Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 14
I4 TIMINN LAUGARDAGUR 12. desember 1964 FLUTT í BÆNDAHÖLL Framhalo at 01» . — Er ekki orðið mikið um að bændur rækti upp sanda? — Það hefur farið mjög í vöxt á síðari árum, að þeír bændur, sem eiga sandlendi, rækti það. Síðasta áratuginn hefur Sand- græðslan gert stórvirki. Hún hef- ur sýnt, að auðvelt er að græða upp eyðisanda með notkun áburð- ar og grasfræs, enn fremur að auð velt er að rækta upp slíkt land án þess að verja það ágangi bú- fjár, en það er mjög míkilsvert atriði, vegna þess hve girðingar eru dýrar. Notkun flugvéla til dreifingar áburðar er mjög merk- ur þáttur í starfsemi sandgræðsl- unnar og mun enn aukast. í Nýja- Sjálandi bera bændur á allt sitt land úr flugvélum, þar er flugvéla notkun við áburðardreifingu hlið stæð traktoranotkun hérna. ^JVIín spá er sú, að innan fárra ára muni margir bændur dreifa áburði á tún og ræktað beitiland úr flugvél- um. — Og hvað viltu svo segja um framtíð íslenzks landbúnaðar? — Landbúnaðurinn á mikla framtíð hérlendis, en á fyrir sér allverulegar þrengingar vegna þeirra breytinga í tækniþróun, sem eru nú sem örast að ryðja sér til rúms. Meira en helmingur ís- lenzkra bænda hefur þegar geng- ið í gegnum fyrsta hluta þessarar tækniþróunar. Þeir hafa horfið frá handverkfærum og frumstæðum búskaparháttum yfir í nýtízku ræktunarbúskap og fullkomna vél- tækní við störfin. Margir bændur eru hins vegar langt frá því að hafa náð þessu marki. Þeir hafa dregizt aftur úr af ýmsum þjóðfélagslegum ástæð- um, m. a. vegna þess, hve seint þeir fengu vegi og hafa margir enn ekki fengið rafmagn. Slíkir bændur hafa enn allt of lítið rækt að land og skortir fjármagn til þess að vélvæða búin og stækka þau í viðunandi horf. Sumir þess- ara bænda heilsast úr lestinni án þess að aðrir taki við, og er því hætta á að bændum fækki nokkuð á næstu árum. Það getur veríð bagalegt í sumum byggðarlögum, þar sem byggðin er nú þegar strjál og getur því á stöku stað leitt til landauðnar. Við slíkri þróun þarf að sporna, því að það er mjög hastarlegt að heilir landshlutar fari í eyði. Við því er ekkert að segja, þótt einstaka jarðir, sem ekkí eru hentugar fyrir nútíma 1 búskap, leggist í eyði, en ríkinu ætti að vera skylt að auðvelda þeim bændum, sem þurfa að yfir- gefa jarðir sínar, að gera sér verð mæti úr þeim. — Hvaða álit hefar þú á stór búunum? — Þetta er mjög umrædd spurn ■ ing víða um heim, 5rá alda öðli! hafa verið mjög mismunandi stór. 1 mörgum löndum er mikill f iöldi; smábúa og ógerningur að nota nú- tímatækni við búskapinn. Jinn-, fremur hefur ætíð verið nokkuð um stórbú, serri áður fyrr þurfti að nota margt vinnufolk Tiltölu'ega j auðvelt er að taka upp tæknina á stórbúunum og þar leysa vélarn ar verkafólkið af hólmi, samtim- is því sem kaupgjaldið fór hækk andi og atvinnumöguleikar verka fólks í iðnaði vaxandi. En við | þessa breytingu varð margur stór bóndinn að einyrkja, eða því sem j næst, en hélt áfram að hafa tekj ! ur stórbænda. Hjá sumum meslu bændamonn ingarþjóðum, eins og Ný-Sjálend- ingum, eru því nær allir bærour ; vel efnaðir einyrkjar. með ou af i hagkvæmustu stærð tii að i.ýta, og nauðsynlegan vélakost til þess að veita bóndanum og fjölskyldu hans hæfilega mikla vinnu. áums staðar hafa verið gerðar tilraunir með stórrekstur í sambandi við' taekniþróunina, b e að hafa ein- inguna það stóra, að margt flók ynni við framleiðsiuna auk oónd-; ans jafnfram fullkomnustu vél- tækni. Slíkt má í mörgum tilfell u,m kalla verksmiðjubuskap. Hann hefur verið reyndur nofkkuð í Ameríku og í smáum stíl í Vestur- Evrópu. Hann hefur gefizt sæmi- lega í einstaka greinum, a m.k. um stundarsakir, til dæmis við fitun holdanauta í Bandaríkjunum og framleiðslu eggJa, kjúklinga, o. s. frv., en þetta form búsikapar hefur ekki rutt sér verulega til rúms. Rússar hafa reynt stórbú- skap í ríkari mæli en nokkur cnn ur þjóð, með hörmuiegum árangri eins og öllum er kunnugt. Mín skoðun er, að éheppilegt sé að hafa búeiningarnar allt of stór ar, sérstaklega þegar uim búfjár rækt er að ræða. Það er mjög erf itt að stjóma mörgum mónr.um við búfjárhirðingu, svo vel fari. Hér á landi er enginn grundvöll ur og engin ástæða til að stunda verksmiðjubúskap. Fjölskyldubú- skapur, að sumu leyti með svipuðu sniði og tíðkast í Nýja-Sjálandi, mun verða hér framtíðarlausn, en samvinnubúskapur 2 -3 manna á einnig milkla framtíð fyrir sér hérlendis, en oftast verða það skyldmenni eða tengdir menn og það er því í rauninni ein grein f j ölskyldubúskapar. — Þurfa þá ekki b.hn að staikka frá því sem nú er? — Jú, þau þurfa að stækka mjög mikið, en þau mega ekki stækka, nema samhliða aukinni ræktun. Framtíð islenzks land- búnaðar byggist á grasrækt, ekki aðeins til heyframleiðslu heldur einnig til þess að oeita arðgætum fénaði, mjólkurkúm og tvílembum, á ræktað land, eða áborið beiti- land. Búin stækka næstum því sjálfkrafa hjá þeim bændum, sem hafa nægjanlegt ræktað land og kunna þá list að hirða um búíe. — Þarf þá ekki mikið fjármagn til þess að breyta landbúnaðinum í hagkvæmt horf? — Jú, geysilegt fjármagn. Sjálf ræktunin er þó ekki það kostnaðar samasta, heldur byggingarnar, sem því miður verða sumar úreltar, fáum árum eftir að þær eru tekn ar í notkun. Svo þarf mikið fé í girðingar, en eitt frumskiivrði þess að hægt sé að stunda ræktun arbúskap með tilliti til vinnuafls ins er að geta haft fullt va)d á fénaðinum, þegar oskað er FRIÐARVERÐLAUNAHAFI F'ramhalO al ols . negrakirkja í borginni brennd af æstum múgi, en haldið var að Schwerner væri í henni. Þegar þetta gerðist, voru þeir félagari staddir i Oxford í Ohio. Þegar heim kom, fréttu þeir af atburðinum, og lögðu af stað á gömlum bílskrjóði til að rannsaka kringumstæðurnar nánar. Á leið-i inni voru þeir stöðvaðir af Cacil Price, helzta aðstoðarmanni lög- reglustjórans í borginni. Ilann ber þvi við, að þeir hafi ekið á ólöglegum hraða, en alríkislög-, reglan segir Price ekki hafa haft nokkra heimild tij að stöðva þá.! Voru ungu mennirnir settir íi fangelsi, sátu inni i 20 tíma, en! var þá sleppt lausum gegn 20 j dollara tryggingu. Price segir, að I þeim hafi verið veitt eftirför, stuttan spöl, en síðan hafi hann1 ekki séð þá. fyrr en hann aðstoð- aði við að grafa upp lík þeirra.; Alríkislögreglan neldur því fram,| að lögreglan hafi þá skotið menn- ina og grafið lík þeirra á nær- liggjandi bóndabæ. Rannsókn málsins var sett í gang, og gaf Johnson forseti sjálfur fyrirskipamr um gang hennar. Alríkisrögreglan, en rík- islögreglan neitaði að rannsaka málið, hefur haft marga af hinum handteknu grunaða um langt skeið, en beið þangað ti) hún var viss í sinni sök. Flest ir mannanna. sem voru hano teknir, eru í Ku-Klux-Klat, eða einhverjum álíka félagsskap. Með- al þeirra, sem voru handteknir, er lögreglustjóri Philadelphiu, Rainey, og aðstoðarmaður hans, Price. Alríkislögreglan hefur skýrt frá því, að morðin hafi verið skipulögð fyrirfram og að Price hafi notað sér aðstöðu sína til að taka unglingana fasta, aðeins í þeim tilgangi að láta þá lausa stuttu síðar og skjóta þá. 19 manns voru teknir fastir fyrir hluteild í morðunum, en 2 fyrir að hafa vitað um þau, án þess að tilkynna um það. Alríkislög- reglan átti í miklum erfiðleikum með að framkvæma rannsókn sína og mætti miklum fjandskap frá íbúum borgariinnar. Lögreglu- stjórinn, sem var tekinn fastur, var kjörinn sem lögreglustjóri, aðallega vegna þess, að í kosning- unum hélt hann því óspart fram, að hann vissi, hvernig ætti að meðhöndla fjandans niggarana. Hann hefur drepið tvo menn í nafni embættisins hingað til. íbúar borgarinnar voru sann- færðir um það, að hinir hand- teknu yrðu ekki dæmdir, það hef- ur aldrei komið fyrir í sögu Mississippi, að hvítur maður vaeri dæmdur fyrir morð á svertingja, hvort sem hann var sekur eða saklaus. REUMERT GEFUR 300 ÞÚS. HAMRAFELL í AMERÍKU KOSTAR 130 MILLJ. Framhald at bls i reka, hefur fjórar efstu hæðirnar til afnota. Á þeirri efstu er veit- ingasalur, á 5., 6. og 7. hæð eru svo gistiherbergin. Fjórðu hæðina leigir Flugfélag íslands fyrir skríf- stofur sínar, þriðju hæðina nota bændasamtökin sjálf. Aðra hæðina notar Hótel Saga að mestum hluta, þar er Súlnasalurinn, eldhús og bar og fundarsalur, og í suðurend- anum hefur Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna skrifstofur. A fyrstu hæðinni er aðalinngangur Söfeu og anddyri, Mímisbar, bóka- safn Upplýsingaþj ónustunnar og í bogabyggingu 'út úr hæðinni eru blómabúð, smávörubúð, ferðaskrif- stofa Flugfélags íslands og banka- útibú Búnaðarbankans. í kjallara eru svo miklar geymslur Sögu og bændasamtakanna, ný og fullkom- in gufubaðstofa, rakarastofa, hár- greiðslustofa, snyrtistofa o. fl. Sæmundur kvað mikla og vax- andi aðsókn hafa verið að Sögu á þessu ári, bæði að veitingasölum og gistiherbergjum. Hótelstjóri er Konráð Guðmundsson, en alls vinna hjá Hótel Sögu um 120 manns. DAGSTIMPLUN MJÓLKUR Framhatd af bls. 1. stöðugt. Einnig eru gerðar strang ari kröfur um kælingu mjólkur strax eftir mjaltir. Hyrnurnar bar á góma n blaða- mannafundinum, en forráða menn Mjólkursamsölunnar fylgj- ast stöðugt með öllum nýjungum sem fram koma á því sviði Ný- lega er komin á markaðinn í Sví- þjóð ný gerð af mjólkurumbúð- um, og hafa verið send sýnishorn af þeim hingað. Þetta er ferkant- aðar umbúðir, og framleiddar af sama fyrirtæki og hvrnurnar hér. Komið hefur ti) mála að breyta feikningunni > hv'-nimum og hafa verið gerðar tillögur þar að lút- andi, en ekkert endanlega ákveð- ið. Þá hcfur verið um það rætt að gefa Slysavarnarfélaginu eða líknarsamtökum kost á nð auglýsa á mjólkurhyrnunum. SURTSEY AB "ramna -ið'. ið skrifað um hana b? hafa bóka- útgáfufyrirtæki í Englandi, Sviss, tapan og á Rpáni smjr" fvrii um 'tgáfu h''• - ' na> r,e,‘ bað fynr augum >' 'upa ham 'it sölu iðVrj'- •' ----n IjlT' 1 ' ii'. -e jast víða r'ramiiaia -t, ,o siðu hans margrýrnað af gengisfell- ingum, með því að halda hór upplestrarkvöld og láta allan ágóða falla til sjóðsins. Þrátt fyrir ákveðinn vilja Poul Reumerts að framkvæma þessa hugmynd sína, var hon- um aftrað af ættingjum og vin- um að takast á hendur þessa þrekraun af heilsufarslegum ástæðum. í stað þess að láta starfið þar með niður falla, hóf Poul Reumert ritun minningarbókar Önnu Borg. Fyrsta upplag þess- arar bókar kom út 24. nóv. s.l. á vegum Gyldendals, en tveim dögum síðar var upplag bókar- innar uppselt hjá útgáfufilag ! inu. í prentun er nú annað upp lag og auk þess hefur verið samið um íslenzka útgáfu bók- arinnar. Skuggsjá hefur út-| gáfuréttinn. j Er Poul Reumert sá, hversu vel bókinni var tekið, ákvað, hann að rithöfundarlaun hans, I að honum lifandi og látnum, | af öllum útgáfum hennar, j skyldu renna til umrædds sjóðs. Þótt sjóðurinn beri nafn frú Stefníu Guðmundsdóttur, er hann í raun réttri líka minn- ingarsjóður um Önnu Borg, nöfn þeirra begg.ia og Poul | Reumerts tengd honum. Framhald al 16 siðu að ræða við aðra aðila áður um verkefni handa þessu skipi, það er styttra í miðbæinn til Stjórnar- ráðsins, og því snerum við okkur þangað, en skilningur ráðamanna þar á þessu máli var nú ekki meiri en öllum er kunnugt, eftir að samningar um þessa flutninga var undirritaður í síðasta mánuði. Við mundum geta selt skipið skað- lausir, ef litið væri á eignaskipti ein, en hitt er annað mál, þegar litið er á reksturshliðina, því að skipið hefur aldrei skilað beinum ágóða, og með því að selja skipið fengjum við ekki greitt reksturs- tapið. En við höfum tekið þann kostinn að reyna eftir megni að halda skipinu úti. Það urðu skip- verjum vonbrigði, að skipið hætti að sigla milli íslands og útlanda, en þeir tóku því af miklum mynd- arskap að freista þess að vera kyrrir á skipinu, þótt þessi breyt- ing yrði á, að tekið yrði verkefni, sem þýddi lengri dvöl skipverja fjarri heimilum en áður var. Eins og ég sagði, verður fyrst farin þessi ferð milli landa í Ameríku, þá mun skipið eftir sem áður ann- ast þrjár flutningsferðir á ári með olíu til Keflavíkurflugvall- ar og á næsta ári verður skipið og að fara í „12 ára“-skoðun, og er þá fyrirsjáanlegt að það hefur nægum hnöppum að hneppa í hálft ár. Næst kemur það hingað heim í janúarmánuði. heimilisblað allrar fiölskyldunnar er fjölbreytt, fróðlegt skemmtilegt og flytur m a.: ★ Fyndnar skopsögur ★ Kvennaþætti ★ S+jörnuspár ★ Getraunir ★ Spennandi sögur ★ skák- og bridgeþæfti Greinar um menn eg málefni o. m fl. 10 blöð á ári fyrir aðeins 95 kr NÝIR KAUPENDUR FA 3 ARGANGö FYRIR !50 kr. Póstsendið t dag eftirtarandi pöntun Eg undirrit óska að gerast áskrifandt að SAMTÍÐINNl og sendi hér með 150 kr. t'yrir ár- gangana 1962. 1963 og 1964. íVinsamlegast sendið þetta i abyrgðarbréfi eða póstávisun). Nafn: Heimili (. Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN — Pósthólf 472 Rvk ÞAKKARÁVÖRP Beztu kveðjurtil allra, sem glöddu mig á fimmtugs- afmælinu 9. þ.m. Hermann Ólafsson. FaSir okkar og tengdafaSir, Sæmundur Steinsson, fyrrum afgreiðslumaSur, andaðist i sjúkrahúslnu Sólvangi, fimmtudaginn 10. desember. Guðrún Sæmundsdóttir Norðficrð, Wilhelm Norðfjörð, Björgvin Sæmundsson. Ásbjörg Guðgeirsdéttir, Ásta Bjarnadóttir. Innilefrt þakklæti, tll allra þeirra mörgu, nær og fjær, sem auð- vnrii. vlnsemr' hluttekningu við andlát og larðarför. Halldórs H. Snæhólm Elín Guðmundsdóttir Snæhólm, bern tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.