Vísir - 16.07.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 16.07.1914, Blaðsíða 2
V I S I R i Smyóv, sk\y: og t\ónv\ Jasst óagteja \ TSemptavasttttAi, 3. YASABIBLIAK er nú komin og tæst hiá bóksöiunum í Reykjavík. Bókaverslun Sigfúsar Eymurtdssonai. Frá 20. þ. m. sei jeg Valdiviu Nr. I. á 3,20 pr. KHó (1,60 pr. pd.). Avalt nægar birgðir af allskonar leðri. ^fv. 3Cvelsevv. VÍS3 R. Stœrsta blað á ísletiska tungu. Arganguiinn (400—5(0 blöð) kostar erlenöis h\ 0.00 eða 21/, dollars, innan- lands l.r.7 00. Ársfj.kr. 1,75, inán kr-0,60. Skrifstofa og afgreiðslustofa í Austur- s'ræti 14 opin kl. 8 árd. til kl. 9 síðd. Sími 400. Pósthólf A. '26. Ritsijóri Einar Gunnarsson vemuiega til viðtals kl. 5—7. G-EELA" MœÓKYA- STOFA Gísla Guðmundssonar Lækjargötu 14B (uppi) Iofti, er | venjulega opin 11-3 virka daga. Dýraverndunar- fjelag var stofnað hjer í bænum mánu- dagskvöldið 13. júlí með um 40 meðlimum. Fundurinn byrjaði með því að um undirbúning málsins talaði Ottó N. þorláks- son, en þar á eftir töluðu um nauðsynina á slíku fjelagi þau Tryggvi Gunnarsson frv. banka- stj. og Ingunn Einarsdóttir kona í Laugarnesi, sú hín sama kona er hreifði máli þessu í vetur á Árnesinga og Rangvellingamóti. Tryggvi Gunnarsson tók það sjerstaklega fram að fjelagi þessu mundi því aðeins farnast vel ef kvenfólk og templarar styddu það, þeir væru þrautseigastir allra manna, stefndi altaf að markinu, hopuðu hvergi og hefðu sitt fram. Ennfremur tóku til máls á fund- inum: Flosi Sigurðsson trje- smiður, Guðm. Guðmundsson skáld, Magnús V. Jóhannsson og Oskar Halldórsson, Lög voru samþykkt fyrir fíelagið á fundin- inum, alllöng og ítarleg. þar stendur meðal annars: „Tilganginum hyggst fjelagið að ná þannig: a: Fá ýtarleg lög um verndun dýra. b: Á skólum og öðrum fræðslu- stofnunum barna og unglinga, sje brýnt fyrir nemendum að fara vel með dýrin, og að gjörá fuglum ekki mein, hvorki með eggjaráni nje öðru. d: Skrifa greinar í blöðin og ef ástæður leyfa gefa út smá- ritlinga um líf dýranna og hvetja fólk til að fara vel með þau. Fimm manna stjórn var kosin á fundinum.. Formaður Tryggvi Gunnarsson, fjehirðir Flosi Sigurðsson og ritari Jóh. Ögm. Oddsson, meðstjórn- endur, Ottó N. þorláksson og Ingunn Einarsd. í Laugarnesi. Varamenn: Guðmundur skáld Guðmundsson, Benóný Benónýs- son skósmiður og Magnús V. Jó- hannesson. Endurskoðendur Leif- ur þorleifsson bókhaldari og Sig- urbjörn Jóhannesson. Stjórn þessi situr að völdum fram í febrúar- mánuð n. k., ef hún hefur þá ekkert unnið sjer til frægðar er sjálfsagt fyrir aðra fjelagsmenn að gefa henni vantraustsyfirlýsingu svo hún fái að víkja sæti. Fjelagið heldur einn fund á mánuði. Inn- tökugjald er 1 kr., árgjald sama en æfigjald 20 kr. Inntöku í fjelagið geta allir feng- ið, ungir sem gamlir, konur jafnt j sem karlar, og er ekki annað fyrir þá sem hafa áhuga fyrir þessu málefni en að snúa sjer til gjald- kerans Flosa Sigurðssonar þing- holtsstræti 15, sem gefur frekari upplýsingar. Að fjelagsstofnun þessari átti að vinna 19 manna nefnd en á stofnfundinum mætti tæpur þriðj ungur nefndarinnar, sýnir það meðal annars að menn hafa því miður allt of lítinn áhuga fyrir þessari fögru hugmynd, en samt sem áður þótt fjelagið sje skipað þetta fáum meðlimum, þá hefur það svo góða krafta að því gæti eitthvað orðið ágengt ef samheldn- in og áhuginn hjeldust í hendurl en því fleiri sem meðlimir þess verða, því betur getur það unnið og því frekar má vænta árangurs af starfi þess. Gangið í Dýravernd- unarfjelagið. Jóh. ögm. Oddsson, rltari. Neðri deild. 12. fundur í gær. 1. m á 1. Frv. til laga um breytingar á lögum nr. 66, 22. nóv. 1903, um girðingar (76); 3.umr. Tekiö út af dagskrá. 2. m á 1. Frv. til laga um eignarnáms- heimild fyrir hreppsnefnd Hvann- eyrarhrepps á lóð og mannvirkj- um undir hafnarbryggju 27, 63); 2. umr. Frv. vísað til 3. umr. 3. m á 1. Frv. til laga um lögreglusam- þykt og byggingarsamþykt fyrir Hvanneyrarhrepp (28, n. 62); 2. umr. Frv. vísað til 3. umr. og brtill. ! nefndarinnar samþyktar. 4. m á 1. Frv. til laga um breytingj á lögum nr. 57, 22. nóv. 1907, um vegi. og lögum um breyting á þeim lögum nr. 41, 11. júlí 1911 (37); 1. umr. (Aðalflutningsmaður Sigurður Sigurðsson.) Sigufður Sigurðsson: Frv. er ekki nýr gestur hjer á þingi. Það fer fram á það að- I^ggj3 viðhaldskostnaöinn vegar- ins frá Ingólfsfjalli til Ytri-Rang- ár undir landsjóð. Þegar þessi vegur var lagður, voru hjeraðs- búar alls ekki aðspurðir og eng- um kom þá til hugar, að viðhald- inu yrði dembt á sýslurnar. Veg- urinn var lagður til að bæta úr samgöngunum, ekki einungis vegna Árnessýslu og Rangárvallasýslu,held- ur og Reykjavíkur og Skaftafells- sýsluogannara miklu fleiri, sem ferð eiga um þessar slóðir. Þessi kafli vegarins er á þjóðveginum frá Reykjavík til Seyðisfjarðar og not- aður af öllum þeim, sem þá leið fara. Enn má benda á það, að þessi hjeruð hafa engi eða sama sem engi not af strandferðum; því var í öndverðu til þess ætlast, að þessi hjeruð fengju vegina til uppbótar fyrir strandferðirnar. Enn er þess aö gæta, að aðrir vegir liggja þungt á þessum sýslum. Á Árnessýslu hvílir viöhald á samtals 76 kíló- metra löngum vegum, auk sýslu- vega. Eftir áætlun landsverkfræð- ingsins kostar viðhaldið 75—100 kr. á hvern km. Einar Jónsson: í viðbót við flutningsræðu hv. 1. þm. Árn. (Sig. Sig.) skal jeg geta þess, að þessi vegur verður fyrir meira átroðningi en nokkur annar vegur nokkursstaðar á landinu. Þarna fer um fjöldi Reykvíkinga, Skaftfell- inga og ekki síst útlendinga, sem ferðast til hinna fornu sögustaða. f vor hefur líka þessi vegur verið illfær yfirferðar, vegna þess að sýsl- urnar hafa beint ekki efni á því að kosta viðhaldið. Hv. 1. þm. Arn. (Sig. Sig.) minntist á strand- ferðirnar, og tek jeg undir með honum. Mjer er næst að spá því, að með þessu viðhaldi veganna, sem dembt er á syslurnar, sje þeitn bundinn sá baggi, er þær fá ekki undir risið. Skyldi ekki svo fara ef þær fá ekki staðið straum af viðhaldinu, sem við búið er, að þá ónýtist vegirnir, sem svo miklu hef- ur verið til kostað. Pjetur Jónsson: Jeg hefi verið og er enn þeirrar ; skoðunar, aö nauðsynlegt sje að f sýsluinar kosti viðhald þjóðveganna | Um þetta má þó deila. En ef farið , er að hrófla við þessu, þá heföi verið rjettara að viðhald allra þjóð- vega væri lagt á landsjóð, heldur en að Ijetta því aðeins af tveim sýslum. Þeir sem mælt hafa með frv., hafa haldið því fram, að yfir- ferð væri hjer meiri en annarsstað- ar. En sú umferð hjelt jeg, að hjeruðunum kæmi að gagni. Jeg veit ekki betur en að seldur sje greiði þar fullu veröi, og margir hafa greiðasölu beint að atvinnu. Eggert Pálsson: Þegar þessi* lög um viðhald veganna urðu heyrinkunnug, þá urðu út af því hinar mestu æsingar meðal hjeraðsbúa eystra. Skjöl voru send til stjórnarinnar með áskorun- um um að breyta þessu, og undir- skrifuð af nálega hverjum kjósanda eystra. — Ef menn athuga málið rólega, sjá menn hvílíkt ranglæti það er, að leggja viðhald þessa vegar, sem er kafli úr þjóðveginum, á þessar sýslur. en landssjóður held- ur áfram að kosta viðhald vegarins þegar þessum kafla sleppir, bæði að auslan og vestan. Strandferðirn- ar hefur verið minst á. En eitt atriði er enn, sem ekki hefur verið tekið fram, en það er, að vegirnir hafa í upphafi verið illa gerðir og verður því viðhaldið enn dýrara við það. — Hv. 1. þm. Árn. (Sig.Sig.) gat um það, hve mikið Árnessýsla þyrfti að kosta til viðhalds annara vega þar. Jeg skal bæta því við, það ertekur til Rangárvallasýslu, að á henni hvílir viðhald tnargra vega : Fjallabaksvegur af Rangárvöllum í Skaftártungu, vegur úr Hvolhreppi inn alla Fljótshlíð, vegir frá Þverá niður í Landeyjar og vegur niður Holtin til Þykkvabæjar.— Enn bæt- ist við það atriði, er mjög eykur viðhald þessa vegarkafla, en það eru bifreiðarferöirnar. Þær koma ekki þessum sýslum að nokkru gagni þótt mjer og öðrum þyki gott að ferðast með þeim. Það hefur sýnt sig, að ekki borgar sig að flytja vörur með bifreiðunum. Sveinn Björnsson: Jeg vil skjóta því tll væntanlegr- ar nefndar, hvort ekki væri ráðlegt að taka upp nýja aðferð í lagningu veganna, svo að ekki þurfi að moka tugum þúsunda i viðhald veganna, sein þó eru alt af ófærir. Keflavík- urvegurinn hefur veriö púkklagöur og hefur reynst mjög vel og ekki verið tiltölulega dýr. Guömundur Eggerz: Hv. 1. þm. Árn. (Sig. Sig.) talar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.