Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 11
I.AUGARDAGUR 12. desember ft)G4 Tí n 50 í Þegar ég renni augunum í huganum yfir þennan tíma, þá finnst mér hann ekki lengri en fjórar vikur. Það hefur oft verið sagt — og það get ég staðfest, að er satt — að í suð- urfcöfum glati menn tímaskynjuninni. í loftslagi, þar sem alltaf er sumar og einn dagurinn er öðrum líkur, líða dag- arnir án þess að maður taki eftir því. Árið 1790 er hamingjusamasta ár, sem ég hef lifað, og mér finnst það stytzta árið, sem ég hef lifað. Og árið 1791 byrjaði líka vel. Janúar og febrúar liðu. í miðjum marzmán- uði sigldi Tehani ásamt Vehiatua umhverfis eyjuna til þess að taka þátt í helgisiðaathöfninni á ströndinni hinum meg- in. Mér þóttu þessar helgiathafnir leiðinlegar, og þess vegna varð ég eftir á Tantira ásamt mági mínum. Konan mín hafði verið fjarverandi í vikutíma, þegar skipið kom. Við Tuahua höfðum verið á skemmlun nóttina áður. Við komum seint heim, svo að ég svaf fram yfir sólarupp- komu. Tuahu vakti mig á þann hátt, að hann lagði hönd- ina á öxl mér. — Vaknaðu, sagði hanri mjög æstur, — það er komið skip. Ég neri stírurnar úr augunum og gekk með honurn ofan til strandarinnar, þar sem fjöldi fólk-s var saman kominn. Allir störðu í austurátt í skini morgunsólarinnar. Það var ljúfur byr og langt úti á sjónum sá ég evrópiskt skip. Vegalengdin var of mikil, til þess að hægt væri að greina hverrar þjóðar skipið væri. Eyjarskeggjar voru fullir eftir- væntingar. — Ef skipið er spánskt, heyrði ég einhvern segja, — þá kemur það hingað. — Og ef það er franskt, fer það til Hitiaa. — Brezk skip varpa venjulega akkerum á Matavai, sagði Tuahu og leit á mig til þess að fá staðfestingu orða sinna. Ég yppti öxlum, og einn hinnaaúnfæd.du sagðj- — Þaö gamla frænka konu minnar. ! f'V ’fr’ — Heldurðu að skipið sé brezkt spurði Tetuanui, það er að minnsta kosti ekki spánskt, það siglir svo langt undan landi. Skipið nálgaðist nú land og það var bersýnilegt, að það stefndi ekki að spönsku höfninni við Pueu. Þetta gat verið frönsk freigáta á leið til Bougainville, eða enskt skip á leið til Matavai. Við settumst í grasið. Þegar skipið nálgaðist, þóttist ég nærri því viss um, að skipið væri brezkt. Ég stökk á fætur. — Tuahu, sagi ég. — Ég held, að þetta sé enskt skip! Við skulum taka litla bátinn og fara til Matavai! Mágur minn stóð rösklega á fætur. — Verðum nokkrum klukkutímum á undan þeim hrópaði hann. — Það er alltaf beztur byr inni við land. Við rifum í okkur matinn, kalt svínakjöt og yamsrætur, sem við höfðum leift kvöldið áður. Svo hlóðum við bátinn matvælum og drykkjarföngum, fengum mann með okkur og höfðum undið upp segl innan klukkutíma. Eins og Tuahu hafði sagt, var blásandi byr inni við land, en skipið, sem lá 4—5 mílur undan landi, fékk engan byr í seglin. Bátur okkar skreið inn fyrir rifin við Pueu, sigldi fram hjá Hitiaa og Tiarei. Það var orðið áliðið dags þegar við fórum gegnum brimgarðinn fyrir framan hús Hitihitis. Hús hans var autt, því að fregnir höfðu borizt út um komu skipsins og taio minn var, ásámt allri sjölskyldu sinni, farinn til One Tree Hill til þess að horfa á. skipið. XIV. „Pandora." Allan daginn komu eyjarskeggjar hópum saman til Mata- vai. Meðfram ströndinni lágu margir bátar. Þegar ég kom upp á One Tree Hill, var þar þéttskipað fólki, sem horfði á skipið. Allir vóru fullir eftirvæntingar. Þannig hefur eft- irvæntingin verið, þegar Wallis skipstjóri kom fjörutíu ár- um áður á skipinu „Dolphin“, en það var fyrsta Evrópuskip- ið, sem kom til Tahiti. Mannfjöldinn var svo mikill, að mér veittist örðugt að finna Stewart. Að lokum hitti ég hann ásamt nokkrum Matavai-búum rétt hjá hinu gamla, blómstr- andi tré, sem hæðin var heitin eftir. Hann kom til mín þeg- ar í stað. — Ég hef beðið eftir yður í allan dag, Byam, sagði hann. — Hvað segið þér um skipið? Þér hljótið að hafa séð það, þegar þið komuð fram með ströndinni. — Já, svaraði ég, — ég held, að þetta sé ensk freigáta. — Ég held það líka, svaraði hann dauflega. — Ég ætti sennilega að vera glaður. Og að sumu leyti er ég líka glað ur. En örlögin hafa reynzt okkur glettin. Það finnst yður sennilega líka. Fyrst þegar ég sá skipið, var ég mjög hamingjusamur. Ég vissi, að nú fékk ég að fara heim. En eftir þessa löngu löngu dvöl mína var Tahiti orðið annað heimili mitt og mér var það ljóst, að bönd þau, sem tengdu mig við eyjuna, voru jafnsterk þeirri taug, sem dró mig til Föðurtúna. Mér fannst örðugt að velja milli þess að vera kyrr og fara, en jafnframt vissi ég, að ekki var um neitt val að ræða. Skylda okkar var augljós. Um leið og skipið varpaði akker- um, yrðum við að fara um borð og gefa skýrslu um uppreisn- "iil'á.:;’0'' ...or.os ,.ix s “Ýið efúðúmst ekki um, að skipið hefði verið sent út til þess að leita að Bounty. Eyjarkseggjar höfðu auðvitað ekki hugmynd um þetta, Þeir álitu auðvitað, að skipið tilheyrði Cook skipstjóra, og væri það sent til þess að sækja brauð- ávaxtatré, og að Bligh skipstjóri væri með skipinu.' Meðan við Stewart vorum að tala saman, kom boð frá Teina. Hann bað okkur að koma og heimsækja sig. Við létum skila til hans aftur, að við kæmum. — Hvað eigum við að gera við konur okkar og börn? spurði Stewart þungur í skapi. — Yður finnst það máske einkennilegt, Byam, en sannleikurinn er sá, að mér hefur aldrei dottið í hug, að ég þyrfti að flytja héðan í burtu. England er svo langt 1 burtu, að manni finnst nærri því, að það sé á annarri stjörnu. — Ég skil, hvernig yður líður, og mér líður eins. Hann hristi höfuðið dapur í bragði. Við skulum ekki tala NÝR HIMINN - NÝ JÖI RD EFTIR ARTHEMISE GOERTZ 60 ætlarðu aldrei að fara þangað aft- ur. Þú ætlar að vera kyrr héma í Louisiana og verða vinsæll lækn- ir í félagi við Larouche lækni. Honum féllust hendur. Hann þagði um hríð. Svo mælti hann: — Er þér það virkilega svo mik- ils virði? — Já, ó, já. Hún þrýsti sér að honum. — Lofaðu mér því, Vik. Lofaðu mér því. Hann starði þegjandi á vegginn yfir höfði hennar og beit á vör. — Gefðu mér þetta loforð á hátíðisdaginn minn, ástin min. Það væri dásamlegasta gjöfin af öllum. Ó, segðu já — viltu það ekki.... Ef til vill — kannski gat eitt- hvað gott sprottið upp af félags- skap hans við Larouche. Hennar vegna vildi hann að minnsta kosti gera tilraun. Hann ætlaði ekki að skrifa undir neinn samning. Þá gat hann alltaf dregið sig til baka .... Hann dró andann djúpt. — Gott og vel, vina mín. Ef það er það, sem þú óskar eftir Hún dró höfuð hans niður að sér og þrýsti vörum sínum að munni hans, æst og óstjórniega, eins og hún skildi til hlítar þá gífurlegu fórn, sem hann færði henni. 25. kafli. Á þriðjudagsmorgun lagði hann þrjú bréf í póstkassann. Eitt var 1 til , þess að afturkalla pöntun hans á farseðlinum. í öðru var r uppsögn hans á stöðunni hjá stjórnarnefnd skurðarins í Isthm- ia og hið þriðja var til Larouche læknis, frænda hans. Það var stutt ort, því hann var ekki í skapi til langra skrifa. Lét hann sér nægja að skýra honum frá því, að hann myndi koma til New Orleans ein- hverntíma í lok mánaðarins í því skyni að ræða málið nánar. | Eftir að síðasti sjúklingurinn var farínn, sat hann um hríð við skrifborð Jolivets, og '’ugsaði ráð I sitt. Hann var haldinn einkenni- | legri tómleikatilfinning eftír að i hafa sent þessi bréf. Allt til þessa dags hafði hann einbeitt hugsun- um sínum að því, ’wersu mikla ! gleði hann hafði veitt -íólettu. En ! nú var hann allt í einu gripinn hugsuninni um framtíðina — framtíð, sem hafði verið þreidd út fyrir fætur honum, rétt eins og þegar maður kaupir sér hraðsaum uð föt. Engin spenna. Éngin bar- átta. Engin eftirvænting. Engin snerting við hið ókunna, sem lað- ar. Hann spratt upp úi sæti sínu, eins og hann vildí flýja sjálfan sig, og stóð augliti ti’ auglitis við Mirjam, frammi við dyrnar. — Ég er komn tíl þess að kveðja, mælti hún með þjáningu í dökkbláum augum. - Ég sá að Rougette stóð íyrir utan, svo ég vissi að þér voruð hér enn þá. Hann steig skref í átt til henn- ar — Ég fer ekki, Mirjam. Hún hallaði sér aftur að hurð- inni og starði forviða á hann eins og hún skildi ekki við hvað hann ætti. Loks sagði hún lágt: — Ætlið þér ekki að fara? — Nei, aldrei. Hann greíndi sjálfur beiskjuna í rödd sinni og skildi nú til fulls áhrifamátt þessa orðs — aldrei, sem hún fyrirleit. Skyndilega fleygði hún sér í fang hans og vafði örmunum fast um háls honum. Hún hló og grét í senn. Hún þrýsti sér að honum, eins og það sem hann hafði sagt, gæti ekki verið satt, og einhver ætlaði að rífa hana burtu frá hon- um. — Svona, svona! Hann klapp- aði á höfuð henni, líkt og hún væri lítil telpa. — Ég get ekki að þessu gert! Hún leit framan í hann og brosti gegnurn tárin. — Ég var dauð, en er nú vöknuð aftur tii lífsins! — Þá hlýt ég að vera glaður, en ekki hryggur, yfir bví að verða hér. Hún sleppti honum, og alvöru- svipur leið yfir andlit henni. — Hvers vegna eruð þér hrygg ur? — Vegna þess, að eftir nokkr- ar vikur yerð ég að fara til borg arinnar og taka til við störf, sem ég hef engan áhuga fyrir. — Er það hún, sem óskar þess? — Já. — Þá er eitthvað, sem hún elsk ar heitar en yður — þá getur hún aldrei tilheyrt yður fyrst og fremst — og til fulls! Tryggð hans til Kólettu vaknaði við aðfinnslu Mirjams. Og þó gat hann engin orð fundið til svars. Það varð löng þögn. Svo mælti hún, 0£ var nú meiri ró yfir rödd- inni: Eg skil vel tilfinningar yðar. Ég hef lesið rit Thoreaus. Hann forðaðist að lifa eftir annarra hug- sjónum. Það var eins og að ganga í gatslitnum fötum, sagði hann. í Walden segíst hann óska að lifa lífinu eftir eigin höfði, og vilji ekki verða þess visari á banadægr inu, að hann hafði eiginlega alls ekki lifað. Hann var smám saman farinn að venjast þessum furðúlégu ham skiptum hennar úr barni í konu Hann dáðist að hugkvæmni heww ar. En svo dapur í huga sem hann var nú, fannst honum hann ekki skilja hvað hún fór. Hann reyndi þó að átta sig. — Þér viljið að ég leggi leið mína út í skógana, eins og Thor- eau? — Já, svaraði hún. — Staður hvers manns í heimi hér er þar, sem aðrir þarfnast hans. Hún var svo alvörugefin. Hann hló og reyndi að hressa sig upp á ný. — Þá það! En ég myndi þurfa á yðar hjálp að halda. ef oft.kæmu svipuð tilfelli fyrir og með frú Gaspard. — Ég hef aldrei sagt yður frá því — mér fannst það svo grimm- úðlegt, en ég var frú Gaspard þakklát fyrir að hún skyldi missa barnið sitt. Því I það eina skipti þurftuð þér mín við — ekki að- eins handa minna, íeldur min sjálfrar. Hann minntist greinilega kvöldsins, er hann sat á bekkn- um úti í garði Gasþards. Mundi vesaldóm sinn, höfuð sitt við brjóst hennar. Hann vildi ekki segja henni það, en í rauninni þurfti hann hennar ekkert síður við á sama hátt nú, í vafa sínum og sjálfsásökun. Undarleg ein- manakennd kom allt í einu yfir hann. Hann lagði arminn um háls henni, laut höfðu og fann andar- drætti þeirra renna saman í eitt. Hægt og hægt færði hann hand- legginn niður eftir benni og þrýsti henni fast að brjósti sínu. Hann rétti úr sér og leit framan í hana. Tillit hennar var dreym andi og þrungið undrun. Hún lagði gómana á varir hans og hvíslaði: — En hvað þetta var fali egt! Þá kom steinn fljúgandi inn um gluggann á biðstofunni fyrir framan. Rúðan fór i mola. Viktoi þaut út að glugganum og i nie

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.