Tíminn - 08.12.1964, Side 5

Tíminn - 08.12.1964, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. desember 1964 I— —| Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lystrrgastj.: Steingrlmur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ! Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti i. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrd'stofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — f lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Flotamannvirki Stjórnarblöðín birtu forsíðugreinar á sunnudaginn um hinar fyrirhuguðu hernaðarframkvæmdir í Hval- fí" Eitt var sameiginlegt um allar þessar greinar. Það vh! ivergi minnzt á, að U.S.A. hefði verið leyft að byggja haiskipabryggju, legufæri og vatnsgeymi. Þessi þrjú orð v-irtust alger bannorð hjá leiðarahöfundum stjórnar- blaðanna. Hins vegar var margtönnlast á því, að hér væri aðeins um að ræða endurnýjun á olíugeymum, og Framsóknarmönnum væri illa við þá framkvæmd, því að hún gæti dregið úr leigutekjum Olíufélagsins! Þannig átti að reyna að draga athygli frá höfuðatriðum málsins og gera afstöðu Framsóknarmanna tortryggilega. Þetta á að blása út og básúna, svo að menn gleymi því, sem máli skiptir. Höfuðatriði þessa máls eru þau að U.S.A. fær leyfi til að byggja hafskipabryggju, legufæri og vatnsgeymi. Þettá sker úr um það, að hér er ekki fyrst og fremst að ræða um endurnýjun á olíugeymunum, heldur byggingu flota- mannvirkja, sem ekki hafa áður verið í Hvalfirði. Þetta er meginatriði málsins. Allt síðan 1945, er Bandaríkjamenn vildu fá Hvalfjörð leigðan fyrir flotastöð til 99 ára, hafa allir stjórnmála- flokkarnir verið andvígir því að leyfa flotastöð í Hval- firði. Endurnýjaðri beiðni um þetta var neitað, þegar dr. Kristinn Guðmundsson var utanríkisráðherra, og aftur í tíð vinstri stjórnarinnar- Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar vikið frá þessari stefnu og bugast fyrir þeírri erlendu áleitni, að flotastöð verði komið upp í Hvalfirði. Hér hefur vissulega verið stigið hið varhugaverðasta undanhaldsspor í sjálfstæðismálum þjóðarinnar- Erlend- ur hernaðaraðíli, sem hefur komið sér fyrir í Hval- firði, mun ógjarnan vilja láta þá afstöðu af hendi. Þessari hættu vilja forystumenn stjórnarflokkanna leyna fyrir þjóðinni. Þessvegna eru hafskipabryggja, legufæri og vatnsgeymir bannorð, þegar blöð þeirra skrifa um Hvalfjörð. Þau sýna það, að stjórnarflokkarnir hafa svikið það, sem áður var fullkomin samstaða um, þ.e. að leyfa ekki flotastöð í Hvalfirði. En þjóðin má ekki hætta að vera á verði, þótt forystumenn stjórnar- flokk.anna séu hættir því Vantraust Stjórnarblöðin telja það lýsa trausti á stjórnarstefn- unni, hve vel vísitölutryggðu skuldabréfin hafa selzt- Hið rétta er, að þetta lýsir vantrausti á ríkisstjórninni. Vegna þess, að menn óttast, að verðbólgustefnunni verði fylgt áfram, keppast þeir við að taka fé úr bönkunum og kaupa vísitölutryggð bréf. Það er vantraustið á ríkis- stjórninni, sem örvar mest sölu þessara bréfa. Skattgleði Gunnar Thoroddsen er kominn heim úr utanförinni og telur sig koma færandi hendi. í ferðalaginu frétti hann nefnilega af nýjum skatti. Mbl. skýrir frá þessari upp- götvun ráðherrans undir stórri fyrirsögn á 1. síðu á sunnu daginn. Öll frásögn blaðsins ber þess merki, að það telur utanför hins skattglaða ráðherra hafa borið fullan árang- ur, þar sem nýr skattur hafi fundizt í ferðalaginu. Ekki eru hinir skattglöðu menn, ráðherrann og ritstjór- ar Mbl-, búnir að gefa þessum nýja skatti íslenzkt nafn, en til bráðabirgða kalla þeir hann ,,mereværdiskat“. Að- alatriðið er líka, að skatturinn fannst, en ekki hvaða nafn honum verður gefið. TÍIVUNN lón Skaftason, alþingismaður: Enn um tveggja flokka kerfiö Fyrir hálfum mánuði skrif- aði ég þriðjudagsgrein í Tím- ann um nauðsyn Cveggia fi ikka eða fylkinga kerfis í íslenzkum stjórnmálum. Tijgangurinr, var sá að vekja til umhugsunar og fá fram umræður um málið, sem sannarlega neftir cekizt vonum framar, því að öll dag- blöðin hafa í tilefni' greinar þessarar ritað um það og sýn- ist sitt hverjuin, ovo sem við var búizt fyrirfram. Mig langar í tilefni þessara umræðna að víkja frekar að málinu og þá um leið lítúlega að þeim andmælum, sem sett hafa verið frarn, gegn hug- mynd þessari. f fyrri grein minni tólr ég fram, að menn greindi á um kosti og galla tveggia fíokka kerfisins, en tveggja flokka kerfi er almennt íalið ríkia í þeim löndum, þar sem tveir flokkar berjast um völdin r.. d. í Bretlandi, Bandaríkjmium og Vestur-Þýzkalandi, þótt fleiri smáflokkar starfi i öllurn jæss um löndum, en henti jafnframt á tvær staðreyndir. sem ekki fara fram hjá ueinum, er mál þetta kryfia til mergjar þær eru þessar: í fyrsta lagi vill engin J<ióð, sem býr við tveggja flckka- kerfi frá því hverfa. í öðru lagi gætir verulegrar viðleitni í morgum löndum, þar sem flokkafjöldinn er livað mestur, til þess að fækka flokk um, með sameiningu skvldra flokka. Þessar staðreyndir báðar um eðlileg viðbrögð þjóða, er til- komin vegna áratuga reynslu og hefir skapað ákveðinn þjóðar- vilja. Alþýðublaðið og Þjóðviljinn hneykslast mjög á grein minni i>g tala um „harnaskap fá- fræði, óskhyggju og ósvífíii" í þessu sam'bandi. Slíkar upp- hrópanir eru ekki málefnaleg rök og opinbera aðeins óróann, sem inni fyrir býr Meðan blöð þessi nefna engin dæmi nm, að ég fari með rangt mál, að þessu leyti, þá hlýt eg að telia, að mér hafi ekki missýnzt um þau. f grein í Alþýðublaðinu cftir Helga Sæmundsson (þann manninn, sem ég heyrði á 1ram boðsfundi árið 1956 í Kópavogs skóla lýsa því hástemmdast allra hversu pólitísk höfuðnauð syn náin samstaða Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks væri til mótvægis við ofuvvald íhaldsins!!) er því lialdið fram, að tveggja flokka kerfi geti ekki komizt á fyrir þjóðarvilja og að við slíkt sKÍpulag geti ekki aðrir en milljónamæringar orðið þingmenn!! Slíkur mál- flutningur er svo barnalegur, að engu tali tekur, enda dæmin næg fyrir austan okkur og ,-estan, er afsanna slíkt fleip- ur. Þá er það misskilniiigur, sem fram kemur i ieiðaraskrif um Vísis. um mál þetta. að í löndum með iveggja fiokka kerfi hljóti andstöðufyhung hægri aflanna eðli málsins sam kvæmt að vera sosialistísk Eitt mest áberandi feíkn margra sósíalista- eða sósíaldemókrata JON SKAFTASON flokka nú í Vestur-Evrópu er einmitt það, að þeir hafna þjóð nýtingu í æ ríkari mæli e/i ein mitt þióðnýting og i.pinber eign framleiðslutækjanna er k,'arn- inn í sósíalistískri þjóðféíags- stefnu. Einna gleggst sést þetta af stefnuskrá vestur-þýzkra Jafnað armanna, sem búa sig uudir kosningar að ári og gera sér góðar vonir um meirihlutasig- ur. Þeir hafna algjörlega þióð nýtingu og ríkisrekstri. Eg get jafnvel ímyndað mér, að S.iálf- stæðisflokkurinn sé í reynd meiri þjóðnýtingarfjokkur en Jafnaðarmannaflokkar í Vestur- Þýzkalandi og i Norðurlöndum eru enda sagði Konrad Nordal forseti norsk Alþ.sambandsins, Alþýðuflokkur 1953 15,6% Framsóknarflokkur 1953 2* ,9% Sósíalistaflokkur 1953 16,1% Sjálfstæðisfl. 1953 37 1% Þjóðv.flokkur 1353 6,U% Lýðveldisfl. 1953 3.3% Tölurnar tala skíru máli um hvað hafi verið að gerast þcssi árin. Tveir smáflokkar hverfa, Lýðveldisflokkurinn inn í Sjálf stæðisflokkinn og Þjóðvarnar- flokkurinn gerizt bandalags- flokkur Alþýðubandalagsins Alþýðuflokkur og Alþvðu- bandalag hafa tapað, Sjálfstæð isflokkur aukið hlutfallftölu sína og Lýðveldisflokksins um 1% en Framsóknarflokkurinn um 6,3%. „Óskhyggja Fiam- sóknarmanna“ eins og skemmti kraftur Alþýðuflokksins nrðar það i Alþýðublaðinu nálgast að vera veruleiki. Um framtíðina er ávallt áhættusamt að spá. Ég tek þó áhættuna og mín spá er sú, að þróunin til tveggja flokka kerf- is í íslenzkum stjórnmálum verði ekki hægari áratuginn 1963—1973 heldur en hún var á undan og frá er greint. Spá þessa byggi ég m. a. á eftir- farandi: f fyrsta lagi gera æ fleiri lýðræðissinnaðir íhaldsandstæð ingar sér ljósa þörfina á meiri samstöðu um einn flokk til þess að binda endi á ofurvald Sjálf- stæðisflokksins i islenzkum stjórnmálum í öðru lagi flýtir núverandi stjórnarsamstarf á milli sterk- sem hér var í heimsókn fyrir skemmstu, að sér virtist þjóð- nýting hér og opinber relistur vera meiri en á öðrum Norður löndum. Svona skrýtnir eru hlutirnir stundum í pólitíkinni! Núverandi flokkaskipim á íslandi byggist að sjálfsögðu á þióðarvilja. En sá vilji þarf ekki og er ekki óumbreytan- Iegur. Hvaða þegni í lýðræðis þjóðfélagi, sem okkar er frjálst að berjast fyrir annarri flokkaskipan telji hann slíkt til bótá. Mér er á því engin launung, að ég tel aðstöðu and- stöðuflokka Sjálfstæðisflokks ins að því leytinu vonda, að lýðræðissinnaðir kjóser.dur þeirra, sem í stærstu málum ættu að geta átt samleið, skipt ast á 3 flokka a. m. k. Þeirri taflstöðu vil ég fyrir mitt leyti breyta þannig að ffldur verði flokkur, sem keppt geti við Sjálfstæðisflokkinn að stærð og áhrifum. Það getur gerzt á tvennan hátt a. m. k. Annað hvort með því að lýðræðissinnaðir forystumenn flokkanna ieyni að ná samkomulagi um slíkt ellegar þá, að það gerizt tyrir þróun eins og átt hefir sér stað hér s. 1. 19 ár. Vil ég þessu til sönnnnar rifia upp kosningaúrslitin ann arsvegar 1953 og hins vegar 1963 og gefa upplýsingar um hlutfallstölur clokkanna af grciddum atkvæðum bæði ár- in: 1963 14.2% = 16.0% 41,4% +J 4% +6.3% 4-01% +4.3% asta og veikasta flokks þjóðar- innar fyrir, tveggja fylkinga myndun í íslenzkum stjórnmál- um. Liðsmenn Alþýðuflokksins eru sáróánægðir með undir- lægjuhlutverk foringja sinna við Sjálfstæðisflokksforustuna. Þetta sást m. a. mjög vel í síð- ustu Alþingiskosningum í Reykjaneskjördæmi, þar sem tveir valdamestu menn Alþýðu- flokksins skipuðu efstu sæti framboðslistans, sjávarútvegs- málaráðherra og utanríkisráð- herra í núverandi ríkisstjórn. Alþýðuflokkurinn fékk 2911 at- kvæði þar í haustkosningunum 1959 en aðeins 2804 í kosning- unum 1963. Framsóknarflokk- urinn fékk hins vegar í sama kjördæmi 1760 atkvæði 1959 og 2465 atkvæði 1963. í þriðja lagi stuðlar síðasta kjördæmabreyting á vissan hátt að tveggja flokka kerfi. Með kjördæmabreytingunni var Framsóknarflokkurinn knúinn til að keppa af fullum krafti um fylgið á þéttbýlissvæðinu á Suð-Vesturlandi, sem áður var vanrækt af hans hálfu. Andstöðuflokkar hans töldu, að það gæti hann aldrei gert með árangri. Slíkt er nú borin von og staðreyndir benda á, að Framhald á bls. 13. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.