Tíminn - 19.09.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.09.1964, Blaðsíða 6
Bílaeigendur athugið Ventlaslípingar, hringjaskiptmgu og aðra mótor- vinnu fáið þið hjá okkur. SIFVELAVERKSTÆÐIÐ r 10 VENTILU uj m " i SÍMI 35313 iiaiii Til sölu í Kopavogi húseign í vesturbænum, nýlegt steinhús. a hæð- inni er 38 ferm. stofa, skáli, 3 svefnherbergi eid- hús og bað. I kjallara er tveggja herb. ibúð með sér inngangi, innbyggður bílskúr, bvottahús og geymsla. Ræktuð <óð Tvöfait gler, aarðviðarmii- réttingar, teppi á stofu parketgólf á skála. Fagurt útsýni. SKJÓLBRAUT 1 -SÍMI 41250 KVÖLPSÍMI 40647 . í 6 ffi JJ18 fíöíl IO fiH Bíla* & búvélasalan I NSU Prins 63 Stmca ÍOOC ÉkinD 18 bús. l'aunus 17 t) 62 Nvtnafi Opel Reckorö 83— 64 f'aunus 17 cn *U St.at.ton. Sem nýr btli Mercedes Ben? Sb—'62 1 ChevTolet '68— 6C Ramblet 4.mencac 64 Slálfsklptui Sktptl a stærri bll nýlum amenslnim -tskast Vörubilan Skannia '63— '64 sem aýli btiai Mercedes-riens 322 oe 321. '60— '63 Volvo '55—'62 Chevrolet '55— 60 Dodgp '54— H'orö '55— '61 Salan er Srugp ná okkui. Bíla* & búvélasalan viS Miklatore — Slmt <5-31-31 Sendisveinar Viljum ráða sendisveina nu pegar aða frá næstu mánaðarmótum. Rakarastofan Laugarnesvegi 52 Er flutt í nýtt húsnæði, að horni Laugarlækjar og ' augsrnesvegar, Virðingarfyllst, Jón Þórhallsson Sigurður Sigurðsson Fimmtugur í dag: Stefán Jasonarson Vorsabæ f dag er Stefán Jasonarson bóndi og hreppstjóri, Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi fimmtugur. Hann fæddist í Vorsabæ 19. sept- ember 1914, sonur Jasonar Steín- þórssonar, sem var merkur bóndi þar um langt skeið og fyrri konu hans. Stefán ólst upp í Vorsabæ í fjölmennum systkinahóp, en missti ungur móður sína. Faðir hans kvæntist aftur góðri konu Kristínu Helgadóttur frá Súlu- holti og var heimili þeirra rómað fyrir myndarbrag. Sá þess glögg merki á systkinahópnum í Vorsa bæ, að hollar lífsvenjur myndu vera í heiðri hafðar á þeim bæ. Stefán gerðist snemma ötull til starfa enda fjörmikill og ósérhlíf- inn. Hann var einn vetrartíma hjá hinum kunna æskulýðsleið- toga Sigurði Greipssyni á íþrótta- skóla hans í Haukadal og er greini legt að þeim tíma hefur Stefán vel varið og þangað sótt gott veg- arnesti. Fáir munu þeir menn vera, sem fúsari eru til að láta gott af sér leiða á sviði félags- mála, enda hafa samtíðarmenn Stefáns ekki hlíft honum við alls konar félagsmálaforystu og trúnaðarstörfum. Treysti ég mér ekki að gera hér neinn annál um þau störf og mun því ekki drepa hér nema á fátt eitt. Frá því á unga aldri og þar til fyrir tveim árum var Stefán formaður í ung- mennafélagi sveitar sinnar og rækti það starf sitt svo að til sannrar- fyrirmyndar var auk margvíslegra starfa annarra í þágu ungmennafélagsskaparins hér á Suðurlandi. Nú er hann t. d. formaður undirbúningsnefnd ar landsmóts ungmennafélag- anna, sem næsta vor verður hald ið á Laugarvatni. Er það um- fangsmikla starf ekki heiglum hent. Um alllangt skeið hefur hann átt sæti í stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands. Þá hefur Stefán lengi tekíð mikinn þátt í starfi Framsóknarflokksins hér í Árnessýslu, og á honum hefur hvílt sá vandi að vera formaður Framsóknarfélags Árnessýslu síð an 1956. Það er áberandi einkenni á Stefáni hversu jafnglaður hann er hvar sem maður hittir hann og hvernig sem á stendur. Hann er manna háttvísastur í framkomu, á gott með að forma hugsun sína í ræðu og riti og prúður í mál- flutningi. Margir undrast hversu miklu Stefán getur í verk komið samfara búskapnum, en hann er góður og farsæll bóndi, fram- kvæmdasamur og forsjáll og fylg- ist.af áhuga með hinni öru fram- faraþróun á sviði landbúnaðarins. Hann er líka sá gæfumaður að eiga góða konu, Guðfinnu Guð- mundsdóttur frá Túni í Hraungerð ishreppí og eiga þau 5 efnileg börn, sem nú gera garðinn fræg an í Vorsabæ með foreldrum sín- um. Með þessum fáu orðum vil ég votta Stefáni þakkir mínar fyrir gott samstarf á liðnum árum og bera fram þá ósk nú, þegar hann stendur á hádegi ævinnar, að hann megi hér eftir sem hingað til verða góður liðsmaður göfugra hugsjóna og sjálfur ásamt fjöl- skyldu sinní njóta gæfu og geng- is. Ágúst Þorvaldsson. MINNING Þorgrímur Magnússon F. 12.12. 1905 — D. 13.9. 1964 „Vertu trúr allt til dauða og Guð mun gefa þér lífsins kórónu“. Þannig hljóða kveðjuorðin til hvers fermingarbarns á helguðum stað í kirkjum landsins. Og það eru einmitt þessi mikil- vægu orð heilagrar ritningar. sem minning Þorgríms Magnússonar kallar fyrst fram í huga mér. Af langri viðkynningu vil ég mega fullyrða að orð trúmennsk- unnar hafi fest traustar rætur í hugskoti hans og borið fagra á- vexti í lífi hans. — Og ég er þess fullviss, að svo var og um reynslu hans nánustu og fjölda samferða- manna. Við ferminguna er þetta orð tiú- mennskunnar eflt og styrkt til áhrifa af samstilltum góðhug safn- aðarins og sameinuðum heillaósk- um og vonum aðstandenda gagn- vart fermingarbarninu. En vegurinn framundan er aldrei beinn né auðfarinn. Þar eru víða vegamót. sem um þarf að velja, og köll berast úr ýmsum áttum. Ég hygg að Þorgrími Magnússyni hafi óvenjulega vel tekizt vegarvalið. — Ég vil mega fullyrða að hann hafi ávaxtað sitt pund með trúmennsku. — Hann gekk ekki á snið við röddu trú- mennskunnar. en keppti ávallt að því að vera trúr því bezta sem með honum bjó. — Hann var góður og framúrskarandi um- hyggjusamur heimilisfaðir trúr og góður þegn bjóðar sinnar. trúr kærleiksríkum föðurboðum skap- arans í orði og verki Hann var fæddur 12 desember 1905 að Hellishólum í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru Magnús Guð- mundsson og Þórunn Jakobsdóttir | Uppalinn var hann h.iá afa sínum og ömmu og móðurbróður sínum Sigurgeiri Jakobssyni. bónda í Deild í sömu sveit. — Þar mun hann hafa átt heima allt til tví- tugsaldurs. — Þar fór vel um hann, — velvild rík á báða bóga. Þann góðhug sýndi og þessj móð- urbróðir hans síðar með höfðing- legum hætti. Fljótshlíöin er ein af fegurstu sveitum þessa lands. Þar er ljúf angan úr jörðu og tignarleg út- sýn. Hún var Þorgrimi ávallt hjart fólgnust allra byggðarlaga. Þang- að var oft leitað síðar til hug- svölunai og hvíldar úr dagsins önn í höfuðstaðnum, og bauð hann þá alloft einhverjum vina sinna með sér. Á ég og kona mín. góð- ar minningar frá síkum terðum i með honum og fjölskyldu hans. Snemma hneigðist hugur ungl- ingsins í Deild að fleiri verkefn- um en hinum venjulegu bústörf- um, eins og eðlilegt var um jafn vel gefið og vakandi ungmenni. — Hann var meðal stofnenda ung- mennafélags í sveit sinni og var formaður þess um skeið. Á uppvaxtarárum hans voru samgöngur austur um sveitir enn með gamla laginu. Fljótt mun það hafa orðið áhugamál hans að ráða bót þar á. í þeim tilgangi mun hann hafa lært bifreiðakstur. Eftir að hafa stundað það starf í Reykja vík um fáein ár, gerðist hann hvatamaður þess, að Bifreiðastöð Reykjavíkur var gerð að hlutafé- lagi. Var það félag stofnað 5. sept. 1929 og var hann fyrsti formaður þess fétegs og lengi aðalstöðvar- stjóri þess. Hélt þetta félag uppi, meðal annars, áætlunarferðum austur um sveitir til Fljótshlíðar, til ómetanlegs hagræðis fyrir fólkið í þeim byggðalögum. Að þessu starfi vann hann allt til æviloka, — og hann ávann sér með óbrigðulli trúmennsku sinni, með daglegri háttprýði sinni og hjálpsemi í því starfi, rlkulegt traust og þakklæti fjölda við- skiptamanna. Hinn 10. júlí 1943 gekk hann að eiga Ingibjörgu Sveinsdóttur, ættaða af Mýrum, hina ágætustu konu. Þau eignuðust fjóra efni- lega drengi, en urðu fyrir þeirri sorg, að missa einn þeirra á ung- barnsaldri. — Hin síðari ár hefir fjölskyldan búið í íbúfS sinni að Drápuhlíð 46 — Það var jafnan gott að koma á hið fagra heimili þeirra. Hjartahlýjan og góðvildin mætti þar mörgum góðum gesti. Hið ágæta starf húsmóðurinnar átti að sjálfsögðu sinn góða þátt í því. Framhald af 13. siðu T í M I N N , laugardoiginn 19. september 1964 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.