ. Erieííf vfirlit ráðið miklu um hernaðaraðgerð ir þar. f júlí 1962 skipaði Kennedy hann æðsta yfirmann alls herafla Bandaríkjanna. Hann var einn helzti ráðunaut ur Kennedys í sambandi við átökin um Kúbu haustið 1962. JAFNHLIÐA því, sem Tayl- or var skipaður sendiherra í Vietnam, var U. Alexis John- son skipaður varasendiherra þar. Skipun hans í þetta em- bætti hefur einnig vakið mikla athygli. Hann var fjórði hátt- settasti embættismaðurinn í utanríkisráðuneytinu áður en hann var sendur til Suður-Viet- nam. Hann' er búinn að vera í utanríkisþjónustunni í 30 ár og hefur sérstakt orð á sér sem þolinmóður samningamað- ur. Hann hefur einkum sér- þekkingu í málum Austur- Asíu. Hann er talinn hafa átt einn drýgsta þáttinn í vopna- hléssamningunum í Kóreu. Hann var ræðismaður í Mansjú- ríu fyrir styrjöldina og sat i fangabúðum hjá Japönum um alllangt skeið. Síðar hefur hann verið sendiherra í Tékkó- slóvakíu og Thailandi. Skipun hans í áðurnefnt embætti þykir árétting þess, að Bandaríkin ætli að halda samningaleiðinni opinni, ef ekki stendur á Kín- verjum. Vafasamt er, að John- son forseti hafi átt völ á hæf- ari mönnum til forustu í Suður Vietnam eh þeim Taylor og Alexis Johnson. Þ. Þ. T í M I N N, laueardaaur 27. iúní 1964. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.