Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 1
 lækni lífs NTB-Leopoldville, 17. nóv. Óstaðfestar fregnir herma, a3 uppreisnarmenn í Stanley- vUle hafi frestað aftöku banda- ríska trúboðslæknisins, Paul Carlson, um óákveðinn tíma. Eins og kunnugt er átti að líf- láta Carlson í gær. Rusk utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Jomo Kenyatta, for- sætisráðherra Kenya og áhrifa- mann innan sambands Afríku- ríkja, að koma í veg fyrir af- tökuna, sem væri hreint morð, þar sem Carlson væri ekki bandarískur njósnari. Áreiðanlegar heimildir í Leo- poldviile herma, að útvarpið í Stanleyville hafi í dag skýrt frá þyí, að bandaríski konsúllinn í StanleyviUe, Michael Hoyt, hafi fengið leyfi tU að heimsækja Carlson. Hlustunarskilyrði voru mjög slæm og því ekki hægt að greina, hvort konsúllinn ætl- aði að rannsaka möguleika á áfrýjun dómsins eða hvort við- ræður mundu hef jast miUi upp- reisnarmanna og bandarísku yfirvaldanna um frelsi Carlsons og 62 annarra Bandaríkja- manna, sem eru fangar upp- reisnarmanna. Hoyt konsúll hefur ásamt flestum öðrum hvítum mönnum í borginni, en þeir skipta hundruðum, verið í haldi síðan uppreisnarmenn náðu Stanleyville á sitt vald í ágúst síðast liðnum. Framhald á 15. síðu ‘Hvítir málaliðar og hermenn úr her ríkisstjórnarinnar j Kongó eru þarna viðstaddir iarðarför S.-Afríska málallðans, H. R. Nel, en hann hafði getið sér gott orð fyrlr vasklega framgöngu I her rikisstjórnarinnar. Jarðarförin fór fram í Boende i Kongo, en það er eltt af þremur þorpum, sem hersveltir ríkisstiórnarinnar tóku af uppreisnarmönnum nú á dögunum. Féll Nel í þeim átökum. Þorp in eru öll við leiðina tll Stanleyville og er talið, a8 hersveltir ríkls stjórnarinnar séu að ryðja sér braut þangað. Vélrítunínn lauk í júlí! Lf« IGÞ-Reykjavík, 17. nóv. í dag fékk Tíminn þær upplýs- ingar, að vélritun Keflavíkurvall- armálsins hefði lokið í júlímánuði síðast liðnum. Það var rannsókn- ardómarinn í málinu, Ólafur Þor- láksson, sem fékk Sigurlaugu Pálmadóttur til að annast þetta verk. Sigurlaug hringdi til Tím- ans í dag til að upplýsa þetta at- riði. Hún sagði jafnframt, að máls skjölin hefðu verið 370 síður vél- ritaðar. Sigurlaug vinnur hjá Sakadómi Reykjavíkur við vélrit- un. Þá skýrði saksóknari ríkisins Tímanum frá því í dag, að Vallar- málið hefði ekki borizt til hans enn þá. Vert er að geta þess, að venjan er að vélrita mál, þegar rannsókn þéirra er lokið, og málið sent síð- an saksóknara til meðferðar. Nú er sem sagt liðið á fjórða mánuð frá því vélritun lauk án þess nokkuð hafi heyrzt af málinu. Rannsóknardómarinn hefur ekkert viljað segja þennan tíma og í dag náðist ekki I hann, þrátt fyrir ítrekaðar tílraunir. Að sjálfsögðu kunna einhver at- riði að hafa komið upp, til að tefja málið, eftir að vélritun lauk í júlí. Hins vegar verður ekki hjá því komizt vegna þess dráttar, sem orðinn er á málinu, að krefjast upplýsinga um, af hverju sá dráttur stafar. Þetta mál er það alvarlegt og víðtækt, að almenn- ingur á rétt á upplýsingum um gang þess, meíri en þeim, sem fást af frystihúskaupum og miska- stefnum á blöðin. Tíminn talaði við nokkra aðila í dag, auk saksóknara, eins o? varnarmáladeild. Hörður He son, deildarstjóri, sagðist ekk..i hafa heyrt af málinu síðan rs- sókn var fyrirskipuð og það hc ekkí farið um hendur varnarm . a deildar síðan. Ekki verður annað séð af þc'ri upplýsingum. sem blaðið he! fengið, en rannsóknardómarii i hafi hinar 370 síður enn u« höndum. Af upplýsingunum v. i vélritunina má draga þá álykttr að rannsókn hafi verið talið lol í júlímánuði. Það er því ekl.i nema um tvennt að ræða, annr 'l hvort er áríðandi gögnum haltí: i fyrir rannsóknardómaranum, ei'a þá að ný atriði hafa komið til sö unnar, sem þurft hefur að rani saka eftir að málinu var tali . lokið. UTSELUR ETUR FÆRAFISKINN AF ÖNGLUM SJÓMANNA IHÖFNUM SS-Höfnum, 17. nóv. Að undanförnu hefur stór útsel- ur gerzt nokkuð ágengur við sjó- menn úr Höfnum. Selurinn hefur hvað eftir annað komið og étið fisk af færum þeirra og í eitt skiptið fór hann með heldur meira en fiskinn og voru sjómennirnir þá hræddir um, að selurinn hefði fengið í sig krók, en sáu þó í næsta skipti, þegar hann heimsótti þá, að svo hafði ekki verið. Upphaf þessarar sögu er það, að í júní í vor var SS, fréttaritari Tímans í Höfnum, í róðri á bát sínum Snarfara og var hann stadd ur við Karlinn í röstínni, þegar allt í einu kemur stór útselur upp að bátnum. Var ekki annað hægt að merkja af hegðun hans en hann vildi helzt upp í bátinn. Selurinn elti bátinn í 2 tíma og kom alltaf á eftir, hvert sem farið var. Næst bátnum kom hann tvo faðma og sáu mennirnir þá, að hálsinn var allur sundurgrafinn, sennílega eft- ir skotsár. Sárin voru framan á hálsinum, og gat selurinn ekki hreyft hausinn, og stóð hann alltaf beint upp í loftið. Ekki gat selur inn farið á venjulegan hátt niður. heldur varð hann að láta sig síga aftur á bak, og síðast hvarf snopp- an. Var auðséð á öllu, að selurinn var mjög þjáður og gat enga björg sér veitt. Hentu bátsverjar á Snarfara tíl hans fiski, lét hann sig siga niður á afturendann og kom upp undir fiskinn og tók hann. Ekkert fréttist til selsins í sum- ar, en fyrir hálfum mánuði eða svo var Hinrik ívarsson í Merki- nesi á sjó, og kemur þá allt í einu upp stór útselur upp í nánd við bát hans Guðmund S. Hínrik og Sigurði fréttaritara Tímans kem- ur saman um, að þetta muni vera sami selurinn. Þessi selur er að krúkka í kringum bátinn þar til I hann tekur fisk á færinu, og tog-1 inn fiskinum. Nú líða 2—3 dag- ast þeir Hinrik á um fiskinn ar, að Hinrik fari aftur á sjó, en nokkra stund. þar til Hinrik kall- í næsta róðri kemur selurínn til ! ar upp, og við það sleppir selur-1 Framhald á 15. síðu. MAÐUR I KASSA EJ-Reykjavík. 17. nóv. Þegar ítalskir tollþjónar ■ voru að störfum á Fiumicino- i flugvellinum í Rómaborg í dag j heyrðu þeir allt í einu stunur úr einum þeirra kassa, sem i verið var að flytja um borð í ! flugvél á vellinum og fara •' skyldi til Mið-Austurlanda. Kom í ljós, að inni í honum var maður, keflaður og deyfð- ur. Er talið, að hér sé um fyrr verandi þýzkan nazista að ræða, sem ísraelsmenn hafi ætlað að flytja til ísraels og halda þar yfir honum réttarhöld, að því er NTB segir í dag. ísraelsmenn hafa gert það áður, sem kunnugt er, að ræna stríðsglæpamönnum nazista í öðrum ríkjum og flytja þá til ísraels. Er þeirra frægastur og illræmdastur Adolf Eíchmann, sem rænt var frá Argentínu og dæmdur til dauða í ísrael og tekinn af lífi. Fólk flýr úr hús- um vegna kulda MB-Reykjavík, 17. nóv. Nokkrir íbúar við Háaleitis- braut í Reykjavík hafa gripið til þess ráðs að flytja brott úr íbúðum sínum í kuldakastinu, sem nú gengur yfir. í blokkun- um við götuna er ekki gert rá~ fyrir neinni miðstöðvarkynd- ingu, heldur . eingöngu hita- veituupphitun, og þegar kóln- aði fékkst ekki nægilegt vatn frá hitaveitunni. Blokkirnar við Háaleitis- brautina eru tiltölulega nýjar og í þeim hefur ekki verið gert ráð fyrir neinni kyndingu þar eð þær eiga að fá heitt vatn frá hitaveitunni. Þett; hefur líka gengið ágætlega i góðu veðri, þá hefur hiti ver Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.