Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.12.1964, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 12. desember 1964 TÍMINN 13 MINNING Úlafur Jóhannsson frá Bakka Þann 16. október var til moldar borinn Ólafur Jóhannsson frá Bakka til heímilis að Vallargerði 34 Kópavogi. Kveðjuathöfn fór fram á heimili hans, en útförin var gerð frá Fossvogskapellu. og var henni útvarpað. Hann var fæddur þann 15. októ- ber 1908 að Halldórsstöðum í Ár- neshreppi við Reykjafjörð í Strandasýslu. Kynni mín af Ólafi hófust, þegar foreldrar 'hans fluttust frá Gjögri að Hvammi í Bjarnarfirði. Þá urðum við nágrannar, og góðir kunningjar, sem entist alla tíð. Foreldrar hans voru Jóhann K. Hjálmarsson og Ragnheiður Benja mínsdóttir ljósmóðir. Þau hjón ei^nuðust sex börn, sem uppkom- ust og var Ólafur þeirra elztur. Lífsbaráttan var hörð á þessum stað, og á þessum árum, barna- hópurinn stór, atvinnuhættir fá- breytilegir, húsnæði og aðbúnaður allur á frumstigi miðað við það, sem nú er. Nægjusemi og dugn- aður var það eina sem gilti. Gera sér lítið að góðu, og bjarga frá áföllum eins og skynsemi og kraft ar leyfðu. Þetta tókst á heimilí Ólafs alveg framúrskarandi vel. Níu ára gamall fór Ólafur að stunda sjóinn með föður sínum á litlum árabáti. Það var atvinnu- tæki heimilisins, og auk þess var stundaður lítilsháttar búskapur Hann reyndist strax liðlegur verkmaður, laginn og áhugasamur, glaðlyndur og góður félagi, og hjálpaði foreldrum sínum eins og hann gat. Frá Gjögri í Ámes- hreppi flutti fjölskyldan að Hvammi í Bjarnarfirði. Bújörðin var lítil. Það fór því svo, að enn þurfti að sækja sjóínn. Litli ára- báturinn var notaður sem áður og róið út af Bjarnarfirði á næstu fiskimið. Heimilið var betur sett en áður. Bömin farin að hjálpa til, atorkusöm og dugleg. Nokkur ár liðu og fjölskyldan flytur enn og fer á næsta bæ, Bakka • í Bjarnarfirði. Þar var meira olbogarými, betra til bú- skapar og umbætur vom gerðar á húsum og ræktun aukin veru- ■lega. Ólafur á heima á Bakka fram á fullorðinsár., Sjómennska var hans aðalstarf. Háseti fyrst, en mjög fljótt formaður á mótorbát- um frá Drangsnesi. Hann var mjög heppinn fiskimaður, traust- ur og áreiðanlegur stjórnandi. Rétt eftir tvítugsaldur stofnuðu þau til búskapar saman, Kristjana Halldórsdóttir frá Svanshóli og Ólafur. Bjuggu þau í Helganesi á Selströnd. Þau eignuðust sjö börn, sem nú er fullorðið og mannvænlegt fólk. Þau voru sam- hent og sýndu mikínn dugnað og sáu vel fyrir hinum stóra barna hóp. Á þessum árum í Helganesi stundaði hann sjó í Húnaflóa, oft allt árið um kring. Þeir sem til þekkja, vita, að það er oft erfit að vetrarlagi og hefur reynzi áfallasamt. Allt fór þó vel, þess: ár, sem hann stundaði þar sjóinn, þótt erfiðleikarnir væru oft marg- ir, sem þurfti yfir að komast. Eftir margra ára sambúð skildu leiðir þeirra Ólafs og Kristjönu. Ömurleg örlög lágu í leyni. Heím ilið í Helganesi var leyst upp, og mikil alvara og erfiðleikar í hverju fótmáli hjá báðum. Börn þeirra flest fóru að Bakka og ólust þar upp hjá Jóhanni og Ragnheiði. Þar mættu þau á ný i föður- og móðurhendí. svo fram- úrskarandi, að mjög var á orði haft. Enda var Ragnheiður vel- gerð og heil kona, og átakasöm til allra þeirra góðverka, sem hug- ur og hönd náðu til. smjö A BRAUÐIÐ Frá heimabyggðum fer Ólafur alfarinn suður á land, fátækur af veraldlegum auðæfum, en þess rík- ari a f reynslu erfiðismannsins. Nokkur ár líða. Þá stofna þau Oddlaug Valdemarsdóttir frá Vestmannaeyjum og Ólafur heim- ili hér í Kópavogi. Byrjuðu sinn búskap í litlu timburhúsi, giftust og áttu þrjár dætur. Húsið var stækkað og gert að hlýju og vist- legu heimilí. Oddlaug reyndizt Ólafi hin ágætasta eiginkona og félagi og þau voru mjög samhent um alla þá hluti, sem mest reið á, og var sannarlega ánægjulegt að sækja þau heim. Á þessum ár- um vann Ólafur hjá fyrirtæki hér í Kópavogi. En þrátt fyrír, að húsnæðið væri orðið viðunandi, stóð hugur þeirra til umbóta í því efni. Þau fengu lóð á Vallargerði 34. Þar hugðust þau reisa steinhús, fram- tíðarheimilið. Ólafur var smiður að upplagi og nú kom það hon- um vel. í frístundunum er farið að laga grunninn, húsið er steypt upp, loks er það fullbyggt. Þetta tókst með þrotlausu starfi beggja, sjálfafneitun og dugnaði. Þannig tókst þeim að eignast gott hús og fallegt heimili. Nú fyrir tæpu árí fann Ólafur til lasleika og gekk undir upp- skurð. Honum batnaði í bili, en varð aftur að leggjast á sjúkra- hús, og varð eftir það vinnufær í nokkra mánuði. En það tók snögglega enda. Krabbamein var sjúkdómurinn. Eftir stutta legu andaðist hann í sjúkrahúsi Hvíta bandsins í Reykjavík. Ólafur var víða þekktur. Hann hefur stundað bóksölu bæði í frí- stundum og farið söluferðir víða um land. Reynzt alveg sérstaklega áreiðanlegur, laginn og viðfelld- inn í þeim sökum. Auk þess hefur hann verið umboðsmaður Happ- 'df-Ættik 'HáskÓláns hé'r'i'Kópávogi og var vel látinn í því starfl'. Þá var hann í stjórn átthagafélags Strandamanna og var þar mikill áhugamaður og safnaði á síðast liðnu ári nokkurri fjárhæð til styrktar byggðasafni Stranda- manna, sem reisa á að Reykjum við Hrútafjörð. Hér er fljótt farið yfir sögu um ævistarf Ólafs. Eg lít svo á, að vinur minn, Ólafur, hafi verið gæfumaður. Hann eignast tíu börn, og þau eru öll mannvæn- leg og ágætt fólk. Hann eignast eiginkonu, sem hann metur mik- ils og reynist honum vel. Hann eignast fallegt heimíli á siðari hluta ævinnar. Hann á fjöida af vinum og kunningljum sem meta hann og þakka honum. og vita hve traustur hann var. Þegar auka erfiðleikarnir bera uð höndum er það hans ágæta eignikona. sem allt gerir sem unnt er til að létta honum þjáníngar ' og veikindi, ásamt bömum og systkinum. sem næst voru, með framúrskarandi umhyggju og allri þeirri aðstoð, sem hægt var að veita. Og við ■ útför hans var fjölmenni, sem ' vildi kveðja traustan og góðan í dreng. ; Persónulega þakka ég þér, Óiaí- : ur minn, fyrir kynni okkar öll, j vlð vorum svo að segja jafnaldr- ar, nágrannar, sveitunga? í i mörg ár, og þekktumst vel. Ég i sé eftir. að þú skulir vera horf- | inn svo fljótt. Ég tók i þína mátt- | vana hendi síðustu dagana, sem þú lifðir, þú varst færari að taka því sem var að gerast en ég. Með skilningi og ró var það gert og í trausti á Puð og á það. sem koma skyldi. Þannig er gótt sð kveðja þennan heiin. Ég votta eiginkonu og börnum, háaldraðri móður og systkinum mína dýpstu samúð 1. október 1964. Jón M Bjarnason frá Skarði. RAFLJÓSIN Framnaid æ a siðu. ar. í Fjallkonunní 1906 segir svo: — „í símasamræðu, sem vér áttum við Reykdal á þriðjudag- inn, minntist hann á hina fyr- irhuguðu lýsingu Reykjavíkur. Hann furðaði sig stórlega á því, ef Reykjavík hallaðist ekki að því að afla sér lýsingar frá Elliðaánum, taldi alveg áreið- anlegt, að hún yrði svo dýr að öðrum kosti, að almenningur fengist ekki til þess að nota hana. Til samanburðar benti hann á það, að þar sem vatn er hér ekki nema mílu vegar burtu, þarf Kristjánssandur í Noregi að fá rafmagn 2 A mílu. Sá bær er ekki nema um þriðjungí stærri en Reykjavík. Og bær- inn hefur orðið að taka þátt í stórkostlegum og dýrum mann virkjum til þess að auka vatns- magnið svo, að það yrði nægi- legt í þurrkum á sumrin. Samt er kostnaðurinn þar ekki nema 8 kr. fyrír ljósið um árið.“ Árið 1910 keypti Reykdal jörðina Setberg. Undi Peyk- dal ekki lengi við oiíu- ljósin þar, og árið 1917 hófst hann handa um að raflýsa stað- inn. En vatnsaflið var ekki nær tækt og átti hann við mikla erf- iðleika að stríða. Hann varð að grafa um 1000 metra langan skurð utan í hlíðinni suður af bænum. Veitti hann læknum eftir þessum skurði heim túnið og fékk þannig um 10 metra fallhæð neðan við bæínn. Raf- stöð þessí var átta hestafla og starfaði hún í átta ár, eða til ársins 1926, en erfitt reyndist oft á tíðum að halda skurðinum við, sérstaklega bó ; miklum snjókomum og leysingum. Árið 1920 stofnsetti Reykdal trésmtðáverksmijÖu ,'“víð læk- '' inn'1 Sed/érgsíaníí^ogl'Ííof; "áð verksmiðja lítil til að byrja með og knúin með vatnsafli, sem fékkst úr læknum með yf- . irfallsvatnshjóli. Sú verksmiðja stækkaði brátt og varð vatnsafl ið eitt ófullnægjandi. Var fyrst settur upp olíumótor til hjálp- ar, en árið 1926 keypti Reyk- dal aftur Hörðuvallastöðina og reisti sama ár nýtt verksmiðju- hús. Reykdal flutti síðan vélar Hörðuvallastöðvarinnar upp að timburverksmiðjunni og notaði stöðina sem aflgjafa í henni. Rafveita Hafnarfjarð- ar stækkaði sífellt. Árið 1922 kom Nathan & Olsen-stöðin svokallaða, bærinn fékk afi frá Sogsvirkjuninni 1938. og þann- ig mætti áfram telja. En allt byrjaði betta með lít- illi rafstöð framtakssams manns, Jóhannesar Reykdal Reykdal kvæntist 15. maí 1904 Þórunni Böðvarsdóttur og lifði hún mann sinn. Þau eignuðust 12 börn. Reyxdal andaðist, 72 ara gamall. 1. ágúst 1946. (E.J. tók saman; Heimildir: —-Ársskýrslur SÍR 1953 ag 1954. Jóhannes .1 Revkdal trésmíðameistari og fyrir tæki hans, ^efið ut árið 1946 Fjallkonan 1906.) Á heimilið þessar bækur? EJAFABÆKUR íslenzkir þjóð- hættir eftir sr. Jónas á Hrafnagili 504 bls. með rayndum Kr. 315 EJAFABÆKU R « Lögfræðingata! eftir Agnar Kl. Jónsson ráðu- neytisstjóra. 736 bl. Kr. 660.— EJAFABÆKUR Ljóðmæli og laust mál Einars Benediktssonar fimm bindi Kr. 750.— : I BJAFABÆKUR íslenzk úrvalsljóð 12 bindi Kr. 480 □ JAFABÆKUR , . arámari'. . t. íslenzkir sdsma- “ þættir og þjóð- sögur 4 bindi, eftir dr. Guðna Jóns- son Kr. 660.— EJAFABÆKUR f Sögur Isafoldar fjögur stór bindi Kr. 320 B J AFABÆKU R Sögur her- læknisins í þýðingu sr. Mathiasar Joch- umssonar 3 bindi. með mynd- um Kr. 525.— BJAFABÆKUR Ritsafn Þorsteíns c>'limn;«on3r Tómas Guðmundsson sá um útgáfuna Þrjí bindi. Kr. 600.— Bókaverzlun ðsafoldar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.