Vísir - 06.02.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 06.02.1918, Blaðsíða 3
ViSii; Skiítar skoðaair meðal Þjóðverja. Nýlega barst hingað símfregn um að Kiihlmann, utanríkisráð- herra Þjóðverja, mundi verða að leggja niður embætti. Það átti að stafa af því, að friðarsamn- ingarnir í Brest-Litovsk strönd- uðu. Kiihlmann hefir frá því fyrsta átt megnri mótspyrnu að mæta af hálfu áköfustn hervaldssinn- anna þýsku. En frjálslyndu flokkarnir, sem upphaflega studdu hann til valda, einkum jafnaðar- menn, hafa nú snúist á móti honum. Aðal áhugamál Kiihlmanns er að sögn, að koma á samkomu- lagsfriði við Breta. Þess vegna er hann því eindregið fylgjandi að endurreisa Belgiu og viður- kenna hana sem fullkomlega sjálfstætt ríki, Þessu eru íhalds- menn og hershöfðingjarnir þýsku mjög mótfalnir. Þeir telja Brota hættulegustu óvinina og vilja brjóta þá á bak aftur, en til þess telja þeir nauðsynlegt, að Þjóð- verjar hafi Belgíuströnd á sínu valdi. Áköfustu Stór-Þjóðverj- arnir krefjast landvinninga bæði að austan og vestan og vilja láta taka Eystrasaltslöndin af Bússum af ótta við Breta, þvi að «£ Þjóðverjar taki þau ekki, þá muni þau komast undir ensk áhrif. (Sbr. fiugufregnina sem «inu sinni gaus upp um það, að Bretar hefðu látið Eússa veð- 3etja sér þau). Nýkomið. Karlm.-, kven- og barna- LeÍkfÍEQÍSSkÓr, 2 tegundir. Kven- og bama- HÚSSkÓr, 3 cegundir. Yandaður skófatnaður. Sanngjarnt verð. Lárus 6. Lúðvígsson. s 1 íjarveru minni erlendis, annast hr. eand. jur. Björn Pálsson öll vátryggingastörf mín, og eru viðskiftavinir mínir beðnfr að snúa sér til hans um alt er að þeim efnum lýtur. K6ykjavik 31. jan. 1918 Gunnar Egilson. Gegn þessari landvinninga- stefnu á allar hliðar berjast auð- vitað fyrsfc og fremst þeir, sem vilja semja „frið án laudvinninga11 En auk þeirra er allstór flokkur manna í Þýskalandi, sem ein- dregið fylgir þeirri stefnu að efla sem mest vinfengi við Rússland, og vill því engin lönd taka af Eússum en forðast alt sem vald- ið gæti missætti við þá í fram- tiðinni. Sá flokkur heflr það markmið einmitt að gera banda- lag við Rússa í framtiðinni, til þess að geta þvi betur boðið Bretum birgin, og hann er því eindregið mótfallinn þeirri stefnu Kiihlmanns, að leita vinfengis við Breta. Málgögn þessa flokks em til dæmis: „Biamburger Prem- I denblatt“ og „Yossische Zeit- ung“. Það þykir nú vera orðið upp- víst, að Kiihlmann ætli að fygja fram landvinningum á kostnað Rússa og vilji taka af þeim Eystrasaltslöndin og Pólland. Að vísu er látið svo heita, sem þjóð- aratkvæði eigi að ráða, en því hefir áður verið lýst, hvernig það á að framkvæmast. Þó er talinn nokkur vafi á því, hvort það só Köhlmann eða herstjórnin, og þá einkum Ludendorff hershöfð- ingi, sem þvi ráði. Fyrst eftár að friðarf undurinn í Brest-Litowsk hófst, var það altalað um alfe Þýskaland, að „samkomulagsfrið- ur“ mundi komast á við Rússa. Þá þegar gaus upp sá kvittur, að Ludeudorff hershöfðingi hefðí beðið um lausn. Siðar kom það í ljós, að samkomulagið í Brest- Litowsk var engan veginn gott, og að Kuhimann, sem aðalfull- trúi Þjóðverja á fundinum, hélt fram alt öðrum skilningi á „sjálfsákvörðunar-réttinum" en Rússar vildu aðhyllast. — Og Ludendorff segir ekki af sér. Nú er deilt um það, hvortþað sé Kuhlmann eða Ludendorfij sem ráði þessari landvinninga- stefnu austur á bóginn. Jafnað- armannablaðið Yorvárts kennir Ludendorff um, en Hamburger Fremdenbl. og Voss Zeitung saka Kuhlmann um að hann vilji beita Rússa yfirgangi en telja Ludendorff sinn mann. En hvað sem um það er, þá á Kuhlmann mjög í vök að veijast, og við- búið að hann verði þá og þegar að segja af sér ráðherraembætti, vegna þess að frjálslyndu flokk- arnir snúist gegn honum út af þessu máli. Erleaö myxt. " Kh. % Bsffik. PÖtlftfl StórLpd. 15,59 15,70 16,20 B'tc. 57 50 59,00 60,Oð OoU. 3,30 3,50 3,60 251 252 253- því, aö eg hefi þegar rent grun í hvernig í öllu liggur, enda þótt eg viti, aö ekki mundi allri minni armæ'öu vera lokiö enn, og full- snemt aS hrósa sigri. Hefi eg haft einhverri beyg af yður frá því fyrsta, er eg leit yöur. Þér eruö ungur, fríöur og einhleypur, og hyggist nú a'ö tylla yöur hátt sem sjálfkvadd- ur forráöamaöur dóttur minnar.“ „Sá sem alt sér og alt heyrir, mun láta yöur þessar aödróttanir í koll koma,“ sagöi La- gardere. „Þorið þér að sverja fyrir það, að yður hafi aldrei kornig slíkt til hugar?“ spuröi frú- in og var hin æfasta. Nú varö löng þögn og hvesti frúin augun á Lagardere, en hann setti ýmist fölan eða rjóöan, og sagði loks af alvöru mikilli. „Eg er hvorki anna'ö né meira en fátækur og umkomulaus farandriddari og útlagi alt til þessa dags, en samt sem áður hafiö þér getiö rétt til. Víst hefi eg sett mér markið hátt, en þó var Jretta, sem eg játa nú fyrir yö- nr, ekki annað en einhver óljós draumur fyr- ir mér alt þangað til í gær og jafnvel þá. Eg var þess ekki meövitandi sjálfur.“ Frúin brosti hæönislega. „Eg sver þaö viö drengskap minn og ást mína, að þetta er heilagur sannleikur," sagði Lagardere. „Þér ætlið þá með öðrum orðum að halda þvi f'ram, að hún elski yður?“ „Ef eg bæri ekki þá von i brjósti, að þetta sé satt og rétt, þá vildi eg ekkert fremur en láta lífið.“ Frúin settist á bekk, sem var þar, og var henni allþungt. Hugsaði hún þá i svipinn um þaö eitt, hvort Lagardere mundi hafa dregiö dóttur sína á tálar, og var gremja hennar engu minni fyrir það, að hún dirfðist ekki að íklæða hana oröum, en spurði að eins: „Veit Áróra ættarnafn sitt?“ „Htm veit ekki annað en að hún sé munaðar- laust barn, sem eg hefi tekið aö mér,“ svaraði Hinrik hiklaust. Frúin hreykti sér ósjálfrátt í sætinu og bætti Lagardere þá við: „Þetta glæðir víst von yðar um það, að vegir okkar jmuni skilja þegar hún verður þess vísari af hvaða bergi hún er brotin.“ „En hvenær fær hún að vita það?“ „Hún skal áreiðanlega fá aö vita það. Ekki ætla eg mér að teygja hana frá yður í þeim tilgangi að laða hana að mér. En nú skuluð þér heita mér því, og sverja það við minningu föður hennar, að dóttir yðar fái að vera frjáls og sjálfri sér ráðandi í sambúö yðar — heit- ið mér þessu, og mun eg þá tafarlaust leiða hana fyrir yður.“ Þessum málalokum hafði frúin ekki búist við, en samt stóð hún ekki uppi ráðalaus. Hugði hún, að hér væru einhver ný brögð í tafli, en hins vegar var dóttir hennar á valdi þessa manns, og varð liún fyrir hvern mun að ná henni frá honum. „Eg bið svars yðar,“ sagði Lagardere, og sá, að henni var ógreitt um andsvar. Alt í einu rétti frúin honum höndina, og kom það honum á óvart. „Takið í hönd mér,“ sagði hún, „og sýnið vesalli konu, sem ávalt hefir verið umsetin af óvinum, vorkunnsenti, þó að hún í fyrstu hafi ætlað yður annan en þér eruð. Bið eg yður fyrirgefningar ef svo er. Eg vil vera sambandsmaður yðar ’og vinur, herra Lagar- dere, og skal jafnan liafa það hugfast.“ „Hér er ekki um mig að ræða.“ „Skilið mér dóttur minni,“ mælti frúin og reis á fætur. „Eg heiti yöur öllu því, sem þér hafið farið fram á og legg þar við drengskap minn.“ Lagardere varð dapttrlegur á svipinn. „Jæja, þér hafið þá heitið mér þessu,“ sagðl hann, „og skuluð nú fá dóttur yðar. Að eins verö eg að krefjast þess, að fá nægilegan tímá til þess að búa hana undir þetta. Hún er frem- ur veikgeðja og gæti of snögg geöshræring gert henni ilt til.“ „Hvaö langan tíma þurfið þér til þess?“ „Eina klukkustund.“ Paul Feval: Kroppinbakur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.