Vísir - 23.04.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 23.04.1918, Blaðsíða 2
ikV. í b I fit Kven- og barnahattar nýjar birgðir. Johs. Hansens Enke. SILKI mikið úrval nýkomið Johs. Hansens Enke. Itösa-kvistir. Johs. Hansens Enke. Eldhúsgögn fjölbreytt og mikið úival. Johs. Hansens Enke. Lampaglös 6, 8, 10, 14, 1B og 20 lína. wÐagmarw-glös 30’”. „Blitz“-glös 30”’. Johs. Hansens Enke. Margar nýjar vðrur fjölbreytt og mikið úrval. Johs. Hansens Enke. Primusar [Optimus] Prímus- Hausar --JHring-ar --Munn st.y klii -- Nálar Johs. Hansens Enke. í. s. í. Í. S. í. Aðalfundur knattspyrnufél. Víkingur verður haldinn miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 8 síðdegis í Bárubúð (uppi).---7 — — Mætið stundvíslega. S t j ó r n i n. Qaumavélar með ka sa og hraöhjóli, sama tegund og áður Utflntningsbann. í dag eða á morgun birt- ist auglýsing frá stjórnarráðinu um bráðabirgða-bann við sölu og útflutnings á þessa árs afurðum laadsins. Vitanlegt er, að bann þetta stendur í eambandi við samning- ana við Breta, og mun það vera sett sem skilyrði af þeirra hálfu fyrir öllum samningum, að eng- ar vörur af þessa árs framleiðslu verði fluttar hóðan eða seldar meðan á samningunum stendur Má af því ráða, að Bretar vilji sitja fyrir vörunum og ætti því að mega vænca þess, að þeir vilji borga þær sæmilegu verði. Annars er högum vorum svo háttað, að oss er það lifsnauðsyn að komast að samningum við Breta , því að eins ogáðurhefir verið vikið að hér í blaðinu, þá er það undir þeim komið hvort vér getum fengið nauðsynjavör- ur frá Ameríku. En væntanlega verður þó reynt að komast að svofeldum samningum, að Bretar samþykki að leyfa útflutning á því vörumagni frá Ameríku, sem vér þurfum, í eitt skifti fyrir öll, svo að vér eigum það ekki und- ir högg að sækja í hverri ferð, hvort vér fáum nokkuð eða ekki neitt. En vitanlegt er, að Breta og bandamenn þeirra munar lítið um það sem vér þörfnust og ætti ’þeim því að vera þetta meinfangalítíð. Að eins hefði átt að vinda að þessum samningum miklu fyr en gert var. Yitanlega er allmikill bagi að þessu útflutningsbanni í bráðina, en vonandi er að það standi ekki lengi, því að nú munu samning- ar vera byrjaðir með „fullum krafti“, og ætti þá að geta tek- ist að Ijúka þeim á ekki alllöng- um tíma. Og bót er það í máli, að bann þetta nær að eins til þessa árs afurða, því eitthvað talsvert leggur hér enn frá fyrra ári af fiski, og gærur þær (og ull?) sem Gullfoss átti að flytja hil Ameríku verða ekki kyrsett- ar. Símskeyti frá frétfaritara Vísis. Khöfn 21. apríl. Bandaríkjaherinn á vesturvíg- stöðvunum hefir hnmdið af sér á- hlaupum Þjóðverja með hinni mestu grimd. Meðlimir írska landsþingsins eru að koma á samtökum gegn herskyldu í írlandi. Khöfn 22. apríl árd. Frá París er símað, að búist sé við nýrri sókn af hálfu Þjóðverja í Picardie. í ráði er í Bandaríkjunum aS gera alla menn á aldrinum 18 til 50 ára herskylda. Þjóðverjar eru komnir til Krím. Þjóðþingskosningar fara fram í Danmörku í dag. Khöfn 22. apríl síðd. Senatið í Bandaríkjunum hefir veitt 1312 milj. dollara til flotans. óánægja fer vaxandi í írlandi og horfir til óeirða. Hervörður hefir verið settur við jámhrautir. póst- og símastöðvar. Déilur em að rísa miiii Búlgara og Tyrkja. Ton nm olíu. Eins og kunnugt er, hafa Bret- ar ekki viljað leyfa olíuflutning hingað frá Ameríku, vegna þess að ekki hafði verið samið viðþá um verð á þessa árs afurðum. landsins. Nú er von um að úr þessu fari að rætast, er sendi- neíndin loks er tekin til starfa i Lundúnum og hefir skeyti bor- ist frá henni um að bráðlega muni takast að fá útflutniugs- leyfið. Vonandi er að eins að það dragist ekki of lengi, því að nú er landið orðið svo að segja alveg steinolíulaust, og [fjárhagstjónið, eem af því mundi leiða, ef útvag- urinn stöðvaðist, þó ekki sé nema stuttan tíma, vegna olíuleysis, gæti orðið ærið tilfinnanlegt lands- mönnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.