Vísir - 01.09.1914, Blaðsíða 4

Vísir - 01.09.1914, Blaðsíða 4
V í S I R Petroseng .... og blikkvind- hana sem er með gogginn opinn, eins og hann ætlaði að fara að gala. Og þarna lengst niður frá . . ., það hlýtur að vera í Petrilla . . ., en varningssali þjer sögð- uð þó að það kostaði ekki neitt, a *> • • Friðrik sneri sjer nú að Org- all-hásljettunni, og beindi sjón- aulcanum 2ð skóginum við Pilesa- fjallið, og að Jokum bar höllín í Karpathafjöllunum fyrir sjónauk- ann. ,Rjett!“ sagði hann. „Fjórða greinin liggur á jörðinnni; . . mjer hefur ekki skjátlast! Hana mun engin nota á bálið við Jóns- messuhátíðina . . ., nei enginn . . . ekki einu sinni jeg sjálfur, það væri alveg sama að gefa sig dauðann og djöflinum !* »þeð ^ildir einu“ . . ., til er sá sem þegar í nótt mun brenna hana í óslökkvandi eldi sínum, og það er Kort!“ Kort kalla menn djöfulinn í daglegu tali þar í hjeraðinu. Gyðingurinn hefði ef til vill beðið um skýringu á þessum orð- um, sem hlutu að vera öllum sem ekki áttu heima í Werstþorp- inu eða í grend við það, óskilj- anleg, ef að Friðrik hefði ekki að nýju kallað, skjáifandi af ótta og undrun: „Líttu þangað“ . . . „hvað er þetta . . . ?“ Er það þoka sem læðist vir gamla turninn, eða hvað . . ? Er það mögulegt *ð það sje að eins þoka . . . ? “ ,Nei, maður gæti haldið það væri reykjarmökkur . . . það er ómögulegt. . .! í mörg árhefur aldrei rokið úrreyk-háfum hall- arinnar. Frh. BÆJARFRJETTIR Bötnvörpusklpið Maí kom í gær meö póst frá Englandi. Hinn nýja haus blaðsins hef- ur Bentsen málari gettteikn- ingu af og er hún í sama stíl og teikningarnar á Vísis-gluggunum. Þar eð hausinn er skorinn út í »linoleumcdúk eru drættirnir feitari f honum en ætlast er til að veröi, en úr því veröur bráðlega bætt, því Stefán listskeri Ei- r í k s s o n sker hann út í fastara efni. Central News’ frjettirnar nýju birtir Vísir á morgun. Þær veröa sendar út til áskrifenda í dag. aj tandl. Sjera Björn Sigfússon á Mæli- felli hefur verið settur prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi. Silfurbrúðkaup hjeldu i gær þau Oddur Thorarensen lyfsali á Akureyri og frú hans. Var þar mikill fagnaður. Kvæði höfðu þeir ort Matthías Jochumsson og Guð- mundur Guömundsson. Er kvæði Guömundar birt hjer i blaðinu í . dag. Skrif stofa Sveins Björnssonar Óskaðlegt mönnum og húsdýrum Söluskrifstofa: Ny Östergade. Köbennavn. Líkkistur yfirdómslögmanns í Hafnarstræti og líkklæði. fæst leigð frán1. október næstkomandi. Eyvindur Arnason ^l^3u$Y6%U\bux. i. Þjóðsagnir. Svipur Jónasar sál. Helga- sonar organista. Margrjet dóttir- Jónasar sál. Helgasonar var kvöld eittí-sJkamm- deginu að leika á orgel. Hún var þá 12 ára að aldri. Aldimt var orðið í herbergi því sem hún var í, en kerti logaði öðru megin á orgelinu. Hún ljek ýms lög út í bláinn og vandaði sig lítt, Ioks fer hún að spila ,Við hafið jeg sat“ sem er, eins og kunnugt er, samið af Jónasi sál. Margrjet ljek lagið hugsun- arlaust og fipaðist oft í því. Alt í einu sjer hún mann styðjast við olbogann fram á orgelshornið öðru meginn og horfa fast á hana. þekkir hún óðara Jónas föður sinn eftir myndum, sjálf hafði hún ekki sjeð hann því hann dó fyrir hennar minni. Hún horfði nokkra stund á svip hans steini lostin, en varð því næst yfir sig hrædd og hljóp út úr herberginu og kallaði á móð- ur stna og sagði henni frá sýn- inni. Margrjet er nú 15 ára gömul og sagði hún sögu þessa ritst. „Vísis“. Hún er rómuð af öll- um sem þekkja hana fyrir ráð- vendni og áreiðanleik. Draumvltran. Sögn frú Ágústu Eymundsdóttur. í júnímán. 1911 var Ágústa Ey- mundsdóttir kona sr. Jes Gíslason- ar í Vestmannaeyjum stödd í Reykja- vík með dóttur sína Sólveigu að nafni, þá 13 ára að aldri. Þær mæðgur voru kvðld eitt að tala saman lítiili stundu eftir lágnætti, frú Ágústa var á fótum, en dóttir hennar var nýlega háttuð; alt í einu byltir hún sjer í rúminu áður en móður hennar grunar að hún sje sofnuð og andvarpar: >Mamma, nú Iíður svo voðailla heimal* Móður hennar varð svo hverft við, því maður hennar var hættulega veikur þegar hún fór að heiman, og bjóst hún við að hún mundi frjeita lát hans; svo var þó ekki, en skömmu seinna frjettir hún að vinnumaður þeirra hjóna hefði hrap- að til bana þetta kvöld á sama tíma við eggjatöku í fuglabjörgum. II. Lausavísur. Sjálfur mínar sorgir ber jeg, sjálfur mjer jeg kenni’ um flest, sjáifs míns böðull sjálfur er jeg, en sjálfur hugga jeg mig best. Ók. höf. Harmur þjáir muna minn, mæðan sáir tárum, friður dáinn, framtíðin fjölgar gráum hárum. G. Viborg. Kýmni. F r ú i n (við barnfóstruna): »Guð hjálpi þjer, stúlka! Ertu að baða barnið upp úr 40 stiga heitu vatni?« »Já, frú, því ekki það; hvaö hald- ið þjer að þessi angi hafi vit á hitastigum*-. V e r j a n d i n n (er að verja mál fyrir mann, sein kærður var fyrir brot á húsfriði, en var giftur svarki miklum): »Og loks vil jeg biðja yður, háu dómarar, að taka þá ástæðu til greina, að þessi vesa- lings maður veit alls ekki hvað húsfriður er.t KAUPSKAPUR Ungur reiðhestur til sölu nú þegar. Afgr. v. á. K ý r, ung og gallalaus, sem á að bera í október, er til sölu. Afgr. v. á. J á r n og trjerúmstæði (eins og tveggjamanna), madressa, ser- vantur, lampar, kommóða, kíkir, sófi, píanó, borð, stólar, bóka- hylla, rullugardínur, klæðaskápur, ýmsar bækur, úr og o. fl. er til sölu fyrir afarlágt verð. Lauga- veg 22 steinh. Skyr fæst á Grettisg. 19 A. VINNA S t ú 1 k a óskast í vist 15. sept. Afgr. v. á. S t ú 1 k a óskar eftir áráegisvist. Uppl. á Hverfisgötu 36. (Kjallara). S t ú 1 k a óskast á matsöluhús. Afgr. v. á. HÚSNÆÐI Til leigu. Stór og falleg stofa með forstofuinngangi í Ingólfsstræti 10, niðri. Kr. Möller. TAPAЗFUNDID G r á handtaska með fimm- krónu seðli og nokkru af smá- peningum og fl. dóti tapaðist á laugardagskvöldið frá Bergstaða- stræti 3 að Klapparstíg 1, eftir Laugavegi. Skilist í Bergstaða- stræti 3, gegn fundarlaunum. Piskifars er daglega til í ur^uSuv)ev^mÆ^uxwú JtoxSuxsU^ Kæfa frá , *\3 etfcsxvu&\ux\t\\ 3sUx\6 er allrar kæfu best. Prentsmiíja D. östlunds.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.