Vísir - 01.09.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1914, Blaðsíða 2
ví SIR frá iiiovellinum. Nægar vistir á Englandi. Frá Lundúnum er símaö 19. ág., aö vistaflutningar til landsins gangi meS öllu hindrunarlaust og áhrif ófriSarins sje ekki tilfinnam- leg. Kjöt hefur lítiS hækkaS í verSi, því stjórnin hefur látifS kaupa ógrynni af kjöti í Argen- tínu. Smjör hefur falliS í verSi og koma nægar birgSir af þvi frá Danmörku. Frakkar í Elsass og Lothringen. f skýrslu, sem símuS er frá Pa- rís, 19. ágúst, segir svo: „Horf- urnar eru góSar. ÞjóSverjar hafa látiS undan siga í SuSur-Elsass og skiliS eftir allmiklar vistir og her- gögn, sem Frakkar hafa tekiS. Tjón ÞjóSverja hefur orSiS mun meira en ætlaS var í fyrstu og hafa Frakkar nú náS fótfestu bæSi í Elsass og Lothringen. Leikslokin eru ennþá tvísýnni fyrir þá sök, aS liSsgrúinn er svo mikill, aS herforingjarnir geta alls ekki haft ljósa hugmynd eSa yfir- lit yfir þaS, sem fram fer. I ó- friSnum 1870—1871 veitti jafnvel fullerfitt stundum aS stjórna liS- inu til fulls, láta hvern flokk taka til starfs á rjettum tíma og rjett- um staS. Frakkneski marskálkur- inn B a z a i n e þótti ágætur deild- arforingi, en alt lenti i handaskol- um fyrir honum, er hann átti aS stjórna hundruSum þúsunda her- manna. Má þá nærri geta, hvílik- um afarvandkvæSum þaS er bund- iS aS stýra hálfri þriSju miljón hermanna eftir ákveSnum reglurn. Þýskur emhættismaður myrtur í Pjetursborg. Til marks um heift lýSsins í Pjetursborg í garS ÞjóSverja má geta þess, aS skömmu eftir aS friSnum var sagt í sundur myrti múgurinn þar í borginni velmet- inn þýskan embættismann, er þar átti heima og hafSi starfaS viS sendiherraskrifstofuna þýsku síS- astliSin 30 ár. Skríllinn rjeSst á sendiherrahöllina i miSri borginni, drap þennan gamla starfsmann varnarlausan, ljet greipar sópa um höllina og lagSi síSan eld í hana. Litlu betri útreiS fjekfk rúss- neski sendiherrann í Berlín. Múg- urinn rjeSst á bústaS hans meS grjótkasti og slapp sendiherrann meS naumindum særSur mjög. Slík hermdarverk sem þessi mælast hvervetna illa fyrir og auka enn meir á heift og hatur milli þjóSanna. Lenda Tyrkir í ófriðnum? Af útlendum blöSum sjest, aS komiS hefur veriS á fremsta hlunn aS Tyrkir lentu í ófriSnum. ÞjóS- verjar áttu tvö herskip í MiSjarS- arhafinu, „G o e b e n“ og „B r e s- 1 a u“. Skip þessi skutu á hafnar- borgir í Alzír, en gerSu lítinn sem engan skaSa og urSu aS forSa sjer er Frakkar sendu nokkur herskip á móti þeim. Skipin hörfuSu þá undan og komust til M e s s i n a. Þar lágu þau nokkra daga, en úti fyrir voru bretsk og frakknesk herskip, sem ætluSu aS ráSast á þau er þau kæmu út fyrir ítalska landhelgi.. Eina nótt hurfu bæSi skipin og enginn vissi, h.vaS af þeim var orSiS, en tveim dögum síSar voru þau< komin til Tyrk- ' lands og þá talin eign Tyrkja- ; stjórnar. Hjet svo, aS Tyrkir hefSu keypt skipin af þjóSverjum. Bret- ! ar og Frakkar brugSust mjög reiS- 1 ir vi5„ töldu Tyrki hafa brotið hlutleysi. og kváS.ust mundu verSa j aS kenna þeim. aS halda samninga. Var þá ekki annaS sýnna, en Tyrk- ir mimdu lenda 1 ófriSnum og tóku þeir aS draga saman liS sitt, , en síSan hefur ekkert frjetst um : athafnir þeirra. Rússar hafa mikiS , liS tilbúiS aS ráSast á Litlu-Asíu, ef til ófriSar dregur, og er hætt viS,. aS þá sje loki.5 veldi Tyrkja, svo illa sem þeir eru nú viS styrj- : öld búnir. Heljarslóð. Fólkorusta sú, sem nú stendur j yfir milli ÞjóSverja og banda- ; manuanna bretsku og frakknesku, er hin langstórkostlegasta, sem > nokkru sinní hefur háS veriS. Vígvöllurinn nær norSan úr 1 nnSrí Belgíu alt suSur aS Belfort, . eSa um 350 rasta svæSi. Til sam- ! anburSar má geta þess„ aS vigvöll- [ urinn viS G. r a v e \ o 11 e; þar sem höfúSorustan var háS 1870, var : aS eins 12—r6 rasta langur. Nú - þarf herinn tuttugu til þrjátíu sinnum stærra svæSt til þess aS , koma sjer fyrir. LiSstyrkur ÞjóSverja og Frakka 187Q var og lítilf móts viS þau ógrynni, sem nú taka þátt í ófriSn- um. í orustunni viS Gravelotte börSust 220 þúsundir ÞjóSverja viS 140 þúsUndir Frakka og þótti þaS í þá daga stórkostlegur her- afli. AS kveldi Iágu 40 þúsundir ÞjóSverja og Frakka á vigveflin- um dauSir eSa sárir. Miklu hræöilegri hljóta mann- drápin aS verSa nú. Eftir því sem heimsblaSiS T i m e s telur, þá hafa ÞjóSverjar nú eina miljón og 275 þúsundir manna, 4416 fall- byssur og 1488 vjelabyssur í vest- urhemum. Frakkar, Englendingar og Belgir hafa viSlíka mikinn liS- styrk og vopnafla. Má því ekki á milli sjá, hvor sigurinn muni bera af hólmi. Frakkneskir fangar hafa verið liart leiknir af ÞjóSverjum. Fang- arnir voru afklæddir og ráku þá nakta fram fyrir fylkingar sínar til þess aS verSa fyrir skotum Frakka. — Margar slíkar fregnir flytja blöSin frakknesku um grimd og harSræSi ÞjóSverja og skál ósagt látiS, hvaS hæft er í þeim. Japanar kröfSust þess af ÞjóSverjum, aS þeir ljetu af hendi nýlenduna Kiautschou í Kína, ella væri friSnum slitiS. ÞjóSverjar svöruSu því, aS þeir væru fúsir aS láta Kiautschou af hendi, s v o f r a m- arlega sem Englending- ar ljetu af hendi Wei-hai- w e i. — AuSvitaS kom slíkt ekki til nokkurra mála og sögSu Jap- anar Þjóðverjum,þá ófriS á hend- ur. Bandaríkjamenn kunna illa aS- förum Japana; er meS þeim all- mikill rígur, en þó varla svo, aS til ófriSar komi þeirra á milli í þetta sinn. Hún geymir þennan dýra draum: að drómann sinn hún slíti, en heyrir mest um örlög aum, um örbirgð sína og lýti. Og börnin hennar hrópa mest, þótt hinir sje ei góðir; en hún má þegja og þola flest, því þetta er fátæk móðir. þótt börnin sjái’ hún sje ei feit, og sýnist brjóstið marið, hún hjelt þau þegði, því hún veit, hvert þetta skart er farið. Um það’ hve hún er breytt og ber, þeir bríxla, sem hún hlúði, þótt horfi á slitrin hver á sjer af hennar brúðkaupsskrúði. Og samt á auðnan ekkert haf, sem oss er trygt að beri í trúrra faðm en gæfan gaf og Gunnari aftur sneri En þótt hún mætti af sonum sjá, hún sökkur ei til granna; þú bíður móðir, manna þá, sem meira þora og unna. Og mjög af tímans tötrum ber þín tign í sögu og ljóði: hver geislinn verður gull á þjer, ef glampar ljós í óði. Og sittú heil með hópinn þinn, og hniptu við þeim ungu; þeir ættu að geyma arfinn sinn, sem erfa þessa tungu. P. E. Kvæði þetta stóð til að yrði sungið á þjóðminningu Reykjavíkur 2. ágúst, og fjekk höfundurinn beiðni hátíðarnefndarinnar utn kvæði, einmitt þegar hann var að stíga upp í bifreiðina til ferðar austur yfir fjall og sendi hann svo nefndinni þetta kvæði frá Selfossi. En svo fórst alt hátíðarhaldið fyrir hjer eins og menn vita. Aftur komust menn að því eystra, að Þorsteinn hefði gert kvæði handa Reykvíkingum, og fengu leyfi hans til að skrifa það upp handa söngflokki, sem söng það í sumargleði Upp-Árnesinga á Álfaskeiði. Þar var góð sumarskemtun og mesti mannfjöldi. kaupa allar hyggnar húsmæður í Liverpool Sími 43.— Póstar 5 hverja mínútu. Jón Kristjánsson læknir Amtmannsstíg 2. Talsími 171. Massage, sjúkraleikfimi, rafurmagn, böð. Heima kl. 10—12. Verslun I 9 Ámunda Árnasonar selur nokkra sekki af fóöurmjöli með góðu verði. Ágætt hænsnafóður. Sendið auglýsingar í Vísi tímanlega. rNÝJA VERSLUNIN — Hverflgflötu 4D — Flestalt (utast cg inst) til kvenfatn. aðar og barna og margt fleira. GÓDARVÖRUR. ODYRAR VÖRUR. Kjólasaumastofa byrjar 1. sept.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.