Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.11.1964, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. nóvember 1964 B TÍMINN EJ-Reykjavík, 16. nóvember. Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi var haldið að Hlégarði í Mos- fellsveit á sunnudaginn. Jó- hannes Sölvason, formaður sam bandsins, setti þingið kl. 10 f. h. og stóð það fram til kvölds. Þingið var mjög fjöl- mennt — sátu það 50—60 fulltrúar auk gesta. Forsetar þingsins voru kjörn ir Tómas Arnason óg Amald- ur Þór, én ritarar Jón Pálma son og Pétur Guðmundsson. Þá var FUF í Mosfellssveit, sem er nýstofnað, tekið ínn í sam bandið. Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar og gjaldkeri, Sig- Ifús Kristjánsson, las reikn- inga sambandsins. Skipað var í tvær nefndir, stjórnmálanefnd og skipulags- og útbreiðslunefnd og voru framsögumenn Jóhannes Sölva son og Andrés Kristjánsson. Auk þess voru flutt á þingínu erindi um höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, Margeir Jónsson, Keflavík, um sjávarútvegsmál, Sigurður Þórarinsson, Hlíð um landbúnaðinn, og Ólafur Jensson um iðnað. Þá ræddi Jón Skaftason um stjórnmálin. og Kristján Benediktsson framkvæmdastjóri um Tím- ann. Jóhanes Sölvason baðst eín- dregið undan endurkosningu sem formaður, og var nýr for- maður kjörinn, Sigfús Kristjáns son, Keflavík. Varaformaður: Arnaldur Þór, Blómvangi. End urskoðendur Jón Pálmason og Sigtryggur Árnason, en til vara Gísli Guðmundsson og Kristinn Kristinsson. Sjö fulltrúar voru kjörnir í miðstjórn Framsóknarflokks- ins. Þessír hlutu kosningu: Arn aldur Þór, Margeir Jónsson, Ól- afur Jensson, Valtýr Guðjóns son, Guðmundur Þorláksson, Hannes H. Jónsson og Eyjólfur Eysteinsson. Varamenn: ■— Teitur Guðmundsson, Hilmar Pétursson, Helgi Ólafsson, Pét- ur Guðmundsson, Jón Pálma- söii, Eiías, S. ‘ Jónssón og Hall- dór Iíjartarson. Kjördtemisþingið samþykkti eftirfarandi stjórnmálaályktun: „Núverandi stjórnarflokkar hafa senn starfað saman um 6 ára skeið. Við upphaf þessa valdatíma iofuðu þeir marg- víslegum umbótum í efna- hags- og atvinnumálum þjóð- arinnar, svo sem lækkun skatta og tolla, afnámi hafta, stöðvun verðbólgu, sparnaði í ríkis- rekstri, söfnun gjaldeyrissjóða og mörgu fleiru. Öll þessi stefnumál hafa að engu orðið, og efndirnar öfugar við lof- orðin, sem gefin voru, og er þar skemmst að minnast hinna gífuriegu skattahækkana, sem ríkisstjórnin hefur hlaðið á þegnana, og ekki sízt á þá, sem hafa lægstar og miðlungstekj- ur, svo og skattpíning atvinnu veganna, sem vart geta lengur unddr henni risið. Má segja, að hið fádæma góðæri til lands og sjávar hafi forðað því, að hin raunverulega stjórnarstefna íhaldsflokkanna stefndi efna- hagsmálum þjóðarinnar í öng- þveiti. Skipulagning atvinnuveganna hefur verið látin sitja á hakan um og hrein hentistefna ráðið framvindu þeirra mála. Engar skipulegar ráðstafanir hafa verið gerðar til að fullnýta sjáv araflann, sem þó hlýtur að vera undirstaða undir stöðug efnahagslífi við sjávarsíðuna og reyndar landsmanna allra. Þessa hentistfenu ríkisstjórn arinnar í atvinnumálum telur kjördæmisþing Framsóknar- manna í Reykjaneskjördæmi ó- viðunandi og hljóti hún fyrr eða^íðar að leiða þjóðina í: efnahagsleg vandrpeði. 5. þing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjanes kjördæmi vill sérstaklega leggja áherzlu á að fylgt verði fast eftír eftirfarandi málum: 1. Að allir aðalatvinnuvegir þjóðarinnar verði efldir og skipulega verði unnið að upp byggingu þeirra m. a. með auk inni véltækni og fullvinnslu framleiðslunnar áður en hún er flutt á erlendan markað. 2. Keypt verði til landsins eða smíðað hér fullkomið fiski- rannsóknarskip með öllum nauðsynlegum tækjum. Aðstöð una til fiskileitar og fiskirann sókna, eins og hún er í dag, telur þingið algjörlega ósæm andi fyrir ísland sem fiskveiði þjóð. 3. Dregið verði úr skatta- álögunum á meðaltekjur og lægri, svo og hjá framleiðslu- fyrirtækjum, sem spara eða skapa gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. 4. Unnið verði skipulega að lausn húsnæðisvandræðanna, sem einkum bitna hart á unga fólkinu, sem stofna vill heim- ili m. a. með byggingu hag- kvæmra og ódýrra ibúða með félagslegu átaki. 5. Þingið leggur áherzlu á að tryggingastarfsemi vérði efld í landinu m. a. með stofn- un lífeyríssjóðs fyrir alla lands menn. 6. Kosningaaldur við alþing is- og sveitarstjórnarkosningar verði færður niður í 18 ár. 7. íslendingar hafi sam- Sigfús Kristjánsson vinnu við vestrænar lýðræðis- þjóðir á sviði utanríkismála og kappkosti sem bezta vináttu við þær þjóðir, sem okkur eru líkastar að menningu og hugs- unarhætti. 8. Þingið fagnar því, að út- lit er fyrir að lagningu Reykja nesbrautar muni ljúka á næsta ári og að þegar er hafízt handa um undirbúning að varanlegri vegagerð á Vesturlandsvegi um Mosfellssveit og lagningu nýrr ar akbrautar gegnum Kópavog. Leggur þingið áherzlu á að hraðað verði svo sem kostur er á endurbyggingu alls vegar ins frá Öskjuhlíð í Reykjavík til Hafnarfjarðar. 9. Þingið fagnar flutningí Loftleiða h. f. til Keflavíkur- flugvallar og telur að með því hafi verið stigið mikilvægt spor til eflingar íslenzkra flug mála og atvinnuöryggis á Suð urnesjum. 10. Þingíð leggur sérstaka áherzlu á, að hitaveita verði lögð á Reykjanessvæðinu, og að nú þegar verði gerð áætlun um Iagningu hennar þannig, að Reykjanessvæðið allt hafi fengið hitaveitu innan 10 ára. 11. Þingið lýsir ánægju sinni með það samstarf, sem nú er hafið milli bæjar- og sveitarfé laga í Reykjaneskjördæmi um skipulagsmál og önnur sameig inleg hagsmunamál Reykjanes svæðisins, með stofnun Sam- bands sveitarfélaga í Reykja neskjördæmi. 12. Þingið þakkai Jóni Skaftasyni, alþingismanni, fyrir ötlula framgöngu hans í hags munamálum kjördæmisins á Alþingi." H ——■, ■» B ■ ■ ■ J Hér sjást menn trá 11 pjoðum og koma hver fram fyrir mtsmun- andi flugfélög. Getið þið séð hver er hver? Líkjast þeir ekki hver öðrum? Myndir var tekin á flug málaráðstefnu, sem haldin var í Álaborg á Norður Jótlandi nvlega. Frá vinstri: N Pishkov Áeroflot, öovétríkjunum C. Sisler, Air France Frakklandi, E. Sommer (danskur), BEA, Englandi, P líachetta AMralia, Ítalíu, H. Kutschiera. Lufthiinza, Vesur Þýzkalandi, H Ekblom Finn air, Finnlandi, j. T. Verwynen KLM, Hollandi, D. Nakatima, JAL japan E Guðmundsson, uoftleiðir Itland, W. Zaluski, LOT Póllandi oc> Z, Tvenchen, Malev, (Jngverjalandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.